Vísir - 12.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 12.06.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristj án Guðiaug sson Skrifstofur Félagspi "entsmiðjan (3- hæð). 30. ár. Ritstjóri . 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar , ¦ 1660 - Gjaldkeri S linur Afgreiðsla j Reykjavík, miðvikudaginn 12. júní 1940. 133. tbl. Úrslitaorustan um Paris stendur yfir í dag Þjóðverjar sækja fram til Le Havre og Cherbourg, til þess að rjúfa samband Breta og Frakka. Reims reyna þeir einnig að umkringja. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. íí^4 amkvæml fregnum frá París í gær eru allar hernaðarlega mikilvægar stöðvar ;'i w^É bardagasvæðinu enn í höndum Bandamanna. Hvert einasta þorp milli vig- stöðvanna er nú ramgert virki, segir í þessum fregnum. Flóttamannastraum- urinn frá París heldur áfram, en íbúarnir, sem eftir eru, eru rólegir, þrátt fyrir það, að undirbúningur sé hafinn til þess að verja borgina götu fyrir götu. Herstjórnin í París hefir fyrirskipað að allir íbúar 17 ára og yngri skuli hverfa á brott úr borginni þegar í stað, svo og aðrir að undanteknum þeim sem eru á herskyldu- aldri, eða falið hefir verið að gegna þar sérstökumstörfum,eðahafafengið undanþágu. Bankarnir í París eru teknir til starfa annarsstaðar. — Þjóðverjar halda áfram sókn sinni fyrir norðaustan og norðvestan París. Við Ourcq- fljótið hittu Þjóðverjar að eins fyrir hersveitir, sem vörðu undanhald Frakka, sem hörfuðu undan á þessum slóðum. Þá er tilkynt,aðÞjóðverjarhaldiáframtilraunum til þess að umkringja Rheims. Sækir herlið þeirra fram i dölunum, sem kendir eru við Ardre og Vesle. Ennfremur segir í tilkynningum Frakka, að Þjóðverjar hafi gert til- raunir til þess að legg.ja flotbrýr yfir Signu milli Rouen og Vernon. Flugherir Breta og Frakka hafa verið í stöðugri sókn og eyðilagt f jölda margar brýr fyrir Þjóðverjum. Franskar flotaflugvélar hafa gert árás á Heinkelflugvélaverksmiðjurnar í Rostock við Eystrasalt. Einnig hafa franskar flugvélar gert árás á hernaðarstaði við Mann- heim, Frankfurt og víðar. Breskar sprengjuflugvélar gera árásir á hernaðarstaði í Vest- ur-Þýskalandi á hverri nóttu. Framsókn Þjóðverja í Norð- ur-Frakklandi vekur hina mestu athygli um allan heim og er nú svo að sjá, sem bardag- arnir standi fyrir dyrum París- arborgar. Þjóðverjar fraih- fylgja nú hernaðaráætlun Schlieffens herforingja til hins ítrasta, en árið 1914 hvarflaði Moltke greifi frá henni og voru það talin stórvægileg mistök af hernaðarsérfræðingum síðar. "Schlieffen hershöfðingi dó nokkrum árum fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar, og er •sagt að siðasta ráðlegging hans á banabeðnum, til Þjóðverja, hafi verið: „Munið að gera hægri arminn sterkan." Árið 1914 komst þýski herinn aldrei að Ermarsundi og gat aldrei rofið fult samstarf Breta og Frakka. Nú hafa þeir flestar þýðingarmestu borgir við Erm- arsund á valdi sinu, en aðrar eru stöðugt undir kúlnaregni og loftárásir á þær gerðar til þess að torvelda flutninga og aðstoð Breta. við