Vísir - 08.06.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 08.06.1940, Blaðsíða 3
VlSIR Happdrætti Háskóla íslands. í DAG er síðasti sfiludagor fyrir 4. fiokk. Drrgfið verðnr á nisiniicfiagr* llæsti viiiiiingiiK* lOODII kr. Gamla Bíó IB-HIUB V' ' iA JOAN CRAWFORD og JAMES STEWART. Sidasta sinn. Revýan 1940 Forðum í Flosaporti Sýning á mánudagskvöld kl. 8'/2. Aðgöngumiðai’ fx-á kl. 4—7 í morgun. — Næst síðasta sýning. Sími 3191. jfliniiiiigrarorð iini látinn tonlistaruiann, Eggert K. Jóbannessou. VlSIS KAFÍIÐ gerir alla glaða. Leikfelag: Reykjaví knr „Stundum og stondum ekki“ Sýning annað kvöld kl. 8'/2. — Aðgöngumiðai’ frá kr. 1.50 stk. seldir frá kl. 4 til 7 í dag. — Dag:§krá Stofnþings Landssambands Sjálfstæðis-verkamanna dagana 9. og 10. júní. Sunnudag 9. júní í Varðarhúsinn: Kl. 2. Þingið sett af form. undirbúningsnefndar. — Ávarp, forrn. Sjiálfstæðisflokksins, Ólafur Thors. — Ræður: Bjanii Benediktsson prófessor, Gunnar Tlior- oddsen lögfr. og Thor Thors alþingismaður. — Skýrsl- ur fulltrúa utan af landi. —• Skipun nefnda. Mánudaginn 10. júní í Kaupþingssalnum: Fundurinn hefst kl. 10 f. hád. — Undirhúningsnefnd skilar störfum og leggur frarn frv. til laga fyrir sam- handið. — Umi-æður um frv. og afgreiðsla þess. — Ræða: Ólafur Thors atvinnumálaráðherra. — Ræða: Bjarni Snæbjörnsson alþm. — Stofnun og stai’f Óðins: Sig. Halldóx-sson. — Stofnun og starf Þórs: Hermann Guðmundsson. Nefndin skilar störfum. — Umræður um nefndarálit. — Kosning stjórnar fyrir samhandið. — Þingslit. Fundurinn á sunnudaginn opinn öllum Sjálfstæðis- verkamönnum. — UNDIRBÚNIN GSNEFNDIN. Björn Olaíiion — Páll ísólfsson mánudaginn kl. 8 '/2. — Verkefni eftir Pachebel, Hándel, Reger, Tartini, Cesar Frank og Vitali. Aðgöngumiðar fást í Bókav. Sigf. Eymundssonar, Hljóðfæra- húsinu og Hljóðfæraversl. Sigríðar Helgadóttur. Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir okkar, Guðlaugur Eiríksson, bóndi, verður jarðsunginn mánudaginn 10. júní og liefst athöfnin að heimili lians, Fellskoti i Biskupstungum kl. 12 á hádegi. Katrín Þorláksdóttir, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir lil ykkar allra, cr auðsýndu oss samúð og hluttekningu við andlát og jarðax’för Ingu Sigurbjarnardóttur frá Hjalteyri. Aðstandendui’. í lítilli óvistlegri konxpu, uppi á loftinu yfir smiðjunni lians Þorsteins heitins Tómassonar járnsmiðs i Lækjargötu, sat umkomulítill sveitapiltur á kassagarmi, með gyltan lúður í krókloppnum höndunum. Nótnahlöð hafði hann reist upp við hélaða gluggarúðuna fyrir frarnan sig, og kertistýru í gluggakarminum. Öðru hvoru rýndi liann í hlöðin. En þau voru óaðgengileg. Skýringarnar á rúnunum voru á erlendu rnáli, sem hann skildi ekki. Skái’ra var þó að skömminni að glíma við lúðurinn, þó að óþjáll væri. Og pilturinn þandi hann lát- laust, leitaði uppi hvern tón, sem hægt var á hann að ná, og með dæmalausri þolinmæði og þrautseigju tókst honum að samræma rúnirnar á hlöðununx og tónana í lúðrinum. Þannig hyi’jaði pilturinn ixvei’n dag, löngu fyrir fótaferð, og þannig endaði hamx hvern dag. Og vegfarandinn, sem franx hjá gekk nnx miðnætti, lxrökk við, — því að stundum voru tón- arnir ekki allskostar áheyrileg- ir — og leit upp i hélaðan glugg- ann. — Sá er bærilegur! varð veg- farandanunx að orði, vpti öxl- um og gekk leiðar sinnar. En á daginn stóð {xessi piltur 10—12 stundir í snxiðjunni nxeð hamar í hendi, lét