Vísir - 14.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1940, Blaðsíða 2
V I S I R VISIR DAGBLAЕ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Herferðin gegn bæjarsfjórnar- meirihlutanum. JjAÐ þarf ekki að vekja óánægjuna yfir útsvörun- um í Reykjavík. Óánægjan er glaðvakandi. En það er hægt að ala á óánægjunni, halda henni við og snúa henni i ákveðna átt. Alþýðublaðið og Tíminn hafa gert tilraun til að snúa allri grernjú gjaldendanna yfir þung- um álögum gegn bæjarstjórnar- meirihlutanum. Það á að fá menn til að trúa því, að hér sé um óskaplegt sukk að ræða og megna óreiðu. Timinn býðst til að setja nýtt andlit á bæinn og telur að öllu verði borgið, ef Framsóknarmenn, Alþýðu- flokksmenn og kommúnistar taki nú höndum saman um að frelsa lirjáðan lýð úr klóm i- haldsins. Gamla samfylkingar- pólitíkin endurfæddist í Tíman- um um leið og útsvarsskráin var birt. Og svo er fjargviðr- ast yfir þvi, að jafnvel kapital- istarnir, sem skrifa í sjálfstæð- isblöðin, séu í vandræðum með að borga útsvörin sin. Það er gert minna úr hinu, að sumir forstjórar Framsóknar og Al- þýðuflokksins eru undir sömu sökina seldir. Herförin gegn bæjarstjórnarmeirihlutanum er óhlífin og hávaðasöm, en eftir er að sjá hvort hún verður að sama skapi sigursæl. Það er alveg óþarfi að segja sjálfstæðismönnum frá því, að skattar hér á landi séu óhæfi- lega háir. Þeir hafa haldið þessu fram árum saman. Þeir hafa gert samanburð á sköttum hér og í nágrannalöndunum. Það er viðurkent, að skattamir séu hér hærri en jafnvel þar sem sósial- istar hafa ráðið lögum og lof- um um langan aldur. Mönnum eru minnisstæðar útvarpsum- ræður þær, sem fóm fram skömmu eftir stjórnarskiftin í fyrra vor. Þá játaði Eysteinn Jónsson það hreinskilnislega, að skattar hér væru næn-i þre- falt hærri en í Danmörku. En var þetta talið ranglátt eða ó- heppilegt? Nei, þvert á móti. Það átti að sanna að skattarnir væri hér réttlátari en í Dan- mörku! Þegar sjálf leiðarljósin í fjár- málum þjóðarinnar Ijóma af á- naígju yfir því „réttlæti“, að skattar séu margfalt hærri hér en til þekkist í nágrannalöndun- um, þá er ekki von að vel fari. Enda er að mönnum krept. At- vinnulífið Iamast, færri fá vinnu, fleiri lenda á opinberu framfæri. Svona er sagan í sem allra stystu máli. Þetta vita allir menn. Skattgreiðendur í Reykjavík finna til byrðanna og þeir vita lika hverjir ötullegast hafa gengið fram í því að Iáta klyfjamar upp. Reykvíkingar hafa ekki verið nein óskaböm þeirra, sem með völdin hafa farið á undanförnum árum. Þeim sýndist löngum hálfgerð- ur stjúpmóðursvipur á þeirri ríkisstjórn. Og þeir hlakka ekk- ert til að sjá þann svip endur- fæddan á „nýju andliti“ bæjar- ins. Gunnar Thoroddsen liefir gert fróðlegan samanburð á útsvör- um fjölskyldumanna, sem hafa 3000—5000 króna tekjur hér í Reykjavík og svo í sósíalistaríkj- unum, Hafnarfirði og ísafirði. Sá samanburður leiðir meðal annars í ljós, að hjón með 3000 kr. tekjur og tvö börn greiða i Reykjavik samkv. nýja útsvars- stiganum 20 króna útsvar. í Hafnarfirði hefðu þessi hjón orðið að greiða 60 krónur og á Isafirði 73. Hjón með 5000 kr. tekjur og 5 börn greiða í Reykjavík 25 krónur, í Hafnar- firði 100 krónur og á ísafirði 195 krónur. Það er enginn vandi að gera menn óánægða yfir útsvörun- um. Alþýðublaðið og Tíminn lxefði ekki þessvegna þurft að fara á stúfana. En þótt menn séu engan veginn ánægðir