Vísir - 10.06.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 10.06.1940, Blaðsíða 3
* ■■■BH Gamla Bíó BHH „Docéor Ifili.vtli■■■**. Amerísk gamanmynd, samin af kýmniskáldinu fræga O’HENRY. — Aðalhluverkin leika: Beatrice Lillie og Bing Crosby og syngja m. a. lögin „On the sentimental side“ og „My Heart is taking lessons“. li! Hreiiuitas 01 linms Um Kjalarnes, Kjós, Hvalfjörð, Dragháls og Skorradal eru bílferðir alla fimtudaga, laugardaga og mánudaga. FRÁ BORGARNESI: Alla föstudaga, sunnudaga og þriðjudaga. BIFREIÐASTÖÐIN HEKLA. — Sími: 1515. F. U. S. Heimcftallur efnir til ÞINGYALLAFERÐAR um helgina 15.—16. júní. Mjög fjölbreytt skemtiskrá. Nánar auglýst síðar. STJÓRNIN. Mýtt iii*v.il af KARLMANNAFATAEFNUM. KÁPUTAUUM og DRAGTAR- EFNUM tekið upp í gær. _ Ennfr. K A RLM ANNASOKK AR og SPORTSOKKAR nýjar gerð- ir úr þelhandi. _______ V erksmið juútsalan Gef jnn - - Iðnnn Aðalstræti. Imkjiiik - Qkireyrl HRAÐFERÐIR DAGLEGA UM BORGARNES EDA AKRANES. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. AÐALFIJID1IR BÓKMENNTAFÉLAGSINS verður haldinn mánudaginn 17. juni næstkomandi, kl. 9 síð- degis, í lestrarsal Landsbókasafnsins. Dagskrá: 1. Skýrt frá hag félagsins og lagðir fram til úrskurðar og sam- þykktar reikningar þess fyrir 1939. 2. Skýrt frá úrslitum kosninga. 3. Kosnir tveir endurskoðunarmenn. 4. Rætt og ályktað um önnur mál, er upp kunna að verða borin. Laugardaginn fyrir aðalfund, kl. 4 síðdegis, heldur stjórn félagsins kjörfund í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins, samkvæmt 17. gr. félagslaganna. Að þeim fundi eiga allir félagsmenn aðgang sem áheyrendur. Guðm. Finnbogason p. t. forseti. Jarðarför móður og tengdamóður,okkar, Benónýu Jósefsddttur, fer fram frá frikirkjunni þriðjudaginn 11. júní og hefst með liúskveðju kl. 1 að lieimili hinnar látiiu, Laufásvegi 50. Margrét Magnúsdóttir. Jónas Magnússon. Kristinn St. Jónsson. Vilhelmína Tómasdóttir. Jarðarför Guðríöar Árnadóttur, Hverfisgötu 73, fer fram frá fríkirkjumii miðvikudaginn 12. þ. m. kl. 1.30 e. h. Aðstandendur. VlSIR Frá hæstarétti Örorknbætur vegna sjúkleika, sem var náin afleiðinfr slyss. 1 dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu Júlíus Þor- bergsson gegn Tryggingarstofn- un rikisins. Málavextir eru þessir: Hinn 19. okt. 1936, er Júlíus var að vinna við það, ásamt fleirum, að koma fyrir stein- steyptum súlunx austur við Ljósafoss, er verið var að hyggja rafstöðina þar, vildi það til, að ein súlan lenti á honum. Féll hann aftur á bak, varð fast- ur, svo að samverkamenn hans urðu að losa hann. Hann fór suður samdægurs og leitaði til læknis 2 dögum síðar. Læknir- inn fann ekki annað að honum en mar á hægra læri og legg miðjum. Var Júlíus nú lialtur og var látinn fara í rafbað hjá nuddlækni og var Iengi hjá þeim. Þar sem Július liafði ver- ið í slysatrygðri atvinnu, þá greiddi Tryggingarstofnunin alla læknishjálp honum veitla og auk þess dagpeninga sarnkv. alþýðutryggingarlögunum. — Hinn 26. febr. 1937 skoðar trúnaðarlæknir Tryggingar- stofnunarinnar liann og segir þá að liann (Júlíus) muni fær að vinna 1. mars n. k. og fékk Júlíus dagpeninga til þess dags. Seinni liluta þessa vetrar byrjar Júlíus að vinna hjá Reykjavíkurbæ og er þá talinn af verkstjóra hans mjög getu- litill, og hefir hann vottað að Júlíus liafi allur titrað og riðað að loknu dagsverki og hafi hann ekki þá verið fær til vinnu, enda brátt hætt henni. 