Vísir - 04.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 04.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Féiagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 4. júní 1940. Ritstjóri Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 126. tbl. EIRE BYST VIÐINNRAS A HVERRISTUNDU Fligvöllum lokað Herinn aukinn. 200 I.R.A.-menn handteknir. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Það vitnaðist ekki fyrri en síðla dags í gær að 200 meðlimir I. R. A. — írska lýð- veldishersins — höf ðu verið handteknir í gærmorgun. Eru þessar handtökur í sambandi við samsæris- og byltingaráformin, sem upp komust í lok síðasta mánaðar. Var þá handtekinn einn foringi I. R. A. og fundust á honum leyniskjöl, þar @em I. R. A. mönnum var fyrirskipað að gegna „trúarskyldum“ sínum 8.—24. maí og hafa öll vopnabúr tilbúin. Var þá gripið til víðtækra varúðarráðstafana. I býtið í gærmorgun hófst lögreglan um alt Eire handa og handtók alla menn, sem grunaðir voru um að standa í sambandi við erlend ríki, sem myndu telja sig hafa hagnað af því að ná völdum í landinu. Voru alls 200 menn handteknir um alt landið. Þá var og tilkynt í gær að ríkisstjórn Eire hefði á- kveðið að auka her lýðveldisins um 12 þúsund menn. í»eir, sem kallaðir eru í herinn eru gamlir hermenn, sem fyltu flokk De Valeras áður fyrr og svo sveit sú sem fór til Spánar og tók þátt í borgarastyrjöldinni, Sandpokum hefir verið hlaðið við glugga aílra opin- berra bygginga og járnbrautarstöðva, en auk þess er þar hermannavörður. Flugvöllurinn við Dublin, Phön- ix Park og flugvöllurinn, sem Bretar notuðu í síðustu styrjöld, í Gormanstown, hafa verið gerðir ónothæfir. Er þetta gert með því að hindrunum hefir verið hlað- ið um vellina þvera og endilanga, svo að þar er ekki leng- ur hægt að lenda flugvélum. Ráðstafanir þessar eru allar gerðar vegna þess, að ríkisstjórnin óttast innrás af hálfu erlends ríkis, og býst þá við að notuð verði nýjasta aðferðin — þ. e. herflutn- ingar með stórum herflutningaflugvélum. Hvergi er þess þó getið í tilkynningum stjórnarinnar, frá hvaða þjóð hún telur hættuna stafa, en alment er álitið að hér sé átt við Þjóðverja, sem nú hafa mjög bætt aðstöðu sína með sigrum sínum í Niðurlöndum og Norður- Frakklandi. loítðríi á Paris i fyrsti i yiiriiÉÉ styrjöld. hann var staddur í og stað- næmdist í nálægð hans, en kúl- an sprakk ekki. Sat liann að snæðingi með flugmálaráðherra Frakklands o. f 1., þegar þetta vildi til. Mikið mann- og eignatjón. Eiiikaskeyti frá United Press. London í morgun. 1 gær síðdegis bárust fregn- 'ir um, að gerð hefði verið lofl- árás á Paris — hin fyrsta i yfir- standandi styrjöld. Fregnirnar voru óljósar í fyrstu, en sjá mátti þegar af fyrstu fregnum, að um stórkostlega loftárás mimdi liafa verið að ræða. Skothríðin ur loftvarnabyssun- um var svo aköf, að önnur eins skothríð úr loftvarnabyssum hafði ekki heyrst í Paris. Flug- vélamar sem tóku þátt í lofí- árásinrii, voru um 200. Þær komu í „bylgjum“ inn yfir úthverfi borgarinnar. Höfuð- markmiðið virðist hafa verið að valda tjóni á hemaðarstöðum og er það viðurkent í frönskum tilkynningum, en tjónið varð mest í úthverfunum, m.a. komu sprengjur riiður á mörg íbúðar- hús og 6 skólahús. Talið var seint í gærkveldi, að um, 150 inanns hafi særst og 49 beðið bana. Sennilega eru tölur þessar of lágar. Nokkrar sprengikúlur komu niður inni í borginni sjálfri og munaði minstu, að sendiherra Bandarikjanna, M,r. Bullitt, færist, því að éin þeirra kom niður um þakið á liúsinu, sem Þjóðverjap herða sóknina á næst- unni. Þýska herstjórnin mun leggja megináherslu á, að hindra Bandamenn í að koma sér upp öflugum varnarstöðvum á víg- völlunum. Þykir alt benda til að Þjóð- verjar herði sóknina til muna á næstunni, bæði með tilliti tíl þessa, sem, að ofan er sagt, og meðfram vegna þess, að Frakk- ar verða að hafa öflugt lið til varnar á suðurlandamærunum, ef Ítalía fer í stríðið. Auk þessa hefir hernaðarað- staða