Vísir - 06.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Krisfcjára Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla J
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 6. júní 1940.
128. tbl.
C. WWQMSffiaarigflÍ
ÞJOÐVERJAR HEFJA
HAVRE OG PARÍSAR
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Kl. 4 í fymnótt hófu Þjóðverjar mikla sókn á vígstöðvunum í Frakklandi, frá ós-
um Sommefljóts til Soissons, eða á 180 km. breiðu svæði. Hörðust var sókn-
in i nánd við Amiens, Perronne og Ailette. Markmiðið með sókninni er höf-
uðborgFrakklands: París.
. 1 Frakklandi vakti það nokkra undrun, að Þjóðverjar höguðu sókn sinni með „hinni
gömlu, sígildu aðferð", er notuð var svo mjög í Heimsstyrjöldinni, að byrja með mik-
illi störskotahríð og tefla því næst fram fótgönguliði, i þéttum fylkingum, en þó var ein
breyting frá því, sem þá tíðkaðist. Þjóðverjar notuðu steypiflugvélar til stuðnings í
sókninríi. 1 Frakklandi og Bretlandi var um það rætt, að Þjóðverjar hefði orðið fyrir
svo miklu skriðdrekatjóni í Norður-Flandern og viðar, að þeir myndi ekki geta notað
,þá í eins stórum stíl og verið hefir. Þó var þvi spáð, að vélahersveitir Þjóðverja myndi
brátt koma til sögunnar, og sú varð reyndin. Seint i gærkveldi bárust fregnir um, að
.þýskar yélahersveitir hefði brotist í gegn á nokkrum stöðum. Þrátt fyrir það taldi
Reynaud forsætis- og hermálaráðherra Frakklands, sem flutti ræðu í senatinu i gær-
kveldi, að engin ástæða væri til að örvænta, — úrslitkynni að verða Bandamönnumívil.
ÞaíS var tilkynt f Bretlandi í gær, að breskur her berðist með
Frökkum á Sommevígstöðvunum, eða Weygandlínunni, en svo
er nú faríð að nefna^hana, því að þegar Weygand tók við yfir-
herstjórninni af Gamelin, eftir að Þjóðverjar höfðu brotist í
gegn á Sedanvígstöðvunum, endurskipulagði hann varnirnar
méðfram Sommefljóti, eða frá ósum fljótsins til Maginotlin-
unnar. Bresku hersveitirnar, sem berjast með Frökkum hafa
-nýjustu, vélknúin hergögn.
Eins og áður hefir verið getið
itarlega í skeytum hafa Þjóð-
verjar nú Ermarsundshafnirnar
á sínu valdi. Af því leiðir, að
Brétar verða að flytja her og
"hergögn og annað, sem her
þeirra í Frakklandi þarfnast, tii
'hafna sunnar á vesturströnd
Frakklands, og eftir fall Erm-
arsundshafnanna, væri þeim
lientast að nota Le Havre. Virð-
Ist og markmið Þjóðverja, að
koma í veg fyrir, að þeir geti
notað þá borg, til þess að flytja
um her og hergögn. Hefir þeg-
ar verið gerð loftárás á borgina
og í yfirstandandi sókn er vafa-
laust miðað að því, að taka Le
Havre ekki síður en París.
Af ummælum talsmanns
frönsku hermálastjórnarinnar i
gærkveldi má ráða, áð Wey-
gand hefir tekið upp nýja varn-
araðferð. Sérstökum hersveit-
um, sem hafa byssur til þess að
skjóta á skriðdreka, hefir verið
komið fyrir á ýmsum stöðum,
til þess að hnekkja framsókn
skriðdrekasveita, er kynni að
brjótast í gegn. Þessi bardaga-
aðferð hefir vafalaust verið val-
in vegna þess, að Weygand hef-
ir gert ráð fyrir þeim mögu-
leika, að Þjóðverjum kynni að
takast að brjótast í gegn á
Somme-vígstöðvunum, þar sem
vörnin er veikust, en Frakkar
hafa ekki haft mikinn' tíma til
þess að skipuleggja varnir sínar
þar. — Vafalaust hafa þeir þó
gert alt, s,em unt var að gera,
til þess, og varnarskilyrðin við
fljótið eru yíðast góð. Weygand
fékk og nokkru meiri tíma til
þess að undirbúa vörnina þarna
en i fyrstu var ætlað, vegna
hinna vasklegu varnar i Norð-
ur-Flandern, er tafði mjög
framsókn Þjóðverja.
