Vísir - 04.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 04.06.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Áróðurinn gegn Bretum. jyjIKILL hvalreki hefir her- nám Breta á íslandi orðið kommúnistunum okkar. Það kemur ekki svo út blað af Þjóð- viljanum, að þar séu ekki sví- virðingar um hresku þjóðina, hrakspár um örlög hennar og sleggjudómar um fyrirætlanir hennar og athafnir. Kommún- istar skynja það réttilega, að við urðum fyrir sárum von- brigðum þegar hlutleysi okkar var skert. Við höfðum vonað, að yfirlýsíng okkar um ævar- andi hlutleysi, vopnleysi þjóð- arinnar og hnattstaða landsins yrðu okkur fullkomin vernd fyrir erlendri íhlutun. Við höfð- um verið of bjartsýnir i þessu efni. Það varð Ijóst í upphafi þessarar styrjaldar að réttur smáþjóðanna mundi verða fyr- ir borð borinn eftir geðþótta þeirra, sem meiri máttar eru. Rússnesku kommúnistarnir létu þar ekki sitt eftir liggja. Þeir höfðu árum saman þóst vera að berjast fyrir frelsi smá- þjóðanna. Faðir Stalin var verndari allra smælingja, jafnt einstaklinga sem þjóða. Engu að síður lét hann það vera sitt fyrsta verk, að kúga smárikin við Eystrasalt til þess að veita sér hernaðaraðstöðu. ,,Gegn stríði og fasisnia“ hafði verið slagorð kommúnista í blöðum og á mannamótum um allan heim. Engu að síður tók Stalin höndum saman við Hitler til að heyja stríð gegn Pólverjum. Þegar hálft Pólland var lagt undir Rússa, kunnu kommún- istarnir okkar sér engin læti. Þegar rússneskur árásarher brytjaði niður pólska bændur, hafði Þjóðviljinn ekki annað um það að segja, en hve mikil dásemd það væri að sjá fimtán miljónir manna „innlimaðar undir kommúnismann — l>egj- andi og hljóðalaust“! Röðin kom að Finnuin. Öll- um ærlegum Islendingum svall harmur í brjósti við þau tíðindi. En kommúnistarnir létu sér ekki bregða. Verndarar smá- þjóðanna höfðu ráðist á Finna til þess að frelsa þá frá sinni eigin „böðulsstjórn“ og notið til þess leiðbeininga og liðsinn- is eins ágæts föðurlandsvinar, Kuusinen að nafni! Svona hafa kommúnistarnir okkar brugðist við þeim tíðind- um, sem gerst liafa kringum okkur. Og nú eru það þeir, sem gera sig að lalsmönnum særðr- ar þjóðarvitundar Islendinga, vegna hernáms Breta. Já, ætli það hefði ekki verið munur, ef Stalin hefði sent hingað lið til þess að frelsa okkur undan okk- ar eigin stjórn og „innlima okk- ur undir kommúnismann — þegjandi og hljóðalaust“! Áróður kommúnista gegn Bretum er skiljanlegur. Bretar eru gamaldags þjóð. Þeir halda eignaréttinum, persónufrelsinu og trúarbrögðunum í heiðri. Þeir hljóta því að vera þyrnir í augum allra, sem afnema vilja eignaréttinn, traðka persónu- | frelsinu og smána trúarbrögð- in. I skjóli þeirra vonbrigða, sem við urðum fyrir út af her- námi landsins, leita nú komm- únistar samfylkingar við þá, sem lieiðra frelsi, eignarrétt og trúarbrögð, til sameiginlegrar andúðar gegn Bretum. Þetta er alt ofur skiljanlegt. Og hitt er líka jafn skiljanlegt, að flestir íslendingar balda sönsum, þrátt fyrir hinn þráláta rússneska á- róður. En svo er það annað. Af völd- um ófriðarins liöfum við mist markaði fyrir helminginn af þeim vörum, sem við þurfum að flytja bæði að og frá land- inu. Afkoma