Vísir - 05.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 05.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Slmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 5. júní 1940. 127. tbl. HITLER BOÐAR SÓKN. Hann skorar á þjóðina að f agna yfir sigrinum - - fiagga í viku og hringja sigurklukkum i 3 daga samfleytt. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Hitler hefir ávarpað þýsku þjóðina í tilef ni af sigr- inum í Norður-FIandern. í ávarpi sínu boðar hann nýja sókn — sem færi Þýskalandi fulln- aðarsignr. Hann sagði og — í ávarpi til hersins, sem bor- ið hefir hita og þunga dagsins, á vesturvígstöðvunum, að Þýskaland hefði mikinn f jölda herfylkja, sem væri reiðubúin til þess að koma hernum til aðstoðar, til þess að knýja fram úrslitasigurinn. f ávarpi sínu til hersins sagði Hitler, að með töku Dunkerque væri lokið mestu orustu í veraldarsögunni — framkvæmd hefði verið hin djarflegasta hernaðar- áætlun, sem nokkuru sinni hef ði gerð verið í allri hern- aðarsögunni. Hitler fyrirskipaði, ?ð hvarvetna um Þýskaland skyldi fánar hafðir á stöng í átta daga og kirkjuklukk- um hringt í þrjá sólarhringa, hvorttveggja til þess að fagna sigrinum. • Hermálastjórnin þýska tilkynnir, að þrír herforingj- ar hafi verið handteknir í Dunkerque og mikið herlið. Roosevelt vill fá fé til að smíða 68 herskip. Þýska herstjómin hrósar mjög sigri, þar eð Þjóðverjar hafa nú á valdi sínu alla strand- lengjuna við Norðursjó og Ermarsund til Somme, eftir að Dunkerque féll um miðjan dag í gær, en þar segjast Þjóðverjar hafa tekið 50 þús. til fanga. Samtals segjast þeir hafa tek- ið 1.2 miljón fanga í orustum þeim, sem staðið hafa að undan- fömu í Hollandi, Belgiu og Norður-Frakklandi. en ekki verði komið tölu á fallna menn ng særða. Eyðilögð liafi verið 75—80] stórfylki (divisions) andstæðinganna og öll liergögn þeirra tekin eða eyðilögð, en Þjóðverjar hafi fengið í hendur ótölulegan grúa af fallbyssum, hiyndrekum og vélknúnum tækjum, sem og skotvopnum og skotfærum allra tegunda. í þessari viðureign segjast l>eir hafa skotið niður 1841 flug- vél, þar af 699 með loftvarnar- hyssum, en 1600—1700 flugvél- ar hafi verið eyðilagðar með ó- rásum á flugstöðvar og flug- velli Þá láta Þjóðverjar mikið yfir skipatjóni andstæðinganna við liðsflutningana frá Dunkerque, en þ. á. m. segjast þeir hafa sökt 5 beitiskipum, 7 tundurspillum, 9 kafbátum, fjölda smærri lier- skipa og 66 flutningaskipum. Skemst hafi vegna loftárása 10 beitiskip, 24 tundurspillar, 3 kafbátar, 22 önnur lierskip og 117 flutningaskip. Sjálfir segjast Þjóðverjar hafa :mist 422 flugvélar í þessari við- ureign, en manntjón verði talið í nokkrum þúsundum. Segja Þjóðverjar að nú sé lok- ið stærstu orustu, sem háð hafi verið í heiminum, og í henni hafi þýski herinn sýnt yfirburði á öllum sviðum. Telja þeir það einstakt afrek að hafa tekið Holland eftir 5 daga viðureign, ráðist í gegnum viggirðingar andstæðinganna inn i Frakk- land í leifturárás, þrátt fyrir mjög erfiða aðstöðu og hafa nú alla ströndina gegnt Bretlandi á valdi sínu. Sé með þessu fyrsta þætti styrjaldarinnar lokið með glæsilegasta sigri, sem sagan geti uin. Nú hefjist nýr þáttur styrjaldarinnar, og berjist þýska þjóðin í trú á endanlegan sigur. Fundur ítalska her- ráðsins var ekki haldinn í gær. London í morgun. Itölsk blöð ræða lítið sem ekki afstöðu Bandamanna til Italíu, þótt Rjeynaud forsætis- ráðherra liafi gefið nýtt tilefni til umræðna um málið. ítölsku blöðin eru með ónot í garð Bandamanna fyrir vinsamleg ummæli þeirra í garð Itala. Fundur stórráðs facistaflokks- ins, sem búist var við að koma mundi saman i gær, var ekki lialdinn. