Vísir - 18.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 18.06.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Háskólabygging- in. AÐ vekur að vonum mikla athygli um alt land, hve giftusamlega hefir til tekist með háskólahygginguna, og í raun- inni veldur hún tímamótum í ís- Ienskri byggingarlist. Islenska grjótið er í fyrsta sinni notað til skreytingar, og það hefir sannast, að unt er að ganga svo frá því, að það stendur að engu leyti að baki erlendum bygg- ingarefnum, sem flutt hafa ver- ið til landsins sem húsaskraut. Húsameistari ríkisins hefir fyrstur nxanna liafið tilraunir í þessu efni, og rutt þannig nýjar brautir, sem margir liafa lagt leið sína um síðan. Á því er eng- mn vafi, að hér eftir verða allar byggingar hins opinbera skreyttar íslensku grjóti, svo sem vera ber, og væntanlega láta einstaklingarnir sinn hlut ekki eftir liggja i þvi efni. Háskóli Islands, virðulegasta mentastofnun landsins, liefir nú flust í húsnæði, sem stofnuninni er samboðið. Kennarar og nem- endur hafa öðlast þau vinnuskil- yrði, sem best verður á kosið, og allir vona, að í háskólabygg- ingunni beri íslenska menningu hæst. Þótt háskóli vor hafi til þessa starfað við hin lélegustu skilyrði, hafa verið unnin þar afrek, sem mótað hafa íslenskt þjóðlif öllu öðru frekar. Nægir í því efni að drepa á lagavisind- in, norræn fræði, læknislist og guðfræði, þau höfuðfræði, sem kend eru við háskólann, en á þeim sviðum öllum stöndum við Islendingar síst að baki öðr- um þjóðum, þótt vanefni tor- veldi framsókn þjóðarinnar í ýmsum greinum. Prófessorar háskólans hafa sýnt það, að þrátt fyrir afleit skilyrði hefir þeim tekist af efla háskólann svo, að hann er ekki eingöngu stofnun, sem hefir þann vanda með höndum að útskrifa em- bættismannaefni, heldur er hann fyrst og fremst vísinda- stofnun, sem mótar lif þjóðar- innar öllu öðru frekar. Ýmsir hafa tilhneigingu, er beinist í þá átt, að niðra háskól- anum, gera litið úr þeim mönn- um, sem þar starfa og þaðan útskrifast. Slíkt er fráleit villa, enda má með fullum rétti segja, að háskólagengnir menn sýni það yfirleitt i störfum sínum, að þeir hafa öðlast hagkvæma og góða mentun, sem kemur þjóð- inni til góða á öllum sviðum at- vinnulífsins, ekki síður en i vís- indum og listum. Hitt er svo alt annað mál, að þjóðin þarf í þessum efnum sem öðrum að aækja fram, — þarf að sanna að hún eigi sjálfstæðan tilverurétt, — með því að hún hafi til að bera mentun og menningu, sem siðaðri þjóð er samboðin. Fræðslumál þjóðarinnar eiga að vera í því horfi, og þá ekki síst aðstaða æðstu mentastofn- unar hennar, að hún tryggi sjálfstæði vort, andlegt og efnalegt um ókomna ævi, og með því að vel hefir verið af stað farið, er engin á- stæða til að örvænta um fram- tíðina, þrátt fyrir alla bölsýni og hrakspár. Þjóðin lítur með lotningu til háskólans, sem tákns æðstu menningar hér i Iandi, og sem stofnunar, sem krafist er af miklum afrekum á öllum svið- um. Þjóðin vill hlúa að honum og búa vel um hann í öllum greinum, ekki til þess að koma upp dáðlausri mentamannastétt, heldur til hins, að afla sér nýtra starfskrafta og lifandi lífs. Ilún