lxvína í steðj- anuni og söng við raust. Þetta mun verið hafa veturinn 1808— 09. Og í öll þessi ár, sem siðan eru liðin, lxefir liann staðið við steðjann guðslangan daginn, þessi niaður, þangað til núna fyi-ir nokkrum dögunx, og sxing- ið við raust — og í tónxstund- unurn lxefir liann þeytt lúður- inn. Það var að vísu löngu farið að draga úr gleðihreinxnum, i söngröddinni, — en hann söng sanxt. Og altaf varð, með ári hvei’ju, fegurri, hlýrri og hjart- ari hreimurinn í lúðrinum hans. Hér er að framan lýst aðstöð- unni, sem Eggert heitinn Jó- hannesson liafði til hljónxlistar- náms og hljómlistariðkana, nxannsins, sem nú um nxörg undanfarin ár hefir verið lang- samlega listfengastur lúður- þeytai’i okkar, og besti liðsmað- ur lúði’asveitanna, sem liér hafa vei’ið til siðastliðin 20—30 ár. Fyi’ir nokkrunx döguna, lagði Eggert frá sér hamarinn í smiðjunni og geklc frá lúðrin- um heinxa lxjá sér. Haixn þurfti að fara á spítalann. Ólæknandi mein! Uppskurður! Tveim eða þrem dögnnx, síðar var liann nár! Hann andaðist 31. maí. Og í dag verður hann horinn til grafar. Þáð eru ef til vill ekki nenxa fáeinir nxenn, sem vita, hver snillingur Eggert var. En fyx’ir sérstaka tilviljun er þó líklega iiægt að Iofa almenningi að heyra ofurlítið sýnishorn af snilli hans. Því að á páskadags- morguninn siðasta lék Eggert á liljómplötu, sem vera mun í fórunx |Útvarpsins og vel verður að varðveita. En hana ættum við að fá að heyra, að minsta kosti einu sinni, í sambandi við fráfall og jarðarför Eggerts, — og svo síðai’, t. d. á tyllidögum islenskra tónlistarmanna. Með- ferðin á lögununx, sem, Eggert lék á þessa hljómpBötu, lýsir honum betur en liægt er að gera í fánx orðum. Eggert var fæddur i Ilaga í Eystri-hreppi, Árnessýslu, 11. júní 1892 ogvoru foreldrar hans Jóhannes Eggertsson og Mar- grét Jónsdóttir. Járnsmiði lærði Eggert lijá Þoi’steini Iieitnunx Tómassyni járnsmið, hér i bæ. Vann hjá honum, unx liríð, að loknuni námstíma, en réðist síðan í smiðjuna til Páls járn- smiðs Magnússonar og hefir unnið þar í samfleytl 25 ár. Var hann afhui’ða hagur smiður og víkingur lil vinnu, þó að ekki væi’i lxann hár i loftinu. — En hugurin hneigðist þó fyrst og fremst til tónlistarinnar. Til- sögn fékk hann sáralitla, en einna mest gagn nxun hann hafa haft af kynnuni, sem hann liafði af Oscar Johan- sen fiðlara, — ákaflega fjöl- hæfum tónlistarmanni, sem hér var uixx tveggja ára skeið (1911—12), — um tónmyndun og smekkþroska. Hann var fé- lagi í Lúði’afélaginu IJarpa 1912, og starfaði þar til ársins 1922, en þá var Lúðrasveit Reykjavíkur stofnuð og var Eggert einn stofnenda, og starf- andi félagi sveitarinnar jafnan síðan. Var í stjórn heggja sveit- anna, formaður Hörpu um skeið, —- en jafnan „leiðandi maður“ i háðum sveitunum og sóló-leikari Lúðrasveitar Reykjavíkur (kornet). I Hljóm- sveit Reykjavíkur var hann frá byrjun, og lék þar á „wald- horn“. Eggert var kvæntur Halldóru Jónsdóttur, ættaðx’i úr Isaf jarð- arsýslu, sem lifir mann sinn á- sarnt fimni hörnum þeirra lijóna. Elsti sonurinn, Jóhannes, er liljóðfæraleikari í hljónxsv. á „Hótel Boi’g“ og kvæntur nxað- iir. Hin börnin fjögur: Guð- hjörg, Einar, Margi’ét og Pét- ur húa með móður sinni. Okkux’, sem kynni höfðum af Eggert frá því að hann fór fyrst að „slauta“, verður hann minn- isstæður. Og þeir, senx, lengst hafa með honum starfað senx tónlistai’manni, munu vilja sýna miningu hans allan þann sóma, senx þeir geta í té látið. Og á- nægjulegt er það, að fögur minning unx, liann getur geymst unx langan aldur i litlu liljóm- plötunni, sem eg gat unx hér að fi’aman. Theodór Árnason. Næturlæknar. / nótt: Björgvin Finnsson, Lauf- ásveg'i II, sími 2415. Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegs apó- teki. Aðra nótt: Daníel Fjeldstecl, Hverfisgötu 46, sími 3272. Nætur- vörður í LyfjabúÖinni IÖunni og Reykjavíkur apóteki. HelRÍdagslæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sínii 2234. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur : Lög leik- in á rússneskan gítar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikþáttur: „Klukkatx sló átta“, eftir Gösta Rybrant. (Brynj- ólfur Jóhannesson, Arndís Björns- dóttir). 21.13 Strokkvartett útvarps- ins: Ýms smálög. 21.35 Danslög til 23.00. Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. 10.30. Prests- vígsla. Eugin síðdegismessa. í Laugarnesskóla íd. 5, síra GarÖ- ar Svavarsson. I fríkirkjunni ld. 5, síra Árni SigurÖsson. 1 kaþólsku kirkjunni: Lágmess- ur kl. 6y2 og 8 árdegis, hámessa kl. 10 árd. og bænahald og prédik- un kl. 6 síÖdegis. í fríkirkunni í Hafnarfirði kl. 2, sira Jón AuÖuns. Erum fluttir í Tryggvagötu 28 efstu hæð. Búum til eins og áðui’ 1. fl. prentmyndii’ fyrir lægsta verð. H.f. Leiftur Sími 5379. ISFýjsi 1 Hefndin. Spenna»di og æfíntýia- rík cowboymynd. — A&l- hlutverkið ieikur Meb karlmannlegi og djarfl cowboyleikari DICK FORAN„ ásarnt Alma Lloyd, Addison Richard o. fl. Aukamynd r Þjálfun ibernaðarflng:- manna. Hernaðarmynd- Börn fá ekki aðgang. Síðasta sinis. SKIPAUTGERÐ jele3 gi raa Esja auslur unx til Siglnfjarðar þi’iðjudaginn 11. þ. nx. kl. 6 siðd. — Vörumóttaka til liá- degis á mánudag. Pantaðir fai’seðlar sækist fyrir nxánu- dagskvöld. Konxið verður við á Breiðdalsvík i austurleið, eu ekki í suðui’leið. K. F. U. M. Samkoma kl. 8 ]/> annað kvöld. Rev. .1. F. W. Hardv, lierprestur, talar nxeð túlk. Allir velkomnir. af öllum gerðum, saumuð eftir pöntumun. SPIRIH TIi. SÖLU Stofuborð úi’ Ixnotútré og reykborð úr mahogni xneð syartri glerplötu (opaQ hvorttveggja pölerað og alveg nýtt. — Húsgagiiavmnustofan, óðinsgötu 6 B. Tún óskast til slægna í sixmar, 5—10 dagsi. Tilboð óskast á afgr. Visis, merkt: ,,TÚN“. í E’ánadagnrinn verðnr á isannndag: O. Júiií IÍHO á ÁlafossL DAGSKRÁ: 1. Kl. 3V2: Gestir boðnir velkomnir. 2. Minni fánans: Herra alþm. Sigurðnr Kristjánsson. 3. Spilað: Fánalagið. 4. Minni Islands: Forseti í. S. í., B. G. Waagei 5: Spilað: Ó, guð vors lands. HLÉ. 6. Gengið að útisundlaug og horft á sundknattleik, millum bestu sundmanna íslands, undir stjóm Jóns Pálssonar sundkaiipa. HLÉ. KI. 5 e. h. I ÚTILEIKHÚSINU: 7. Þrír frægustu skopleikarar bæjarins skemta: Brynj- ólfur Jóhannesson, Alfred Andrésson, Láras In|*- ólfsson syng ja allir gamanvisur og leika með—og Brynjólfur og Lárus sýna skopstæiimgm af „Boomps a Daisy“ undir hljóðfæraslætti. 8. íþróttakappi heiðraður? — 9. DANS hefst í STÓRA TJALDINU kl. 6 síðcL —- Hljómsveit: Kátir voru karlar. VEITINGAR: Mjólk — Skyr — Smurt torauð — Kaffí — 01 — Gosdrykkir — Heitar pylsur o. fl. AÐGANGUR að skemtuninni kostar fyrir fullorðna 1 krónu og 50 aura fyrir böm. Skemtunin er aðeins fyrir góða Islendinga. Menn undir áhrifum áfengis fá ekkí aðgang’. Allur ágóðinn fer til íþróttaskólans á Álafossi. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.