Vísir - 14.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 14.06.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristj án Guðlaug sson Skriístofur Félagsp rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 14. júní 1940. 135. tbl. ÞÝSKUR HER KOMINN INN ÍPARÍS **$**.. C.jf1 Alt með kyrrum kjörum í borg?iiini. Reynaud fluíli iitvappsræðii í gærkveldi ©g bar fram hinstii beiðni til Bandaríkjamanna um aukinnjstuðning. llretar endnrnýja öll sín loforð við Frakka. Banda- uieiiii halda síríöiim áfram þrátt f yrir uppgjöf Parisar EINKASKEYTI frá United Press, London í morgun. Þjóðverjar fóru með her sinn inn i Parísarborg í gærkveldi. Bullit, sendiherra Bandaríkjanna í París, en hann heldur kyrru fyrir, sendi ríkisstjórn sinni til- kynningu um þetta síðastliðna nótt, fyrir milligöngu Biddle, sendiherra við pólsku stjórnina í Tours, og hljóðaði skeyti Bullitts svo: „Þýski herinn hefir f arið inn um borgarhlið Parísar." Það var kunnugt síðdegis í gær, að Frakkar höf ðu hætt við að verja Parísarborg. Her- Ing herf oringi, yfirmaður setuliðsins í París, hélt á brott með her sinn, en við tók Dertz herforingi, en hann hefir að eins lögregluliði yfir að ráða. Tilkynningar voru festar upp um borgina þess efnis, að því hefði verið lýst yfir, að París væri varnarlaus borg, og yrði undir öllum kringumstæðum séð fyrir öryggi borgaranna, nægum matvælum <o. s. f rv. Það er talið, að Frakkar hafi tekið þessa ákvörðun til þess að bjarga hinni fögru höf- uðborg sinni frá eyðileggingu. 1 gær var tilkynt í París, að Frakkar hefði byrjað gagnsókn fyrir norðan París og Frakkar sótt fram 5 mílur enskar. 1 síðari tilkynningum er ekki minst á þetta, en viðurkent, að Þjóðverjar héldi áfram sókn sinni á öllum vígstöðvunum og hefði.þeir sent fram samtals um 100 herfylki eða tvær miljónir manna. Væri sókn af þeirra hálfu hvarvetna frá sjó (Le Havre) til Meusefljóts. Sagt var í tilkynningum Frakka, að ákafir baragar stæði við Senlis fyrir norðan París, og Þjóðverjar hefði sótt frekara fram hjá Chateau Thierry, ennfremur við Reims, og er augljóst af tilk., að Reims er í höndum Þjóðverja, eins og þeir höfðu sjálfir tilkynt þegar í gær. Voru hersveitir Þjóðverja komn- ar til Chalons sur Marne um 25 enskar mílur frá París í gær. 1 gær var birt orðsending, sem Reynaud forsætisráðherra Frakklands sendi Roosevelt Bandaríkjaforseta þ. 10. júní s. 1., daginn, sem Italía sagði Bretlandi og Frakklandi stríð á hendur. 1 orðsendingunni sagði Reynaud, að óvinaherinn væri við hlið Parísar, en Frakkar myndu berjast fyrir norðan París og fyrir sunnan borgina, og gaf þá þegar í skyn, að París sjálf myndi ekki verða varin, en þó bjuggust menn við því fram á síðustu stund, að borgin yrði varin götu fyrir götu. 1 orðsendingu Rey- nauds var ennfremur svo að orði komist, að Italir hefði þennan dag (10. júní) ráðist að baki Frökkum. Bað Reynaud Roosevelt að lýsa yfir því opinberlega, að Bandaríkin veitti Bandamönn- um fullan stuðning, að því einu undanteknu, að þau sendi ekki her til Frakklands. Reynaud bað forsetann að lýsa yfir þessu þegar í stað, því að brýn nauðsyn krefðist að það væri gert þegar í