Vísir - 08.06.1940, Blaðsíða 1
1 Ritstjór i:
Kristján Guðlaugsson
• Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
30. ár.
Ritstjóri
Blaðamenn
Auglýsingar
Gjaldkeri
Afgreiðsla
Sími:
1660
5 línur
Reykjavík, laugardaginn 8. júní 1910.
130. tbl.
StðOugir bardagar á vestur-
vígstöOvunum í dag.
Frakkar viðnrkenua, að Þjóð-
verjsw sæki fram í Brcsledaliiuiii
EINKASKEYTI FRÁ UNTTED PRESS. — London í morgun.
Itilkynningu Frakka árdegis í dag er viðurkent,
að Þjóðverjum hafi orðið nokkuð ágengt við
Breslefljót og hafi hinar vélknúðu hersveitir
þeirra komist að eða í námunda við brautina milli Diep-
pe og Parísar, um 30 enskar mílur f rá Dieppe, þær, sem
lengst voru komnar. Vélahersveitir þessar hafa senni-
lega ekki getað haldið uppi sambandi við þýska herinn
að baki sér, og vof ir því sú hætta yf ir þeim, að þær verði
brátt einangraðar. Frakkar segja, að allar varnarstöðv-
ar á þessum slóðum séu í þeirra höndum. Á öðrum víg-
stöðvum hefir Þjóðverjum ekki tekist að sækja fram.
Frekari tilraunir til þess að brjótast í gegn við Soissons
haf a ekki tekist.
Reynaud forsætisráðherra
Frakklands flutti ræðu ,i gær á
fundi hermálanefndar öldunga-
deildar þingsins og gerði styrj-
öldina að umtalsefni. Hann tal-
aði i likum anda og i fyrradag,
er hann sagðist vera vongóður
um, að úrslit „orustunnar um
Frakkland" yrði Bandamönn-
um i vil. Það var Weygand yf-
irherforingi, sem í dagsskipan
til franska hersins kallaði or-
usturnar á Somme- og Aisne-
vígstöðvunum „orustuna um
Frakkland", þvi að það væri
fyrst og fremst um framtið
Frakklands* og frönsku þjóðar-
innar, sem barist væri, en undir
úrslitunum væri einnig komin
framtíð og frelsi allrar álfunn-
ar. Þér, sagði hann við frönsku
hermennina í dagsskipan sinni,
berjist fyrir land yðar og þjóð
— framtíð sona Frakklands.
Þér megið ekki hopa um fet.
Samkvæmt fregnum þeim,
sem bárust í gær, hefir aðstað-
an á vígstöðvunum ekki breyst
til muna, þrátt fyrir mjög harða
hardaga víða. Þjóðverjar gerðu
áköfust áhlaup á Aisne-víg-
stöðvunum. Segir i tilkynning-
um Frakka í gær, að þeir hafi
um 1000 skriðdreka á þessum
hluta vígstöðvanna. Gerðu
Þjóðverjar hverja tilraunina á
fætur annari til þess að brjótast
i gegn, og skeyttu i engu um
manntjón eða hergagna. Herlið
það, sem Þjöðverjar gátu kom-
ið yfir fljótið, stráféll, segir i
tilkynningum Frakka.
I fregnum frá Parísarborg er
frá þvi sagt, að Þjóðverjar noti
ekki eins mikið af steypiflug-
vélum, liði sínu til stuðnings,
•og þegar þeir ruddust yfir
Meuse og brutust í gegn í fyrra
mánuði. Mun hér valda nokk-
uru um hið gífurlega flugvéla-
tjón, sem Þjóðverjar hafa orðið
fyrir, og ekki síður hitt, að
Bandamönnum verður æ betur
ágengt að skjóta niður steypi-
flugvélarnar, eru Frakkar farn-
ir að nota vélbyssur til varnar
gegn þeim, með miklum ár-
angri. Eru þeir farnir að æfa
hersveitir sérstaklega í þessu
skyni. Eru valdar vélbyssu-
skyttur í þeim.
Flugherir Breta og Frakka
íhafa aðstoðað landherinn með
miklum árangri, m. a. með á-
rásum á skriðdrekasveitir Þjóð-
verja. Segja Frakkar, að þeir
hafi eyðilagt fyrir Þjóðverjum
um 400 skriðdreka undan-
gengna tvo sólarhringa (tilk.
um þetta birt i gær) og hafi
meirihluti þeirra verið eyðilagð-
ur með sprengikúlum, sem
varpað var úr flugvélum.
