Vísir - 17.06.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 17.06.1940, Blaðsíða 3
Ví SIR 25 keppendur í íþróttunum í dag. 3-400 íþróttamenn í skrúðgöngu. Fimrn íþróttafélög:, bæði héðan úr Reykjavík og utanbæjar, senda samtals 25 þátttakendur til kepni í íþróttunum, sem hef j- ast um kl. 3.15 í dag, þegar skrúðgöngunni lýkur. — í skrúð- göngunni taka alls þátt níu félög og eru þau þessi: Bandalag skáta, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Fram, Haukar (H.f.), í. R., K. R., Valur og Víkingur. Má búast við að íþróttamennirnir í skrúðgöngunni verði 3—400 og verða fánar félaganna bomir fyrir hverri fylkingu. Þau fimm félög, sem senda menn til kepni í íþróttunumeru: Ármann, K. R., í. R., Fimleika- félag Hafnarfjarðar og Ung- mennafélagið Stjarnan í Dala- SJTSlu. . Kept verður i átla íþrótta- greinum, auk skemtiatriðanna, sem höfð verða á milli og eru þau t. d. pokalilaup, 2x80 m. boShlaup fyrir viðvaninga, kassahiaup (alveg nýtt af nál- inni) handknattleikur o. fl. Fyrst verður kept í 100 m, hlaupi og verða þátttakendur sjö: Jóhann Eyjólfsson (Á.), Baldur Möller (Á.), Hallsteinn Hinriksson (F. H.), Jóhann Bernhard (Ií. R.) og Haukur Claessen (K. R.). — Þarna sakna menn Sveins Ingvarssonar, sem á íslandsmetið, 10.9 sek., sem hann setti í hitt eð fyrra. En keppnin verður vafalaust mjög sicemtileg samt. Þá kemur kringlukast og eru keppendur finnn. Þar senda K. R.-ingar Kristján Vattnes, Sig- urð Finnsson og Gunnar Huse- by, sem allir eru skæðir kastar- ar, eti á móti verður íslandsmet- hafinn Ólafur Guðmundsson (í. R.), sem setti metið, 43.46 m. sumarið 1938. Frá Hafnfirðing- um er Gísli Sigurðsson. 1 800 m. hlaupinu eru fjórir þátttakendur frá tveim félögum, Ármanni og í. R. Frá Ármanni verða Sigurgeir Ársælsson, sem er nú einn af allra bestu lilaup- urum okkar og Halldór Sigurðs- son, en frá í. R. eru Gunnar Sigurðsson og Sigurgísli Sig- urðsson. Methafinn Óláfur Guð- mundsson, dvelur enn i Svíþjóð, en þar setti hann met sitt, 2:00.2 mín. i fyrrasumar. í hástökki eru fimm kepp- endur frá fjórum félögum. Met- hafinn — metið er 1.85 m. frá 1938—• Sigurður Sigurðsson (í. R.) verður meðal þátttakenda, en auk hans keppa Kristján Vattnes, Guðjón Sigurjónsson (F. H.), Sig. Norðdahl (Á.) og Óliver Steinn (F. H.) Kl. 8.30 um kveldið heldur mótið áfram og hefst á lang- stökki. Þar eru 6 keppendur, m. a. methafinn Sig. Sigurðsson (í. R.), sem stökk 6.82 m. árið 1937. Auk hans keppa Guðjón Sigurjónsson, Jóh. Bernhard, Sig. Norðdahl, Óliver Steinn og Georg L. Sveinsson (Iv. R.). Þarna má húast við mjög skemtilegri kepni. Þá fer fram 5000 m. hlaup; er metið sem J. Kaldal setti 15:23.0 mín., orðið 18 ára, eða litlu yngra en keppendurnir. Er því timi til kominn að því verði rutt. Keppendur ei-u fjórir, Har- aldur Þórðarson hlaupagarpur úr Dölum, sem hefir góða mögu- leika til að vinna, Sigurgeir Ár- sælsson, Evert Magnússon (Á.) og Indriði Jónsson (K. R.). eftir Alexis Carrel. Loks má nefna lag eftir Emil Thorodd- sen við kvæði Gríms Thomsens: „! Svanahlíð.