Vísir - 13.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 13.06.1940, Blaðsíða 1
 Kristj Ritstjóri: án Guðlaug sson Félagsp Skrifstofur rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar > £660 Gjaldkeri 5 Hnur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 13. júní 1940. 134. tbl. Herflutningum Breta ti Frakklands hraOaö eins og herflutningunum frá Dunkerque. Bandamenn ætla að tefla frain óþreyttum liðs- kvcHhiii í lirslitabríðiiiiii nni Paris. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Að því er United Press f regnaði í morgun hefir breska herstjórnin fyrirskipað, að senda skuli alt það herlið sem Bretar geta mist, án þess að tef la eigin land- vörnum í hættu til Frakklands þegar í stað, til þess að aðstoða Frakka til að stemma stigu við framsókn Þjóðverja. Hver einasti hermaður, sem Bretar mega missa, hver cinasti riffill, flugvél, og skriðdreki — verður sent til Frakklands með eins mikl- um hraða og auðið er. Ákvörðun í þessu ef íi mun hafa verið tekin á f undi þeim, sem haldinn var í Frakklandi í gær, en hann sátu af Breta hálf u Winston Churchill f orsæt- isráðherra, Anthony Eden hermálaráðherra og Dill herforingi, yfirmaður herforingja- ráðsins breska, en af Frakka hálfu Reynau1 forsætisráðherra, Petain vara-forsætisráð- herra og marskálkur og Weygand yfirherforingi. Það er talið, að Weygand yf irherf oringi haf i f yrirskipað Frökkum að veita sem öf 1- ugast viðnám og hörfa að eins undan fet fyrir f et og aldrei án þess að berjast, til þess að það dragist sem lengst, að til höf uðátak nna komi sem sennilega verður að kalla við hlið Parísar. Hersveitir Bandamanna eru að sjálfsögðu, eigi síður en hersveitir Þjóð- verja, farnar að þreytast, og fyrir Weygand vakir að tefla fram óþreyttum hersveitum, þegar til loka-átakanna kemur um París. Er því afar mikilvægt, að fá sem mannflest lið f rá Bretlandi, áður en til þeirra kemur. Hér kemur og til greina, að varnarlínurn- ar haf a lengst. En sú skoðun er ríkjandi, að það muni ekki dragast lengi, að til lokabardaga komi um París — sennilega næstu 72 klukkustundir og sést af því hversu knýjandi nauðsyn það er, að hraða herflutningum frá Bretlandi sem mest. Þjóðverjar hafa nú haldið uppi ákafri sókn í liðlega hálfan mánuð og hersveitir þeirra enga hvíld fengið. Þeir leggja alla áherslu á, að knýja fram úrslit nú og taka París, og þrátt fyrir það hversu mjög hefir mætt á Þjóðverjum búast menn við að þeir muni þá og þegar herða sóknina enn meira og ef til vill á öðrum hlutum vígstöðvanna, en nú er mest barist til þess að dreifa herstyrk Frakka. Bandamenn gera sér hinsvegar vonir xim — með auknum liðsstyrk Breta og því herliði Frakka, sem þeir hafa ekki enn teflt fram, að geta hafið öfluga gagnsókn, til þess að aðstaðan breytist þeim í hag, eins og eftir gagnsókn ina í september 1914. Það er búist við, að Winston Churchill forsætisráðherra geri horfurnar að umtalsefni í ræðu í neðri málstofunni. Churchill fór loftleiðis til Frakklands á fundinn, sem fyrr var að vikið, og kom loftleiðis heim aftur. Á fundinum mun hafa verið sérstaklega rætt um að sameina enn betur herafla Breta og Frakka. Á fundinum héldu full- trúar Frakka því fram, að því er ætlað er, að mikilvægast af öllu væri, að Bretar sendi sem allra mest af f lugher sínum til Frakk- lands, en landher einnig eins og unt væri. Það er jafnvel komist svo að orði, að Frakkar hafi sent bresku stjórninni neyðarskeyti (SOS), þess efnis, að senda yrði aukinn flugher tilþess að bjarga