Vísir - 12.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 12.06.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guölangsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasaia 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Íslandsglíman. Tslandsglíman var að þessn sinni háð innanhúss. Það átti að heita að húsið væri full- skipað. Aðsóknin hefði líklega verið meiri, ef sýndur hefði ver- ið „óvinsæll" gamanleikur í 20. sinn. Samt hafði ekki verið svikist um að auglýsa glímuna. Blöðin höfðu flutt greinar um hana. Helgi Hjörvar liafði minst hennar rækilega í útvarpser- indi. En áhuginn er ekki meiri en þetta, rétt til þess að slétt- fylla Iðnó. Úrslitakepni í knatt- spyrnu dregur að sér margfalt fleiri áhorfendur. Þó er glíman þjóðariþrótt íslendinga. Og það er fjarri þvi, að hún sé í aftur- för. Keppendur voru að þessu sinni fleiri en verið hafa sein- ustu 10 árin. Meðal aðkomu- manna voru bráðefnilegir glímumenn. Tveir kornungir menn, annar úr Vestmannaeyj- um, hinn úr Árnessýslu, báðir beljakar að vexti og burðum, vöktu mikla athygli. Þriðji mað- urinn var norðan úr Mývatns- • sveit, harðsnarpur maður og ágætlega brögðum búinn. Glíman í gærkvöldi var að mörgu leyti ánægjuleg. Hún var fjörugri og fjölbreyttari og léttari en oft hefir verið. Það var glímt af miklu kappi og nokkuð holast, en kyrrstaðan og likamsþyngdin hafa iðuiega ráðið meiri úrslitum en nú. Það mátti sjá mörg hrein og fall- eg brögð og þess varð ekki vart, að tilraunir væri gerðar til að fylgja hrögðum eftir á ódrengi- legan liátt. Það er enginn efi á því, að glímumennirnir sjálfir myndu kjósa, að glímureglur þær, sem nú gilda, væru teknar til ræki- legrar endurskoðunar. Glimu- beltin hafa frá uppSiafi verið mestu ólán. Vinstri handar tak- ið kemur töluvert ofar en var, meðan tekið var í buxnaskálm- ina, og hægri handar takíð verð- ur miklu fastara. Við þetta lief- ir „þyngdarpunkturinn“ hreyfst og það er enginn efi á þvi, að sum skæðustu brögðin, t. d. mjaðmarhnykkur, hafa horf- ið úr sögunni, vegna þessarar breytingar. Helgi Hjörvar sagði frá því í útvarpserindi sínu, að suður í Sviss hefði hann séð auglýs- ingu um fataefni og hefði því verið talið það til gildis, að það væri notað af keppendum í glímu, sem hann taldi að mjög líktist íslensku glímunni. Væri ekki rétt af Sigurjóni á Álafossi, að prófa hvort ekki væri hægt að búa til svo sterkt islenskt buxnaefni, að það þyldi allar sviftingar í kappglímu, taka svo aftur upp „buxnatökin“ og kasta glímubeltunum fyrir fult og alt. Þá er ekki vanþörf á að end- urskoða byltureglumar. Það er áreiðanlega eldki í samræmi við eðli íslenskrar glímu, að maður detti margsinnis, áður en hann er dæmdur fallinn. En þær byltureglur, sem nú gilda, valda þvi, að freisting er að fylgja brögðum hastarlegar eftir, en holt er. Loks verður það aldrei of- brýnt fyrir mönnum, að það má 70-90 liús. krónur þarf til ai koma fátækuni bðroum ti sumar dvalar í sveit 900 börnum þarí að koma fyrir. Frá því er Bretar