“ — Eins og upp- talning þessi ber með sér, kenn- ir margra grasa í ritinu. Þar er væntanlega „eitthvað fyrir alla“, enda mun það verða lesið með mikilli ánægju. í kúluvarpi, sem næst fer fram verða sömu keppendurnir og í kringlukastinu. Þar á Krist- ján Vattnes metið —13.74 in. — og setti það fyrir tveim árum. Síðast en eklci sist fer fram 1000 m. boðhlaup, en boðhlaup- in eru einna skemtilegustu og mest spennandi hlaup, sem liægt er að sjá. Fjórar sveitir keppa, ein frá hverju félaganna, F. H.. Ármanni, I. R. og K. R. Metið setti sveit frá K. R. 1937 og er það 2:05.4 mín. í. S. í. hefir gefið út fagurt merki í tilefni af deginum. Það merki eiga allir að bera í dag. Stækkun rækjuverk- smiðjunnar á ísafirði. Síðan hæjarreksturinn hætti á rækj uverksmið junni virðist rekstur hennar hafa gengið ágætlega. Hafa núverandi eig- endur hennar álcveðið að stækka verksmiðjuna mikið og auka framleiðslu hennar, m. a. með því að taka upp niðursuðu á fleiri fisktegundum. Viðbótarbyggingin við verk- smiðjuna verður að þessu sinni 12x16 metra skúrbygging. Er nú verið að setja liana upp, og er ætlað að því verði lokið inn- an hálfs mánaðar, svo að vinnu- tafir í verksmiðjunni verði sem minstar. Verksmiðjan hefir alt til þessa veitt kvenfólki og unglingum talsyerða viðbótarvinnu, en nú eftir stækkunina, þegar fram- leiðsla á fjölbreyttari fiskteg- undum verður fyrir hendi er ráðgert að verksmiðjan geti veitt 40 til 60 manns nokkurn veginn fasta atvinnu mestan hluta ársins. (Vesturland). Skemtitör Heimdallar til Þingvalia. Þótt veður væri enganveginn gott s. 1. Iaugardag, varð allmikil þátttaka í för Heimdallar til Þingvalla. Fyrsti hópurinn lagði af stað austur kl. 3, en stöðugt streymdu bifreiðar til staðarins með þátttakendum, og gekk svo fram á kvöld. Auk Reykvíking- anna kom allmargt fólk af Vatnsleysuströnd og úr Árness- og Rangárvallasýslum. Hér í Reykjavík og á Suður- landsundirlendinu hélst veður þurt að mestu allan laugardag- inn, en á miðri Mosfellslieiði lá rigningarbeltið, og stórrigndi þar á köflum og var svo einnig á Þingvöllum. Til stóð að formaður Sjálf- stæðisflokksins héldi i*æðu að Lögbergi kl. 6 síðd., en vegna veðurs var horfið frá þvi, og hófst fundur í þess stað í stóra salnum í Valhöll. Formaður Heimdallar Jóhann Hafstein setti skemtunina og bauð þátt- takendur velkomna, en því næst hóf Ólafur Thors atvinnumála- ráðherra ræðu sína, og mælti fyrir minni fósturjarðarinnar. Lýsti hann m. a. eðli okkar íslendinga, hvernig það hefði í rauninni mótast af landinu þannig að þjóðin hefði öðlast þrautseigjutil að yfirvinna óblíð kjör og margskyns erfiðleika. Hinsvegar mætti stórhugur og framtak þjóðarinnar verameira, og þótt sagt væri að hún hefði á síðustu áratugum stigið stór spor í framfaraátt, yrði enn að herða á róðrinum og keppa að frekara árangri til eflingar sjálf- stæði voru í efnalegu og and- legu tilliti. íslendingar væru kjarkmiklir og skapstórir. Um það hefði ver- ið kveðið um allar aldir, frá því er landið hygðist, en þeir eigin- leikar hefðu oft leitt til stór- feldra innbyi'ðis átaka, þar sem ofurkappið hefði í skannnsýni vikið þjóðarhagsmununum til hliðar, þannig að landið hefði í rauninni farið á mis við gæðin, sem af eiginleikum jiessuin gæti leitt. Þvínæst