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Allsherj arnefnd fulltrúadeild- arinnar hefir samþykt að fá leyfi lijá þinginu til þess að taka fjögra biljóna dollara lán, í stað þriggja biljóna, sem farið var fram á í öndverðu. Jafnframt samþykti nefndin að fara fram á að hækka skatta til liervarna, svo að þeir gefi af sér um eina hiljón dollara árlega. Þá hefir Roosevelt gert upp- skátt um tillögur sinar um I aukningu flotans. Vill hann að Iþingið veiti honum leyfi til þess að láta smíða þrjú flugvéla- stöðvarskip, þrettán beitiskip, j þrjátíu tundurspilla og tuttugu j og tvo kafbáta. VIYND LEOPOLDS KON- fJNGS TEKIN ÚR SÝN- INGARHÖLL BELGlU. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Belgiska stjórnin, sem nú hefir aðsetur sitt í París, hef- ir gefið fyrirskipun um að 'aka marmarastyttuna af Leopold konungi úr sýning- arskála Belgíu á heimssýn- ingunni í New York. Sýningarskálinn var lokað- ur í þrjá daga um daginn, eegna óvissunnar um hvað Belgíustjórn myndi gera, hegar Leopold hafði sagt hemum að leggja niður vopn. Fyrirliði flugvélarinnar gefur merki um að takmarkinu hafi verið náð, alt sé i lagi og óhætt sé að halda heimleiðis. V arúðar r áðst af - anir í Engflandi. Á annað hundrað breskir fascistar handteknir. Einkaskeyti frá United Pi'ess. London í morgun. Ný sókn liefir verið hafin í Bretlandi gegn breskum fas- cistum og hafa verið handtekn- ir af þeim á annað hundrað. Meðal þeirra eru margir þing- frambjóðendur. „Hreinsun“ í hafnarborgunum. Þá er lögreglan farin að lireinsa til i hafnarborgum á suðausturströndinni enn betur Pyrrhusar-sigur? Hermann Rausclining liefir ritað ítarlega grein í „Manchest- er Guardian“ um vinninga og töp Þjóðverja. Segir hann að viðburði síðuslu viku sé ekki liægt að meta öðruvísi en með liliðsjón af þeim markmiðum og tímalengdum, sem Hitler hafi sjálfur sett þýska hernum. „Ilerförin til Noregs verður að skoðast sem hluti af árásar- fyrirætlunum Hitlers. Þar hregðast þær í fyrsta sinni, því að bandamenn flytja lier sinn hurt úr Suður-Noregi, en binda liann ekki þar, eins og Hitler ætlaðist til. Aftur á móti mislu Þjóðverjar mikinn mannafla við töku Noregs. Tilraun til ' stjórnarskipta miðshepnaðist og margt fór á alt aðra leið en | fyrirætlanir sögðu fyrir um. Hvers vegna? Vegna þess að Hitler flýtti sér að svara tundur- duflalagningu Bandamanna í landhelgi Noregs, en hélt sér j ekki við hinar vel undirbúnu j árásarfyrirætlanir sínar. Fyrir bragðið misti hann mikinn hluta þýska flotans, varð að nota loftflota til nauðsynlegra flutninga og gat ekki teflt frani neinum flota nálægt Dunkirk.“ „Það átti að vinna Tannen- herg-sigur á hresku og frönsku hersveitunum í Norður-Frakk- landi. Sigurinn, sem vanst var Pyrrhusar-sigur. Þessar her- sveitir vörðust í viku og kom- ust loks undan, en á meðan liafa Frakkar getað treyst varnir sín- ar við Somme. en áður hefir verið gert. Lög- reglan liefir tilkynt 130 útlend- ingum í Folkestone og 238 út- lendingum í Margate, að þeir verði að flytja á brott og taka sér aðsetur annarsstaðar. Brottflutnmgi liers Itaiida- manna frá Flandern lokið. Mcginliluta her§in§ bjargað, cn það veiður mainaða verk að liæta npp hið gífuiiega her- gragrnatjon Breta. — — Greinargrerð Chnrehillst Winston Churchill forsætisráðherra skýrði frá því í gærkveldi, í áhrifamikilli ræðu, sem hann flutti í neðri málstofunni, að tekist hefði að koma yfir til Bretlands um Dunkuerque um 335.- 000 manns. Nú er herflutningunum lokið, því að tilkjmt hefir verið, að Abriele — franski aðmírállinn, sem stjómaði sjóliði Frakka þar, hafi stigið síðastur manna á skipsf jöl, en það var kl.7 í gærmorgun. Nokkur þúsund fanga féllu í hendur Þjóð- verja er þeir tóku borgina. Með töku hennar er lokið vasklegri vöm og frækilegu undanhaldi, björgun heils hers, sem gengur kraftaverki næst, og það var öll sú saga, sem Churchill rakti í ræðu sinni gær, og lagði áherslu á, að þótt betur hefði úr ræst en á horfði, væri hér um að ræða stórkostlegt heraaðarlegt áfall. Winston Churchill rakti fyrst livað gerðist cftir að Þjóðverjar brutust í gegn á Sedanvígstöðv- unum, og hvernig liin liernaðar- lega aðstaða hreyttist við það. Hann kvað nú vera ljóst orðið, að ekki var unt að halda sam- bandinu milli hers Bandamanna í Belgíu og