1 október 1937 skoðar bæjarlæknirinn Július og telur þá að hann hafi mist 60—65% af starfsorku sinni og óvíst hvenær hann næði henni aftur. Á árinu 1938 fer Júlíus að gera tilraun til þess að fá ör- orkubætur og 3. mars þ. á. er hann skoðaður af trúnaðar- lækni Tryggingarstofnunarinn- ar. Fann læknirinn engin ein- kenni um líkamlegan sjúkdóm. Taldi hann sjúkdóm Júlíusar vera neurosis traumatica, þ. e. taugaveiklun í sambandi við slys. Að fengnu þessu áliti neit- aði stofnunin að greiða örorku- bætur, þar sem ekki væri um bótaskylda örorku að ræða. — Július hefir ekki viljað sætla sig við þetta og hefir krafist fullra örorkubóta. Ekki er á- greiningur um það i málinu, að framannefndur sjúkdómur gangi að Júlíusi. Dómur i héraði féll á þá leið, að bótakrafa Júlí- usar var ekki telcin til greina vegna þess, 1) að örorka hans orsakaðist ekki af vefrænum skemdum og væri þannig án beins orsakasamhands við meiðsli hans, heldur væri hún tilkomin eftir að þau voru gró- in að fullu og 2) að engar lílcur væru að því leiddar, að Júlíus væri ólæknandi og örorka lians varanleg. Július áfrýjaði málinu til hæstaréttar og urði úrslit máls- ins þar þau, að Tryggingúr- stofnunin var dæmd til að greiða honum kr. 3900,00 i ör- orkubætur, og segir svo í dómi liæstaréttar: „Ekki verður talið, að áfrýj- andi sé vegna ákvæða 2. tölul. 10. gr. laga nr. 26/1936 og nú 3. tölul. 10. gr. laga nr. 74/1937, um alþýðutryggingar, þar sem úm greiðslu örorkubóta er vís- að til dóms læknis tryggingar- innar, sviftur rétti til þess að bera undir dómstólana nokkur þau atriði, sem kröfu hans á hendur stefnda varða, enda þykir mega skilja téð ákvæði svo, að stefndi greiði ekki slík- ar bætur án ráða læknis síns, Sjúldeiki sá, er áfrýjandi þjáist af og í máli þessu greinir, virðist vera svo náin afleiðing slyss þess, sem hann varð fyrir þann 19. okt. 1936, að eigi sé heimild til þess í lagaákvæðum um slysatrj'ggingar að varna honum örorkubóta sakir sjúk- leikans. Læknar hafa verið ó- sammála um batalikur. Hefir læknir stefnda talið sjúkdóm- inn mundu batna, en héraðs- læknir telur að bati sé „mjög vafasamur, en ekki óhugsandi“. Taugalæknar tveir telja slíkan sjúkdóm, sem áfrýjandi er hald- inn af, oft batna eftir 2—3 ár. Virðist því ekkert verða um það fullyrt, hver batavon sé eða liversu langan tíma sjúkdómur- inn muni valda áfrýjanda ör- orku. Þykir því eiga að dæma honum örorkubætur úr hendi stefnda. Metur héraðslæknir örorkuna 60—65% að minsta kosti og hefir það ekki verið véfengt í máli þessu, að örorka áfrýjanda nú nemi svo inikluT Fullar örorkubætur samkvæmt 3. tölul. 10. gr. laga nr. 74/1937 nema kr. 6000.00, og verður að dæma áfrýjanda samkvæmt mati liéraðslæknis 65% af þeirri fjárhæð, eða kr. 3900,00. Vöxtu, 6% p. a., þykir í þessu máli rétt að telja frá 28. nóv. 1938, er áfrýjandi gerði bóta- kröfu sína á hendur stefnda.“ Hrm. Einar B. Guðmundsson flutti málið af hálfu Júlíusar en hrm. Guðmundur Guðmunds- son af hálfu Tryggingarstofn- unar rikisins. Mótmælaskortur velflur sýknun. Sl. föstud. var i hæstar. kveð- inn upp dómur í máli er firm- að Gunnar Ólafsson & Co. í Vestmannaeyjum hafði liöfðað gegn Runólfi Jóhannssvni s. st. til greiðslu á verslunarskuld að upphæð kr. 1747.89. Runólfur gagnstefndi firmanu og krafð- ist greiðslu á kr. 1944.66 með eða án skuldajafnaðar. Gagn- kröfu sína bygði Runólfur á því að firmanu, en hann hafði und- anfarin ár verið formaður hjá þvi, hefði borið að greiða hon- um kr. 100.00 á ári fyrir stand- setningu á tveim bátum firm- ans, en þetta hafi ekki verið fært sér til tekna á viðskifta- reikningi firmans. Hinir aðrir liðir gagnkröfunnar voru of- færðir vextir og vantalin af- sláttur. Héraðsdómarinn taldr, að Runólfi hefði horið kr. 100,00 á ári í 8 ár eða samtals kr. 800.00, fyrir standsetningu bátanna og bæri að draga þá uppliæð frá kröfu firmans. Aðrir liðir gagn- kröfunnar