Vísir - 10.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 10.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 10. júní 1940. 131. tbl. Þjóðverjar hafa sótt fram til Rouen. Le Havre í hættu. Annarjstaðar á ¥Í^§töð¥nnum hafa Frakkar hindrað frekari f ram^ókn. — Manntjón Þjóðverja upp undir 500.000. — TXf dag- §kipan Weygands yf irher^for- ingrja. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Bardagarnir á vesturvígstöðvunum í gær voru heiftarlegri en nokkuru sinni fyrr. Samkvæmt fregnum frá París var talið, að Þjóðverjar hefði sent fram alt það lið, sem þeir haf a, eða alls 90—100 herfylki, þ. e. a. s. upp undir tvær miljónir manna. Er ljóst af þessu, að þeir ætla að brjótast í gegn nú, án tillits til manntjóns og hergagna. í París voru horfurnar taldar mjög alvarlegar, en þó ekki, að ástæða væri til að örvænta. Þjóðverjar gerðu hvert áhlaupið á fætur öðru áýmsum hlutum vígstöðvanna, bæði í gær og fyrradag, í fyrradag voru þau áköf ust á miðhluta vígstöðvanna, en í gær var tilkynt, að þeir hef ði einnig gert stórkostleg áhlaup á Argonne-svæðinu, og hefir því foardagasvæðið lengst til austurs. Skriðdrekasveitir þær, sem sótt höfðu fram á vestasta hluta vígstöðvanna, Bresle-vígstöðvunum, tókst Frökkum að einangra og voru 300 skriðdrekar eyðilagðir fyrir Þjóðverjum. En samkvæmt seinustu fregnum hefir Þjóð- yerjum tekist að sækja fram alla leið til Rouen og haldi framsókn þeirra áfram þar, er hafnarborgin Le Havre í mikilli hættu. En það væri Bandamönnum hinn mesti hnekkir að missa hana, því að nú, þegar Ermarsundshaf nirnar í Frakklandi og Belgíu eru á valdi Þjóðverja, varð Le Havre þeim enn mikilvægari en áður, vegna herflutn- inganna frá Bretlandi. Annarsstaðar þar sem mest var barist í gær hefir Frökkum tekist að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar sækti fram að neinu ráði. Á Aisne-vígstöðvunum, þar sem Þjóðverjar komust yfir ána, gerðu Frakkar gagn- áhlaup með góðum árangri,en á Argonnesvæðinu og víð- ar, þar sem Þ jóðverjar hafa teflt fram fótgönguliði í þéttum fylkingum, hefir verið ógurlegt mannfall í liði Þjóðverja og hergagnatjón mikið. Hermálasérfræðing- ar giska á, að manntjón Þjóðver ja þ. e. fallnir og særðir — í sókninni undanf arna daga, sé upp undir hálf mil jón. Frakkar halda því fram, að Þjóðverjar leggi svo mikið lcapp á að br jótast í gegn, að þeir hafi orðið að tefla fram varaliði, sem sé ekki „fyrsta flokks" herlið. Ekkert sannar betur hversu horfurnar eru alvarlegar en það. að Weygand yfirherforingi gaf út nýja dagskipun til franska hersins í gær. Dagskipanin var í líkum anda og sú, sem hann gaf út fyrir skemstu. Hann fyrirskipaði hverjum einasta her- manni að horfa að eins fram og hörfa ekki um fet. Weygand f ór viðurkenningarorðum um vaskleika hermannanna og dugn- að, ómetanlega aðstoð breska og franska flughersins o. s. frv. „En Frakkland krefst enn meira af yður," sagði hann. „Yfirfor- ingjar, undirforingjar og óbreyttir hermenn, beitið öllum hæfi- leikum yðar og atorku í baráttunni. Óvinaherinn hefir hafið lokatilraun til þess að brjótast í gegn — víkið ekki um fet." Allir breskir hermálasérfræð- íngar bíða milli vonar og ótta fréttanna, sem berast af orustu þeirri, sem nú stendur yfir í Norður-Frakklandi, og ber þeim öllum saman um að þetta sé stórkostlegasta orusta, sem nokkuru sinni hafi verið háð í heiminum, bæði að því er snert- ir f jölda hermanna og dráps- tæki þau, sem þar er beitt. Her- málasérfræðingarnir hafa látið þá skoðun sína í ljós, að hættan sé stórkostleg, en margir þeirra telja að sókn Þjóðverja muni kikna undir eigin þunga, og kveðast vera vongóðir um úr- slitin, þótt engu verði um þau spáð með fullu öryggi fyrr en orustan hafi náð hámarki, en "það telja þeir að muni ske nú í idag. Hermálasérfræðingur Times kemst m. a. svo að orði, að aldrei hafi Frakkland verið í jafn stór- kostlegri hættu og nú. Atburðir heimsstyrjaldarinnar séu barna- leikur