fluttu herlið hingað til lands, hefir Rauði Kross íslands og Barnaverndarráð starfað saman að því, að koma börnum héðan úr bænum til sumardvalar á sveitaheimil- um, og í gær var fréttariturum blaða og útvarps boðið á fund framkvæmdastjórnar félaganna og þeim gefin skýrsla um starf hennar undanfamar vikur. ekki sjást, að glímumaður standi nokkurntima kyr. Ivepp- endurnir eiga að vera á stöð- ugri Iireyfingu og glíma laust á milli bragða. Um leið og bragð er lagt er hverjum levfilegt að neyta allrar þejrrar orku, sem hann á yfir að ráða. Það hefir verið altof dauft yfir glímunni á seinni árum. Hún hefir verið fábreytt og luraleg. Það er enginn efi á því, að við eigum fjölda af ágætum glímumönnum, en þeir fá ekki notið sín til hlítar, nema glimu- reglunum verði breytt. Og það er enginn efi á því, að það á að breyta þeim þannig, að glím- an nái aflur sinni gömlu mynd. Þessi þjóðaríþrótt liafði geymst hér öld fram af öld. Það er rétt og skylt, að þær glímureglur, sem venjan hafði skapað, fái fulla viðurkenningu. a Skemtiför Heimdallar. Um næstu Iielgi fer félag ungra sjálfstæðismanna, Heim- dallur, til Þingvalla og verður lagt af slað héðan úr bænum kl. 3 á laugardaginn. Klukkan () sama dag, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, ræðu að Lögbergi, en um kvöldið verður efnt til kynning- arkvölds og skemtir meðal ann- ars Lárus Ingólfsson, skopleik- ari. Síðan verður dansað fram á nótt, og annast hljómsveit, undir stjórn Bjarna Þórðarson- ar undirleik. Á sunnudag kl. 2 verða Þingvellir skoðaðir undir leiðsögn Benedikts Sveinssonar, bókavarðar, en að öðru leyti geta þátttakendur skemt sér eft- ír eigin vild. Það skal tekið fram, að þeim, sem vilja liggja í tjöldum yfir nóttina, verður séð fyrir tjald- stæðum, sem kosta kr. 1,00, en fargjöld og gisting i Valhöll hefir fengist með sérstaklega góðum kjörum,, en gistingu verða menn að tryggja sér a fimtudag og föstudag kl. 5—8 e. h. á afgreiðslu Morgunblaðsins. Sanxeiginlegt borðhald verður fyrir þá, sem gista á Þingvöll- um, kl. 7% á laugardag og kl. 12 á sunnudag. Bátar verða til afnota á vatninu. Eflaust má búast við mikilli þátttöku í þess- ari Þingvallaför Heimdallar, enda er hún öllum Sjálfstæðis- mönnum heimil, en þess er vænst, að Heimdellingar fjöl- menni. K.R. og Valur (meistaraflokkur) á föstudag. Khattsþýrnukappléikur verð- ur háður næstkomandi föstu- dagskvold kl. 9 á íþróttavellin- um, miHi hinna góðkunnu og vinsælu knattspyrnufélaga K.R. og Vals í meistaraflokki. Allur ágóðinn af þessum kappleik gengur til starfsemi Í.S.Í., og er þess vænst, að allir velunnarar íþróttanna komi suður á völl og styrki gott málefni, um leið og þeir njóta góðrar skemtunar þessara góðu knattspyrnufé- !aga- A!jfll Reykjavíkurmótin. Úrslit fyrri um- ferðar í 1. flokki. ý rslitaleikirnir í fyrri umferð fyrsta flokks í Reykjavík- urmótinu fer fram annað kveld og keppa fyrst Valur og Víking- ur og strax á eftir Fram og K.R. Eins og nú standa sakir eru K.R.