Vísir - 15.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 15.06.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristj án Guðlaug sson Skrifstofur Félagsp rentsmiðjan (3- hæð). Riistjóri Glaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 15. júní 1940. 136. tbl. Bretar óttast æ meira, að Þjóðverjar geri tilraun til innrásar í Bretland. Miklir herflutningar Frakklands. en efast um, að unt verði að stemma stigu við framsókn Þjóðverja EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Hermálasérfræðingar í Bretlandi hallast æ meira að þeim skoðun, að sú hætta fær- ist stöðugt nær, að Þjóðverjar geri tilraun til þess að ráðast inn i England. Þrátt fyrir það, að menn búaSt við, að leikurinn muni þá og þegar berast til Bret- lands, er herflutningum þaðan til Frakklands hraðað eins og unt er, í von um, að unt verði að stemma stigu við framsókn Þjóðver ja, en það er þegar farinn að koma í ljós efi um, að það muni takast. Hver herdeildin á fætur annari búin nýtísku hergögnum er send til Frakklands og þött menn voni enn, að þær muni geta orðið Frökkum til mikils stuðnings, kemur það fram í flestum blöðum landsins, að jafnframt verði að legpia áherslu á, að verja Bret- land, því að Þjóðverjar kunni þá og þegar að gera tilraun til innrásar þar. Daily Mirror kemst svo að orði, að þrátt fyrir alla samúð, bænir fyrir Frakklandi og alla aðstoð, sem reynt sé að veita þeim, sé framtið Bretlands i veði, og „það er undir oss sjálfum komið og oss einum, hvort oss tekst að verja land vort og tryggja framtíð vora, og á það verðum vér að leggja megináherslu". Daily Mail segir: „Vér verðum að horfast i augu við þá staðreynd, að hermálastjórn Þjóðver ja miðar að því að gersigra Frakka sem fyrst og þar næst Bretland, og vér meg- um ekki hætta á neitt. Þjóðverjar kunna að hef ja tilraun til innrásar í Bretland — og þeir kunna að gera það mjög bráðlega. Það verður að hervæða alla þjóðina — hver ein- asti einstaklingur verður að fá sitt hlutverk að vinna í þágu landvamanna. Þeir, sem telja innrásarhættuna ekki yfirvofandi, munu bráðlega vakna við vondan draum. háskólans. Vikublaðið „Tablet" birtir grein ef tir mann, sem nýkominn er frá Rómaborg um undirróður JÞjöðverja til að lokka Itali út í styrjöldina. Fullyrðir hánn að Þjóðverjar hafi beitt öllum ráð- um til að sýna almenningi fram á, hve ósigrandi þeir væru og irve lítils bandamenn mættu sin. 1 þvi sambandi getur hann þess, að Þjóðverjar hafi eytt óhemju fé til að múta ítölskum blaða- mönnum og áhrifamönnum. Til dæmis um hin þýsku áhrif í Róm getur hann þeirra ofsókna, sem Englendingar hafi orðið f yrir, en þær hafa aldrei áður átt sér stað í ítalíu, þvi að italska þjóðin sé mjög hlynt Bretum. Ennfreníur þeirri andúð, sem klerkasléttin og kristindómur bafi mætt. Sú andúð eigi séreng- ar rætur í hugsunarhætti al- mennings, heldur haf i hún verið sett á svið af Gestapo-lögregl- unni þýsku. Meir að segja hafi hvað ef tir annað verið sýnd op- inberlega óvild i garð páfa, en hann nýtur, eins og allir vita, meiri vinsælda i ítaliu heldur en Mussolini sjálfur, enda hafi eng- ir tekið þátt í þeim skripaleik, nema áköfustu fylgismenn nas- ista. Bresku blöðin í morgun leggja áherslu á það, hvaða þýðingu fall Parísar hafi fyrir framhald átriðsins. Þó að þau geri engan veginn lítið úr þýðingu Parisar, komast þau þó yfirleitt að þeirri niðurstöðu, að fall hennar breyti litlu um aðstöðuna í stríðinu. „París hefir opnað hlið sín fyrir innrásarhernum," seglr i forystugrein i „Times". „Byrgt hefir verið eitt af Ijós- um heimsmenningarinnar, en það skal aldrei slokkna. Uppgjöf hinnar miklu borgar hefír vald- ið sorg í hjörtum aTlra, sem unna f egurð, frelsi og menningu. En þó að París hafi fallið, þá er Frakkland sterkt ef tir sem áður. Þýska áróðurkvörnin malar sí og æ. Það síðasta, sem vér heyr- um er, að vörn Frakka hafi brostið alt frá Maginotlínunni til hafs. Þetta er tilhæfulaust með öllu. Franski herinn hefir hörfað undan ofurmagni árás- anna, en