þjóðarinnar veltur nú á þvi, öðru fremur, að hag- feldir viðskiftasamningar geti tekist við Breta. Kommúnistum er engin þægð i því að slíkir sanmingar takist. Er ekki ein- mitt réttara, að reyna að spilla samkomulaginu með sífeldum árásum á þá þjóð, sem við eig- um svo mikið undir? Er ekki sjálfsagt að reyna að æsa fá- fróða unglinga, svo að til á- rekstra geti komið við liina bresku hermenn? Jú, frá sjón- armiði kommúnista er þetta ait saman augljóst mál, þjóðar- nauðsyn og þegnskáparskylda. Allir vita til hvers kommún- istar lieyja baráttu sína, og þess vegna láta hugsandi menn hinn andbreska áróður þeirra ekki villa sér sýn. Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum. Einkaskeyti til Vísis. Vestmannaeyjum í gær. gJÓMANNADAGURINN var haldinn hér hátíðlegur með skemtunum úti og í Samkomu- húsinu. Hófust hátíðahöldin með því, að lúðrasveit lék á svölum sam- komuhússins og Ársæll Sveins- son útgerðarm. hélt ræðu. Síð- an söng Vestmannakór og var svo gengið í skrúðgöngu til kirkju, en þar fór fram sjó- mannaguðsþjónusta. Kl. 1 lék lúðrasveit niðri við höfnina, og fór síðan fram kappróður á höfninni og keptu skipshafnir af vélbátum um fagran veggskjöld, gefinn af Sjómannafélaginu ^ Jötni. Er hann skorinn af Bjarna Guð- jónssyni myndskera Iiér og vinst til eignar í þriðja sinn. Á hann svo að geymast í þeim vélbát, sem vinnur. I þetta skifti vann skipshöfnin af m.b. Mugg, undir forystu Páls Jóns- sonar formanns. Siðan var sýnt björgunar- sund og lífgun, en að því búnu fór fram reiptog, sem vakti mikla hrifningu, þar eð það var háð með nýstárlegum, hætti. Stóðu keppendasveitirnar sitt á hvorri bryggju og hlutu þeir, sem töpuðu, að falla í sjóinn. Um kvöldið var skemtun í Samkomuhúsinu með kórsöng ræðum og dansi. Allur bærinn, svo og vélbátar á höfninni, voru fánum skreyttir. Mun þetta einhver veglegasta hátíð, sem hér hefir verið hald- in, að undanskildri þjóðhátíð- inni. Loftur. FRAM: K. R. jþað ætlar að ganga illa. Reykjavíkur-mótið. Hverj- um Ieiknum á fætur öðrum er frestað vegna óveðurs og síðast í gær, leiknum milli Fram og K.R., sem vonandi getur farið fram í kveld. Fram og K.R. hafa bæði 0 st., eftir 2 leiki hjá hvoru. Hafa þau því fullan hug á að fá bæði stig- in í kveld og vilja víst varla láta sér nægja jafntefli. Liðin verða að öllum líkindum eins skipuð og á síðustu leikjum. Eflir áætlun átti leikur Vals og Víkings að fara fram í kveld, en hann fer fram annað kveld. Skýrsla um Land- spítalann 1939. Nýlega liefir verið gefin út skýrsla um lækningarnar ó Landspítalanum á s. 1. ári, og fer hér á eftir stuttur útdráttur um starfið á liinum ýmsu deild- um Landspítalans 1939. Lyflæknisdeildin. Á árinu koniu 396 sjúkl., en 338 fóru og 24 dóu. Helmingur þeirra,, sem dóu var iá sextugs- aldri og eldri. Sjúkdómarnir skiftast í eftir- farandi flokka: Sjúkdómar i öndunarfærum ....... 72 - hjarta og æðum ..... 33 - meltingarfærum ..... 90 - þvagfærum .......... 29 - taugakerfi.......... 86 - liðamótum og beinum 27 Efnaskifta-sjúkdómar .... 25 Blóðsjúkdómar ............ 4 Næmir sjúkdómar.......... 18 Aðrir sjúkdómar.......... 61 Húð og kynsjúkdómadeildin. Alls komu 79 sjúklingar, og skiftast þeir þannig: sjúkl. Húðsjúkdómar ............ 