Vísir - 07.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 07.06.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsía: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. i ——— Skylda lýðræðis- flokkanna. ÓTT ekki séu nema liðugir 8 mánuöir þangað til Al- þingi á næst að koma saman, þá er ástandið slikt i lieiminum nú, að enginn getur sagt fyrir um það livernig umhorfs kann að verða, hvorki lijá okkur sjálfum né annarsstaðar, að þessum stutta tíma. liðnum. Engu að síður verðum við að búa okkur undir, að taka mikil- vægar ákvarðanir á næsta þingi. Yfirlýsingar þær, sem Alþingi gaf hinn 10. apríl síðastliðinn, vegna þeirra atburða, sem gerst höfðu i Danmörku, voru aðeins til bráðabirgða. Það er enginn ágreiningur um, að það sem gert var, hafi verið rétt, það sem það náði. Hitt er vafamál, hvort ekki liefði verið réttara að stiga sporið fyllra og ákveðn- ara en gert var. Um þetta skal þó ekki sakast. Alþingi sýndi þann einhug í ákvörðunum sínum 10. apríl, að eins dæmi mun vera í sögu þess. Er vonandi, að sá einhug- ur haldist framvegis um af- stöðu okkar út á við. En um leið og við mörkum afstöðu okkar til annara þjóða, er nauðsynlegt að við tökum einnig til athugunar afstöðu okkar inn á við. Þeir flokkar, sem nú fara með völdin í land- inu eru allir lýðræðisflokk- ar. Þó verður að játa það, að lýðræðinu er engan veginn gerð full skil í þessu þjóðfélagi. Hér er ekki einungis átt við það, að hér er starfandi flokkur, sem sækir fyrirskipanir sínar til er- lends einræðisherra, heldur einnig hitt, að töluvert skortir á, að lýðræðinu sé fullnægt, bæði um val manna á löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar, og innan einstakra félagsheilda, sem svo eru víðtækar, að þær snerta allverulegan hlut lands- manna. Vegna þess, að lýðræðisflokk- arnir hafa tekið höndum sam- an, ætti að vera meiri von, en ella liefði verið, um framgang nauðsynlegra umbóta í fyllra lýðræðishorf. Með rólegri yfir- vegun, öfgalausum umræðum og einlægum vilja til friðsam- legra úrlausna, ætti ekki að vera loku fyrir það skotið, að viðunandi lausn gæti fengist. Sumir halda, að ekki sé hægt að breyta kosningafyrirkomu- Iaginu í lýðræðisátt, nema með því að gerbylta kjördæmaskip- uninni. En þeir, sem hafa hugs- að það mál, geta bent á ýmsar leiðir til þess að sjá lýðræðinu borgnara, án þess að liagga við núverandi kjördæmaskipun. Á þeirn grundvelli mætti ætla, að samkomulag gæti náðst í þessu viðkvæma máli. Það er ekki stætt á því, að telja sig lýðræð- issinnaðan, en halda jafnframt í skipulag, sem gerir það mögu- legt, að flokkur sem styðst við mikinn minnihluta kjósenda, geti farið með meirihlutavald á Alþingi. Það verður að gera þá kröfu, að hver sú stjórn, sem fer með völd á Islandi, styðjist ekki einungis við meirihluta Alþingis, heldur einnig meiri- í sumar er hópferðasumar Ferðafélagið gengst fyrir 34 ferð- um, alt að 9 daga löngum. Með hinni geysilegu hækkun, sem er orðin á öllum fargjöld- um innanlands, beinist hugur þeirra, sem komast vilja út úr bæjarrykinu, að því, hvernig hægt sé að ferðast og kynnast land- inu um helgar og í sumarlejdi með sem minstum kostnaði. í þeim tilgangi var Ferðafélag fslands stofnað fyrir rúmum 12 ár- ! um og eftir því, sem kostnaður eykst við