vék ræðumaður að hinum ýmsu atvinnugreinUm vorum, livernig þær hefðu eflst og dafnað, hvernig hagsmunir þeirra héldust í hendur til sjáv- ar og sveita, en að baki þeirra allra stæði ættjörðin í tign sinni og mikilleik og biði meira fram- taks, viðsýnis og stærri dáða. Því næst varð stundarhlé áður en sest var að snæðingi, en um kvöldið var skemtun haldin og fluttu þar ræður: Jóhann Haf- stein, Gunnar Tlioroddsen og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Um kvöldið gerði hið ágætasta veður, þannig að náttúrufegurð Þingvalla naut sín til fulls i geislum kvöldsólarinnar, og not- uðu ýmsir það tækifæri til að ganga um staðinn og skoða hann. í gær var veður slæmt framan af degi, en fjöldi næturgesta hafði dvalið á Þingvöllum. Héldu menn sig að mestu innan- húss, þar til er veður breyttist til batnaðar upp úr hádeginu, en þá var staðurinn skoðaður undir leiðsögu Benedikts Sveinssonar, eftir þvi sem við varð komið, en þvi næst hald- ið til Reykjavikur. I. S. I. I riur Siöiirösson ( frá Baldursheimi. Aðfaranótt laugardags and- aðist Þórólfur Sigurðsson frá Baldursheimi hér á Landspí- talanum, eftir stutta legu. Hann var fæddur að Baldursheimi 6. maí 1886, og voru foreldrar hans þau hjón Sigurður Jóns- son og Solveig Pétursdóttir frá Reykjahlíð, er bjuggu rausnar- búi í Baldursheimi. Er móðir Þórólfs enn á lífi, konún á ní- ræðisaldur. Þórólfur lauk gagnfræða- prófi á Akureyri, en settist síð- an að i Baldursheimi og bjó þar síðan, þótt hann gegndi ýmsum störfum öðrum. Var liann á- hugamaður mikill um. þjóðmál og réðst m. a. í að gefa út tima- ritið Rétt og var ritstjóri þess um nokkur ár. Tók hann mik- inn þátt í félagsmálum sveitar sinnar, og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Framsóknar- flokkinn. Hin síðustu ár var Þórólfur skrifstofustjóri nýbýlasjóðs, en bjó þó áfram í Baldursheimi. Þórólfur var greindur maður, hjálpsamur við bágstadda og vel látinn af þeim, sem kyntust honum. Hann var kvæntur Hólmfriði Hennnert frá Slcagaströnd og áttu þau eitt barn, sem nú er tveggja ára. Syndir feðranna. Þú skalt eigi mann deyða, en svo neyða leiðtogar niðjana mennina til að myi'ða og meiða. Er okkur verður hugsað til þeirra ógnarbyrða, er ófriðar- þjóðirnar leiða yfir eftirkonv endur sína, þökk um við okkar sæla fyrir að vera vopn- og varnarlaus þjóð, er ekki hefir drýgt hersyndir langt fram i v______ Dragnótatog: 2V’ off nýkomið GEYSIR V eiðarfæpaverslun Stálrírar iy4« _ iy2« _ i%” _ 2” nýkomið C«i eisib VeidavfæpavePBlun. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að Siffrídur SiffuröardLóttir, andaðist þann 16. þ. m. Fyrir hönd barna og tengdabarna. Hilmar Welding. ættir og ataða samvisfamia M65- slettum. Aldrei helir það hetur komiðí i ljós en einmitt uú, hviansu mjög herguðinn Iieflr xeri® dýrkaður og taminn með þjóS- unum og öllum aðferSum }ar beitt, til að gjöra haim allsrátS- andi, hæði með njösnom og preltvísi, féjmitum, föðurlands- svikum út á við, rúninga ims aS skyrtunni og haniingj.uniissS Iieima fvrir. í skjóli Iiverskonar „isEaa'1*.. sem ekki Jiéfir reynst nema skrípaleikiu á vörum, enda of- inn úr blekkingum, útvortis- gljáa og