Flugmenn Breta og Frakka
voru stöðugt i sókn i gær, segir
i tilkynningum Breta og
Frakka. Voru gerðar fjölda
margar árásir á herflutninga-
lestir, fyrir aftan víglínu Þjóð-
verja, jarnbrautir, skriðdreka o.
s. frv. Frakkar skutu niður yf-
ir 20 þýskar flugvélar yfir
Norður-Frakklandi og Bretar
15. Fjögurra breskra flugvéla
er saknað úr þeim viðureign-
um. — Úr leiðöngrum, sem
farnir voru í ápásarskyni til
Þýskalands, er saknað fimm
sprengjuflugvéla, af miðstærð.
Bretar tilkynna, að flugmenn
þeirra hafi varpað niður yfir
100 smálestum af sprengikúl-
um í sær.
Sty r j aldar undir-
búningur Itala.
ítölskum *kif»utii sagtf að leita
liliiHaiisrn hafua? Egriptar vilja
ekki berjasí uieð Bretum, se^jja
Italir.
London, í morgun.
Samkvæmt fregn frá New York i gær hefir ítölskum skipum,
sem að heiman eru. verið skipað að halda til hlutlausra hafna og
bíða þar frekari fyrirskipana. Þetta er borið til baka i Bómaborg,
enda þótt fregnirnar séu hafðareftir forstjórum italskra skipa-
útgerðarfélaga, sem hafa skrifstofur i New York. 1 fregn frá
Bómaborg segir, að hafskipið Bex fari samkvæmt áætlun áleiðis
til New York þ. 12. júní.
BALBO Á AÐ STJÓRNA NÝLENDUHERNUM.
Á Italíu er haldið áfram að gera margskonar ráðstafanir, sem,
allar benda til frekari styrjaldarundirbúnings. Seinasta ráðstöf-
unin í þá átt, er að Balbo marskálkur, landstjóri i Libyu, hefir
verið skipaður herforingi yfir nýlenduher Itala i Libyu og
Abessiniu. Balbo var um alllangt skeið flugmálaráðherra Italiu
og það var hann, sem átti manna mestan þátt i, að flugherinn
var skipulagður á ný. Eiga Italir ágætlega útbúinn og vel æf ðan
flugher.
Italski flotinn hefir að undanförnu verið búinn undir styrjöld
og er við öllu búinn.
BANDAMENN LÍKA VIDBÚNIR.
Um leið og Italir halda áfram margskonar undirbúningi undir
stríð búa Bandamenn sig undir að ,.taka á móti" Itölum, þegar
þeir fara á stúfana. I Egiptalandi, Sudan og víðar er stöðugt
verið að framkvæma ýmsar varúðarráðstafanir. — ítölsk blöð
skýra frá þvi, að i egipskum blöðum komi fram megn gremja út
af þessum ráðstöfunum, — mótmæli þau bresk-egipska samn-
ingnum, sem af leiðir, að Bretar hafa flug- og flotastöðvar í
Egiptalandi, og setuliðsstöðvar. Egiptar eiga ekki að fara í stríð,
segir eitt blaðið, nema ráðist sé á Egiptaland.
Fregn frá Shanghai hermir,
að frestað hafi verið um óá-
kveðinn tíma brottför ítalska
skipsins Conte Verde, sem var
í þann veginn að leggja af stað
til Evrópu.
Frá Tampico í Mexico er sím-
að, að ítalska olíuflutningaskip-
ið Fede, á leið til Neapel> en
| skip þetta tók nýlega 9500 smá-
l lestir af olíu í Beamount í Tex-
i as, hafi fengið fyrirskipanir um
I að halda kyrru fyrir þar sem
það er og bíða frekari fyrirskip-
I ana. Mexikanska olíufélagið
' hefir tilkynt, að von hafi verið á
j' tveimur ílölskum olíuflutninga-
skipum til Tampico, en Italir
Skothríð
eða þrumu-
veður?
Um kl. 4 í gær heyrðust í
Vestmannaeyjum þrumur mikl-
ar utan frá hafi úr suðaustur-
átt. Heyrðust fyrst um 10 þrum-
ur á mínútu og gekk svo ali-
lengi, en hríðinni slotaði um kl.
6 og höfðu hvellir þessir orðið
strjálli eftir því sem á leið.
Fólk, sem býr utan við bæinn,
fullyrti að hér hefði ekki verið
um þrumuveður að ræða, held-
ur greinilega skothvelli, en
björgin í Eyjum bergmáluðu
svo að erfitt var að greina hvort
um skothríð eða þrumuveður
væri að ræða.
