Vísir - 11.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 11.06.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 11. júní 1940. 132. tbl. ÍTALIR EIGA í STYRJÖLD VIÐ BRETA OG FRAKKA FRÁ OG MEÐ DEGINUM ÍDAG. Bandamenn tclja aðstöðu sína við lliðjarð- arliaí sterka og, ótta^t ckki þátttöku Itala. iramkoma Itala ifst sem »r,vtiiig:s*tuiig;u í bak viuveitfra þjoða«. Roo*eveH býður Bandamönnnm aðgrangr að auðlindum lBmitlarík jauua. og: hettir þeim iulf iiiu stuöuiugi. Fregrninni um styrjaldarþátttökuna Éekið rolega í TyrJklandi. Tyrkir standa við skuldbindingrar sínar gragrmart Bandamönnum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. '*jk JKiissolíni flutti ræðu i gær af svölum Feneyjarhallar i gær siðdegis, en þá var XVJL „flotadagur" hátíðlegur haldinn. Á torginu fyrirframan höllina höfðu fasist- ar safnast saman, til þess að hlýðaá yfirlýsingu II duce. Eins og kunnugt er af fjölda :mörgum skeytum að undanförnu hafa menn búist við þvi að undanförnu, að Mussolini nayndi þá og þegar lýsa yfir þátttöku Italíu i styr jöldinni, og margra ætlan yar, að haimmyndi nota tækifærið i gær, og varð sú reyndin. Lýsti Mussolini yfir þvi, að Italía 'hefði sagt Bretlandi og Frakklandi stríð á hendur. Kvað hann heiður Itala kref jast þess, að þeir færi í striðið, til þess að losa sig úr viðjum og koma fram kröfum þeinvsem þeir hefði margborið fram. Mussolini kvað sendiherrum Bretlands og Frakk- lands hafa verið afhent striðsyfirlýsing Italiu. I ræðunni, sem var útvarpað um allar italskar stöðvar og endurvarpað um gervalt Þýskaland, sagði Mussolini, að Italir óskuðu þess ekki að fara i stríð við aðrar þjóðir en 13reta og Frakka, — þjóðir, sem ættu lönd að Italíu eða itölskum nýlendum, og leiddi hann sérstaklega athygli Tyrkja, Grikkja, Jugoslava, Svisslendinga og Egipta að þessu. Sagði Mussolini, að það væri undir þessum þjóðum sjálfum komið, hvór þær lenti í styrjöldimai. I ræðu sinni lýsti Mussolini yfir því, að Italir myndi berjast við hlið Þjóðverja, þar til sigur væri unninn. I ræðu sinni ávarpaöi Mussolini Victor Emanuel, keisara laliu, )g Hitler ríkisleiðtoga Þýskalands, og lauk ræðunni með hvatningarorðum til itölsku þjóðarnmar. Afskapleg fagnaðarlæti dundu við hvað eftir annað meðan ræðan var haldin. Ciano greifi, sem stóð við hlið Mussolini, er hann flutti ræðu sína, boðaði sendiherra Frakklands á sinn fund, i gær kl. 3 eftir Mið-Evróputíma, og las upp fyrir Iionum yfirlýsingu þess efnis, að Italía teldi sig eiga í styrjöld við Frakkland frá og með deginum á morgun, 11. júni að telja. Sendiherrann, Poncet, spurðist fyrir um orsökina, að Italir segði Frökkum strið á hendur, og kvað Ciano greifi orsökina, að Italir vildi standa við skuldbindingar sínar við Þjóðverja. Poncet mótmælti þvi, að Italir væri skuldbundnir til að hjálpa Þjóðver jum, og lýsti jafnframt yfir, að að- staða Bandamanna við Miðjarðarhaf væri öflugri en nokkursstaðar annarstaðar. Sendiherra Breta var síðar kallaður á fund Ciano greifa og lesin yfir honum sams- konar yfirlýsing. í London og París var fregninni um stríðsyfirlýsinguna tekið^-, með ró. I Ankara, höfuðborg Tyrklands, vakti hún undrun, en engan kvíða, og allar fregnir frá Tyrklandi bera með sér, að Tyrkir ætla að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Banda- anönnum. Reynaud forsætisráðherra Frakklands flutti útvarpsræðu, skömmu eftir að Mussolini hafði talað, og gerði grein fyrir af- stöðu Prakka. Hann leiddi rök að því, að Bandamenn hefði altaf verið reiðubúnir til þess að ræða öll ágreiningsmál við ítali