stað. Eins og kunnugt er f lutti Roosevelt hina miklu ræðu sína í Charlottesville sama kvöldið og hét Bandamönnum fullum stuðningi. Þegar kunnugt varð um orðsendingu Reynaud héldu menn fyrst, að ræða Roosevelts hefði verið orðuð sem svar við orðsendingunni, en síðar var upplýst í Washington, að svo hef ði ekki verið, því að forsetinn hefði ekki fengið orðsendingu hans fyrr en eftir að ræðan var haldin. Forseti Bandaríkjanna hét því Frökkum öllum þeim stuðningi, sem á hans valdi var að lofa þegar 10. júní. Og ráðstafanir voru þegar gerðar til þess að standa við þessi lof orð. I gærkveldi kl. 11.45 flutti j Reynaud ræðu, sem útvarpað var um gervalt Frakkland, og endurvarpað til Ameríku. Ræða þessi var flutt til þess að biðja Bandaríkjamenn um aukna hjálp. Reynaud kvað þetta vera hinstu bón sína til Roosevelts, því að líf Frakklands væri í veði. Eftir að kunnugt varð um þessa beiðni Reynaud var tilkynt í Washington, að Bandaríkin hef ði gert og héldi áfram að gera alt, sem unt væri Bandamönnum til hjálpar. Bandaríkin eiga í raun og veru að eins eitt skref óstigið — og það er að fara í stríðið með Bandamönnum, en það skref tekur forsetinn ekki upp á eigin spýtur. Breska stjórnin sendi frönsku stjórninni orðsend- ingu kl. 1.45 s. 1. nótt og lýsir yfir því, að hún sé ákveðin í og tel ji sig skuldbundna til að halda áfram baráttunni með Frökkum þar til sigur sé unn- inn. Hvað sem vér verðum á oss að leggja munum vér berjast áfram með Frökkum, í Frakklandi, á þessu éylandi voru — á hafinu, í Ioftí, hvert sem leikurinn berst, og vér munum beita öllum kröftum vorum í þessari baráttu og öllum auðæfum. Vér munum sameiginlega bera allar byrð,- ar ófriðarins og sameiginlega græða öll sár að henni lok- inni. Duff Cooper útbreiðslumála- ráðherra kom sjálfur í ráðu- neyti sitt í nótt og las orðsend- inguna fyrir blaðamönnum, sem þangað hofðu verið kvaddir. Af hálfu stjórnarinnar var neitað að gefa frekari upplýsing- ar, en það er litið svo á, að breska stjórnin hafi viljað .fullvissa Frakka og allar þjóðir um það enn á ný að þeir myndi berjast þar til yfir lyki, með Frökkum — og hún hafi viljað endurtaka þetta einmitt nú, þegar horfurn- ar eru ískyggilegastar á víg- stöðvunum við Signu og Marne. Útvarpsræðu sína í gærkveldi byrjaði Reynaud með því að minnast hetjudáða franska hers- ins á þeim ógnarstundum, sem nú standa yfir. Eg hefi sjálfur séð hersveitir vorar koma úr fimm sólarhringa látlausum or- ustum, særða, þreytta en ósigr- aða. Óvinirnir ætla, að þeir hafi brotið mótspyrnu hermanna vorra á bak af tur, en þeir trúa enn á sigurinn. Frakkland hefir hlotið mörg sár og stór, en eins og ávalt áður þegar óvinaher hefir ráðist inn í Frakkland, hef- ir reyndin orðið sú, að reynst hefir ógerlegt að sigra þjóð vora, sem ávalt hefir varið land sitt og frelsi og ávalt rétt við. Allar frjálsar þjóðir standa i mikilli þakldætisskuld við Frakkland og nú er sá tími kominn, að þær greiðí skuld sina og veiti oss að- stoð í baráttunni. Allar þjóðir verða að fá vitneskju um þjan- ingar vorar og jafnframt, að vér viljum enn alt í sölurnar leggja fyrir frelsi vort og málstað. Vér eruim forverðir lýðræðisins í Eru Spán- verjar að fara á stað ? Fréttir hafa borist um, að spánskt herlið (frá Spánska Marokko) hafi tekið Tanger. Tanger hefir 50.000—60.