Þjóðverja batnað, eftir að þeir liafa náð allri eða mestallri strandlengjunni meðfram Norð- ursjónum og Ermarsundi á sitt vald. Bresku flugvél- arnar betri en þær þýsku. United Press hefir átt viðtal við Deserverski majór, flug- mann og flugvélaverkfræðing. Lætur hann svo um mælt, að hresku orustuflugvélarnar séti Þriggja klukku- stunda loftárás á Le Havre. Einkaskeyti frá United Press, London í dag. Fregn barst til London nokkuru fyrir liádegi i dag þess efnis, að þýskar flugvél- ar hafi gert loftúrás á liafnar- borgina Le Havre. Það er kunnugt, að mikið tjón varð á húsum i loftárásinni og það er ætlað, að mikið mann- tjón hafi orðið, en nánari fregnir yanta um það. Loft- árásin stóð yfir í þrjár klukkustundir og var byrjað að leita í rústunum, til þess að bjarga særðum mönnum. yfirleitt hetri en þær þýsku, einkum „Spitfire“-flugvélarnar, sem séu miklu betri en nokkr- ar af þeim vélum, sem Þjóð- verjar hafi látið smíða í stór- um stíl. „Ef Þjóðverjar reyna að ráðast inn í England“, segir liann að lokum, „þá fá Englend- ingar tækifæri til að sýna, hvað þeir geta í lofthernaði. Geti þeir komið við hinum mikla flug- her, sem verið er að ljúka við að æfa í Kanada, þá er ekki mikill vafi á, hvorum hetur veitir.“ JLiðfliitiiingariiir frá Dnn(|iier(|ue. I gærkveldi var hirt i Lond- on skýrsla flotamálaráðuneyt- isins um herflutningana. Segir í skýrslunni, að slikir herflutn- ingar séu eins dæmi i liernað- arsögunni. Alls voru notuð 665 flutningskip, stór og smá, við að koma hermönnunum til Bretlands. Það er ekki tekið fram í tilkynningunni, hversu margir hermenn hafi verið fluttir yfir, en gefið í skyn, að það muni vekja mikla undrun, hve margir voru fluttir, er unt verði að skýra frá því. Er litið svo á, að af hernaðarlegum á- stæðum sé óheppilegt að skýra frá þessu að svo stöddu. 1 tilkynningunni er tekið fram, að auk fyrrnefndra skipa hafi fjökla mörg frönsk flutn- niga- og lierskip aðstoðað. Breski flotinn liefir stíflað innsiglinguna til Zeebrugge, með þvi að sökkva þar þar til gerðum „skipum“ úr stein- steypu. Þetta var líka gert í sein- uslu styrjöld, til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gæti notað höfnina fyrir kafbáta- miðstöð. Aðrar hafnir við Erm- arsund, sem Þjóðverjar liafa á valdi sínu, hafa verið gerðar ó- notliæfar. Winston Churchill flytur ræðu í neðri málstofunni í dag, og gerir sambúð ítala og Breta að umtalsefni og herflutningana Frcgnir Þjóðvcrja, að 330,000 hermciiii liaffi vcrið teknlr til fangsi í IVorður-Flandern taldar fjarisitæða Stjónimálamenn í London búast við því, að Winston Churchill muni gera sambúð ítala og Breta að umtalsefni í ræðu sinni í neðri málstofunni í dag. Fari Churchill út i þessa sálma gera menn ráð fyrir, að hann muni lýsa yfir þvi, að Bretar hafi ávalt verið reiðubúnir til þess að „mæta Itölum á miðri leið“ og ræða vin- samlega um öll ágreiningsmál, með það fyrir augum, að þau yrði leidd friðsamlega til lykta. ____ .... -..v:-^=J3sr-25rr« Ræða Churchills mun að öðru leyti f jalla um herflutningana, en þeir fara enn fram, og mun að eiris um leifar hersins í Norður-Flandern að ræða, því að meginhluti hers- ins hefir þegar verið fluttur yfir sundið. Að því er United Press hefir fregnað hafa Bretar og Frakkar enn allmikið lið við Dunkerque, til þess að tef ja framsókn Þjóðverja, meðan seinasta liðið er flutt til Bret- lands i skjóli flotans og flughersins. í liði þessu munu vera nokkur þúsund breskra hermanna og enn öflugri franskur her. Það er viðurkent, að Bandamenn hafi orðið fyrir miklu manntjóni í Norður-Fland- ern, enda hefir her þeirra þar átt í stöðugum bardögum, en hinar þýsku fregnir um, að Þjóðverjar hafi tekið til fanga 330.000 hermenn í Norður-Flandern, eru taldar fjar- stæða. Er tekið fram í London, að undanhaldinu hafi verið hagað þannig, að herlið Bandamanna, sem verndaði undanhaldið, hafi ávalt tekist að halda Þjóðverjumí skefj- um, og hafi þeir aldrei rofið herlínu Bandajnanna. Hafi