Sólskin var í Eyjum til kl. 1
í gær, en þá tók að rigna. Var
dimt til hafsins og sást ekkert
til skipaferða, enda bárust
þrumur þessar greinilega mjög
djúpt að. Nokkrir menn voru
um þetta leyti dags staddir í
Súlnaskeri, sem stendur eitt sér,
og runnu því þrumur þessar
ekki saman af bergmáli, og telja
þessir menn að um greinilega
skothríð hafi verið að ræða.
Tíðindamaður Vísis í Eyjum
telur að hvellir þessir hafi verið
alt of þéttir og alt of stuttir til
þess að um þrumuveður hafi
getað verið að ræða, og bætir
því við, að elstu menn fullyrði,
að aldrei hafi þekst þrumuveð-
ur í Eyjum er vindstaða hafi
verið slík, sem hún Var í gær.
hafi símað, að ekki verði af
olíukaupunum að sinni. Búist
er við, að skipin haldi kyrru
fyrir í Tampico.
London í morgun.
„Times" birtir forustugrein
um afstöðu Italíu og þær á-
kvarðanir, sem Mussolini hefir
verið að taka.
„Þegar Italía fór í stríðið
1914, lýsti Mussolini yfir þvi
með ekki all-litlu stolti, að Italía
skærist i stríðið i nafni alþjóða
réttlætis. Hvað sem honum
dettur í hug að segja nú, þá er
eitt víst, að hann mun ekki við-
hafa þessi orð aftur, éf hann
rekur þjóð sína út í styrjöld til
aðstoðar árásaraðiljanum, sem
{ metiír það eitt, að yfirbuga og*
! kúga þá, sem veikari eru.
Ef Italía fer i stríðið, þá hef-
ir hún boðið öllum þeim miklu
rikjum byrgin, sem enn standa
utan við átökin, en sem annars
fylla flokk þeirra, sem einhvers
meta menningu vestrsenna
þjóða. Til lengdar gæti hún
aldrei fagnað sigri, en ósigur
myndi gera út af við þann á-
vinning, sem ítalía hefir þegar
aflað sér."
„Daily Mail" birtir grein um
sama efni, og farast þvi orð á
þessa leið:
„Hér í landi ber enginn kvíð-
boga fyrir þvi, þótt Italir láti
dólgslega. Vér reynum í lengstu
lög að halda friði við hiha
ítölsku þjóð, sem er oss vin-
veitt og sem vér metum vegna
hennar mörgu kosta. En ef
] Mussolini ákveður að fara í
stríð við oss, þá hefir hann gef-
ið oss betri tíma til undirbún-
ings og varnar, en þótt hann
gæfi út stríðsyfirlýsingu, sem
hann áreiðanlega ekki gerir, ef
til kemur."'
Mörg blöð ræða afstöðu
Bandaríkjamanna til styrjaldar-
Bretar verða hér eftir að
búa við allar ógnir loft-
hernaðarins.
f»ýskai* fiugvélar gerdu.
ioftápásii* á ýmsa staði í
Englandi síðastiidna nótt
Þýskar flugvélar flugu inn yfir England i nótt sem leið — í
árásar skýni. I loftárásunum í nótt sem leið fengu íbúar Bret-
lands i fyrsta skifti forsmekk af þeim ógnum, sem aðrar þjóðir
hafa átt við að búa, af völdum lofthernaðar Þjóðverja svo sem
almenningur i Póllandi, Noregi, Hollandi og Belgíu. Ein hinna
þýsku sprengjuflugvéla flaug lágt yfir borg eina á austurströnd-
inni i tiu minútur samfleytt og var skotið af vélbyssum á hvað
sem f yrir var.
Tii allrar gæfu var sárafátt
fólk á ferh og tóskt þvi að forða
sér og leita hælis í loftvarna-
byrgjum og varð þvi ekkert
manntjón i árásinni, en nokkur
hús urðu fyrir skemdum. I
breskum blöðum er leidd at-
hygli að þvi i morgun, að héðan
i frá megi Bretar búast við þvi,
að Þjóðverjar herji á íbúa Bret-
lands úr lofti af sama hlífðar-
leysi sem í löndum þeim, sem
þeir hafa vaðið inn í, í árásar
skyni.
Aðvaranir um lof tárásir voru
gefnar í átta greifadæmum Eng-
lands og urðu ibúarnir að haf ast
við i loftvarnabyrgjum í þrjár
klukkustundir samfleytt.
Miklar sprengingar heyrðust i
Norfolk. I Suffolk hrapaði þýsk
sprengjuflugvél til jarðar og
biðu tveir flugmennirnir bana,
en sá þriðji slapp líf s af, en særð-
ist illa, og var hann fluttur i
sjúkrahús.
Engar fregnir hafa borist um,
að manntjón hafi orðið í loft-
árásinni.