- 000 íbúa og er höfnin þar hin besta i Marokko. Tanger er alþjóðaáhrifa- svæði undir sérstakri stjórn. — Fregnin um þetta vekur mikla furðu, þar sem ekki var búist við, að Spánverjar myndi grípa til neinna hernaðarlegra aðgerða. Fregnin hefir ekki verið staðfest opinberlega. heiminum, en allir lýðræðis- þjóðir verða að taka þátt i bar- áttunni. Vér verðum að fá flug- vélasveitir sendar til vor — sem berast yfir hafið til vor sem ský — til aðstoðar oss í baráthmni gegn óvinunum. Reynaud kvað nauðsynlegt, að frjálsir menn færi áfram með stjórn Frakklands •— til þess að koma i veg fyrir, að þar yrði stofnuð leppstjórn' sem i öðrum innrásarlöndum. Þess vegna hefði stjórnin farið frá Paris. Nú flyt eg Bandarikjaforseta hinstu bón mína um aðstoð. Hann hefir ávalt brugðist vel við. Nú er komið svo, að líf Frakklands er i veði. Banda- ríkjameim hafa alt af metið lýðræði og einstaklingsfrelsi framar öllu, barist fyrir hug- sjónir sínar. Munu þeir hika við að taka þátt í baráttunni gegn nasismanum ? Breski flotinn hefir veitt oss hinn mesta stuðning. En það er ekki nóg. Vér vonum enn — og í fjarska sjáum vér hylla undir nýjar vonir. Franska þjóðin mun alt á sig leggja fyrir land sitt og frelsi. Hún veit hvað það er að berjast og það mun'enn sannast. En sá dagur mun rísa, er vér rísum upp á ný." I fregnum frá Paris í dag seg- ir að Þjóðverjum standi nú allar leiðir opnar til Parísar, þar sem Frakkar hafi ákveðið að verja ekki borgina. Seinast er f réttist var alt með kyrrum kjörum i borginni og í morgun snemma var simasam- band við hana, en miklum erfið- leikum bundið að ná þvi. Fregn hefir borist um, að Þjóðverjar hafi farið inn um eitt borgarhliðið kl. 5 í morgun og þýska herstjórnin tilkynti i morgun: Her vor er nú að fara inn í París. Eins og áður hefir verið getið símaði Mr. Bullitt, sendiherra Bandarikjanan í gærkveldi, að Þjóðverjar væri komnir inn um borgarhliðin, og er sennilegt, að þar hafi að eins verið um fram- varðasveitír að ræða. Boranirnar eru að hefjast við þvottalaugarnar. Langvad verkfræðingur er bráðlega væntanlegur til landsins. Guðmundur Ásbjörnsson bæjarfulltrúi bar fyrir nokkuru fram tillögu þess efnis, að stóri borinn að Reykjum skyldi fiutt- ur til Þvottalauganna, og haldið skyldi áfram borunum þar, og náði tillagan samþykki. — Er nú unnið að þvi af kappi þessa dagana að koma bornum fyrir inn við Þvottalaugarnar. — Visir átti tal við Helga Sig- urðsson, verkfræðing, og inti hann eftir, hvað liði borunum að Reykjum. Skýrði hann svo frá: „Nýlega er lokið við að þurka upp lækinn við Reykjahvol, en þar vissum við að voru heitar uppsprettur. Vatnsmagn þeirra og vatnsmagn það, sem úr bor- holunum kemur, nemur sam- tals 240 sek./ltr. — samkvæmt siðustu mælingum, — en 207 sek/ltr. þarf til þess að hita upp allan bæinn. Auk þess eru nokkrar uppsprettur aðrar, sem gefa heitt vatn til viðbót- ar, þannig, að vatnsforðinn er þegar meiri en nægur. Þegar dælustöðin í Laugun- um var bygð og leiðslur