ferðalög einstakling- anna, nær félagið betur tilgangi sínum. Það má því búast við aukinni þátttöku í ferðum þess í sumar. Tilkynning frá bresku setuliðsstjórninni. Reykjavík, 6. maí 1940. Orðrómur hefir gengið í Reykjavík um þýsk skip í námunda við ísland. Þessi orðrómur á upptök sín í tilkynningu, sem kom í gær, en ekki hefir hlotið neina staðfestingu. Snemma í morgun hélt herstjórnin æfingu með nokkurum hluta setuliðsins, og þessi æfing getur hafa átt sinn þátt í að breiða út orðróminn. Aðalforingi breska setuliðsins hefir gefið blöðunum þær upp- lýsingar, að fslendingar geti verið alveg öruggir um að engin ástæða sé til neins ótta. Á ófriðartímum er mjög algengt í öllum löndum, að allskonar orðrómur komist á kreik, og það ber vott um þjóðrækni og dóm- greind, ef almenningur lætur ekki á sig fá ósæmilegar og óstað- festar sögur, heldur treystir því, að ríkisstjórnin gefi í tæka tíð upplýsingar og aðvaranir þegar tilefni er til. hluta kjósenda í landinu. Ef hægt er að framkvæma þá lýð- ræðiskröfu, án þess að hagga við kjördæmaskipuninni, er ekki sýnilegt, hvernig nokkur lýðræðisflokkur gæti staðið gegn því. Nú sem stendur er stjórnar- andstaðan á Islandi í höndum manna, sem gerst hafa þjónar erlends einræðislierra, ofbeldis- dýrkenda og byltingaseggja, sem vilja lýðræðisskipulagið feigt bæði hér og annarsstaðar í heiminum. Þessir menn róa nú að því öllum árum, að veikj i trúna á lýðræðið. Þeir þykjast hafa fengið vind í seglin, við þau tíðindi, sem gerst bafa utan landssteinanna. Með hinum ó- svífna áróðri sinum, taumlausu falsi og blekkingum, ætla þeir að ná eyrum manna innan lýð- ræðisflokkanna. Það er skylda lýðræðisflokkanna að vera á verði gegn þessum áróðri. Þeir verða bver um sig að gera hreint fyrir sínum dyrum, nieð því að gera hverskonar einræð- isdýrkendum skiljanlegt, að þeir eigi ekki samleið með þeim flokkum, sem liafa frelsi og lýðræði á stefnuskrá sinni. a Sextug er í dag Ingibjörg Hannesdóttir, Laufásvegi 5. Dýraverndarinn, maí-heftið, er kominn út fyrir nokkuru. Þa'Ö flytur þessar grein- ar m. a.: Dýraverndun, eftir GuÖm. Friðjónsson, VerÖIaunaritgerðif, Dýraverndarinn, Úr „Hestavísum“ St. G. St., Útigönguhross í Skaga- firÖi, Um meÖferð og aflífun loð- dýra, eftir Njál Friðbjörnsson, Vin- ir og félagar, Hetta mín eftir Ás- geir Guðmundsson, Hræðilegt at- hæfi, Stokköndin eftir Bjarna Sig- urðsson, Röddin o. fl. Póstferðir á morgun. Frá R: Ölfuss- og Flóapóstar. Grímsness- og Biskupstungnapóst- ar. Akranes. Borgarnes. V.-Skafta- fellssýslupóstur. Rangárvallasýslu- póstur. Norðanpóstur. Breiðafjarð- arpóstur. Dalasýslupóstur. Til R: Ölfuss- og Flóapóstar. Fljótshlíðar- póstur. Akranes. Borgarnes. Vest- ur-Skaftafellssýslupóstur. Rangár- vallasýslupóstur. Breiðaf jarðar- póstur. Snæfellsnesspóstur. Hnappa- dalssýslupóstur. Norðanpóstur. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Tatara- lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Seljalíf í Noregi (Sveinn Tryggva- son mjólkurfr.). 20.55 Hljómplöt- ur: Norsk þjólög (Grieg). 21.10 Iþróttaþáttur (Pétur Sigurðsson). 