Norður-Frakklandi, nema með því að láta lierinn í Belgíu hörfa undan snður á bóg- inn. En franska herstjórnin gerði sér vonir um, að takast myndi að hefta framsókn Þjóð- verja með því að loka skarðinu, sem þeir rufu í viggirðingar Frakka. Þetta tókst ekki, þar sem Þjóðverjum tókst að sækja hratt til strandar. Þannig hefði verið ástatt, er hann gaf þing- inli skýrslu sína, en það var um þetta leyti sem Weygand tók við yfirherforingjastöðunni. Churchill kvaðst liafa sagt þing- heimi, að menn yrði að vera við þvi búnir, að mikil og þungær tiðindi bærist, og kvaðst liann hafa sagt þetta vegna þess, að þá hefði horft svo, að lier Banda- manna í Norður-Flandem yrði algerlega innikróaður ok tekinn til fanga, eða hann myndi tor- tímast á vígvöllunum vegna skorts á matvælum og hergögn- um. Hann og sérfræðingar hans hefði ekki gert sér vonir um, að unt yrði að bjarga nema 20.— 30.-000 manns af hinum mikla her. Þetta hefði þó farið á annan veg, því að tekist hefði að bjarga 350.000 manns, en manntjón (fallnir, særðir þeir, sem saknað er), væri um 30.000, og mætti ætla, að einhverir þeirra, sem saknað væri, kæmi fram. En hergagnatjónið liefði orðið gíf- urlegt, — Bretar hefði mist um 1000 fallbyssur allar bifreiðir og flutningatæki hersins, mikið af skriðdrekum og öðrum her- gögnum. Alt, sem ekki varð komist með, var eyðilagt eftir þvi sem hægt var, en það yrði margra mánaða verk að vinna þetta upp, en þjóðin stæði sam- einuð að þvi mikla hlutverki, að endurreisa breska herinn, og legði fram alla krafta sina til þess. Winston Cliurchill ræddi af- leiðingar þess, að Leopold kon- ungur fyrirskipaði her sínum að gefast upp — og með þvi opnað Þjóðverjum leið til sjávar, en sambandið slitnaði vegna þessa milli Breta og hersveita Frakka sunnar. Churchill kvaðst hafa beðið menn um það, í seinustu ræðu sinni, að fella ekki upp neinn dóm að svo stöddu, yfir konungi, en nú væri ástæðulaust að láta þetta liggja i þagnar- gildi lengur. Konungurinn hefði sent sendiboða á fund óvinanna til þess að semja við þá, án þess að ræða við rikisstjóm sína eða Bandamenn, og fyrirskipað upp- gjöf hersins. Þegar Churchill talaði um hvað konungur tók sér fyrir hendur kölluðu þingmenn: „Svivirðing!“ Churchill ræddi allitarlega björgunarstarfsemina — hvern- ig safnað var saman skipum af öllum stærðum — hvernig allir, sem til var leitað brugðust liið besta við, og komu með skip sín á tiltekna staði, án þess að vita hvers væri krafist — og enginn hefði skorast undan að taka þátt í björguninni, sem hefði tekist svo vel sem reynd bæri vitni, vegna ágætrar samvinnu land- liers, flota og flughers, — en flugherinn breski hefði getið sér slikt orð í baráttunni við þýska flugflotann, að þar mætti með réttu halda fram, að sigur hefði verið unninn. Churchill ræddi erfiðleikana við björgunina. Þjóðverjar hefði lagt alt kapp á að hindra brottflutninginn, á landi, sjó og í lofti. Þeir hefði lagt segulmögnuðum tundur- duflum, beitt kafbátum (einum J>eirra var sökt) og motor-torpe- dobátum, og sent fram hvern flugvélaflokkinn á fætur öðmm, en þrátt fyrir það mishepnaðist þeim að koma í veg fyrir, að brottflutningurinn tækist. Churchill bað menn um, að leggja ekki of mikla áherslu á, að björgunin liefði gengið miklu betur en á horfðist. Menn yrði að horfast í augu við þær stað- reyndir, að óvinaþjóðin hefði bætt aðstöðu sína stórkostlega: belgiski herinn, sem var prýði- lega æfður og útbúinn, liefði gefist upp, Belgía væri á valdi óvinanna, og hafnarborgirnar við Ermai-sund, og svo væri hið gífurlega hergagnatjón Banda- manna í Norður-Flandem, og loks væri franski herinn veikari en áður. Þetta yrði menn að muna — og að búast mætti við nýjum, stórkostlegum árásum af Þjóðverja liálfu þá og þegar — á Frakkland eða Bretland. En þrátt fyrir alt, sem á móti blési, mætti menn ekki láta hugfallast. Breski herinn yrði endurskipu- lagður undir leiðsögn Gorts yfir- Frh. af bls. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.