voru eklri teknir til greina. Firmað áfrýjaði málinu til hæstaréttar og ui'ðu úrslil málsins þau, að kröfur þess voru teknar til greina, en gagn- kröfum Runólfs hrundið. Segir svo i forsendum hæstaréttar- dómsins: „I málinu kemur það fram, að gagnáfrýjandi liefir fengið árlega, a. m. k. flest árin, reikn- ing fyrir livert umliðið ár frá aðaláfrýjanda yfir viðskifti að- iljanna á árunum 1930—1937. að báðum meðtöldum. Á eng- um þessara viðskiftareikninga er gagnáfrýjanda færð til tekna þóknun sú, lcr. 100.00 á ári, eða samt. kr. 800.00 fyrir öll árin, er gagnáfrýjandi telur sig eiga rétt á hjá aðaláfrýjanda fyrir aðstoð við útbúnað vélbáta Nýja Bió Casino de Hressandi og f jörug amerísk tal- og söngvanrymi. Aðalhlutverkið leikur langfrægasti „Jazz^-söng^- ari Ameríku A1 Jolson, ásamt Ruby Keeler, Glencia Farrel <x fL K.I.B.3. - syngur næst í Gamla Bíó miðvikudaginn 12. juní kl. T.15 með aðstoð CARL BILLICH Aðgöngumiðar seldir á morgun í BókaverslunSígfós* ar Eymundssonar og H1 jóðfæraverslun Sigríðar Helga- dóttur, Læk jargötu 2. Peningaskápur Iltill, sem nýr til sölu. Uppl. i síma 5854 og 3532. 5 til sölu. Uppl. Lækjargötu 10, Verkstæðinu. Elicljid um BISNDRHIS T^affi þeirra á veiðar í byrjun hverrar vetrarvertiðar, sem gagnáfrýj- andi gegndi formensku á fyrir aðaláfrýjanda á fyrrnefndu ára- bili. Gegn mótmælum aðalá- frýjanda hefir gagnáfrýjandi ekki sannað, að hann hafi nokk- uru sinni, fyrr en í þessu máli, kvartað yfir því, þrátt fyrir við- töku viðskiftareikninganna frá aðaláfrýjanda svo úr garði gerða, sem fyrr segir, að hon- um væri vanreiknuð til tekna umrædd þóknun. Verður því að telja, að gagnáfrýjandi hafi með þessu aðgerðaleysi sínu firrt sig rétti til þess að krefj- asl nú greiðslu fyrir vinnu þá, sem hann kann að hafa látið í té við úthúnað bátanna og geta þá umræddar kr. 800.00 ekki orðið teknar til greina til lækk- unar á kröfu aðaláfrýjanda.“ Að öðru leyti var héraðsdóm- urinn staðfestur, og var Run- ólfur dæmdur til þess að greiða kr. 300.00 í málskostnað fyrir báðum réttum. Hrm. Jón Ásbjörnsson flutti málið af hálfu firmans, en hrm. Eggert Claessen af hálfu Run- ólfs. Forðum I CSkBMS&? Flosaporti Sýning 1 kvöld kL Aðgöngumiðar i dag frá M. 1. Lækkað verð eftir M. 3L Næsteiðasta sum, Simi 319L Ijóst svínsleðúr; éixaBg ij svörtu. Margar praktssfcaE" töskur og nýlískn eCtíx'OTÍð- dagstöskur konurar. Heiðaxtöskor fyrir imgar stúlkur.-, Haxiskar í fallegu úrvali, nýjasÍBi’ tiska. H1 j óðfær ahúsið Gengið frá stofnun sam- bands sj álfstæðisverka- manna í dag. Stofnþing- Landssambands sjálfstæðisVerkamannahófst hér í bænum í gær og eru margir fulltrúar víðsvegar að af land- inu mættir á þinginu. Hófst þingið kl. 2 siðd. með ræðu formanns undirhúnings- nefndar, Bjarna Benediktsson- ar, er rakti allan aðdraganda að stofmm landssambandsins. Því næst ávarpaði formaður Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Thors, samkomuna og ennfremur íluttu ræður þeir Bjarni Bene- diktsson prófessor og Gunnar Thoroddsen lögfræðingur. Var því næst samþykt ein- ; : ! rórna að stoJna landssamísaníl- ið og kosin nefnd til uncEiivún- ings málinu, en hún ituxq sMfei af sér störfum i dag kL W f. ís. og leggja fram frumvanp samþyktum fyrir sambun'dBS. I gærkveldi efndí rmðstjorm flokksins til hófs fyrfr fullírúas sambandsþingsins; en auk |vesR sátu það miðstjórnarfuHfraair og lielstu ráðamenn fTok'ksinSj. Var haldinn mikill fjölds a£ ræðum, og kom greinilega frajr; liin mikla einbeitnl og þrótiur^. sem rikjandi er nreðaS sjalfr- stæðisverkamanna þelrra, setrs fyrstir ríða á vaðið rneð sicíc%~

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.