-ingar hæstir, hafa 4 st., en Tildrög. Á skólanefndarfundi er liald- inn var liér í bænum 2—3 dög- um eftir að breska herliðið var sett á land, þótti sýnt að skóla- Iialdi yrði ekki haldið áfram. Jafnframt varð ekki komist hjá að beina athygli að þeirri hættu, sem börnin voru í, ekki að eins af loftárásum, heldur algeng slysahætta sem orsakast af forvitni barna og nærgöngulli framkomu þeirra við hermenn- ina. í tilefni af þessu voru kenn- arar barnaskólanna hér í bæ beðnir að fara á heimili harna °g spyrjast fyrir um það, hve mörgum börnum hefði verið reynt að koma fyrir, hvað mörg þeirra liefði vísan dvalarstað og loks hvort fjárhagsaðstæður for- eldra eða aðstandenda gerðu þeim kleyft að koma börnunum í sveit. Tilboð fullnægja ekki þörfinni. Til að létla fyrir störfum kennara og til að vinna úr skýrslum þeirra var sérstök skrifstofa sett á laggirnar. Þá var spurst fyrir um það lijá borgarstjóra og félagsmála- ráðuneyti hvort vænta mætti styrks og aðstoðar af hálfu ríkis og Reykjavíkurbæjar til að koma fátækum börnum í sveit. Hafa vinsamlegar undirtektir fengist hjá báðum þessum aðil- um. í útvarpinu birtist áskorun til allra bænda á vesturhelmingi landsins, eða frá Skagafirði að Skaptafellssýslu að laka börn til sumardvalar. Jafnframt voru oddvitar og sóknarnefndarfor- menn hreppanna skriflega beðn- ir um aðstoð og að taka að sér forystu í því að koma kaupstað- arbörnum fyrir í sveitum. SvÖr komu nökkur simíeiðis, eu heldur var tekið dræmt í þessa málaleitun og viðast talið að fullskipað væri í sveitunum af börnum. Seinna koni áskorun frá for- manni Prestafélags íslands, Ásm. Guðmundssyni próf. og biskupinum yfir íslandi, Sig- urgeir SigUrðssyni, til presta um að leita fyrir sér um dvalar- heimili fyrir börn. Hefir svörum fjölgað nú sið- ustu dagana og málaleitunum þessum sumstaðar verið tekið allvel, t. d. hafa 15 tilboð um Fram og Valur hafa 2 stig hvort félag. Víkingur hefir 0 stig. Síðari umferð fyrsta flokks- ins fer fram í haust. • Úrslitaleikir í fýrri umferð 2. flokks mótsins fóru fram í gær- kveldi og er Valur efstur eftir þessa umferð. Leikirnir í gær fóru svo, að Valur sigraði Fram með 1:0, en K. R. sigraði Víking með 3:0. Valur hefir 6 stig, Fram og K.R. 3 stig hvort, en Víkingur 0 stig. Síðari umferð hjá 2. flokki fer fram í haust. sumardvalir barna komið úr einum hreppi, Hvammshreppi í Ves tur-Skaf taf ellssýslu. Hvað sem þessu líður, hefir þó komið í ljós að tilboðin full- nægja enganveginn þörfinni. Skýrsla kennara. Kennarar bæjarins hafa leitað til 5400 barna og spurst fyrir um það hjá aðstandendum þeirra livort þeir liefði hug á að koma börnum í sveit, eða hvort þeir væru þegar búnir að 'ráðstafa þeim. Fjöldamargir foreldrar voru þegar búnir að koma hörnum sínum fyrir í sveit, t. d. var í austurbæjar-skólahverfinu einu þegar búið að ráðstafa um 1000 börnum til sumardvalar. En samtals voru 891 barn senx enn er óráðstafað á aldrinum frá 4—13 ára, og æskja að komast burt úr bænum. Af 596 börnum geta foreldrar elcki greitt dvalar- kostnað, en