21.25 Hljómleikar af plötum : Har- mónikulög. Þetta er önnur greinin í greinaflokki þeim, sem Reynolds Packard samdi, eftir för sína um Austur- lönd og athugnn hans á því hlutverki, sem þau geta leikið í Heimsstyrj- öldinni. Það er litlum efa undirorpið, að Egiptaland verður vígvöllur stórveldanna, ef styrjöldin breiðist til hinna nálægari Aust- urlanda. Þar sem Suez-skurðurinn er ein aðallífæð Bancjamanna og iengir þá við olíulindir þeirra og lönd í Asíu, hlýtur að verða barist um bann, ef ítalir fara af stað með Þjóðverjum. Og ef barist verður um Suez-skurð- inn, þá verður barist um hann í Egyptalandi. Bandamenn eru þessu ekki óviðbúnir og hafa því treyst hernaðaraðstöðu sína þar í landi, en i Kairo var mér líka sagt, að Italir hefði 200 Undanfarin ár liafa menn far- ið svo þúsundum skiftir í sum- arferðir F. 1. og hafa þær hlot- ið mildar vinsældir að verðleik- um.. Félagið hefir altaf kostað kapps um, að hafa kunnuga menn til þess að stjórna hverri för, svo að menn liafa kynst landinu betur en bægt hefði verið, ef notast hefið verið við augun ein. í sumar verða farnar 7 sum- arleyfaferðir og verða þær sem hér segir: l # < 1. Austur á Síðu og Fljótshverfi. 2. júlí. Ekið í bifreiðum endi- langa Yestur-Skaftafellssýslu með viðkomu á öllum mei'k- ustu stöðum. Gist í Vik og Kirkjubæjarklaustri. -I daga ferð. 2. Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi. 6. júlí. Ekið í hifreiðum þjóð- leiðina norður, um Blönduós, Skagafjörð, Akurevri, i Vagla- skóg að Goðafossi um Reykja- dal lil Mývatns, en þar verða skoðaðar Dimmuborgir, Slút- nes og Reykjahlíð og ef vi!l Brennisteinsnámurnar. Frá Mý- vatni verður farið um Laxfossa og Aðaldal til Húsavíkur, en þaðan um Reykjaheiði að Ás- byrgi og Dettifossi. 8 daga ferð. 3. Veiðivatna- og Fjallabaks- ferð. 13. júlí. Ekið austur að Land- mannahelli, farið þaðan á hest- um til Veiðivatna og dvalið þar 1 til 2 daga. Farið í Laugar, dvalið þar 1 dag, þá i Jökulgil- ið og i Laugar aftur. Haldið austur Fjallabaksleiðina um Ivýlinga og Jökulsdali í -Skafl- áratungu og austur á Síðu. Ekið heimleiðis. 8—9 daga ferð. 4. Vikuferð í óbygðum. 20. júli. Ekið í bilum austur að Gullfossi eða Geysi, en far- ið þaðan ríðandi inn að Hvítár- vatni, í Karlsdrátt, Þjófadali, Hveravelli, Kerlingafjöll og við- þús. manna her reiðubúinn við Iandamæri Egi])talands og Li- byu. Þá var það líka almenn skoð- un í Kairo, að ítaLski herinn í Abessiníu væri einnig við öllu búinn. Eg lcomst að þeirri nið- urstöðu, að það er alment tal- ið óumflýjanlegt, að ófriðurinn breiðist austur á bóginn. i Italir tortrygðir. Vegna hins nána bandalags milli ítala og Þjóðverja, eru Ííalir oft mjög tortrygðir af breskum og frönskum yfirvöld- um í Austurlöndum, hvort sem það er ástæðulaust eða ekki. — Egiptar hafa þegar uppskrifuð hjá sér nöfn allra þeirra ítala, sem settir verða í fangabúðir, ef Ítalía lendir í styröldinni. Á mörgum ítölskum mönnum eru hafðar strangar gætur. Bresku yfirvöldin í Palestínu sögðu mér, að þýskir njósnarar ar. Gengið á Hrútafell og á Langjökul, lílca á Blágnýpu og liæðst á Kerlingarfjöll. Ferðast á hestum um óbygðirnar og gist í sæluhúsum F. I. 5. Umhverfis Langjökul. 31. júlí. Ekið í bifreiðum að Húsafelli, en farið þaðan ríð- andi um Kalmanstungu og Surtshelli norður að Arnar- vatnsheiði og dvalið þar 1 dag. Þá farið norðan Langjökuls á Ilveravelli. Frá Hveravöllum með bílum í Kerlingafjöll og Ilvítárnes og til Reykjavíkur. 