Frakka. Telja Þjóð- verjar að þeir muni á þennan hátt mola alla andstöðu Banda- manna og innan skamms muni allar hafnir við Ermarsund vera i þeirra höndum. Við Rouen sækir fram 40 þús. manna her til Le Havre og Cher- bourg, og ennfremur her með ströndinni að norðan. Þjóðverj- ar halda því fram, að þeir hafi brotið andstöðu Frakka við Soissons á bak aftur, og hafið hraða sókn beint til Parísar, og hafi þeir i gær náð fram til Marne, og farið yfir fljótið á nokkrum stöðum. Sé þýski her- inn nú í 20 mílna fjarlægð frá París. Sókninni haga Þjóðverjar þannig, að fremst fara vélaher- sveitir þeirra og skriðdrekar, þá fótgöngulið með vélknúin her- gögn, en þétt á eftir fylgir aðal- herinn, en loftherinn styður framsóknina. Telja Þjóðverjar að her Frakka eigi nú i miklum erfiðleikum, — miklu meiri en nokkuru sinni 1914, — en það stafi af því, að nú reyni gífur- lega á vörn þeirra miðja, en armar hersins geti ekki komið þeirri vörn til aðstoðar eins og 1914, með því að sótt sé fast fram á öllum vígstöðvum. Þá gei-a Þjóðverjar mikið úr þeim óróa, sem sé í París, og telja ekki ósennilegt, að þar brjótist út uppreist skjótlega vegna 'æsinganna, þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir og víg- girðingar á vegum og i þorpum, sem liggja í nánd við París, hefjist úrslitahríðin um borg- ina innan skamms. Að vestan telja Þjóðverjar sig" hafa brotist yfir Signu á mörgum stöðum og sæki her- deildir þeirra þar einnig fram í áttina til Parísar. Stöðugum loftárásum hefir verið haldið uppi á Cherbourg og aðrar hafnarborgir, sem enn eru á valdi Bandamanna, og á skip, sem flutningum halda uppi. Kveður þýska herstjómin að árásunum hafi aðallega ver- ið beint að vörubirgðastöðvum, flutningabrautum og bensín- birgðastöðvum. Vörn Frakka. Vörn frönsku hersveitanna er svo vaskleg og hugrekki her- mannanna svo traust, að engin dæmi munu finnast slíks í sög- unni. Þeir hafa valdið Þjóðverj- um stórkostlegu tjóni með hörðum gagnárásum, og berj- ast um hvern þumlung lands, sem, þeir láta af hendi. Hins- vegar eiga þeir við ofilrefli að etja, með því að þýsku hersveit- irnar eru taldar miklu fjöl- mennari. Meginher Frakka á miðvig- stöðvunum hefir tekið sér stöðu fyrir norðan, norðvestan og norðaustan París, og er búist við, að lokaviðureignin um París hefjist þá og þegar. Menn gera sér hvarvetna ljóst, að það eru örlög Parisarborgar, sem nú er um barist. Flóttinn frá París. Flóttamannastraumurinn er óslitinn frá París og heldur á- fram eftir öllum þjóðvegum, sem liggja frá borginni inn i landið og í suðvestur til strand- arinnar. Öll farartæki hafa ver- ið tekin í notkun, og menn flytja alt það lauslegt með sér, sem nauðsynlegt er og unt er að hafa meðferðis. Er talið, að ein miljón manna hafi þegar yfir- gefið borgina. Hefir mikiil fjöldi þessara manna orðið að leggja af stað fótgangandi, með því öll að farartæki, sem völ var á, hafi verið tekin í þágu flóttafólksins. Þeir, sem enn dvelja eftir i fisiitolir i Bret- Úndanfarnar tvær vikur hefir fiskmarkaður í Bret- landi