Vísir - 10.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 10.06.1940, Blaðsíða 2
VtSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 linur). Verð kr. 2.50 á raánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Afkoma Eim- skipafélagsins. SAMKVÆMT ársreikning- um Eimskipafélagsins, sem lagðir voru fram á aðal- fundi félagsins í fyrradag, hef- ir afkoma þess á siðastliðnu ári verið prýðileg. Ágóði af rekstrinum er talinn nema kr. 453.321.43, en þar við athugast, að þá er búið að færa til út- gjaída í rekstrarreikningi kr. 676.173.58 til frádráttar á bók- uðu eignarverði skipa og fast- eigna félagsins. Má því segja, að heildarhagnaðurinn nemi kr. 1.129.495.01, og er það miklu hærri hagnaður en árið 1938, en til þessa liggja eðlileg- ar orsakir, er nú skulu skýrðar. 1 ágústmánuði síðastl. gekk félagið frá samningum um tryggingu skipanna, er gilti til 19. nóv. f. á., og var iðgjaldið mjög lágt. Er talið, að með samningi þessum hafi félaginu sparast um 600 þús. krónur fyrstu mánuði slyrjaldarinnar, miðað við iðgjaldahækkun þá, sem varð í byrjun ófriðarins og greiða hefir þurft síðali. Reksturshagnaður ársins 1938 nam kr. 555.890.50, og lætur þá nærri, að hækkunin nemi þeim sparnaði, er varð vegna trygg- ingarsamninganna, þeirra er að ofan greinir, en að öðru leyti er afkoma þessara ára svipuð. Erfiðleikar ófriðarins hafa þegar bitnað með miklum þunga á félaginu, það sem af er þessu ári, og hefir það því neyðst til að gera sérstakar ráð- stafanir til þess að mæta þess- um erfiðleikum. Hefir ríkis- stjórnin haft hið nánasta sam- band við stjórn félagsins í þess- um málum, og mun svo verða meðan styrjöldin geisar. Farm- gjöld hafa þannig verið hækk- uð, eftir því, sem aukinn kostn- aður og aukin áhætta í sigling- um hefir haft í för með sér, en þó hefir liækkuninni verið mjög i hóf stilt, samanborið við það, sem raun hefir á orðið í öðr- um löndum. Má til dæmis taka, að í aprílmánuði síðastl. höfðu farmgjöld fjórfaldast hjá Norð urlandaþjóðunum, en mesta hækkun á farmgjöldum félags- ins nemur 200% milli íslands, Norðurlanda og Englands, en aðeins 50% í innanlandssigl- ingum. Fargjöld Jiafa einnig liækk- að allverulega, af sömu ástæð- um og að ofan greinir. Hækk- uðu þau þannig 2. október 1939 um 50% og 15. janúar 1940 hækkuðu þau enn um 50% af hinu upphaflega gjaldi, og nemur hækkun sú, sem þannig hefir orðið 100%, en fæðis- gjaldið hefir ekki hækkað. Samkvæmt efnaliagsreikn- ingi félagsins, námu bókfærð- ar eignir þess um siðustu ára- mót lcr; 4.265.237.55, en skuld- ir að hlutafé meðtöldu kr. 2.870.939.81. Verður því ekki annað sagt, en að efnahagur félagsins sé glæsilegur á okk- ar mælikvarða, og mætti það vera öllum landsmönnum fagn- aðarefni. Eru í þvi efni atliygl- isverð ummæli Sveins Björns- sonar sendiherra, er hann lét falla á fundinum, og eru á þessa leið: „Hvar myndi Is- land á vegi statt, ef Eimskipa- félagið hefði ekki flota sinn? Eg fullyrði, að líkurnar fyrir því, að aðrar þjóðir hefðu á þessum tíma annast siglingar fyrir okkur, eru sáralitlar. Og hvar væri þjóðin þá stödd, ef litlar eða engar siglingar væru til landsins og frá?