með lilutskifti sitt eins og það er, dettur engum heilvita manni i hug, að breytt yrði um iil batnaðar, þótt bið nýja samfylk- ingarandlit birtist yfir Reykja- vík. Þessvegna er hætt við að herferðin gegn bæjarstjórnar- meirihlutanum verði ekki sig- ursæl nú, fremur en áður. a Minkur í Reykja- víkurtjörn? Það er haft eftir mönnum, sem eru eða hafa nýlega verið að vinna í Hljómskálagarðin- um, að þeir hafi oftar en einu sinnj orðið varir við mink, sem hafist við í tjörninni eða Iiólm- um þeim, sem þar eru, og muni eiga sér liæli eða holu í eystri tjarnarbakkanum, sunnan brú- arinnar. Segir sagan, að hann hafi sést í hólma einum litlum í tjörninni sunnan brúarinnar (miðtjörninni) og enn fremur i stargresinu, sem þar er við bakkana. Þá er og sagt, að eitt sinn eða oftar hafi hann sést koma úr kafi undan Hljómskál- anum og hverfa sem örskot inn í liolu í bakkanum, — Minkar gela að sögn kafað all-lengi, án þess að koma upp á yfirborðið. Ér því bersýnilegt, ef svo er, að þessi tjarnar-minkur muni geta orðið hættulegur fuglalífinu á tjörninni. — Þá hefir og blaðið beyrt frá því sagt, að skytta eða skyttur hafi legið við tjörnina eina nótt eða tvær, ef vera mætti, að komist yrði í færi við hinn óboðna og illvíga gest, en að það hafi ekki borið neinn ái'- angur. — Minkar eru hin mestu skað- ræðisdýr, sem kunnugt er, og geta valdið miklu tjóni, ef þeir fara lausir. Þeir eru grimdar vargar hinir mestu og drepa að sögn öll dýr, sem þeir ráða við. Og sé það satt, að minkur hafist við í tjarnarbakkanum og kafi þaðan til fanga, mun verða heldur illa og óvægilega búið að fuglunum á tjörninni í sumar, ekki síst ungviðinu. — Um þessar mundir munu endur fara að koma með unga sína á tjömina og lenda þeir þá unnvörpum í gini vargsins, ef hann er þar fyrir. Verður því að reyna að ganga úr skugga um það nú þegar, hvort sagan um minkinn rnuni á rökurn reist. Og ef svo reynist, verður að leggja fé til höfuðs honum eða gera á annan hátt gangskör að því, að hann verði að velli lagður. Danslelkur verður haldinn í Alþýðuhúsinu annað kvöld kl. io e. h., til ágóða fyrir sumardvöl barna í sveit. Þeir, sem vilja skemta sér, ættu að styrkja gott málefni um leið og sækja dans- leikinn í Alþýðuhúsinu. Aðgöngu- miðar verða seldir við innganginn. • I kveld kl. 9 fer fram leikur milli meistaraflokka Vals og K. R. til ágóða fyrir I. S. í. HÁSKÓL ABYGGINGIN, - - veglegasta hús á Íslandí, - - verdur vígð hinn 17. júní. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga iiafa lagt til efni og unnfð að byggingunni. Háskólabygginunni er nú fulllokið, að svo miklu. leyti, sem frá henni verður gengið í bili, og mun hún að allra dómi veglegust bygging á íslandi, svo sem hæfir háskóla vorum. Stíll hennar er hreinn og fagur, en yfir byggingunni allri er virðuleiki, sá er auðkennir öll listaverk. Er hún gott dæmi þess hve geysilegum framförum íslensk byggingarlist hefir tekið, en að byggingunni hafa ein- göngu íslenskir fagmenn unnið, og ber þar mest á verkum þeirra Guðjóns prófessors Samúelsson- ar, sem teiknað hefir bygginguna og húsasmíðameistaranna Sigurðar Jónssonar og Einars Krist- jánssonar, sem reist hafa bygginguna ofan kjallara (að þaki undanteknu) og gengið frá henni að innan og utan. Mun betri frágangur vart finnast í íslenskri byggingarlist. Tíðindamaður Vísis hefir enn ekki átt þess kost að skoða bygg- inguna að innan, enda er það