vill endurnýja og halda við því besta, sem lifað hefir i landinu, og hún ætlast til þess, að menta- mennirnir skilji til hlítar þá köllun sína, að starfa í þjóðar- þágu, en nota ekki nientun sina henni til óþ'urftar. Þær óskir fylgja hinni nýju háskólabyggingu, að hún megi verða hæli þeirrar æðstu irienn- irigar og menla, sem islenska þjóðin á til að bera, og þaðan megi koma sá lífsstraomur sem ber þjóðina áfram til meiri afreka, þrifa og þroska um ó- komin ár, og svo megi ávalt verða. Sresku ssmniniunuin er ekkMokið. Hvaðan fær Þjóðvilj- inn upplýsingar sínar? Það hefir verið mjög hljótt um viðskiftasamninga þá, sem farið hafa fram að undanförnu milli Breta og Islendinga. En þar sem samningar þessir snerta afkomu allrar þjóðarinnar, er þeirra beðið með mikilli eftir- væntingu. En íslensku nefndar- mennirnir hafa talið sig bundna algerri þagnarskyldu og varist allra frétta. Ilið sama er að segja um ríkisstjórnina. Það hefir ver- ið alger kyrð um þessa samn- inga. I morgun kemur svo Þjóðvilj- inn og þykist vita alt um samn- ingana. Vísir leitaði sér upplýs- inga um hvað samningunum liði og hefir það eftir öruggri heimild að sanmingum er ekki lokið, en unnið áfram að j>eim. Um samningsgrundvöllinn fékk blaðið engar upjjlýsingar. Er sýnilega lögð áhersla á að ekkert berist út um þetta fyr en samn- ingarnir liggja fyrir. En hvaðan hefir Þjóðviljinn upplýsingar sínar? Það er vitað að hann hefir þær ekki frá nefndarmönnum, ogekkifrárik- isstjóminni. Það verður fróðlegt á sínum tíma, að sjá að hve miklu leyti fregn Þjóðviljans byggist á staðreyndum. En ef svo skyldi reynast, mun mönn- um þykja fróðlegt að vita, hvað- an blað kommúnista fær upp- lýsingar, sem haldið er leyndum fyrir öllum öðrum. FIMTUGUR í DAG: Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri. Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri er fimtugur i dag. Hann hefir verið liér rafmagns- stjóri i tvo áratugi — en það er ekki að sjá, að þetta umfangs- mikla og vandasama starf hafi mætt á Steingrími.Stjórnarhans á rafveitu Reykjavíkur og alls starfs hans í þágu liennar og Sogsvirkjunarinnar mun lengi minst verða, en rafmagnsmál- unum og þessum fyrirtækjum hefir Steingrímur helgað krafta sína fremst af öllu. Vísir óskar þessum vinsæla og ágæta manni allra heilla á fimtugsafmæhnu fyrir sína hönd og lesenda sinna. Vígsla háskólabyggingarinnar fór fram í gær. Glæsilegasta og vandaðasta bygging á íslandi. Vígsla hinnar nýju háskolabyggingar fór fram í gær, að við- stöddu miklu fjölmenni. Hófst athöfnin kl. 2 !/2 síðdegis, og stjórnaði prófessor Magnús Jónsson henni, eftir tilmælum há- skólarektors, dr. Alexanders Jóhannessonar. Áður en vígslu- athöfnin hófst gekk fylking íþróttamanna, undir fánum, að anddyri háskólabyggingarinnar, en í þeirri fylkingu voru '300 menn, allir í íþróttabúningum, en fjöldi bæjarbúa hafði einnig safnast þafna saman, eða fylgt Húsameistari heiðraður. Lúðrasveitin „Svanur“ lék íslensk ættjarðarlög eftir stú- denta og stjórnaði Karl Ó. Run- ólfsson hljómsveitinni. Háskólarektor og prófessor- ar gengu fram á tröppur há- skólabyggingarinnar, en forseti