Um gervalt England búast
menn nú við, að Þjóðverjar séu
nú að leiða ógnir lofthernaðar-
ins að bæjardyrum íbúa Bret-
lands — héðan i frá verði haldið
áfram að gera lof tárásir á borgir
og bæi landsins, hvenær sem
tækifæri gefst til.
innar og fagna því, að stuðn-
ingur þeirra við málstað Banda-
manna verður með hverjum
deginum ákveðnari. „Daily
Telegrap$i" getur þess, að sú
skoðun færist nú jafnt og þétt
í aukana i Bandarikjununi, að
öryggi Ameriku sé undir sigri
Bandamanna komið. Tekur
blaðið upp ummæli borgarstjór-
ans í New York, La Gardia,
en hann sagði fyrir nokkru:
„Ef nasisminn sigrar, þá er
alt það frelsi, sem þjóð vor hef-
ir áunnið sér, i stórkostlegri
hættu."
Margir rithöfundar og blaða-
menn, sem undanfarið hafa
prédikað algert hlutleysi af
hálfu Bandaríkjanna, hafa nú
snúið við blaðinu og mæla með
fylstu hjálp til handa Banda-
mönnum. Sumir ganga jafnvel
svo langt, að krefjast þess, að
Bandarikin segi Þjóðverjum
stríð á hendur.
I Bandaríkjunum fylgjast
menn yfirleitt mjög vel með
öllum skoðanabreytingum
meðal almennings, og fullyrða
sérfræðingar nú, að þeirri skoð-
un aukist stöðugt fylgi, að
Bandarikin ættu að fara i strið-
ið þegar i stað. Er talið að þessi
skoðun eigi sér miklu meira
fylgi meðal almennings en at-
kvæðagreiðslur i þinginu gefa
til kynna.
Bréíasamband við
vandamenn erlendis
Eftirfarandi hefir Vísi bor-
ist frá stjórn Rauða Kross
Islands:
Rauði Kross Islands getur nú,
með aðstoð Alþjóða Rauða
Krossins komið stuttum orð-
sendingum bréflega frá fólki á
Islandi til náinna vina og vanda-
manna erlendis i Danmörku,
Noregi og Þýskalandi. Þeir, sem
óska að koma slíkum orðsend-
ingum, snúi sér til skrifstofu
Rauða Kross íslands, Hafnar-
stræti 5, kl. 14—16 alla virka
daga og verða þar veittár nauð-
synlegar leiðbeiningar i þessu
efni.
Vegabréf nauðsynleg,
ef ferðast er til Finn-
lands.
Eftirfarandi hefir Vísi bor-
ist til birtingar frá utan-
ríkismálaráðuneytinu:
Samkvæmt símskeyti, sem
ríkisstjórninni barst i dag, hefir
finska ríkisstjórnin ákveðið, að
Islendingar, sem ætla að ferðast
til Finnlands, þurfi að hafa
fengið staðfestingaráritun (vis-
um) á vegabréf sín. Ennfremur
hefir verið ákveðið, að norræn
ferðaskírteini skuli ekki lengur
gilda fyrir ferðalög til Finn-
lands.
Utanríkismálaráðuneytið,
7. júni 1940,
Hjúskapur.
í dag verSa gefin saman í hjóna-
band aí síra Garbari Þorsteinssyni
ungfrú Fanney Vilhelms og Gunn-
ar Klemensson. Heimili þeirra ver'S-
ur á Bergstabastræti 6.
I clag ver'Sa gefin saman í hjóna-
band ungfrú Aagot Magnúsdóttir
og Þorsteinn Ólafsson, Gíslasonar,
stórkaupmanns. Heimili þeirra verS-
ur á Sólvallagötu 8.
1 dag verSa gefin saman í borg-
aralegt hjónaband ungfrú Sigurveig
Sigur'Sardóttir og Hjalti ÞorvarSs-
son, rafvirki. Heimili þeirra ver'Sur
á Vífilgötu 12.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band ungfrú Ger'Öa Herbertsdóttir
Sigmundssonar prentsmiðjustjóra,
og Haraldur Kristjánsson, verslun-
armab'ur, Ásvallagötu 19. Heimili
ungu hjónanna verður á Ásvallagötu
22.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir skopleikinn „Stiuidum og
stundum ekki" anna'Ö kvöld kl. 9>y2.
— Síðastl. stmnudag og miðvikudag
var þessi f jörugi leikur sýndur fyr-
ir troofullu húsi og urðu margir
frá aÖ hverfa. Með hverri sýningu
hefir absóknin aukist og hefir Leik-
félagiS því ákvebi'S aS hafa eina
I til tvær sýningar ennþá.