miðað við þá orustu, sem nú stendur yfir, og hættan hafi aldrei þá komist í hálfkvisti við það, sem hún sé nú. Þessi stór- kostlega hætta aukist með hverri stundu sem líður, hver sem úr- slitin kunni að reynast að lokum. Bretar leggja nú megináherslu á það, að efla varnir sínar heima fyrir, meðan enn gefst tími til og stórorustur *standa yfir í Frakklandi, og miða þessar ráð- stafanir allar að því að tryggja landið gegn innrás. Gaddavírs- girðingum hefir víðsvegar verið komið upp, ennfremur sand- pokagirðingum og vélbyssu- hreiðrum, um landið þvert og endilangt, og fjölgar slíkum 40 merkir Bandarikjamenn kreijast þess, að Bandarikin fari i striðið með Bandamðnnum, ......¦i"»—¦— Roosevelt birtir mikilvæga yfirlýsingu í útvarpsræðu í kvöld. Fregn frá Washington hermir, að 40 merkir Bandaríkjamenn hafi lagt það til í nýbirtri yfirlýsingu, að Bandaríkin segi Þýskalandi þegar í stað stríð á hend- ur. Jafnframt hefir verið boðað í Washington, að Roosevelt f orseti muni flytja útvarpsræðu í kvöld, og er búist við mikilvægri yfirlýsingu frá hans hendi. I yfirlýsingu þeirra 40 merku Bandaríkjamanna, sem að framan er að vikið, segir m. a., að Banda- ríkin geti ekki sent Bandamönnum nægilega mikið af hergögnum og nægilega fljótt, meðan þau séu hlutlaus í styrjöldinni. Meðal þeirra Bandaríkjamanna, sem skrifað hafa undir áskorunina er rithöfundurinn Lewis Winford, William Stahdley, sem áður gegndi einu mikilvægasta embætti í flotamálastjóm Banda- ríkjanna, og ritstjóri Lousville Courier, William Hessler. vígjum með hverri stund er líður. Búast menn við að allar þess- ar ráðstafanir verði ræddar á lokuðum fundi í neðri málstofu breska þingsins sem haldinn verður á morgun, og að Churc- hill hefji umræður um mál- ið þar í deildinni, en Anthony Eden muni reifa það frekar á eftir honum. Chamberlain mun síðar í vikunni halda ræðu, og gefa yfirlit um gang styrjaldar- innar. London í morgun. Lundúnablöðin i morgun ræða viðureignirnar í Norður- Frakklandi og láta yfirleitt í ljós ánægju yfir því, hve vel Weygand hershöfðingja hafi tekist að hefta hina ofsalegu framsókn Þjóðverja. „Daily Telegraph" lýsir þess- um viðureignum og kallar þær mestu orustur veraldarsögunn- ar. — „Weygand tilkynti her sín- um í gær, að sókn Þjóðverja næði nú alla leið frá sjó, aust- ur til Montmédy, og að í dag myndi sóknin að öllum likind- um ná alla leið til Sviss. I París er það áætlað, að Þjóðverjar hafi iy2—2 miljónir manna á vígstöðvunum, auk vélaher- sveitanna. Þetta er einhver stói'- kostlegasta sókn, sem sögur fara af. Breiðar fylkingar skriðdreka sækja fram, en á eft- ir þeim sækja miklar fylkingar af „fallbyssufóðri", sem, nas- istastjórnin rekur blindandi út í tortimingu. Það er óþarfi að hlaða lofi á hina dæmalausu vörn Frakkanna. Þeir hafa hlýtt boði Weygand's og hörfa aftur skref fyrir skref, ef þeir geta ekki haldið stöðum sínum, eii það gera þeir, meðan mannleg- ur máttur megnar. Breski loft- herinn herjar á baksveitir óvin- anna og liggur ekki á liði sínu. 1918 fyrirskipaði Foch mar- skálkur að undanhaldið ætti að vera skref fyrir skref. Á þessu ári er barist á sömu vígstöðv- um og dagsskipun hershöfðingj- ans er mjög lík. Orustan hefir verið kölluð „orustan um Frakkland" og hver einasti franskur og breskur hermað- ur veit, hvað í húfi er. En óvin- unum hefir enn ekki tekist að rjúfa varnarlínuna, þrátt fyrir gífurlegar fórnir. Þeir hafa orð- ið að kaupa það landssvæði, sem þeir haf a unnið, dýru verði. Þjóðverjum er það Ijóst, að tak- ist þeim ekki að brjótast í gegn nú, biða þeir fyr eða síðar hroðalegan ósigur. En með hverri klukkustundinni sem líður, verður erfiðara fyrir þá að halda sókninni áfram með sama krafti, þvi að stöðugt dynja árásirnar á samgönguæð- ar þeirra og það lið, sem á að leysa af og hvíla liðið, sem fram sækir. Weygand hers- liöfðingi þykist þess fullviss, að sóknin sé senn um garð geng- in." London i morgun. „Minnumst