verið afar óhagstæður. Mörg skip héðan hafa selt fiskinn með stórtapi svo að nemur tugum þúsunda á skip. Verst hefir útkoman verið hjá þeim skipum, sem keypt hafa fiskinn. Hjá tog- urunum, sem sjálfir fiska, hefir tapið verið minna. Ef markaðurinn breytist ekki næstu daga eitthVað til batn- aðar, er sýnilegt, að mörg skip muni hætta fiskflutn- ingum. — Áhættan við þessa flutninga er mjög mikil og er vitanlegt, að skip hafa tap- að 30—35 þús. kr. í einni ferð. TYRKIR BÆRA R SER borginni, er varnarliðið og verkamenn ]>eir, sem i verk- smiðjunum vinna, væntanlega aðallega að hergagnafram- ieiðslu. Breski og franski loftflotinn heldur uppi stöðugum árásum á lið Þjóðvex-ja, og veldur þvi stórkostlegu tjóni. ALT MEÐ KYRRUM KJÖRUM A LANDAMÆRUM FRAKK- LANDS OG ÍTALÍU. Það var tilkynt í París árdeg- is í dag, að Italir hefði ekki enn gert neina árás á landamærum Frakklands og Italíu. Franskar sprengjuflugvélar hafa gert á- rásir á ýmsar hernaðarlegar stöðvar i Norður-ítalíu. v FYRSTA HERNAÐAR- TILKYNNING ÍTALA. Italir hafa enn sem komið er birt að eins eina hernaðartil- kynningu og er þar að eins sagt frá loftárásunum á Malta og lof tbardögum yfir Austur-Libíu. Tyrkir ætla að standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart Bandamönnum. Kn þeir vil ja líka koitia sév vel við Riíssa. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Fregn frá Istambul hermir, að stjórnmálamenn þar hafi lýst yfir því, að Tyrkland muni vissulega standa við allar skuldbind- ingar sínar við Bandamenn, en tyrkneska stjórnin hafi farið að dæmi Breta, og „bíði og sjái hvað setur", eins og sakir standa. Það er leidd athygli að því, að þótt Tyrkir ætli að standa við skuldbindingar sínar, ætli þeir ekki að flana út í neitt. Allar ákvarðanir, tyrknesku stjórnarinnar verða þó teknar með tilliti til þeirra samninga, sem gerðir hafa verið við Breta og Frakka. Það er talið, að Tyrkir bíði átekta, til þess að sjá hvaða af- stöðu Rússar taka, nú þegar ítalir eru komnir í stríðið. Vegna yfirráðanna yfir Dardanellasundi kjósa Tyrkir að hafa sem besta sambúð við Rússa, og vitja Tyrkir fá ákveðnar upplýs- ingar um hvað Russar ætlast fyrir, áður en þeir taka fullnaðar- ákvarðanir. Það var opinberlega tilkynt í Ankara í gærkveldi, að viðskifta- sambandinu milli Tyrklands og ítalíu hafi verið slitið. Viðskifti ítala og Tyrkja voru öll á „clearing"-grundvelli. v '¦¦ ^&^^ N.^^^^^^^f^S^^i: i'::: .JmgM<?- ff I ¦¦¦'''¦ ¦¦¦¦¦ ¦*¦ pl;^ 11 í <98ééi - J Ww-yM 2 f& -^^1 m WS^^^^ÍSísM^SK 'y ..:¦'¦ "'^ . -.,->:•>.: :::' INij \ mKM* > '.¦: .¦ ** :J m> lpp®*Y % ^y^x':-^^ íyWyy- ¦¦ ; ;f f . ;."