í rauninni nægjanlegt í einni blaðagrein að lýsa henni að ut- an, en þar er þannig frá henni gengið i stórum dráttum. Húð- unin er hvítleit, úr kalksteini og kvartsi, sem glitrar og sindrar þegar sólar nýtur. Meðfram gluggum öllum eru hellulagnir, en hellurnar eru aðallega búnar til úr sifurbergi og kvartsi, og bafa bellurnar verið steyptar og slípaðar svo fagurlega, að þess munu ekki dærni hér á landi. Á lnisinu framanverðu í kringum innganginn eru grænar hellu- lagnir, en ofan við hinar grænu súlur, koma hvítleitar hellulagn- ir, skeitlar á súlur og bönd, og gefur mynd sú, er hér birtist nokkra grein um þetta. Tröppur að anddyri eru úr grófri blá- grýtissteypu. Svo, sem getið liefir verið um hér í blaðinu, liefir verið kapp- samlega unnið að því í vor, að laga lóðina umhverfis háskól- ann, og hefir verið lagður vegur í boga við bygginguna framan- verðu, umhverfis dæld mikla, sem grafin liefir verið, en eftir er að hlaða upp hallann, slétta dældina og þekja, og er því um- hverfi háskólans enn ekki orðið svo glæsilegt sem það á fyrir sér að verða. Ennfremur er eftir að laga lóðina að vestanverðu við háskólann að mestu. Flagg- stöngum liefir verið komið fyrir við andyri háskólans, en auð- heyrt var að inni er þvegið og hreinsað af binu mesta kappi, og þar hljóta að vera æðimarg- ar þvottakonur að störfum, ef bergmálið í bygginguhni blekkir ekki herfilega. En sleppum allri gamansemi. Samkvæmt upplýsingtím þeim, sem fréttaritari Vísis aflaði sér, er enn eftir að ljúka húðun á Framhlið háskóla- byggingar- innar. suðurhelmingi kjallarans, og ólokið er norðurálmu efstu hæð- ar, en þó er þegar búið að gróf- húða hana alla. Það er því ekki ýkjamikið verk, sem ólokið er. Þegar menn virða liina miklu byggingu fvrir sér, fer ekki hjá því, að menn undrast það happ, að alt byggingarefni skyldi hafa verið keypt og mest komið hing- að til lands er stríðið skall á, þannig að í háskólabygging- unni felst í rauninni fundið fé, sem skiftir tugum þúsunda — og þeim mörgum, — ef miðað er við það hörmulega ástand, sem nú er rikjandi i heiminum. Hvað myndi slik bygging kosta, ef hana ætli að reisa með því verðlagi, sem nú er á öllum hlut- um ? Rektor háskólans, Alexander prófessor Jóhannesson, hefir sannarlega unnið mikið verk og þarft er hann hratt byggingar- máli háskólans í framkvæmd. Engum einum manni ber að þakka það frekar, en honum hve giftusamlega tókst til. Bygg- ingarnefnd háskólans hefir án efa haft æmum störfum að sinna i sambandi við bygging- una, þurft um margt að hugsa i og úr mörgu að leysa, áður en byggingin reis frá grunni í þeirri mynd, sem hún er nú, og ber að þakka henni prýðilegt starf. Öll byggingin ber vott um stórhug, sem er einstaklega guðsþakka verður nú á 20. öldinni, þegar flest miðar að því að gera alt að engu, og jafnvel kjósenda- pólitíkin beinist fyrst og fremst að því að hjúpa alt í sauðmó- rauðri meðalmensku. Hvað sem að byggingunni kann að verða fundið, eins og sakir standa, mun framtíðin sanna að hér hef- ir þarft verk verið unnið, sem verðskuldar óskifta aðdáun. í því augnamiði, að gera há- skólabygginguna sem best úr garði, liafa þeir próf. Guðjón Samúelsson, húsameistari rík- isins, og Alexander Jóbannes- son, rektor háskólans, farið tví- vegis utan og kynl sér fyrir- komulag háskóla erlendis, m. a. i Osló (nýbyggingarnar á Blindem), i Árósum, Köln, Bern og viðar, og viðað að sér miklu