þess, hvernig fór 1918", segir News Chronichle í foiystugrein í morgun. „Sú sókn Þjóðverja, sem, nú stendur yfir, er hin gífurlegasta sókn, sem veraldarsagan getur um. Þó að aðstaða Frakklands sé engan veginn vonlaus, þá er húri mjög alvarleg. En einmitt það, hve sóknin er ofsafengin, sýnir, að Hitler teflir nú fram öllu sínu liði til fullra úrslita. Hann teflir um alt eða ekkert— líf sitt eða dauða. Hann vonast til að geta unnið lokasigur fyrir haustið." „Daily Herald" birtir grein, sem nefnist „Orusta miljón- anna", og segir þar m. a.: „Nú er sjötti morgun hinnar ægilégu viðureignar i Norður- Frakklandi. Það er nú kunnugt orðið, að Frakkar hafa orðíð að hörfa undan á nokkrum, stöðum á mið- og vestur-víg- stöðvunum. Þetta var óumflýj- anlegt. Óvinirnir hafa eytt svo miklu af mönnum og hergögn- um, að vitað var fyrir víst, að þeim myndi einhversstaðar tak- ast að brjótast fram. En ef hver kílómetar á að kosta þá sama Tilkynning var birt í Hvíta húsinu (forsetabústaðnum) varð- andi ræðu þá, sem Roosevelt flytur í kvöld. Ennfremur var til- kynt, að forsetinn hefði ákveðið í gærkvöldi, að fara frá Was- hington snemma í dag, til þess að vera viðstaddur uppsögn Vir- giniaháskóla í Charlottesville, en þá fara fram heræfingar. Einkaritari Roosevelts komst svo að orði við blaðamenn: „Eg tel yður óhætt að skýra frá því, að forsetinn muni birta mikil- væga yfirlýsingu varðandi afstöðu Bandaríkjanna til styrjald- arinnar." Talið er að ræða f orsetans standi yf ir í að minsta kosti tíu mín- útur. Hún verður þýdd á sjö tungumál og útvarpað á ný og endurvarpað víða um lönd. í Bandaríkjunum kemur það æ skýrar í ljós, að samúðin með Bandamönnum er hratt vaxandi. Blöðin ræða mörg hvort Banda- ríkin ætti að fara í stríðið. Stimson, fyrrverandi utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, hefir opinberlega hvatt til þess, að Bandaríkin veitti Bandamönnum miklu meiri stuðning en þau hafa gert til þessa. mannfall og verið hefir, hve langt tekst þeim þá að sækja með sama krafti?" r r Ul Eilf 09 s Win. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. De Valera flutti ræðu i gær og var henni útvarpað um alt frírikið. Gerði hann að umtals- efni Eire og styrjöldina og kvað stjórnina hafa fullan hug á að gera það, sem i hennar valdi stæði til þess að koma i veg fyrir, að írland yrði orustu- völlur. Hefði því verið gripið til viðtækra varúðarráðstafana, herinn aukinn o. s. frv. De Val- era hvatti menn til þess að ganga i herinn, sjálfboðavarnar- liðssyeitir, og yfirleitt verða stjórnhmi til aðstoðar á allan hátt, til þess að vernda hlutleysi landsins og verja það, ef þörf krefur. De Valera kvað marga ibúa landsins ekki hafa gert sér nægilega Ijóst, hver hætta væri á f erðum og bað alla landsmenn vera vel á verði gegn hverskon- ar hættum, sem að steðja. Hafa Þjóðverjar sökt bresku flug- vélamóðurskipi ? Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Þjóðverjar tilkyntu i lok síð- ustu viku, að þeir hefði sökt bresku flugvélastöðvarskipi, en breska flotamálaráðuneytið hef- ir ekki enn gert þessa staðhæf- ingu Þjóðverja að umtalsefni i tilkynningum sínum. Það er þó kunnugt orðið að til viðureignar á sjó hefir komið milli Breta og Þjóðverja, þvi að henni er vik- ið i tilk. flotamálaráðuneytisins í gærkveldi. Viðureignin átti sér stað i Norður-Atlantshafi (i nánd við ísland?) s.l. laugardag. ir að yflrnefa Fregnir hafa borist um, að Hákon Noregskonungur hafi •efið fyrirskipanir um, að hætta mótspyrnunni gegn Þjóðverjum, þar sem Banda- menn geti ekki veitt Norð- mönnum hernaðarlegan stuðning lengur. Brottflutningur herliðs Bandamanna frá Narvik og öðrum stöðum í Norður-Nor- egi er haf inn og Hákon Nor- egskonungur og fjölskylda hans komin til Englands. — Friðarsamningar eru byrjað- ir í Noregi. 3. flokks mótið heldur áfram í kvöld. Kl. 8 keppa þá Fram og Víkingur og kl. 9 K.R. og Valur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.