I. S. I. ávarpaði þá, og flutti háskólanum árnaðaróskir í- þróttamanna. Þakkaði rektor lieimsóknina og árnaði íþrótta- mönnum allra heilla. Gestir höfðu safnast saman í hátíðasal og tekið sæti. Voru þar ríkisstjórn, alþingismenn allmargir, fulltrúar erlendra ríkja, biskupar, strulentar og fjöldi gesta. Háskólarektor, prófessorar, sendikennarar og aðrir starfs- rnenn háskólans gengu inn i Skrúðganga íþróttamanna. háskólasalinn stundvíslega kl. 2.30, og tóku sæti á upphækk- uðum palli fvrir enda salarins skrúðgöngunni. gegnt gestum, en nýútskrifaðir slúdentar sálu í afherbergjum beggja vegna við prófessorana. Að baki þeim fyrir miðjum sal stóð íslenskur silkifáni, gull- bryddur, er háskólanum var gefinn síðastl. haust. Fyrstur tók háskólarektor til máls, og bauð gesti velkonnia til vigslunnar. Lýsti hann sögu háskólabyggingarinnar í stór- um dráttum, og aflienti ríkis- stjórn bygginguna. Þakkaði hann sérstaklega húsameistara ríkisins, prófessor Guðjóni Samúelssyni, unnin störf, sem og Þorláki Ófeigssyni, sem hef- ir hafl eftirlit með bygging- unni, og öðrum þeim, sem unn- ið hefðu að henni. Forsætisráðherra tók næstur Forsætisráðherra flytur ávarp. til máls. Vék hann að hugsjón Jóns Sigurðssonar um þjóð- skóla og rakti nokkuð ummæli hans i því sambandi. Lagði ráðherrann megináherslu á það, að ef háskólinn ætti að inna hlutverk sitt af hendi, yrði liann að blása lífi í brjóst nem- enda sinna og þrótti, sem mætti islensku þjóðinni að gagni koma. Árnaði forsætisráðherra háskólanum allra heilla, og af- henti hann því næst bygging- una háskólarektor og prófess- orum til afnota og umsjár. Þá tók forseti lieimspeki- deildar, prófessor Sigurður Nordal til máls, og lýsti yfir HÚSASMÍÐAMEISTARARNIR. Hér að ofan birtist mynd af þeim Einari Kristjánssyni tré- smíðameistara og Sigurði Jónssyni múrarameistara, sem bygt Iiafa háskólann ofan kjallara, og -gengið hafa frá byggingunni að utan sem innan. Ljúka allir upp einum munni um það, að þeir hafi leyst störf sín prýðilega af hendi, og ber sérstaklega að þakka þeim live öll vinna hefir gengið greiðlega við bygginguna, þrátt fyrir margskonar erfiðleika, með efniskaup og fleira. Eru störf þeirra vissulega viðurkenningarverð, enda svo vel Ieyst af hendi, að ekki má að þeim finna með neinum rökum. Er það ánægjulegt að íslenskir húsasmíðameistarar skuli hafa leyst verk þetta af hendi, og ber að þakka þeim um leið og öðrum að háskólabyggingin er fegursta og glæsilegasta bygging á Islandi að öllum frágangi. Úr hátíðasal háskólans. I þvi, að deildin hefði einróma kjörið húsameistara ríkisins, Guðjón Samúelsson, doktor philosophiae honoris causa, í viðurkenningarskyni fyrir hið ágæta starf, er hann hefði leyst af hendi í þágu háskólans. Lýst rektor því næst doktorskjöri og aflienti liúsameistara ríkisins doktorsskírteini. Þá fluttu fulltrúar erlendra ríkja ávarp, og tók sendiherra Dana Fr. le Sage de Fontenay, fyrstur til máls og mælti á lat- neska tungu. Töluðu þeir því næst Bay, aðalræðismaður Norðmanna, aðalræðismaður Svía, Otto Johansen, aðalræðis- maður Finna, Lúðvíg Ander- sen, sendiherra Breta, Mr. Ho- ward