guðsafneitun, hafa xjóðmálaskúmar gint fólkfið tii fylgis við sig, til jxess sv® ai teyma það eftir vild og verða mestir sjálfir, hveraíg svo seœ það er fengið. Hefir þessára át- lendu áhrifa gætt mjögí stjára- arfari okkar á siðarí áruni, og islenska raenn í því sarnbancK dreymt stóra draunia fyrlr sjálfa sig’ ög sína, þó Jiað væri miður holt fýrir þjóðfélagjið í- heild. Enda er nú svo konalík að þeir munu færri, stjörmnála- leiðtogarnir, sem álitnír era heiðarlegir eða bera Iiag al- þjóðar fyrir brjósti og sýna þa3 í verkinu. Nú sofa memr rólegír þó jþenr sviki loforð sin, og Hnna þyk- ir að hvila sig en erfiða og hetra er að vera á sveitiiml ea 5» ®sg allir Idessaðir styrlurniir slyðja þá ómensku. Og minna er nú lnigsað um að vera sannor Is- lendingur i ei ði og verkL Það þarl' engan fjöldafans til að eyðileggja ætterni vori og tungu. Þjóð, sem hefir att’ siikara bókaauð, að hún Grima gawda í Grófinni, sem aldneí gefck i skóla, kann mestmegnis Uassiu- sálmana og Njálu, varðveítt þáð mál, sem, er allri rödd fegra^ átt þann .stjórnmálamaira* ec allir líta upp til og er lýsií þar götuna fram eftir v,et( húo að sjá um að ekkert barn fetsa- ist, sem ekki er búið að þant- æfa í og útskýra fyrir hfi&te ættjarðarljóð lándsms: ag díýr- mætustu sálma;' elskar n*aE® sitt af öllu hjarta og virðir roest ])jóðinálaslefnu Jóns Signrðs- sonar og hennar ágæti. EöcfrS er okkur nauðsynlegra á fiaaa- mótum sem þessum, em a® skerpa með' okkur LstendEng^- eðlið og meta það sens esr ia* lenskt og gott og byggja þar upp sterk varnarvirki. Fyrir komandi kynslöðiiv. 17 Hátáðisdagur ] 11X11 íþróttamanna. KI. 1.30 e. h.: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli. Kl. 2 e. h.: Skrúðganga íþróttamanna frá Austurvelli (í iþróttabúningum) og annara bæjarbúa. Staðnæmsl við leiði Jóns Sigurðssonar forseta, gengið þaðan að hinni nýju háskólabyggingu og þaðan inn á íþróttavöll. Á íþróttavellinum fara fram ræðuhöld, söngur og Lúðrasveit Reykjavikur spilar undir sjórn Albert Klahn, Keppt verður í þessum íþróttagreinum: 100 m. hlaupi, kringlukasti, 800 m. hlaupi, hástökki. Ármenningar sýna glírnu. Ennfremur fara fram ýms skemtiatriði, svo seín: Pokahlaup, kötturinn sleginn úr tunnunni 20x80 metra boðhlaup (viðvaningar) o. fl. KI. 8.30 síðd. heldur hátíðin áfram á íþróttavellinum og fer þá fram kepni í langstökki, kassaboðhlaupi (stúlkur) 5000 m. hlaupi, kúluvarpi, 1000 m. boðhlaupi og handknattleikskepni milli Háskóla fe- Iands og „Hauka“ úr Hafnarfirði, og ennfremur milli Kvennaflokks Ánnanns (íslandsmeist- aranna) og ? Kl. 10 síðd. hefjast dansleikir á Hótel Borg, í Iðnó og Oddfellowhúsinu. Aðgöngumiðar kosta kr. 2.50 off fást í and-dyrum húsanna frá kl. 6 e. h. 17. júní. Reykvíkingar! Það er þjóðlegt að skemta sér 17. júní, takið allir þátt i hinum f jölbreyttu og glæsilegu Iiá- tiðahöldum íþróttamanna og hjálpið til að gera þennan dag að réttnefndum þjóðhátíðardegi. Aðgöngumiðar að iþróttavellinum kosta kr. 1.00 pallstæði, og 50 aura fyrir böm, sæti kr. 2.00. Glímufélagið Árrnann, íþróttafélag Reykjavíkur, Knattspyrnufélag Reykjavíkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.