¦ TYRKIR eru skyldir til að veita Bandamönnum lið, þar sem It- alir hafa farið i stríðið. Myndin sýnir þrjá æðstu menn Tyrkja, þar sem þeir eru staddir á heræfingum: Frá vinstri: Ismet Ino- nu, forseti, Fahreddin Altay, yfirhershöfðingi og dr. Befik Say- dam, forsætisráðherra. Italir hafa gert 8 loftárásir á Malta Bretar telja her þeirra undir þýskri stjórn. EINKASKEYTI FRA UNITED PRESS. — London í morgun. Kanada, Nýja Sjáland, Ástralía og Suður-Afríka eiga nú í styrjöld við ítalíu, og búist er við, að Egiptaland slíti stjórnmála- sambandi við Italíu í dag, og mun þess þá að líkindum skamt að bíða, að Egiptaland taki þátt í styrjöldinni. Það vakti mikla furðu víða um lönd, að Italir skyldi ekki verða fyrstir til árása, er þeir höfðu sagt Bretum og Frökkum stríð á hendur. Það voru Bretar, sem að þessu sinni, urðu fyrstir til árása. I gærkveldi bárust fregnir um það frá aðalbækistöð breska flughersins í Egiptalandi, að breskar Blenheim-sprengju- flugvélar hefði flogið yfir Abessiniu til flugstöðva Itala í ítölsku Austur-Afríku, og valdið þar miklum skemdum. Er talið að tjón- ið sé svo mikið, að það muni hafa lamandi áhrif á lofthernaðar- legar aðgerðir ítala við Rauðahaf fyrst um sinn. Jafnframt var tilkynt, að breskar sprengjuflugvélar hefði gert árásir á flug- stöðvar Itala í austurhluta Libyu, og valdið þar miklum skemd- um á flugvélum á jörðu niðri, en olíugeymar stóðu í ljósum loga að árásinni liðinni. ítalir gerðu loftárás á Malta í gærmorgun snemma og síðar í gær og gærkveldi margar fleiri tilraunir til árása á eyj- una. Bretar segja, að tjón hafi ekki orðið á neinum hernaðar- lega mikilvægum stöðum, en manntjön orðið, m. a. særst konúr og börn, og sprengja hafi eyðilagt sjúkrahús. En það stóð autt. Margar sprengjur féllu i sjóinn. Tvær ítalskar flugvélar voru skotnar niður. Til árása á landi kom ekki í gær, en menn höfðu búist við, að Italir myndi þegar í gær- morgun hefja árásir á landa- mærum Italíu og Frakklands. Italir mistu þegar fyrsta dag styrjaldarinnar 30 skip. Meðal þeirra eru allmörg skip, sem voru stödd í höfnum í löndum Bandamanna, og komust ekki þaðan. Önnur voru hertekin og nokkrum söktu áhafnir skip- anna. Breska flotamálaráðuneytið tilkynti í gær, að tundurdufl- um hefði verið lagt í Feneyja- flóa (inst i Adriahafi), Quar- neroflóa í Adriahafi, — sem borgin Fiume stendur við, — við Albaníustrendur, við vest- urströnd Sikileyjar og hæl og tá ítalíu, við Rhodoseyju i aust- urhluta Miðjarðarhafs, — en þessi eyja er eign Italiu, — og loks meðfram endilöngum Li- bíuströndum. FYRSTA AÐVÖRUN UM LOFTÁRÁS I RÓMABORG. I nótt sem leið var í fyrsta sinni gefin aðvörun um að loft- árás væri í aðsigi. Var það kl. 1.33. Tuttugu minútum síðar voru gefin merki um, að hætt- an væri liðin hjá. Öll ljós voru slökt i borginni. Ekki heyrðist til neinna flugvæla i borginni sjálfri. ítalir tilkynna, að flugvélar þeirra hafi gert loftárásir á Malta og Aden, við innsigling- una til Rauðahafs að austan- verðu. MUSSOLINI TEKUR YFIRHERSTJÓRNINA I SÍNAR HENDUR. Mussolini tilkynti í Róma- borg í gær, að Victor Emmanu- el hefði falið sér yfirherstjórn í styrjöldinni, og eru því æðstu herráð jafnt i landher, fluglier og flota í höndum Mussolini. Stjórn landhersins er i höndum Grazdani, en Badoglio marskálk- ur verður aðstoðarm. Musso- lini. Ennfremur var tilkynt, að Ciano greifi hefði verið skipað- ur majór i flughernum. Sbr. bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.