19 Kynsjúkdómar ............ 43 Aðrir sjúkdómar.......... 17 37 liöfðu lekanda (6 karlm , liitt konur og börn). 6 höfðu syfilis. Handlæknisdeildin. Á deildinni liggja að jafnaði 50—60 sjúklingar. 525 nýir sjúkl. komu, en 491 fóru. Óperationir á skurðarstofu voru 472 og lætur nærri, að helmingur aðgerðanna sé gerður í svæfingu og lielmingur í deyf- ingu, ýmist staðdeyfingu eða mænudeyfingu. Auk spitala- sjúklinganna komu 506 með ýmiskonar slys, sem að var gert. Langtíðasti sjúkdómurinn var botnlangabólga (108 sjúkling- ar). Þó voru ekki nema 26, sem höfðu bráða botnlangabólgu, en 82 höfðu langvinna, hægfara bólgu, eða eftirstöðvar eftir bráða bólgu. Á spitölum erlend- is er bráða botnlangabólgan i yfirgnæfandi meiri hluta, en hér er það öfugt, vegna þess, að mik ill þorri landsmanna á ekki kost á fljótri aðgerð- þegar á liggur. 37 sjúklingar lágu vegna bein- brota. 8 sjúklingar voru til aðgerða vegna fungnaberlda, og 24 vegna berkla í öðrum líffærum, aðal- lega í beinurn og hðum. Þessir sjúklingar liggja oftast mjög lengi, mánuðum og jafnvel ár- um saman, og verður það til þess, að færri verða rúmin fyrir þá, sem liægt er að lækna á skömmum tima, enda verða sjúklingar oft að bíða eftir spít- alavist marga daga, og jafnvel vikur. Krabbamein höfðu 28 sjúkl- ingar, en 14 meinlausari æxli. Sullaveiki höfðu aðeins 4 sjúklingar. 31 sjúklingur dó á árinu. Af þeim voru 16 á sextugs aldri og þar yfir. 13 sjúklinganna dóu úr krabbameini, en 6 af slysförum. I 25 skifti voru framkvæmdar blóðgjafir, með aðstoð blóð- gjafasveitar skáta, en í henni er nú um 50 manns. Fæðingadeildin. Fæðandi konur voru 433. Þær ólu 440 börn, enda fæddust tví- burar 7 sinnum. Drengir voru 222, en stúlkur 218. Yngri en tvítugar voru 27 mæður. Flestar — eða alls 272 — voru milli tví- tugs og þrítugs. 91 var ógift. Andvana fæddust 12 böm, eða dóu nokkru eftir fæðingu. Tangarfæðingar vom fimm, en 6 sinnum var gerður keisara- skurður. Svæfingar vom 422. Alls dóu 2 konur, báðar eftir mjög erfiðar fæðingar og alvar- legar óperationir. Önnur fékk krampa á undan fæðingunni. Fæðingadeildin er orðin lang- samlega of lítil, enda leita þang- að ekki síður húsmæður, en ó- giftar stúlkur. 1 28 skifti þurfti að vísa frá fæðandi konum, vegna rúmleysis, og er l>að ó- tækt ástand. Samt liggja venju- lega miklu fleiri konur á deild- inni, en til var ætlast í upphafi. Utan af landi leita einkum kon- ur, ef búist er við erfiðri fæð- ingu, og áhættusamri fyrir móð- ur eða bam. Röntgendeildin. Röntgenskoðanir voru 5188; rúmlega 1800 lungnarannsókn- ir, oftast vegna berklaveiki, en nálega 500 rannsóknir á melt- ingarfærunum. Beinbrot voru 206. Sullir fundust í 15 skifti, en nýrnasteinar 13 sinnum. Sár og meinsemdir í maga höfðu 89 sjúklingar. I Röntgenlækning var 221 sjúkl. Af þeim höfðu 106 ýmsa húðsjúkdóma, en 43 illkynjuð mein. Fengu þeir 2349 geislan- ir samtals. 2 sjúkl. voru með geitur í höfðinu. Sá sjúkdómur er að hverfa úr landinu. Radíumlækning fengu 32 sjúklingar — allir með mein- semdir. Ljósböð voru gefin í 6696 skifti. Háls-, nef- og eyrnalæknir spítalans gerði 79 ópefationir í sinni sérgrein, en augnlæknir- inn 20 óperationir á augum. Á Rannsóknastofu Háskólans voru gerðar 88 krufningar fyrir öll sjúkrahús bæjarins og Vif- ilsstaði, en mest fyrir Land- spítalann. 