aðstandendur 295 barna treysta sér til að standa straum að meira eða minna leyti við ferða- og dvalarkostn- að. Sumir foreldrar eru svo fá- tækir að enda þótt þeir hafi get- að komið börnum sínum ókeyp- is í sveit til sumardvalar, þá treysta þau sér ekki til að fata börnin né kosta ferðir þeirra á ákvörðunarstaðinn af eigin ram- leik. Hvaða ráð eru til að koma þessum börnum í sveit? Fjárhagshliðin er hér örðug- j asti þröskuldur i vegi. Til að , koma þeim 600 fátæku börnum í sveit er vilja komast þangað, en hafa ekki ráð lll þess, þarf a. m. k. 70—90 þús. krónur, til að kosta þau um tveggja mánaða skeið ef miðað er við kr. 2.00- - ' 2.50 kostnað á dag fyrir hvert barn. En hvernig er hægt að afla þessa fjár? Það mun verða reynt að afla þess með skemtunum, merkja- sölu, e. t. v. með happrætti eða þá með sérstaki-i Jónsmessuhá- tíð, sem helguð væri málefninu og ágóðanum varið til stjTktai- börnUnum. Þá er einn möguleikinn að snúa sér til einstakra stofnana, félagsheilda eða einstaklinga um styrk eða frjáls samskot. Þess skal í þessu sambandi getið, að í gær færði maður nokkur framkvæmdastjórninni 1000 krónur að gjöf frá félagi sínu. Loks hafa bæjarsjóður og ríkis- stjóm heitið nokkurum fjár- styrk. En enn þá skortir raun- verulega alt eða mestalt það fé, sem þarf til að koma börnunum út úr bænum og þess vegna verður að heita á alt gott fólk í bænum, máli þessu til stuðnings og skora á það að láta eitthvað af hendi rakna. Framk væmdast jóm. Að velgerðastarfsemi þeirri er að ofan greinir, starfa nú, auk Barnaverndarráðs og Rauða Krossins nokkur önnur félög þ. á. m. eru Húsmæðrafélag Reykjavíkur, Sjálfstæðiskvenna- félagið Ilvöt, verkakvennafélag- ið Framsókn, Kvenfélagið Iveðjan, Mæðrastyrksnefnd, Vorboðinn og Stéttarfélag barnakennara. Hefir livert of- angi-eindra félaga tilnefnt sinn fulltrúa í nefnd sem vinnur að þessum málum, en auk þess hef- ir verið skipuð 3ja manna fram- kvæmdastjórn og skipa hana Þorst. Scheving Tliorstéinsson lyfsali, formaður, en meðstjórn- endur eru Arngx-ímur Kiástjáns- son kennari og Sigurður Thorla- cius skólastjóri.. Íslandsglíman fór fram í gær- kveldi. Íslandsglíman fór fram í Iðnó í gærkveldi í 30. sinn og voru þátttakendur 12. Sigurvegari varð Ingimundur Guðmundsson og er þetta annað árið í röð, sem hann vinrtur titilinn Glímu- kappi íslands. Ingimundur fékk 10 vinninga af ellefu mögulegum. Næstur honum kom Sigurður Brynj- ólfsson (Á.) með 8 vinninga, en þriðji var Kjartan B. Guð- jónsson (Á.) með 7 vinninga. Næstir komu Geirfinnur Þor- láksson (U.M.F.M.) og Skúli Þorleifsson (Á.), hvor með 6 vinninga. Sjötti varð Guðm. Hjálmarsson (Á.) með 5 vinn., 7.—9. urðu Andrés Björnsson (K.V.), Jón Ó. Guðlaugsson (U. M.F.S) og Sig. Guðjónsson (K. V.), 10. varð Kristinn Sigurðs- son (Á.), með einn vinning og Þork. Þorkelsson (Á.) engan vinning. Einn keppandi, Sig. Hallbjörnsson (A.) gekk úr vegna meiðsla. Þá var einnig kept um feg- urðarglímuskjöld Í.S.