frið- samlega, en þeir daufheyrst við. Reynaud sagði m. a. að franska þjóðin hefði altaf sýnt mestan stórhug á örlagaríkustu stund- um sínum, mesta einingu og þá ávalt lagt fram alla krafta sína, og svo myndi verða nú. Frakkland verður aldrei sigrað, sagði Reynaud. , MEGN ANDÚÐ GEGN ÍTÖLUM UM GERVALT BRETLAND. Um gervalt Bretland, þar - en ALT í ÓVISSU UM HVAB ITALIB HEFJA ÁBÁSIB. Þegar þetta er símað, er enn alt i óvissu um, hvar Italir muni hefja árásir sínar, og snemma í morgun voru menn í jafnmikilli óvissu um þetta í Bómaborg sem annarstaðar. Ekkert hafði þá verið birt, sem gaf neitt til kynna i þessu efni. En menn hallast frekast að því, að Italir muni ætla að byrja raunverulega þátttöku sína í styrjöldinni með árás á Nizza, Korsíku, Gibraltar eða Djibouti í Franska Somalilandi, eða jafavel á alla þessa staði. sem ítalir eru búsettir, þeir eru fjölmennir i mörgum breskum borgum, — hefir megn andúð verið látin i ljós gegn ítölum. Æstur múgur hef- ir farið i „herferð" gegn itölsk- um veitingastofum og sölubúð- um og brotið rúður i gluggum. — Sérstakar varnarsveitir hafa verið skipulagðar til þess að halda múgnum í skefjum. I itölsku hverfunum i London, Manchester, Glasgow, Edin- borg, Belfast og Liverpool, og mörgum öðrum borgum, eru ítalskir menn handteknir. Þeg- ar hafa verið handteknir um 700 manns. — I Soho, — Itala- hverfinu í London, — voru 50 menn handteknir, eftir að bar- ist hafði verið á götunum með skotvopnum, flöskum og öðru, er handbært var. Einn lög- regluþjónn særðist og var flutt- ur i sjúkrahús. Einna alvarleg- astar óeirðir urðu í Edinborg, þar sem múgurinn réðst á lög- regluna, sem varði ítali. Hjálm um var svift af höfðum lög- reglumannanna og þeir hart leiknir, sumir. Þegar verið var að handtaka Itali þar i borg, safnaðist múgur manns kring- um lögreglubilana og vildu ná Itölum úr höndum lögreglunn- ar. Um 100 menn voru hand- teknir. Voru gerð óp mikil að ítölum og að lokum söng múg- urinn „God save the King". Ræða Duff-Cooper. í Bretlandi flutti Duff-Coop- er - upplýsingamálaráðherra harðorða ræðu um framkomu Itala. Fordæmdi hann fram- komu þeirra og sagði, að Musso- lini hefði komið fram sem heig- ull, er hann notaði tækifærið, er Bandamenn ætti erfiðast, til þess að segja þeim stríð á hend- ur. Sagði hann að slííc fram- koma væri sem rýtingsstunga i bak vinveittrar þjóðar. Duff- Cooper virtist ekki óttast, að að- staða Bandamanna versnaði vegna þátttöku ítala í styrjöld- inni, og sagði hann, eins og Reynaud, að Bandamenn hefði verið við þvi búnir, að ítalir tæki þetta skref. Duff-Cooper fór háðulegum. orðum um ítali sem hernaðarþjóð, — þeir hefði aldrei sigrað i striði hjálpar- laust — nema gegn hinni vopn- lausu Abessiniuþjóð. . Duff-Cooper gerði einnig að umtalsefni, eins og'Hugh Dat- ton viðskiftamálaráðherra Bret- lands, er einnig flutti ræðu, að aðstaða Bandamanna til þess að skerpa hafnbannið batnaði að miklum mun, vegna þátttöku ítaliu. Hafa Þjóðverjar stöðugt íengið talsvert af vörum og af- urðum frá Italiu. Þá leiddi Hugh Dalton athygli að þvi, að aðstaða Itala í styrjöld hlýtur að verða hin erfiðasta, þar sem, þá skortir öll nauðsynleg hrá- efni, sem nauðsynleg eru þjóð, sem á í styrjöld. Að vísu hafa ítalir birgt sig upp eftir mætti, en ef styrjöldin dregst á lang- inn, gengur fljótlega á þær birgðir, og engin aðstaða til að endurnýja þær. Hann lagði áherslu á eftirfar- andi: 1. Italía fer ekki i stríðið til þess að verja heiður eða veiga- mikil hagsmunamál sín, heldur er þjóðin rekin út í stríð af valdaklíku, sem hugsar um, það eitt að vernda aðstöðu sína og flokksins. 