hann hefir varið hvert fótmál og hann hefir sameinað varnarlinu sina aftur, sunnan Parisar, sem hann lét af hendi til þess að forða henni frá eyði- leggingu. Það hefir verið hægt að verja París og berjast í hverri götunni á fætur annari. Með því móti hefði verið hægt að tef ja eða hindra framsókn árásar- hersins og baka honum ógurlegt tjón. En það hefði kostað tak- markalausa eyðileggingu verð- mæta, efnalegra og menningar- legra, og því kaus Weygand heldur að láta borgina af hendi baráttulaust. „Það er óhugsandi, að Hitler eða Mussolini hef ðu getað haldið aðra eins ræðu og Paul Reynaud hélt kvöldið láður en borgin féll. Það hefði kostað þá öll völd þeirra, að skýra jafnhreinskiln- islega frá ósigri og Reynaud gerði. En þetta eru yfirburðir lýðræðisins yfir kúgUnina og einræðið. Franska þjóðin veit, að hún getur treyst hinum kjörna foringja sínum. Þess vegna er Reynaud fastari í sessi nú á stund hættunnar en nokk- urntíma áður. Ef einræðisherr- arnir væru í hans sporum nú, myndi enginn þegn fylgja þeim, nema hið launaða njósna- og málalið þeirra. „Hlutverk Breta verður að senda Frökkum sem allra fyrst og sem allra fljótast alt, sem þeir mega missa af mannafla og her- Frakkland er sigrað, segja Þjóðverjar. Vörn franska hersins, segja Þjóðverjar, er hvarvetna brotin á bak aftur, og rekum við flótt- ann sem óðast. Brynvagna- og skriðdreka-sveitir vorar unna fjandmönnunum engrar hvíld- ar. — Þýskar hersveitir hafa farið yfir Signu á mörgum stöðum og i gær tók hægri fylkingar- armur sóknarhersins Le Havre, en sá vinstri Montmédy fyrir suðaustan Sedan. Hernaðarað- gerðir eru hafnar gegn sjálfri Maginotlinunni andspænis Saar- héraðinu. Hitler hefir skipað svo fyrir, að fánar skuli blakta í þrjá sól- arhringa vegna töku Parísar, en kirkjuklukkum hringt í 48 klst. Sumir segja, að París sé Frakkland, og sá, sem ráði í París ráði i Frakklandi. Sagan hefir altaf sannað þetta, segja Þjóðverjar, en ef nokkur stjórn hefir látið í veðri vaka sann- leiksgildi þessara ummæla, þá er það stjórn Reynauds. FINNUR JÓNSSON BEN. S. ÞÓRARINSSON Taka Tang-er- svæðisins. Einkaskeyti frá United Pi"ess. j London í morgun. Það var tilkynt i Madrid i gær, að Spánverjar hefði tekið Tanger-svæðið i Norður-Afríku til þess að tryggja hlutleysi þess í yfirstandandi styrjöld. Það voru 1200 hermenn frá Spánska Marokko, sem komu til Tanger, og kom ekki til neins áreksturs, er þeir hernámu svæðið. Frökk- um var tilkynt hvað til stóð fyr- r irfram. | Tanger-svæðið var gert að al- þjóðaáhrifasvæði undir sér- stakri stjórn 1923, og eru Bret- ar, Frakkar og Spánverjar und- irskrifendur sáttmálans, en ít~ alir skrifuðu undir hann nokk- urum árum síðar. ' ------------------------------------------ | gögnum. Þetta hefir þegar verið gert, en svo seint hefir gengið að koma vorri friðsömu þjóð af stað, síðan í ófriðarbyrjun, að sá styrkur, sem vér nú getum veitt Frökkum, er ekki nema örlítið brot af þeim styrk, sem vér getum ráðstafað að nokkur- um tíma liðnum." „News Chroniele" frast mjög orð á sömu leið: „Augu alls heimsins hvila nú á Frakklandi, sem hefir mist höf uðborg sína í hendur hinum ófyrirleitna höfuðóvini sínum, nasismanum. Það hefir oft leg- ið við, að París félli, og hún hef- ir raunar gefist upp fyrr, en staða hennar sem höfuðborg er líka ákaflega óheppileg frá hern- aðarlegu sjónarmiði, því að hún liggur mjög norðarlega í land- inu. Það væri heimska að gera lítið úr falli höfðuborgar Frakk- lands, einkum vegna þess, að hún hefir verið markmið sókn- l á sKípiO SGharnhorst. Bretar missa þridja bjálparbeitiskip sitt. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Breska flugmálaráðuneytið tilkynti i gær, að í árás bresku strandvarnaflugvélanna á her- skip Þjóðverja á Þrándheims- firði hafi Scharnhorst orðið fyr- ir sprengju og laskast mikið. Líklegt þykir, segir i tilkynn- ingunni, að önnur sprengja til hafi lent á skipinu. Scharnhorst er 26.000 smá- lesta skip. Lenti það i bardaga við breska orustuskipið Renown við Noreg í byrjun Noregs- styrjaldarinnar, og laskaðist, og ! lagði á flótta. Sást það siðar á Þrándheimsfirði og var stefnið í kafi. Bretar segja að skipið hafi verið á sama stað, er árás- in var gerð á það í fyrradag. j Bretar tilkyntu einnig i gær, að þýskur kafbátur hefði sökt hjálparbeitiskipinu „Scots- ! town", en það er 17.000 smál. í skip, og hét áður „California". Um 10 manna er saknað, en I aðrir skipverjar voru settir á land i breskri höfn i gær. Þetta er þriðja hjálparbeitiskipið af um 50, sem Bretar missa, — hin voru Rawalpindi, sem var skotið í kaf i orustu í norður- höfum, og „Carinthia". ar Þjóðverja siðustu daga, en fall hennar er þó ekki nærri því eins alvarlegt og það, ef Þjóð- verjum tækist að rjúfa það sam- band, sem er milli Maginot-lín- unnar og herlínu Weygands, en það leggja þeir aðal-áhersluna á sem stendur." Á neðstu hæð háskólabyggingarinnar, i vesturálmunni, sem gengur út úr byggingunni miðri, verður komið fyrir bókasöfn- um skólans. Inn af aðalanddyri tekur við lestrarsalur, með sæt- um fyrir 32 nemendur, en þar innar af er bókhlaðan sjálf. 1 lestrarsal verður mynd sú af Finni Jónssyni prófessor, er hér birtist, en hann arfleiddi háskólann að bókasafni sínu. Bóka- saf n það, er Benedikt S. Þórarinsson gaf háskólanum, og er um 20 þús. bindi, verður í sérstakri deild, og Iesstofa er fyrir þá, er nota það safn sérstaklega. I kjallara verður svo bókageymsla, sem ekki verður not fyrir í bráð, með því að 60 þús. bindi rúinast uppi, og lætur nærri að það sé bókaeign háskólans nú. Það vekur athygli í sambandi við bókasafnið að járngrindum er komið fyrir í miðjum vegg og bókageymslunni uppi þannig skif t i tvær hæðir. Fyrirkomu- lag alt virðist laglegt og gott. Myndirnar eftir Rikarð Jónsson. Manntjón Þjóiverja á vesturvigstöðvunum ein sníljón manna. Áhlaup á Magmotlínuna. - - Varnar- belti Frakka er nú íyrir sunnan Paris. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Samkvæmt ágiskunum hermálasérfræðinga nemur manntjón Þjóðverja á vesturvígstöðvunum 1 miljón manna. Þjóðverjar fóru fylktu liði inn í Parísarborg í morgun og brátt voru þýskir hermenn á verði víðsvegar um borgina, en herflokk- ar sáust hvarvetna á götum úti. Parísarbúar sáusl. ekki á götum úti. I breskum fregnum var dagurinn í gær kallaður „sorglegasti dagurinn í sögu Frakklands", þar sem Frakkar hefði orðið að j^firgefa höfuðborg sína, sem þeir unna svo mjög, en hún var yfirgefin, segir franska herstjórnin eingöngu til þess að forða henni frá eyðileggingu. Frakkar tilkyntu í gær, að varnir þeirra hefði hvergi bilað, — undanhald hersins hefði farið skipulega fram, og Þjóðverj- um hefði hvergi tekist að brjótast í gegnum varnarbelti þeirra, og væri enn barist á öllum vígstöðvunum frá sjó til norðurenda Maginotlínunnar. Varnarbelti Frakka hefir nú færst suður fyrir París og þar og til beggja hliða, til sjávar og til Maginotlínunnar, á að mynda óslitna víglínu. En miklar hættur vofa enn yfir. Þjóðverjar hafa nú byrjað árásir á Maginotlínuna, fyrir vestan Saar, og jafnframt reyna þeir að. komast svo langt inn fyrir hana, að þeir geti slitið samband meginhersins við hana. Loftárásir ítala á Malta. Lítiö tjón á hernadar- stöðvum. Einkask. frá United Press. London i morgun. ítalir hafa gert hverja loft- árásina á fætur annari á Malta. Virðist það vera eitt fyrsta markmið Itala að ná Malta á sitt vald, en árangurinn af loft- árásunum er ekki mikill. Hefir ekkert tjón orðið á hernaðar- stöðum, segir í breskri tilkynn- ingu. Frá þvi að Miðjarðarhafs- styrjöldin byi-jaði og þar til kl. 6 í morgun, hafa 25 óbreyttir borgarar beðið bana af völd- um loftárásanna, en 127 særst. Niu hermenn hafa beðið bana, en fimm særst. — Níu sinnum voru gefnar aðvaranir um loft- árásir á Malta í gær. ÁRÁS Á LANDAMÆRA- STÖÐ í ABESSINÍU. Flokkur úr breska herfylk- inu „King's African Rifles** hefir gert árás á eina landa- mærastöð Itala i Abessiniu. Tveir fangar voru teknir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.