8 lík voru krufin fyr- ir lögregluna í Reykjavík. Þess- ar líkskoðanir eru ómissandi til þess að fá nákvæma vissu um dánarorsakir landsmanna. — 20% dóu úr illkynjuðum æxl- um. Af Hjúkrunarkvennaskólan- um úlskrifuðust 12 nemendur sem fullnuma hjúkrunarkonur, eftir 3 ára verklegt og bóldegt nám. Kennarar voru forstöðu- konan, og nokkrir af spítala- læknunum. — Auk þess var haldið uppi forskóla til undir- búnings þeim, sem hófu nám í skólanum. Úr Ljósmæðraskólanum luku fulinaðarprófi 10 ljósmæður, eftir 1 árs nám á Fæðingadeild- inni. í gistivist Landspítalans dvöldu þrír héraðslæknar, 2—3 mánaða tíma hver, til fram- haldsnáms. Fjórir af læknum spítalans birtu ritgerðir um læknisfræði- leg efni í Læknablaðinu. — Þrír fóru utan til þess að kynn- ast nýjungum á erlendum, spí- tölum. Spitalalæknarnir höfðu 7 umi’æðufundi á Landspítalan- um, þar sem voru rædd ýmisleg læknisfræðileg efni eða lær- dómsríkir sjúkdómar, er koniu fyrir á sjúkrahúsinu. Landlæknir er formaður Stjórnarnefndarinnar. — Yfir- læknar deildanna og forstöðu- kona voru sömu og áður, en nokkur mannaskifti urðu í starfsliði yngri lækna og hjúkr - unarkvenna. Póstferðir á morgun. Frá R: Rangárvallasýslupóstur, V.-Skaftafellssýslupóstur. Akranes. Borgarnes. Húnavatnssýslupóstur. Skagaf jarðarsýslupóstur. Eyja- fjarðarsýslujxSstur. S.-Þingeyjar- sýslupóstur. Breiðafjarðarpóstur. — Til R: Akranes. Borgarnes. 91. sýning Leikfélagsins. LeiJkstarfsemi í vetur senn lokið. Annað kveld hefir Leikfélag Reykjavíkur sýningu á leikrit- inu ,Stundum og stundum ekki‘, og er það 20 sýningin á þessu leikriti, en 91. sýning félagsins í vetur, og er það einsdæmi í sögu félagsins, að svo margar sýning- ar hafi verið á einu leikári. Hefir aðsókn verið svo mikil að þeim leik, sem nú er sýndur og að ofan greinir, að t. d. s. I. sunnudag voru allir aðgöngu- miðar uppseldir þegar kl. 2, daginn sem leikið var. Þessi mikla aðsókn stafar vafalaust at' brölti því, sem var um leik þennan í upphafi, að nokkru leyti, en auk þess mun hin prýðilega leikstjórn og leik- meðferð yfirleitt og þó sérstak- iega Brynjólfs Jóhannessonar, eiga sinn drjúgan þátt í aðsókn- inni. Hefir Biynjólfi enn einu sinni tekist að skapa sérstæða og ógleymanlega „figuru“, og sýn- ir það, að þótt slíkir skopleikir, sem þessi, hafi ekki bókmenta- legt gildi, hafa þeir þó gildi séð frá leiklistarinnar sjónarmiði,. að því leyti, að þeir gefa góðum leikurum tækifæri til sýna nýj- ar hliðar á list sinni. Síðast en ekki síst fær fólk tækifæri til að hlæja, en af því hafa allir gott, ekki síst á þessum tímum. Leikfélagið hefir venjulega verið bætt störfum um þetta leyti, en mun þó enn liafa nokkr- ar sýningar, og ætti þvi fólk að nota þau tækifæri, sem ennþá bjóðast, til þess að sækja leik- sýningar félagsins. Varhngavert framferði baroa og fallorðinna. Sambúðin við hina biresku hermenn. Sá atburður skeði nýlega, að breskur hermaður framkvæmtli sauruglegt athæfi við stúlku- barn, 8 ára að aldri, um borð í skipi, án þess þó