Frakklandi. Hafa Bretar brugð- ist hið besta við og senda mikinn fjölda flugvéla til Frakklands. Á vigstöðvunum í Frakklandi var barist af miklum móSi í gær hvarvetna, nema á Meuse- vígstöðvunum. í tilkynningum Frakka i gær var sagt, að Frakkar hefði gert gagnáhlaup á vesturhluta vigstöSvanna, til þess að hrekja ÞjóSverja aftur yfir Signu, milli Rouen og Yer- non. En Þjóðverjar segjast vera i stöðugri sókn á þessum slóS- um, og miða að því að komast súSur fyrir París. Fyrir norSan Paris hafa staSiS harSir bar- dagar og hafa Frakkar hörfað undan til fyrirfram ákveSinna vígstöSva. ÞjóSverjar hafa komist yfir Marne hjá Chateau Thierry, og viS Rheims standa enn hinir hörSustu bardagar. aiiir fyrlr nrðu Parls í tilkynningum Frakka i dag er því lialdið fram, aS íítil breyting hafi orSiS á vigstöSv- unura, en orustur standi yfir hvarvetna á allri víglínunni. í franska útyarpinu i gær var sagt, aS nú væri „stund Frakka að nálgast". Er þetta skiliS svo sem hermálastjórnin gerSi sér vonir um, aS aðstaSan myndi nú fara að breytast þeim í vil. þrátt fyrir, aS ekki hefir dregiS úr tilraunum ÞjóSverja til þess að sækja fram, og aS þeim hef- ir orSiS talsvert ágengt á sum- um hlutum vígstöSvanna, t. d. á vesturhlutanum,, þar sem þeir hafa króað inni nokkurn hluta bresku hersveitanna, sem vörS- ust meS Frökkum og er þaS viS- urkent í breskri tilkynningu, aS aSeins iiafi tekist aS koma nokkurum hluta þeirra undan, frá sjávarþorpi einu fyrir sunn- an Dieppe. Var herliSið flutt til annars staSar í Frakklandi. Hinn hlutann munu Þjóðverjar hafa tekið til fanga. ÞjóSverjar hafa gert ný áhlaup norSaustur af París, en næst París hafa þeir komist um 17 milum enskar, því að talsmaSur hermálastjórn- arinnar sagSi í dag árdegis, aS Frakkar hefSi byrjaS gagnsókn 17 mílur norSur af Paris og hefSi frönsku hersveitirnar sótt fram 5 mílur. Vélahersveitir ÞjóSverja eru sagSar sækja fram milli Rouen og Le Havre. ViS Rheims beggja megin eru harSar orust- ur háSar, en ekki hefir verið staSfest i Frakklandi, aS R-heims sé í höndum ÞjóSverja. Spánverjar hlutlausir áfram. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Fregn frá Madrid hermir, að í dag verSi birt opinber tilkynn- ing, undirskrifuS af Franco, varSandi MiSjarSarhafsstyrj- öldina. Tilkynning þessi hefir veriS samþykt á fundi spönsku stjórnarinnar og skýrir frá af- stöSu hennar, vegna þátttöku Itala í styrjöldinni. Spanskra stjórnin kvaS lýsa yfir þvi i tilkynningu þessari, aS Spánn verSi ekki aSili í yfir- standandi styrjöld. 99 OintivepsstadaF í Frakklandi" Myndin sýnir franska hermenn á reBhjólum og birgSaflutningavagna á leiS til vigstöSvanna „einhversstaðar i Frakldandi". Miðjarðarhafs Eeix sem komið er ad eins átök í lofti. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. 1 Miðjarðarhafsstyrjöldinni hefir ekki komið til bardaga á landi, enn sem. komið er. Breskar flugvélar gerðu loftárás í gær á Turin og Genúa og breskar flugvélar, frá Egiptalandi, gerðu árás á herskip ttala í Marsa Tobrouk á Lybiuströnd í gær, og flugstöðina þar. Loftárásin gekk Bretum mjög að óskum, því að flugmennirnir hæfðu ítalskt orustuskip og tvo kafbáta, sem lágu við bryggju, og kviknaði í þessum þremur skipum. Orustuskip- inu, sem er gamalt, var hleypt á land, og kom upp mikill eldur í því. Einnig varð tjón á hafnargörðum. ítölsk flugvél var skotin niður og önnur skemdist. Flugvélar Suður-Afríku- manna, sem hafa bækistöðvar í Kenfa, flugu yfir Abessiníu, og gerðu árásir á hernaðár- stöðvar Itala. Italir