2. Bandamenn voru reiðu- búnir að semja um öll ágrein- ingsmál við Itali, enda var ekk- ert þeirra svo þýðingarmikið, að það réttlætti það að ítalía færi í stríðið. 3. Að hinu leytinu koma hagsmunir Itala í bága við heimsyfirráðastefnu Þjóðverja. Þýsk yfirráð i Evrópu myndu hafa í för með sér yfirráð Þjóð- verja yfir Miðjarðarhafi og löndum að því, og er enginn vandi að ímynda sér, að ítalia myndi þar brátt skipa óæðra sess . 4. England og Italía hafa ald- rei áður átt í striði. Vinátta þeirra bygðist að miklu leyti á sameiginlegum hagsmunum, þ. e. að tryggja sig gegn yfirgangi Þjóðverja. 5. Stríðsyfirlýsing ítala þýðir ekki annað en það, að Italir berjast nú sem málaliðar Hitl- ers fyrir stækkun ^þýska ríkis- ins. Sigur Hitlers verður ægi- legri fyrir Itali en nokkurntíma ósigur þeirra sjálfra, ekki ein- ungis vegna þeirrar hættu, sem þeim stafar af yfirráðastefnu Hitlers, heldur engu síður vegna þeirra ofsókna, sem hink iieiðnu nazistar beita alla kristna menn, einkum kaþólska. 6. Bretum er það mjög á móli skapi að þurfa að berjast við ítölsku þjóðina í ófriði, sem fasislastjórnin hefir neytt hana út í. En Þýskaland verðum við að sigra, og meðan Italir fylla flokk þeirra, verðum vér að berjast við þá líka. 7. Stríðið verður langt, nema hið óvænta skeði, að Þýskaland heykist i sókn sinni i Frakk- landi. Það verður háð, eins og Mr. Churchill sagði í gær, á landi, í lofti og á sjó, þar til þýsku hættunni hefir verið létt af Evrópu. Italía getur þvi ekki unnið auðkeyptan sigur, heldur verður hún að leggja á sig mikl- ar og stöðugar fórnir — fyrir Þjóðverja. Roosevelts. Boosevelt Bandarikjaforseti flutti ræðu í gærkveldi, sem boðað hafði verið, og hann var eigi síður harðorður en Duff- Cooper, þvi að hann sagði, að Mussolini hefði reldð rýting i bak nágrannaþjóð sinni. Boosevelt , kvað Bandaríkja- mönnum skylt að styðja Banda- menn eftir megni i baráttunni gegn ofbeldinu og veita þeim aðgang að auðlindum sinum, en jafnframt j'iði Bandaríkjaþjóð- in að búa sig sem best undir það, sem gerast kynni. Boose- velt gerði allitarlega grein fyrir viðleitni Bandaríkjastjórnar að koma i veg fyrir að styrjöldin breiddist út. Ræða Roosevelts var flutt í Charlottesville Virginia. Hann fór þeim orðum um baráttu Bandamanna gegn ofbeldinu, að hún væri aðdáunarverð. Hann sagði, að liann hefði leitt Mussolini fyrir sjónir, að það væri skoðun Bandaríkjastjórn- ar og Bandaríkjaþjóðarinnar, að ef styrjöldin breiddist út til Miðjarðarhafs, kynni afleiðing- in að verða sú, að styrjöldin bréiddist énn frekara út, og engin gæti sagt fyrir um hvert leikurinn kynni að berast. Hann kvaðst hafa lýst yfir þvi, að hann væri fús til þess að fara fram á það við aðrar þjóðir, að ef ítalir tæki ekki þátt i styrj- öldinni. gæfi þær yfirlýsingu þess efnis, að ítalir skyldi fá sæti við samningaborðið, er gengið yrði til friðarsamninga, að „rödd Italíu skyldi verða heyrð, eins og þeir hefði tekið þátt í styrjöldinni." Til allrar ógæfu daufheyrðist MussoHni við þessu tilboði. „Á þessum degi, — 10. júni 1940 — hefir höndin, sem hélt um rýtingsskaftið, stungið rýt- ingnum í hönd nágranna sins." Gömul ummæli Mussolinis um Þjóðverja. I sambandi við stríðsyfirlýs- ingu Mussolinis birta mörg bresk og frönsk blöð útdrátt úr ræðu þeirri, er hann hélt i Bol- ogna 24. maí 1918: „Ef Þýskaland vinnur striðið, verðum vér að þola hina ægi- legustu kúgun og eyðileggingu. Þjóðverjinn hefir ekki breytst, Frh. á bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.