efni frá háskólum víðs- vegar í Evrópu og Ameríku. Byggingarnefnd háskólans hef- ir ráðið öllu um herbergjaskip- an, en húsameistari hefir sain- ræmt tillögur hennar. í þessari nýju háskólabygg'- Byggingarnefnd háskólans: Aftari röð: Prófessorarnir Ólafur Lárusson, JónSteffensen,Magn- ús Jónsson, Sigurður Nordal. Fremri röð: Guðjón Samúelsson, Alexander Jóhannesson og Guðmundur Hannesson. ( i, r '•-'♦í. ■ ingu eru 11 kenslustofur, há- tíðasalur fyrir 200—300 manns, lestrarsalur fyrir 32, bólca- geymsla, sem rúmar 180 þús. bindi, kapella fyrir guðfræði- deild, 15 lítil vinnuherbergi fyrir báskólakennara, herbergi fyrir rektor og háskólaritara, kennarastofa, allmargar rann- sóknarstofur fyrir lækuadeild, dyravarðaríbúð o. fl. Hér að framan liafa nokkurir þeir menn verið nefndir, sem unnið hafa að þessari voldugu byggingu, en hér á eftir eru upptalin nöfn þeirra manna, sem tekið hafa að sér hin ýmsu verk, sem unnin hafa verið við bygginguna, og hvað liver þeirra liefir annast: Kjallarasteypu: Didrik Helga- son, múrarameistari. Steypu ofan kjallara: Siguröur Jónsson, múrarameistari, og Ein- ar Kristjánsson, húsasmí’öameist. Skolp- og vatnsæöar undir kjall- aragólfi: Óskar Smith, pípulagn- ingameistari, og Steinsteypan h.f. Utanhúöun: Siguröur Jónsson, múrarameistari. Þakiö: Ingibergur Þorkelssoh, húsasmiöameistari, Magnús Jóns- son, húsasmíöameistari, og Þorkell Ingibergsson, múrarameistari. Gluggar: Magn. Jónssoti, húsa- smíöameistari. Gluggaísetning: Þorvarður Steindórsson og Guöjón Jónsson, húsasmíðameistarar. Gluggagler: Versl. Brynja. Formgler: Eggert Kristjánsson & Co. Innigler: Jón Loftsson, stór- kaupmaöur. Gluggaventlar: H.f. Ofnasmiðj- an. — Útihurðir úr tré: H.f. Dvergur. Útihurðir úr ryðfríu stáli: G. J. Johnsen, stórkaupmaður. Vikureinangrunarplötur: Vikur- félagið h.f. Innihúðun og inniverk: Sigurð- ur Jónsson, múrarameistari og Einar Kristjánsson, húsasmíða- meistari. Innihurðir og lista: Völund- ur h.f. Hurðajárn: Versl. Brynja og Vélsm. Héöinn. Gluggajárn: Nýja Blikksmiðjan og L. Storr, kaupm. Handriðsjárn á stiga: Gísli J. Johnsen, stórkaupm., Jón Sig- urðsson og Páll Magnússon, járn- smíðameistarar. Tréhandrið: Sigurgeir Alberts- son, trésmiður. Korkplötur á gólf: Jón Lofts- son, stórkaupmaður, lagt af Hall- grími Finnssyni, veggfóðrara- meistara. Terrassolögn: Ingólfur Waage o. fl. Grásteinshellur: Steiniðjan. Slípun vegghellna: Magnús Guðnason og Ársæll Magnússon, steinhöggvarameistarar. Járngrindur og hlerar i bóka- safn: Landssmiðjan. Málun og málningu : Verksmiðj- urnar „Harpa“ og „Litir og lökk“. Málarameistarar: Lúðvík Einars- son, Ósvald Knudsen og Dan. Þor- steinsson. Inniþiljur í hátíðasal: Friðrik Þorsteinsson og Hjálmar Þor- steinsson, húsgagnasmíðameistar- ar. Inniþiljur í bókasafn: Þorsteinn Sigurðsson, húsgagnasmíðameist- ari. Innanstokksmuni í rannsóknar- stofu: Dvergur h.f. Innanctokksmuni í safn- og dyradeild : Þorst. Sigurðsson, hús- gágnasmíðameistar i. Hillur og húsgögn í bókasafn: Magnús Jónsson, húsasmíðameist- ari. Bekki í kapellu: Hjálmar Þor- steinsson & Co. Bekki í kennslustofur: Jón Magnússon og Kjarval, húsgagna- smiðir. Bekki og stóla í hátíðasal: Þor- steinn Sigurðsson, húsgagnasnúða- meistari. Bekki og borð í kenslust. læknad.: Þorsteinn Sigurðsson, húsgagnasmíðameistari. Húsgögn í kennaraherbergi:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.