að valda á henni líkamlegum meiðingum. Var málið rannsakað hér af sakadómara, en þvínæst afhent breskum yfirvöldum til með- ferðar og dómsálagningar, og fylgist utanríkismálaráðuneytið með afgreiðslu og meðferð málsins, en dóms er bráðlega að vænta. Hér er um atburð að ræða, sem vel má verða til aðvörun- ar fyrir foreldra, og lögreglulið bæjarins, og er þvi full ástæða til að gefa honum nokkurn gaum. Þótt hinir bresku hermenn komi yfirleitt prúðmannlega fram, svo sem vera ber, má öll- um vera það ljóst, að misjaf.'i er sauður í mörgu fé. Ber þvi að gjalda varhuga við þeim dæma- lausa ósið og birðuleysi, sem tíðkast hér í höfuðstaðnum, að láta börn leika lausum liala umhirðulaus og án þess að gætt sé livar þau eru að þvælast. — Börnin lianga yfir hermönnun- um , sníkjandi og snapandi, banga jafnvel á gluggum þar, sem þeir eru inni, og eru væg- ast sagt til minkunar fyrir bæj- arfélagið og foreldrana. Lögreglan er furðulega skeyt- ingarlaus um þessa hluti, og ber að víta það alvarlega. Henn- ar hlutverk er að lialda uppi fullri reglu og velsæmi á götum og almannafæri yfirleitt, og sjá um, að lög og reglur séu i heiðri hafðar. Má þar á meðal benda á umferðareglur þær, sem gild- andi eru, en hafa verið þver- brotnar á margan hátt án þess að lögreglan liafi virst skifta sér verulega af. Er þess að vænta, að lögreglustjóri taki með fullri einbeitni á þessum málum og öðru því, sem aflaga fer, og láti bresku herstjórninni fullnægj- andi upplýsingar í té, þannig að samvinna og skilningur riki í þessu efni, enda getur sam- vinnuskortur leitt af sér marg- vislegan missltilning og ó- ánægju meðal almennings, sem orsakað getur lakai’i sambúð við hina bresku hermenn, en vera ber. Þess mun einnig hafa gætt, að druknir menn gerðust ól>arf- lega næi’göngulir við hina bresku hermenn, og hafa jafn- vel móðgað þá með lirópyrðum og öðru skammai’legu athæfi. Á slíku ber að taka með fullri festu af hendi íslenskra lög- gæslumanna, og sýna þar enga linkind, með því að ósæmilegt framferði, þótt af hálfu drukk- inna rnanna sé, getur valdið misskilningi ókunnugra og ó- þægindum fyrir almenning. Að lokunx skal á það bent, að við íslendingar lxöfunx lifað fi’jálsixxannlegai', en ýrnsar aði’- ar þjóðix’, og á það einkum við um skenxtanalíf. Hér lxefir það t. d. tíðkast, að stúlkur fari ein- ar á kvöldin á kaffihús, dansi þar við bráðókunna menn pg livern senx vera skal. Þetta tíðk- ast hvei’gi nema lxér, nema þvi aðeins að unx atvinnudrósir sé að í-æða. Exlendir nxenn nxis- skilja því auðveldlega þessa hegðun íslensku kvenþjóðar- innar, og gera meiri kröfur til kvenna þessara, en þær telja sig hafa gefið ástæðu til, eftir okkar íslenska mælikvarða. — Þetta mættu þær slúlkur hafa í liuga, sem einar þyrpast á kaffi- liús eða aði’a skemtistaði á kvöldin, nxeðan ásland það lielst liér í landi, sem nú er ííkjandi. Ofani’itaðar leiðbeiningar gefa eklci tilefni til bi’eyttrar fi’amkonxu að öðru leyti gagn- vart hinum bresku hermönn- um. Þeim ber að sýna fylstu kurteisi í hvivetna, og hennar krefjumst við einnig af þeim, og sé þessa gætt, mun þessi stundarsambúð ganga slysa- laust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.