“ Þetta mættu menn festa sér í huga, og gera sér fulla grein fyrir því, hvort ekki sé ástæða til, að félagið sé styrkt á all- an hátt af því opinbera og hverjum þeim Islending, sem kann að meta þjóðarnauðsyn, ekki síst er mest á reynir. Á þessu ári eru liorfurnar engan veginn glæsilegar fyrir félagið. Flutningar hafa verið óvenju litlir framan af árinu, og eitt af skipum félagsins, Gull- foss, liggur athafnalaus í Kaup- mannahöfn, enda algerlega óvist hvenær hann losnar þaðan. Tundurduflalagnir eru um all- an sjó og kafhátar á hverju strái. Allur útgerðarkostnaður skipanna hefir stórlega aukist, en gjaldeyrisskortur og við- skiftahömlur bitna óbeint á fé- laginu með miklum þunga. Það er því ekki unt að segja, að byrlega hlási á þessu ári, en vel má betur úr rætast, en nú horf- ir, og þess munu allir óska, sem skilningi eru gæddir og vilja vel. íslendingum í Noregi líður vel. Helgí Pálsson útgerðarmaður frá Akureyri er nýlega kominn hingað til lands, en vetrardvöl hafði hann í Álasundi í Noregi. Fór hann til Noregs í þeim er- indum að festa kaup á skipi, og hafði gert það, er Þjóðverjar hemámu landið. Var úr því ekki undankomu auðið. Loftájrásir voru þráfaldlega gerðar á Álasund, en tjón af þeim var ekki verulegt. Munu 16—20 hús hafa verið skotin i rúst, en manntjón varð ekkert, an nokkrir menn særðust i loft- árásum þessum. Hinsvegar munu flestar rúður hafa brotn- að í borginni af loftþrýstingi, sem stafaði frá sprengjunum. Litlar fréttir bárust til Nor- egs, enda var ógerlegt að hlusta á útvarp vegna margskyns truflana, og var talið að slíkar truflanir væru gerðar af ásetn- ingi. Helgi komst til Færeyja á vélbát og þaðan til Austurlands. Öllum Islendingum í Noregi, sem liann hafði spurnir af, leið vel. — Próf í forspjalls- vísindum. Próf hafa staðið yfir undan- farið í Háskólanum í forspjalls- vísindum, og er nú Iokið. Þrjá- tíu og sex stúdentar af 38 stóð- ust prófið og fara nöfn þeirra hér á eftir. Ágætiseinkunn: Bergþ. Smári, Björn Guð- brandsson, Jón Gunnlaugsson, R. Thors, Margr. Steingrims- dótlir, Th. Bieliackinas, Björn Sveinbjörnsson, Helgi Halldórs- son, Logi Einarsson, Emil Björnsson, Matth. Ingibergsson, Ólöf Benediktsdóttir og Unnur Samúelsdóttir. I. einkunn: H. Linnet, Jón Guðmundsson, Grímur Jónsson, Guðjón Krist- insson, Sigf. Guðmundsson, Sveinbj. Sveinbjörnsson, Þorst. Valdimarsson, Jón Bjarnason, Viðskiftin við útlönd og verðlagsbreytingar innanlands. Ur ársskýrslu Landsbanka Islands Skýrsla Landsbanka Islands er nýkomin út, og er þar eins og venjulega mikill fróðleikur saman kominn, varðandi þjóðarbú- skapinn á hinu liðna ári, rekstur ogafkomu atvinnuveganna yfir- Ieitt. Vísir leyfir sér að birta hér á eftir kafla úr skýrslunni, sem f jalla um viðskiftin við útlönd og verðlagsbreytingar hér á landi. Aðrir þættir atvinnulífsins eru almenningi kunnari en þessir, enda má segja að þetta séu þeir tveir meginþættir, sem afkoma annara atvinnuvega byggist á. 1933 48.8 51.8 1934 51.7 47.9 1935 45.5 47.8 1936 43.1 49.6 1937 53.3 59.0 1938 50.5 58.6 1939 61.6* 69.7* Viðskiftin við Þýskaland og Verslun við útlönd. InnflutningshÖftin hafa á ár- inu verið framkvæmd á sama liátt og undanfarin ár að öðru leyti en því, að eftir