6 daga ferð. 6. í Öskju og Herðubreiða- lindir. Séð fyrir fari til Akureyrar til að taka þátt í ferð Ferðafé- lags Akureyrar í Ilerðubreiða- lindir og i Öskju, sem hefst frá Akureyri 3. ágúst. 7. Þórsmerkurför. 13. ágúst. Ekið í bifreiðum austur að Stóru-Mörk undir Eyjáfjöllum og farið þaðan rið- andi inn á Mörk og dvalið þar 2 i/2 dag. Þórsmörk er tahn ein- liver unaðslegasti bletturinn á landinu. Farið sömu leið til baka eða um Fljótshliðina. — Fjögra daga ferð. Auk þessa verða farnar 27 ferðir um helgar, og taka þær flestar 1 dag, en nokkrar 2 daga og tvær 3 daga. Þessar ferðir verða sem hér segir: Þ. 9. júní, þ. e. um næstu helgi, geta menn valið um tvær ferðir. Er önnur gönguför á Botnssúlur (1095 m.), en hin er skemtiferð á Garðsskaga. Um þarnæstu helgi, 10. júní, verða einnig 2 ferðir, á Skjald- breið og á Vifilsfell og Bláfjöll. Þ. 23. júní verður gengið um Dvrfjöll og Hengil frá Nesja- völlum til Kolviðarhóls. Er ferð- in öll samtals 104 km. og þar af gengið 20 km. 29.—30. júni verður farið til væru innan um þýsku Gyðing- ana, sem fá landvist þar. Satt að segja var eg undrandi yfir því, að heyra þýsku meira tal- aða en ensku. Fjöldi Þjóðverja — flestir Gvðingar— búa einnig í Egipta- landi, en þar hafa allir nasistar verið settir í fangabúðir. Farouk konungur hefir sýnt mikinn áhuga fyrir landvömun- um. Fyrir nokkuru voru eyði- merkurheræfingar hjá enskum, skoskum og egipskum liðssveit- um, sem eg fékk að vera við- staddur. Farouk datt skyndilega í lmg að fara til lieræfinganna. Hann ók þangað einn í bil og þegar hann átti skamma leið eftir, var hann stöðvaður af hreskum varðmanni, sem krafð- ist þess, að fá að sjá leyfi hans til að vera viðstaddur heræfing- arnar. I i „Eg er KIeopatra.“ Farouk, sem talar ensku lýta- laust, sagði: „Eg þarf ekkert leyfi til þess. Eg er Egiptalands- konungur.“ „Ef þú ert konungur Egipta- lands, þá er eg Kleopatra“, svar- aði hermaðurinn og var hinn erfiðasti viðureignar. Hagavatns og nágrenni, og á Heklu (1447 m.). I Þjórsárdal verður farið 6. —7. júlí. Er varla skemtilegra að, koma á neinn stað hér nær- lendis. Þá verður farið að Gullfossi og Geysi þ. 14. júní, en um næstu helgi þar á eftir, 20.—21. júlí, til Stykkishólms og út i Breiðafjarðareyjar. Þórsmerkurför verður 27.-—• 28. júlí. Verður ekið í bílum að Stóru-Mörk, en farið þaðan á hestum inn í Þórsmörk. Um næstu helgi verður frí- dagúr verslunarmanna og verða þá farnar tvær ferðir, sem standa yfir frá 3.-5. ágúst. — Önnur ferðin verður að Hvitár- vatni, í Kerlingarfjöll og á Hveravelli, en hin verður í Hvalfjörð, Reykholt, Surts- helli og Kaldadal. Alls er þetta rúmlega 290 km. leið. Þ. 10.—11. ágúst verður gengið á Eyjafjallajökul og 11. ágúst verður farið í grasaferð. Næstu helgi þar á eftir verð- ur farin tveggja daga ferð, til Kerlingarfjalla, og eins dags för, á Esju. Helgina 24.