Smith, aðalræðismaður Frakka M. Voillery og prófess- or Guðbrandur .Tónsson, er flutti ávarp frá Dyflinarhá- skóla. Sendiherra Breta, Mr. Ho- ward Smith, afhenti ávarp frá háskólanum í Cambridge, til háskóla íslands, þar sem rætt er um andlega samvinnu Breta og íslendinga, og sérstaklega getið Eiríks Magnússonar mjög Iofsamlega, en hann starfaði sem prófessor i norrænum fræðum við ljáskólann í Cam- bridge. Að lokum þakkaði rektor liinar hlýju kveðjur og óskaði þess, að háskólinn mætti um langan aldur gegna því hlut- verki sínu, að verða blysberi hinnar æðstu menningar í land- inu. Var því næst leikinn þjóð- söngurinn og athöfninni slitið. .Takob .1. Smári hafði ort hin prýðilegustu hátíðaljóð, i þrem ur köflum, sem sungin voru við vígsluna, en Emil Thorodd- sen samdi lögin, en þau ein- kendi norrænn þróttur. Fór öll athöfnin mjög virðu- lega fram, svo sem háskólan- um var samboðið. Að athöfninni lokinni dreifð- ust gestirnir um bygginguna og skoðuðu liana, og luku allir upp einum munni um það, að hún væri i alla staði liin vandað- asta. Vakti það að vonum sér- staka athygli, hve íslenska grjótið getur verið fagurt, þeg- ar frá er gengið á réttan liátt, og má telja líklegt, að það verði meira notað í byggingar en tíðkast hefir, og móti liá- | skólabyggingin þannig tíma- mót í byggingarlist lands- manna. Rektor háskólans flytur ræðu. —16. Ræddi hann sérstaklega um hlutverk háskólans í ís- lensku þjóðlífi. Stefán Snævarr cand. theol. las bæn í kórdyrum, og sungnir voru eftirgreindir sálmar: „Vor guð er borg á bjargi traust“, „Ó, liversu sæll er liópur sá“, og að lokum „Son guðs ert þú með sanni“. Kapellunni hefir verið lýst að nokla-u hér í blaðinu, en til við- Vígsla kapellunnar. bólar skal þess getið, að henni hafa borist ýmsar fagrar gjafir og eru þessar helstar: Kross- mark og Kristslíkan skorið af Ágústi Sigurmundssyni, en pró- fessor Guðbrandur Jónsson gaf. Prófessor Magnús Jónsson gaf kapellunni silfurbikar fagran, og biblía, er gefin var próf. Har- aidi Níelssyni af nemendum hans, en frú Soffía Haraldsdótt- ir og Haraldur Sveinsson gáfu hana til kapellunnar. Börn pró- fessors Sigurðar P. Sívertsen, frú Steinunn kona Gústafs A. .Tónassonar skrifstofustjóra, og Ilelgi Sivertsen og frú hans gáfu lielgisiðabók, er átt hafði faðii þeirra. Flóttinn frá Spánr. heitir viðburðarík anterísk kvik- mynd, sem Nýja Bíó sýnir um þess- ar mundir. Aðalhlutverkin leika uppáhaldsleikarar Reykvíkinga, Lo- rette Young og Don Ameche. Háskólinn. Nafn Magnúsar Vigfússonar haföi fallið niður, þegar getið var þeirra, sem unnið höfðu að byggingu há- skólans. Lárus Salómonsson biður þess getið, að hann hafi unnið glímubeltið (íslandsglimuna) jszw sinnum, en ekki 2svar, eins og skýrt hafði verið frá hér i blað- inu. — —o--- Kl. 10 í gærmorgun hófst há- skólavígslan með guðsþjónustu í kapellu háskólans, en prófess- or Magnús Jónsson flutti pré- dikun og lagði út af Matt. 5, 14 Leikfélag Reykjavíkur sýndi skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ síðastl. sunnudag fyrir troðfullu húsi. Næsta sýning verður annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.