Í. og hlaut hann nú Kjartan B. Guðjónsson, en þessir hafa unnið hann áð- ur: Sig. Hallhjöi-nsson 1937, Ág. Kristjánsson 1938 og Skúli Þoi’- leifsson 1939. Frásögn af glímunni var út- varpað, en áhoi’fendur voru margir, svo að þeir hafa ekki Ingimundur Guðmundsson verið fleiri síðan 1930, á Alþing- ishátiðinni. Að glímunni lokinni var liald- ið samsæti og voru þar mai'gar ræður haldnar. Magnús Kjaran stórkaupmaður lét þar svo um mælt, að þátttakendur hefði all- ir glímt svo vel, að þeir hefði allir átt skilið að fá fegurðar- glímuverðlaun. @ Fyrsta Íslandsglíman fór fram á Akureyri 20. ág. 1906 og vann þá Ólafur Valdimarsson heltið. Síðan liafa þessir unnið það: 1907 og ’08: Jóh. .Tósefsson. 1909: Guðm. Stefánsson. — Þessi ár fór glíman fram á Ak- ureyri, en liefir síðan farið fram hér í Reykjavík. 1910, Tl, ’12, 13’ og ’14: Sig- urjón Pétui’sson. 1919 og ’20: Tryggvi Gunn- ai’sson. 1921: Hermann Jónasson. 1922, ’23, ’24, ’25 og ’26: Sig. Greipsson. 1927 og ’28: Þorgeir Jónsson. 1929, ’30, ’31, ’32, ’34, ’35 og ’36: Sig. Thorarensen. — Hefir enginn unnið heltið oftar en hann. 1933 og ’38: Lárus Salómons- son. 1937: Skúli Þorleifsson. 1939: Ingim. Guðmundsson. Barnavinafélagið Sumargjöf starfrækir 3 dagheimili í sumar. Steingrímur Arason, formað- ur stjórnar Barnavinafélagsins Sumargjafar, skýrði Vísi svo frá í inorgun, að félagið ætlaði að starfrælcja þrjú dagheimili fyrir börn í sumar, Vesturborg og Grænuborg sem áður, og nýtt daglieiniili sem nefnist Austurborg, og'hefir það aðset- ur í Málleysingjaskólanum. Er þetta í fyrsta skifti, sem félag- ið starfrækir 3 dagheimili. Nýja dagheimilið verður opnað unr miðjan mánuðinn. Börn, sem verða í þessu dagheimili, eiga að koma til skoðunar i Málleys- ingjaskólann næstkomandi laugardag lcl. 10 (Sjá augl. í hlaðinu í dag). Skilyrði í Austurborg verða hin bestu. Þar er meira hús- rými en á hinum stöðunum, malarleikvöllur afgirtur, með í’ólum o. fl., stórt afgirt lún og þriðja svæði, sem einnig er af- girt. Hús eru á þrjá vegu og þvi skjólgott. Sótt hefir verið um upptöku fyrir 90 börn í Vesturborg, á anað hundrað í Grænuhorg og allmargar umsóknir liafa þegar borist um upptöku í dagheim- ilið í Austurborg. Foreldrar, er vilja leoma börnum þangað, ætti að sækja fvrir þau sem allra fyrst. K. I. B. S. Eg var staddur á samsöng þeirra félaga um daginn, og þótti gaman að. Blátt áfram sagt, það var af því, að það var gleði í röddunum, og gleðin er hið berandi afl í tilveru raanna. Það er á allan liált verið að þrýsta að manni hugarþyngsl- unum, ógleðinni og þunglynd- inu og verið að telja manni trú um, að heimurinn sé táradalur, sem er hreinasti misskilningur, þó að hann auðvitað villi herfi- lega á sér deili í því efni i bili. Menn eru nú hér í hæ orðnir mjög kærir að fersöng — kvartetsöng — og mun það lík- lega eiga rót sína að rekja til kunningsskapar manna við hina skemtilegu söngvara „har- monian communists“ eins og ein útvarpsþulan kallaði þá einu sinni hér á árunum, jiegar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.