—25. ágúst verð- ur farið í hringferð um Borgar- fjörð og skoðaðir þar merkir staðir. Þá eru eftir tvær berjaferðir og verður sú fyrri farin 1. sept. í Hvalfjörð og sú síðari 8. sept. í Grafning. Eldur í fiskhúsi. Vestma.eyjum í morgun. Um tólfleytið síðastliðið kvöld kom upp eldur i fiskhúsi Ólafs Auðunssonar útgerðar- manns hér. Eldurinn m.un hafa komið upp i veiðarfærageymslu Farouk sýndi honum þá inn- siglishring sinn og tókst á þann hátt að sannfæra hann um, að hann væri ekki að villa á sér heimildir. Jafnframt því, sem Barida menn jnega eiga von á árásum á Egiptaland frá Lybíu og Abes- siníu samtímis, þurfa þeir að hafa alveg sérstakan vörð um Suez-skurðinn. Fjöldi loft- varnabyssa er meðfram hon- um öllum, fiá Port Said til Suez. Suez-skurðurinn slæddur tvisvar á sólarhring. Sérstök varðsveit liefir verið stofnuð, sem Iiefir ekkert ann- að starf með höndum, en að hafa gætur á skurðinum. Að næturlagi eru auk þess sérstak- ar sveitir að slarfi, sem lýsa skurðinn allan upp með stei’k- um Ijóskösturum, svo að „hvergi fellur skuggi á“. Sú sveit, sem starfar allan sólar- hringinn, hefir til afnota litla en vel útbúna báta, sem notað- ir eru til þess að slæða skurð- inn og hafa uppi á vítisvélum, sem varpað hefði verið í hann, til þess að reyna að skemma hann. Er allur skurðurinn Slæm vinnu- skilyrði. Eg átti leið niður i böggla- póststofu í gær, en eins og veg- farendur hafa séð, liefir sand- pokum verið lilaðið fyrir suma glugga póststofunnar. Þegar inn kom í afgreiðslu póststofunnar var þar daunilt loft og spurði eg einn starfs- manna af hverju það stafaði. Ivvað liann það vera orsökina, að ef opnaður væri gluggi, ryki samstundis inn fýlan af pokum þeim, sem hlaðið hefir verið fyrir eða undir gluggana. Loft- ræsting er þarna að lieita má engin, nema um gluggana, en nú er svo komið, að engu er belra að liafa þá opna en lok- aða. Það munu flestir vera á einu máli um það, að vinnuskilyrði sé harla bágborin þar sem liátt- ar líkt og í bögglapóstslofunni, þar sem gluggarnir eru ýmist byrgðir, svo að liálfrokkið er inni, eða ekki hægt að Ijúka þeim upp, vegna ólyktar, sem leggur inn um þá. Slíkur að- búnaður getur verið heilsu- spillandi, þegar menic búa við hann klukkustundum saman hvern dag. Væri ekki jafnvel athugandi að útvega stofunni betra liús- næði? Það er vonandi, að þeir, sem um þessi mál fjalla, athugi málið vandlega og leysi svo úr, að vel megi við una. Vegfarandi. á þakhæð hússins. Var liann fljótlega slöktur, en þó urðu einhverjar skemdir á línu og öðru þess háttar. Upptök elds- ins munu ókunn. Loftur. slæddur tvisvar sinnum sólar- hring hvem. Sumir telja það mikilsvert loforð, sem Bretar hafa gefið stjórn Suez-skurðsins, um að egipskir hermenn verði hvergi látnir berjast utan Egiptalands sjálfs. Líta þessir menn svo á, að Egiptaland sé svo veigamikill páttur í viðbúnaði Breta, að þeir vilji láta egipsku hermennina eingöngu berjast á þeim slóð- um, sem þeir eru kunnugastir. Hersveitirnar frá Ástralíu, Nýja Sjáland, Englandi og Skotlandi, sem nú eru í Pale- stinu, yrðu strax sendar til Egiptalands, svo og hinn mis- liti her, sem Weygand dró að sér í Sýrlandi og steypti í eina heild. Eg liefi liaft tækifæri til þess að kynnast báðum þessum herj- um til nokkurrar hlítar, og það er skoðun min, að æfingar þeirra, sem miðaðar eru við eyðimei'kurhernað, hafi borið tilætlaðan árangur. Af pólitísk- um ástæðum eru þeir ekki hafð- ir í Egiptalandi, en ætlunin er áx-eiðanlega að senda þá þangað, ef þess gei’ist þörf. Egiptaland verður vígvöll- ur, ef styrjöldin breiðist austur á bóginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.