Samkvæmt seinustu
fregnum hafa engir stór-
viðburðir gerst á vígstöðv-
unum. Allan daginn í gær
var barist, en í nótt dró úr
bardögunum, og í morgun
hófust þeir af nýju.
Frakkar telja enn óvíst
hvort höfuðmarkmið Þjóð-
verja sé að ná Le Havre á
ströndinni, eða reyna að
komast inn fyrir Maginotlín-
una og taka því næst París.
Miklar viðureignir hafa átt
sér stað í lofti fyrir aftan víg-
línu Þjóðverjaog hafa fransk-
ar árásar- og sprengjuflug-
vélar gert þar mikið tjón.
Bretar hafa gert loftárásir á
hernaðarstaði í Vestur-Þýska-
landi.
Italir loka ströndum ítalíu,
Albaníu og nýlendnanna.
Opinberlega hefir verið tilkynt í Rómaborg að ítalir hafi lokað öllum ströndum
ítalíu sjálfrar, Albaníu og nýlehdnanna með tundurduflabeltum. Ná hættu-
svæðin 12 mílur út frá ströndunum.
í hinni opinberlegu tilkynningu er svo fyrir mælt, að öll skip, sem sé á leið til hafna
í þessum löndum í einhverjum erindagerðum verði að tilkynna yfirvöldum þeirra
hafna, sem þau ætla til, hvar þau sé stödd og hvaða dag og klukkustund þau geri ráð
fyrir að koma að tundurduflabeltinu. Geri skipstjórar þetta, svo sem fyrir þá er lagt,
verða þeim látnir í té leiðsögumenn, en þeir sem fara ekki eftir fyrirmælunum, sigla á
eigin ábyrgð.
Siglingar milli Malta og Sy-
racuse á Sikiley hafa verið
stöðvaðar. Kaf bátanet hafa verið
lögð utan við allar hafnarborgir,
sem mikilsverðar eru og strand-
varðasveitum hefir verið skipað
að vera við öllu búnar á hvaða
tíma sólarhrings sem er.
1 höfnum flotans er uppi fót-
ur og fit. Skipin eru útbúin hvert
á fætur öðru og sigla síðan úr
höfn í flotum, hvert á sinn varð-
stað.
Þá hefir verið gefin út til-
kynning til almennings um að
menn verði að vera við því bún-
ir að þurfa að byrgja öll ljós fyr-
irvaralaust.
Næstum allir Bretar, sem ver-
ið hafa á Italíu að undanförnu,
eru nú á förum eða þegar farn-
ir. í Rómaborg eru að eins eftir
örfáir starfsmenn sendisveitar-
innar og nokkurir blaðamenn.
Lúðrasveitin Svanur
leikur á Austurvelli í kvöld kl.
8.30, undir stjorn Karl O. Runólfs-
souar, ef veður leyfir.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Fregnir frá Washington
herma, að Rosevelt forseti hafi
ekki gefið upp von um, að því
LE
Kafbátanet brcádtl »til |»cri*is«
'í.'ZT^'.'' ,3TTI*ff^"
^gffiJ"
||§§ÍIÍgÍÍ
VI©BÚNA©UR ÍTALA. — ítalir vigbúast nú af kappi og leggja meðal annars kafbátanétum fyrir
framan allar helstu hafnarborgir sínar. Eru hér sýnd slík net, þar sem þau liggja á uppfylbngu í
Neapel.
verði afstýrt, að ftalía taki þátt
í styrjöldinni,enda þótt styrjald-
arundibúningi Itala sé stöðugt
haldið áfram og margt, sem
gerst hefir áð undanförnu bendi
til, að þess verði skamt að bíða,
að ítalir ,,taki stökkið".
Það kom fram í ræðu, sem
flutt var í öldungadeild þjóð-
þingsins í gær, að forsetinn
hefir verið ómyrkur í máli í
firðtali við Mussolini, og leitt
honum fyrir sjónir hverjar af-
leiðingar það mundi hafa fyrir
ftalíu, ef hún færi í stríðið.
Orðrómur gengur í París um,
að Mussolini ætli að flytja ræðu
af svölum Feneyjarhallarinnar
á fimtudagskvöld.