gerðu lotárás á Aden við innsiglinguna til RauSahafs, en hún mishepnaSist. Flestar sprengikúlurnar fóru í sjóinn eSa komu niður á klettum vitan borgarinnar. ítalir hafa nú alls mist 31 sldp, þar af söktu áhafnirnar þremur. Italir hafa sprengt í loft upp brú eina á landamærum Italíu og Frakklands og segir i breskri tilkynningu, aS svo líti út, sem ítalir búist viS árás, frekar en aS þeir ætli aS hefja árás. Bresku blöSin vitna enn i um- mæli Mussolini frá fyrri tímum og bera þau saman viS orS hans, þegar hann lýsti stríði á hendur bandamönnum: „Engin þjóS er mikil, sem ekki virSir samninga." SkoSa blöSin þessi ummæli i ljósi þeirra loforSa, sem hann gaf nágrönnum sínum, Sviss, Júgóslavíu, Tyi*klandi, Egypta- landi og Grikklandi í sömu ræSu, þess efnis, aS hann ætlaSi sér ekki aS draga þau lönd inn í ófriSinn. Er á þá bent i þessu sambandi, aS Mussohni tók aS sér aS vernda Austurríki gegn þýskri innrás, hann gerSi vin- áttusamning viS Abbesiniu og lýsti i f jölmörgum ræSum hinni innilegu vináttu, sem hann bæri í brjósti til Albaníu. Eru blöðin yfirleitt sammála um, að þó að Mussolini hafi ekki brotið eins marga samninga og Hitler, þá muni öllum þjóðum það hollast að leggja ekkert upp úr loforðum hans, sem séu, eins og loforS og samningar Hitlers, ekki annaS en skjól fyrir hinar raunverulegu fyrirætlanir hans. ÞaS komi því úr hörSustu átt, þegar Mussohni setji upp dýr- lingssvip og þykist ákveSinn í því aS virSa alla samninga. stöðu Tyrkja. í London eru menn þein-ar skoðunar, að Tyrkir muni standa viS allar skuldbindingar sínar viS Banda- menn. Tyrkir eru þó ekki skuld- bundnir til þess að fara í stríð með Bandamönnum, vegna stríðsyfirlýsingar ítala. Og eins og kom fram hjá Mussolini, er hann flutti ræðu sína af svölum Feneyjahallar, kýs hann ekki stríð við Tyrkland. Hvað oera Egiptar? Það eru taldar meiri líkur til aS Egiptar verSi fyrri til en Tyrkir aS fara í stríðið, vegna hinhar nánu sanwinnu þeirra við Bretland, og liættán er lika meiri, vegna þess að Bretar hafa hernaðarstöðvar, flota- og flug- stöðvar og mikið setuliS i Egiptalandi. Egiptar hafa slit- iS stjórnmájasambandi viS Italíu og hefir þingið samþykt þá ráðstöfun stjórnarinnar. Ef Egiptar fara í stríðið, minka líkurnar fyrir því, að Tyrkir sitji hjá. Bresk blöð segja, að stríðs- yfirlýsing ítala hafi vakið mikla gremju og fyrirlitningu meðal arabiskra manna hvarvetna í Austurlöndum. Stjórnandi Bretlands? Tyrkir hika. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Fregh frá Istanbul hermir, að blöðin skýri fná því, að stjórnin hafi ákveðið að bíða átekta eins og sakir standa, og sjá hverju fram vindur, en Tyrkir hafi sömu samúð með Bandamönn- um og áður. Tyrkneska stjórnin kom sam- an á fund síðdegis i dag og er búist við, að hún ræði afstöðuna til Bandamanna og Rússa. Eins °g þegar hefir verið vikiS aS í skeytum, hafa Tyrkir kosiS aS fara sér aS engu óðslega, þar til þeim verði kunnugt hvaða af- stöðu Rússar taka til styrjaldar- innar við Miðjarðarhaf. — Að loknum stjórnarfundinUm verð- ur birt tilkynning, sem menn ætla aS varpi skýrara ljósi á af- LundúnablaSiS Sunday Chron- icle skýrSi frá því í vetur, að Hitler væri þegar búinn að velja þann, sem vera ætti „Gauleiter", þ.e. fara með stjórn á Bretlandi, þegar búið væri að brjóta Bandamenn á bak aftur. Kvað blaðið þetta vera Ernst Wilhelm Bohle, sem hefir eftirlit með fé- lögum Þjóðverja í öðrum lönd- um. Birtist hér mynd af Bohle.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.