gengislækk- un krónunnar voru nokkrar nauðsynjavörur settar á „frí- lisla“, og þarf eklci sérstakt inn- flutningsleyfi til að flytja þær vörur inn, þó að þær séu að visu liáðar gjaldéyrisliömlun- um. Viðskiftahömlurnar i lönd- um þeim, er vér skiftum við, eru og (yfirleitt þær sörnu og áður, og við þetta bætast svo örðugleikar þeir, er stafa af styrjöld þeirri, er hófst um mánáðamótan ágúst—septem- ber milli Þýskalands annars vegar og Bretlands, Frakklands og Póllands hins vegar. Auk þess hófst styrjöld milli Rúss- lands og Finnlands síðast á ár- inu. Nýr viðskiftasamningur var gerður við Noreg, og gengið var frá samningi við Argentlínu um sömu tollakjör og Norð- menn hafa þar. Nokkur rýmk- un fékst á innflutningi til Þýskalands, *en hún hefir ekki komið að notum vegna stríðs- ins. Rétt eftir að stríðið skall á, voru hinsvegar afnumdar höml- ur þær, sem verið höfðu á inn- flutningi fisks til Bretlands, og milj. kr.). Síðan 1913 hefir inn- flutningurinn og útflutningur- inn numið svo sem liér segir: Ítalíu fóru eins og áður fram á jafnvirðiskaupa-grundvelli. — Hófust jafnvirðiskaupa-við- skiftin við Þýskaland seint á ár- Ar. Innflutt títflutt inu 1934, en 18. ágúst 1934 milj. kr. milj. kr. höfðu þýsk stjórnarvöld gefið 1913 16.7 19,1 leyfi til þess, að opnuð yrði 1914 18.1 20.8 Auslánder-Sonderkonto fur In- 1915 26.3 39.6 landszalilungen (ASKI) í þýsk- 1916 39.2 40.1 um banka til lianda Landsbank- 1917 43.5 29.7 anum. En þegar í desember 1918 40.0 36.9 1931 hafði orðið samkomulag 1919 62.6 75.0 um það, að nota andvirði ís- 1920 82.3 60.5 fisks úr botnvörpuskipum til 1921 46.1 47.5 greiðslu á vörukaupum í Þýska- 1922 52.0 50.6 landi. Jafnvirðiskaupa-viðskift- 1923 50.7 58.0 in við Ítalíu byrjuðu hins veg- 1924 63.8 86.3 ar á fyrri helming ársins 1936, 1925 70.2 78.6 — 30 mars það ár hafði verið 1926 51.0 48.0 undirritaður ríkjasamningur 1927 53.2 63.2 milli Ítalíu og íslands um þetta 1928 64.4 80.0 efni. Á undanförnum árum hef- 1929 77.0 74.0 ir íslenskum útflytjendum ver- 1930 72.0 60.1 ið greitt svo sem hér segir fyrir 1931 48.1 48.0 afurðir, útfluttar í jafnvirðis- 1932 37.4 47.8 kaupa-viðskiftum: Ar Til Þýsaklands Til Ítalíu Samtals kr. kr. kr. 1935 4.855.927.07 4.855.929.07 1936 8.502.360.73 1.243.703.67** 9.746.064.40 1937 9.834.322.21 3.839.528.66 13673.850.87 1938 11.342.456.47 3.836.066.33 15.178.522.80 1939 9.636.104.49 3.566.649.33 13.202.753.82 nokkru seinna var saltfiskstoll- urinn þar feldur niður. Útfluttar vörur námu á síðast liðnu ári 69,7 milj. kr., en að- fluttar vörur 61,6 milj. kr. Sam- anborið við bráðabirgðaskýrsl- ur árið áður hefir útflutningur aukist um 11,9 milj. kr. eða tæpl. 21%, en innflutningurinn um 12,5 milj. kr. eða rúml. 25%. I sambandi við þessar töl- ur ber þó að minnast gengis- lækkunar íslensku krónunnar (sjá síðar) og eins verðhækkun- ar þeirrar, er orðið hefir af völdum stríðsins. Útflutningur- inn var rúmum 8 milj. kr. hærri en innflutningurinn, en þegar tekið er tillit til annara liða greiðslujafnaðarins, sem eru landinu í óhag, mun þó greiðslujöfnuðurinn ekki hafa breyst til batnaðar á árinu. Að visu munu tölur þessar, bæði um innflutninginn og útflutn- inginn, hækka