lagð- ar til bæjarins, var gert ráð fyrir, að þær gætu flutt 25 sek/ ltr., en við boranir • þær, sem framkvæmdar voru við Laug- arnar, fengust aðeins 15 sek/ Ifftir hiii Iií- i. EINKASK. FRA U. P. London í morgun. p^ÍKISSTJÓRN Tyrklands kom aftur saman á fund i gær síðdegis, og stjórnaði for- sætisráðherrann fundinum, en ekki Inonu, ríkisforseti. Engin tilkynning var gefin út að fundinum loknum, enda ekki búist við að mikilvægar ákvarðanir væri teknar, þar sem forsetinn sat hann ekki. Fréttaritari United Press hef- ir hinsvegar fregnað frá áreið- anlegum heimildum, að her- væðingunni sé hraðað af öllum mætti um gervalt landið. Her- væðingin hefir ekki verið til- kynt með götuauglýsingum, eins og oftast er venja, heldur fær hver maður, sem kallaður er til vopna, bréf frá herstjórn- inni, þar sem honum er tilkynt hvar og hvenær honum beri að gefa sig fram til herþjónustu. Franska herstjórnin segir, að ákvörðunin um að yfirgefa borgina hafi verið tekin henni til verndar, — hún hafi ekki verið svo mikilvæg hernaðar- lega, að rétt hafi verið að hætta á algera eyðileggingu hennar. Franski herinn hefir hvar- vetna haldið skipulega undan. ltr., en af þeim fara 12^ sek- ltr. til þess að hita upp hús i bænum, en 2% ltr. fer til sundlauganna. Boranirnar við Laugarnar voru gerðar i til- raunaskyni, og engin reynsla fyrir hendi, en við boranirnar að Reykjum, hefir það sann- ast, að vatn fæst i miklu meira dýpi en borað var í við Laug- arnar, og það vatn er einnig miklu heitara. Má telja senni- legt, að svo reynist einnig á þessu jarðhitasvæði, og að minsta kosti ætti altaf að fást þar 10 sek/ltr. aukning, þann- ið, að dælitæki og leiðslur komi að fullum notum, eins og þær voru reiknaðar i upphafi." Þá sneri Vísir sér til Valgeirs Björnssonar, bæjai'verkfræð- ings, og spurðist fyrir um hver líkindi væru á að hitaveitan kæmist i framkvæmd, og hvað væri nú að henni unnið. Skýrði bæjarverkfræðingur svo frá: „Nú er aðallega unn- ið að lögnum utanbæjar, bygg- ingum að Reykjum, vatnsgeym um og dælustöð á Öskjuhlíð og auk þess nokkuð að innanbæj- arkerfinu. ' Eg hefi i rauninni engar nýj- ar fregnir að færa, varðandi innflutning efnis til hitaveit- unnar. Sveinn Björnsson sendi- herra gat þess, að Þjóðverjar hefðu gefið leyfi fyrir sitt leyti til þess að efnið yrði flutt frá Danmörku, en enginn endan- legur árangur liggur fyrir að öðru leyti. Eg fékk nýlega skeyti frá Langvad verkfræðingi, en hann var þá staddur i Genúa, a leið til Ne'w-York, og þaðan hing- að til lands. Mér skildist á skeytinu, að hann legði af stað frá Genúa 1. þ. m., og ef svo er, getur hann verið væntanleg- ur hingað til lands innan skamms. Eg geri mér vonir um, að fram úr þessu rætist, þótt eg geti þvi miður ekki gefið ánægjulegri upplýsingar i bili en þær, er að ofan greinir." Þær voru enskar - segja Þjóðverjai*. Samkvæmt þýskri fregn, hef- ir komið í ljós, við rannsókn á brotum úr sprengjum þeim, sem varpað var yfir Sviss fyrir skemstu, að sprengjurnar voru af enskum uppruna og hafa Svísslendingar faUð sendiherra sínum í London að bera fram harðorð mótmæli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.