Herforingjar Frakka eru
sagðir þeirrar skoðunar, að ef
Mussolini ákveði þátttöku í
styrjöldinni, muni hann gera
það með skyndiárás, en ekki
með formlegri stríðsyfirlýsingu
þegar í stáð, en einræðisþjóðirn-
ar hafa ekki — sem kunnugt er
— farið að þeim venjum, sem í
gildi hafa verið í þessum efnum,
heldur hafið árásir sínar fyrir-
varalaust.
Lothian lávarður
að varar Banda-
amenn.
Barnaskólum í París
og nágrenni lokað.
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Mentamálaráðuneytið franska
hefir ákveðið að láta loka öllum
barnaskólum í París og ná-
grenni hennar frá næstu helgi,
vegna loftárásarinnar á mánu-
dag.
Orsökin er sú að i lof tárásinni
féllu allmargar sprengjur á
barnaskóla og biðu þá nokkur
börn bana, en önnur særðust.
Ákvörðun hefir ekki verið tek-
in, svo að tilkyht hafi verið opin-
berlega, hvort börn verði flutt á
brott til S.-Frakklands.
Rödin kemup að þeim ef
Þjóðvepjai* sigra í Evrópu
Lothian lávarður, sendiherra Bretlands í Bandarikjunum,
hefir flutt ræðu, sem mikla athygli hefir vakið vestan hafs. í
ræðu sinni, sem hann flutti er hann var gerður heiðursdoktor
Columbiaháskólans, gerði hann styrjöldina að umtalsefni, og
sagði m. a., að Bandaríkjamenn ætti að gera sér ljóst, að ef Þjóð-
verjar sigruðu i styrjöldinni í Evrópu —¦ myndi afleiðingin verða
sú, að röðin kæmi að þeim. Að sigia á vígvöllum Evrópu væri
að eins fyrsti áfanginn á þeirri leið, að leggja undir sig heiminn
og væri Frakkar og Bretar þvi að verja frelsi allra þjóða. Lothi-
an lávarður sagði að Þjóðverjar myndu snúa sér að þvi ián tafar,
að sigra Vesturheim, — ekki ef tir nokkur ár — heldur nokkra
mánuði.
Til blinda mannsins,
afhent Vísi: 10 kr. frá Stefni
litla Steingrímssyni.
Ef eg væri spurður að þvi, i
sagði hann, hvort vér æskjum !
stuðnings yðar, mundi eg svara:
Látið oss fá allar þær flugvélar, j
allar þær fallbyssur og önnur
hergögn, sem þið getið í té lát- j
ið. Veitið oss allan þann stuðn-
ing, sem þér teljið yður fært að j
veita oss — en það er yðar |
sjálfra að ákveða hversu víð- J
tækur sá stuðningur er.
I Bandaríkjunum er stöðugt
rætt meira og meira um styrj-
aldarhorfurnar og hversu nú 1
horfir hefir haft þær afleiðing-
ar, að allar tillögur rikisstjórn- I
arinnar um auknar fjárveiting-
ar til hernaðarþarfa fljúga gegn .
um þingið. Yfirleitt eru menn j
þeirrar skoðunar, að Bandarik- .
in eigi að styðja Bandamenn j
með öllu móti, sem þau geta, J
„short of war", þ. e. án þess að
hefja beina þátttöku i styrjöld- 1
inni. Þó eru þegar farnar að j
heyrast raddir um beina þátt- /
töku í styrjöldinni bæði í blöð-
um og annarsstaðar, en það hef-
ir verið litið svo á, að litlar lík-
ur séu til, að það mál komist á
oddinn, fyrr en eftir forseta-
kosningarnar.
Sendiherrar D. S. A.
í París og London
hvetja til hraðari
flugvélaframleiðsln.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
lyf ATIN, franska blaðið birtir
þá fregn í morgun undir
stórri fyrirsögn, að sendiherrar
Bandaríkjanna í París og Lon-
don haf i átt símtal við Roosevelt
í gær.
Segir blaðið að bæði Bullitt,
sendiherra í Paris og „Bill"
Kennedy, sendiherra i London.
hafi lagt mjög fast að forsetan-
um, að láta enn hraða flugvéla-
framleiðslunni i Bandaríkjun-
um til handa Bandamönnum.
Eins og kunnugt er fékk flug-
máladeild fjármálaráðuneytis
Bandarikjanna nýlegaeinkaleyfi
til þriggja ára hjá tveim stærstu
hreyflaverksmiðjum í landinu.