töluvert, þegar endanlegar verslunarskýrslur koma, en hlutfallið mun þó ekki breytast verulega. Af út- fluttum vörum námu sjávaraf- urðir 59,4 milj. kr. (1938: 48,5 milj. kr.), þar af síld og síldar- afurðir 23,5 milj. kr. (1938: 18,6 milj. lci'.), en landbúnaðaraf- urðir 9,5 milj. kr. (1938: 8,4 Kristj. Tlieodórsdóttir, Magnús oÞrleifsson, Sig. Magnússon, Guðrún Gísladóttir, Ragnar Þórðarson og Ingvi Þ. Árnason. II. einkunn betri: Gunnl. Þórðarson, Jóh. Bene- diklsson, Kristin Gunnarsson, Sig. Jónsson, Svavar Pálsson og Vald. Guðjónsson. II. einkunn lakari: Guðr. Slefánsdóttir, Halldór Þorbjörnsson og Sig. Sigurðs- son. Tala viðskiftanna hefir þessi söniu ár numið svo sem hér segir: Ár. Við Þýskaland Við ítalfu Samtals 1935 3694 3694 1936 6486 1137** 7633 1937 7680 1923 9603 1938 8221 1639 9860 1939 6037 1486 7523 Af þessum tölum sést, hversu mikill og vaxandi þáttur jafn- virðiskaupa-viðskiftin hafa ver- ið í utanríkisverslun þjóðarinn- ar. Lækkunin, sem átti sér stað á s.l. ári, miðað við árið á und- an, á rót sína að rekja til þess ástands, er skapast hefir vegna styrjaldar þeirrar, sem geisað hefir síðasta þriðjung ársins. Fjárhagur ríkisins. Tekjur ríkissjóðs voru á ár- inu 19,1 milj. kr. og gjöldin 19,1 milj.kr. Á rekstursreikningi rík- isins stóðust því tekjur og gjöld því sem næst á. Miðað við bráðabirgðatölurnar árið áður hafa tekjurnar lækkað um 1%, en gjöldin hækkað um 8—9%. Skuldir rikissjóðs voru í árs- lolc 53,1 milj. lcr. Hækkun sú, 6,8 milj. kr., sem hér er um að ræða frá árinu áður, stafar ein- vörðungu af gengisbreyting- unni, því að með óbreyttu gengi hefðu skuldirnar því sem næst staðið í stað. Verðlag. Þó að viðskifti liafi verið ýmsum erfiðleikuin bundin, virðist viðskiftaástandið, þar sem skýrslur ná til, hafa farið heldur batnandi á árinu. Veldur þar nokkru um, að stríðsundir- búningurinn og slyrjöldin sjálf, sem geisaði síðasta þriðjungárs- ins, örfuðu nokkrar greinar at- vinnu- og viðskiftalífsins. Vísi- tölur þær, sem sýna magn iðn- aðarframleiðslunnar, liggja ekki fyrir frá ófriðarþjóðunum seinni hluta ársins, en þær, sem fyrir liggja, hafa yfirleitt hækk- að, t. d. í Bandaríkjunum úr 72 upp í 89, í Danmörku úr 136 upp í 144 og í Svíþjóð úr 146 upp í 155. Tala atvinnuleysingja hefir og yfirleitt farið lækkandi, t. d. hefir tala algerðra atvinnu- leysingja i Bretlandi lækkað úr 10,2% í 8,9%, og tala atvinnu- leysingja í verkalýðsfélögum Bandaríkjanna úr 15,3% i 10,7 %. í öðrum löndum hefir og at- vinnuleysið yfirleitt minkað, t. d. í Svíþjóð úr 11,8% í 10,0%, og í Danmörku úr 21,4% í 18,5 %. Verðl. breyttist yfirleitt lít- ið framan af árinu, en hækkaði víða ört síðasta þriðjung árs- ins. I Bandaríkjunum var heild- söluverðvísitalan fyrir jan. 81, fyrir júlí 79 og fyrir desember 83. í Engl. var heildsöluverðvísi- talan (Board of Trade) fyrir janúar 85, fyrir júlí 86 og fyrir desember 106, en sniásöluverð- vísitalan (Ministry of Labour) fyrir janúar 95, fyrir júlí 95 og fyrir des. 106. í Danmörku var heildsöluverðvísitalan fyr- ir janúar 102, fyrir júlí 103 og fyrir desember 132, en vísi- lala framfærslukostnaðar fyrir mars 106, fyrir júní 106 og fyr- ir desember 118. í Sviss var heildsöluverðvisitalan fyrir jan. 75, fyrir 'júlí 75 og fyrir des- ember 90. Heildarvísitala heimsverslunarinnar liggur ekki fyrir, þar eð fullnaðar- skýrslur vanta frá mörgum * Skv. bráðabirgðaskýrslum. ** Tímabilið 18. maí til 31. desember. löndum, en heldur virðist hóii hafa hækkað. Innanlands hefir verðlagið hækkað á árinu. Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar um framfærslukostnað í Reykjavík, miðað við 5 manna fjölskyldu með 1800 kr. útgjöldum fyrir heimsstyrjöldina 1914—18, liafa verðlagsbreytingar síðari ára verið á þessa leið (útgjöldin fyr- ir stríð = 100): 1920: 446 1935: 232 1926: 321 1938: 262 1930: 221 (252)* 1939: 271 Framfærslukostnaður liefir því hækkað um 3—4% á árinu. Frá 1. janúar 1939 til 1. janúar 1940 hækkaði sá hluti j>ess framfærslukostnaðar, sem nær yfir matvæli, eldsneyti, ljósmeti og fatnað úr 211 upp í 250, eða um 18—19%. í lögunum um gengisskrán- ingu frá 4. apríl, þar sem gengi krónunnar var lækkað, éins og síðar mun getið, var svo fyrir mælt, að kaupgjald skyldi hald- ast óbreytt. Ef meðalverðlag mánaðanna apríl—júní væri meira en 5% hærra en meðal- verðlag mánaðanna janúar—- mars, skyldi þó kaupgjaldið hækka að nokkru leyti í sam- ræmi við það. Verðlagshækkun- in reyndist þó ekki nema svo miklu. Kaup togaraháseta á vetrarvertíð var óbreytt samkv. gerðardómi fyrra árs kr. 224.00 á mánuði og kr. 28.50 lifrar- peningar á tunnu. Premían á síldveiðunum liækkaði samkv. samningum úr 3 upp í 3,9 aura á málið. Um haustið, eftir að stríðið skall á, var gerð sú und- antekning frá banninu við kaupgjaldshækkun, að greiða mætti sjómönnum sérstaka stríðsáhættuþóknun og kaupa handa þeim stríðstryggingu. Með samningum milíi botn- vörpuskipaeigenda og háseta var svo ákveðið, að áhættuþókn- unin á ísfiskveiðum skyldi, með- an siglt væri á áhættusvæði, vera 250%, miðað við 232 kr. mánaðarkaup á skipi, sem veiddi og sigldi með aflann, en 270 kr. kaup á skipi, sem keypti fisk eða leigt væri til flutninga. Tímakaup í eyrarvinnu var ó- breytt kr. 1,45 um tímann fyrir karla og kr. 0,80 fyrir konur. Kaup lausafólks breyttist lítið á árinu. Austanfjalls mun al- gengast kaup kaupamanna liafa verið 35—40 kr. á viku, en kaupalcvenna 20—25 kr. At- vinnuleysið var heldur minna en árið á undan. Tala atvinnu- lausra í Reykjavík var 1. nóv. 1939: 792 (1. nóv. 1938: 804). I Reykjavik voru nettótekjur skattgreiðenda, sem skattur var lagður á 1939, en miðað við tekjur ársins á undan, 46028 þús. kr. (1937: 45366 þús. kr.). Maður finst érendur. Maður nokkur hér í bæ, Stein- grímur Jónsson að nafni, fanst örendur í herbergi sínu um áttaleytið i morgun. Hafði hann verið fjarverandi í gær og kom lieim siðari hluta nætur. Stein- grímur lieitinn var rúmlega þrítugur að aldri og ókvæntur. * í tölunni innan sviga 1930 og i tölunum 1935, 1938 og 1939 er húsaleigan reiknuð samkv, upplýsingum um húsaleigu í Reykjavík, er safnað var sam- tímis manntalinu 1930, þó síð- ari árin með breytingum á byggingarkostnaði. Árið 1939 er sá liður þó hafður óbreyttur frá árinu áður. Áður var liúsa- leiga áætluð samkv. byggingar- kostnaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.