varnarherlið Bandamanna hörfað undan smátt og smátt, jafnóðum og megin- herinn færðist nær ströndinni. ítalska stjórnin kemur saman á fund í dag og er bú- ist við, að gef in verði út tilky nning um ákvarðanir f und- arins þegar að honum loknum. Hvarvetna eru taldar sterkar líkur til, að Ítalía sé í þann veginn að fara í stríðið með Þjóðverjum, og að ákvörðun í því efni verði tekin á fundinum. Það var boðað í London í gær, að Winston Cchurchill forsæt- isráðherra myndi flytja ræðu í neðri málstofunni í dag. Þegar hann síðast talaði í málstofunni voru horfumar þær, að her Bandamanna í Norður-Flandem yrði króaður inni, sagði hann, að menn yrði að búast við miklum, þungbærum tíðindum. En síðan er þetta var hefir meginhluta breska hersins í Norður- Flandern verið bjargáð, eins og kunnugt er af fregnum þeim, sem hafa verið að berast unanfama daga. Hefir því ræst betur úr en á horfði, þegar Churchill flutti seinustu ræðu sina. Er yfir- lýsingar hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Herskipatjón Breta. í tilkynningunni segir, að sökt liafi verið þremur bresk- um tundurspillum, auk þeirra þríggja, sem áður hafði verið birt tilkynning um, — Keith (1400 smál.), Basilisk (1360) og Havoc (1340 smál.). Keitli og Basilisk voru bygðir 1930, en Havoc 1936. 24 flutningaskip- um var sökt, og voru flest smá. 1 tilkynningunni er gerð grein fyi’ir hinuin miklu erfið- leikum, sem við var að stríða. Herflutningarnir fóru fram á tiltölulega litlu svæði, þar sem erfitt var fyrir jafnmörg skip að atliafna sig, og við strend- ur Belgíu og Norður-Frakk- lands er grunnsævi og þungir straumar og eykur það erfið- leikana við útskipun. Þjóðverj- ar gerðu og stöðugt liinar áköf- ustu tilraunir til loftárása á skipaflotann. Með tilliti til erf- iðleikanna gengu lierflutning- arnir mjög greiðlega. Ýmislegt frekara hefir gerst, sem hefir haft þau áhirf, að menn efast æ minna um, að ítalir ætli að liefja þátttöku í styrjöldinni þegar í yfirstand- andi viku. Það varð m. a. kunn- ugt í gær, að herlæknum ítaliu liefir verið skipað að gefa sig fram til skyldustarfa eigi siðar en næstk. fimtudag, en allir aðrir læknar landsins, yngri en 55 ára, eiga að láta skrásetja sig í varalið hersins. Þá hefir verið byrjað á því að flytja setuhðið í Rómaborg á hrott úr hermannaskálum horgarinnar. Hafa komið fram tilgátur um, að stjórnin ætli að lýsa yfir því, að Rómaborg sé óvíggirt borg, og þar með koma í veg fyrir, að liún verði fyrir loftárásum. Ef setulið er í borg- inni, telst hún hernaðarbæki- stöð, og er þá heimilt að gera loftárás á hana. Rómaborgarsýningunni, sem átti að halda árið 1942, og þeg- ar var hafinn margvislegur undirbúningur að, hefir þegar verið frestað um ótiltekinn tíma. í Rómaborg er því borið við, að ýmsar þjóðir, sem ætl- uðu að taka þátt í lienni, teldi undirbúninginn of stuttan, en fyrir nokkruin mánuðum var það, að halda átti sýninguná, talið sönnun þess, að ítalir ætl- uðu að fylgja fast fram þeirri stefnu, að vera hlutlausir í styrjöldinni. Samkvæmt seinustu fregn- um er fundi ítölsku stjórn- arinnar lokið. Eftir til- kynningu að dæma, er út Var gefin að fundinum loknum, samþykti stjórn- in nokkur lög, sem lögð voru fyrir fundinn, en ekk- ert á það minst, að þátt- taka Ítalíu í styrjöldinni hafi verið rædd. ítalskir almenningsvagnar aka nú í fyrsta sinni eftir að styrjöldin braust út með bláum ljósum. Sömuleiðis eru götu- Ijós margra borga blá, og þykir þetta hvorutveggja henda til ít- alskrar styrjaldaríhlutunar. ítölsk blöð lierða á kröfum sínum á hendur Englendingum og lieimta áð þeir sleppi yfir- ráðum sínum yfir Malta, Suez- skurðinum og Gibraltar. Spönsk blöð taka undir þessar kröfur og segja að Spánverjum, beri yfirráðin yfir Gibraltar. Leikfélag- Reykjavíkur sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ kl. 854 annað kvöld, og er það 20. sýning á þessum leik. Aðgögumiðasala hefst kl. 4 í dag. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.