Vísir - 20.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 20.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Biaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 20. júní 1940. 140. tbl. FRANSKA STJÚRNIN SENDIR ÞJÓÐVERJUM NÝJA ORÐSENDINGU Frökkum verða sett- ir liarðir kostir. Skifta Þjóðverjar og Italir stórri sneið af Frakklandi milli sín? Þjoðverjar sagrðir heimta grnllforða Frakka o§r hrá- efni, — ea það er enn óvísl. að Frakkar láti kúgast. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregii frá Madrid hermir, að franska stjórnin hafi beðið Le Querica, að afhenda þýsku stjórninni nýja orðsendinu. Hefir þetta komið mönnum mjög á óvart, þar sem talið var að hlutverki La Querica sem milligöngumanns, milli Frakka og Þjóðverja, væri lokið. Einnig héfir þetta komið mönnum á óvart vegna þess, að franska stjórnin félst á þá kröfu Hitlers, að senda samningamenn með fullu umboði lil móts við f ulltrúa þýsku stjórnarinnar. — Það er leidd athygli að því að orðsendingin hafi tafist mjög — leið alllangur tími frá þv hún vár send af stað og þar til hún barst til Madrid seint í gærkveldi. Ekkert er kunnugt um ef ni þessarar orðséndingar. Það kemur æ skýrara í ljós, eftir ummælum í blöðum og útvarpi Þjóðverja og Itala að Frökkum verða settir afarkostir. Blöðin á Italiu, sem voru búin að segja, að Frakkar myndu fá kosti, sem af leiddi, að þeir yrðu betur settir en ef þeir gengu að boði Breta um stofnun bresk-fransks sambands- rikis, segja nú, að Frökkum verði settir harðir kostir. Það liggur að vísu ekkert fyrir opinberlega um það, hverjir þessir kostir verða, en Stefani-fréttastofan ítalska segir, að Frakkar verði að gefast upp skilyrðislaust. Þýsk blöð m. a. Börzen Zeitung, eru harðorð í garð Frakka. Þrir samningamenn sem hafa'fult umboð stjórnarinnar, eru farnir til móts við hina þýsku fulltrúa, og er talið líklegt, ð þeir hittist i París eða Versölum. Ekkert liggur þó opinberlega fyrir um hvar fundurinn verði haldinn og nöfn hinna frönsku samningamanna hafa ekki verið birt. Þjóðverjar halda áfram loft- árásum á Bordeaux, þar sem franska stjórnin hefir aðsetur, og segja Bretar, að það sé gert í ógnun- ar skyni við hana. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Italir hafa alllengi haft augastað á Savoy-héraði og Nizza, og það er nú gefið i skyn, að Frakkar verði að láta af hendi stóra sneið af landi sínu. Þykir liklegt, að Italir ætli sér Savoy og Nizza, en Þjóðverjar Elsass og Lothrin- gen. Þá hefir verið gefið í skyn, að Frakkar verði að láta af hendi allan gullforða sinn og hráefni og margir aðrir harðir kostir munu þeim verða settir. —Á franska flotann og frönsku nýlendurnar hefir ekki verið minst sérstaiklega, enda ekki búið að „grípa þær gæsir" með- an Bretar verjast. En meðan farið er utan að því í Þýska- landi og Italiu, að Frakkar verði að sæta af arkostum, ber- ast frönsku stjórninni hvaðan- æfa áskoranir um, að halda á- fram vörninni. Slikar áskoran- ir koma ekki aðeins úr Frakk- landi sjálfu, heldur frá öðrum löndum, þar sem Frakkar eru fjölmennir. I Bretlandi eru nú fjölda margir Frakkar flótta- menn og hermenn, og er þeg- ar farið að vinna að undirbún- ingi þess, að æfður verði franskur her í Bretlandi. Hef- ir de Gaul herforingi forystu í þvi. Frakkar í Bretlandi ætla einnig að aðstoða Breta við hergagnaframleiðsluna, en Frakkar eiga mikinn /fjölda æfðra verkamanna, og eru margir menn úr þeirra hópi komnir til Bretlands, sérfræð- ingar margir o. s. frv. Corbin, sendiherra Frakka í Bretlandi flutti útvarpsræðu i London i gærkveldi. Ávarpaði hann frönsku þjóðina og lýsti yfir þvi, að framvegis yrði út- varpað fregnum á frönsku frá Englandi, til þess að franska þjóðin gæti fengið sannar fregnir af þvi, sem er að ger- ast, en Þjóðverjar hafa nú margar útvarpsstöðvar í Frakk- landi á sínu valdi. Frakkar í Jugoslavíu hafa sent Lebrun forseta áskorun um að slíta samkomulagsum- leitunum við Hitler. Sömuleið- is hafa þeir sent ávarp til Mittelhauser, yfirherforingja Frakka í Sýrlandi. Bjóða þeir líf sitt og eignir í þágu Frakk- lands og skora á hann að berj- ast áfram við hlið Breta. í útvarpi Frakka í Bordeaux, sem starf ar undir verndarvæng frönsku stjórnarinnar, er því enn haldið fram, að Frakkar muni aldrei gefast upp skilyrð- islaust. Á vigstöðvunum i Frakklandi er enn barist, og hefir Þjóð- verjum ekki tekist að tvístra frekara hinum fjórklofna her Frakka, en Þjóðverjar sækja fram á sumum vígstöðvum, í Bretagne og viðar. Þeir áttu i gærkveldi um 40—45 kílómetra ófarna til Nantes, og voru komnir yfir Loire á nokkrum stöðum, en Frakkar sögðust víðast verjast á vinstra bakka fljótsins. I Elsass og suðurhluta Lothringen segjast Frakkar veita viðnám. Hin opinbera italska fréttastofa í Rómaborg birtir fregn um það, að uppreist hafi brotist út á Korsíku, og taki setu- lið Frakka þátt í henni. Bandaríkjamenn verða skatílagíir um 8 mil- jarða dollara, ef til styrjaldar kemur. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Öldungadeild þjóðþingsins í Washinton hefir samþykt gífurlega skattaálagningu. Er hér um neyðarráðstöfun að ræða vegna rikjandi ástands i heiminum og verður þvi fé, sem inn kemur, öllu varið í þágu landvarnanna. Skattur sá, sem á er lagður nefnist landvarna- skattur, og legst á tekjur ein- staklinga og fyrirtækja. Ef til styrjaldar kemur, er áætlað, að skatturinn færi 8 miljarða doll- ara árlega i ríkissjóð. Breytingar á hlutleysislögunum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefir sambands- stjórnin i Washington til íhug- unar breytingar á hlutleysislög- unum. Breytingarnar eru m. a. þær, að Bandaríkjamenn megi ferðast heim til Bandarikjanna i skipum þjóða, sem eigi í styrj- öld, en þetta nær þó aðeins til skipa, sem láta úr höfn i Irlandi eða Bretlandi. Meðal þeirra flugvéla, sem Bandamenn fá frá Bandaríkjunum, eru margar af Vultee Vangu- ard-gerð, sem hér sést á myndinni. Þessar flugvélar eru útbúnar 10 — tíu — vélbyssum, sem geta skotið 5000 skotum án þess að þurfi að hlaða þær. — Svíar pöntuðu einnig 144 af þess- um flugvélum í vor. Næturlæknir: Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvöröur í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Þjóöverjar héldu áfram loftárásum á England í nótt sem leið. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Mikill f jöldi þýskra flugvéla flaug aftur inn yfir England síð- astliðna nótt. Sex menn biðu bana, en um 60 særðust. Að því er hermt er í tilkynningu innanríkísráðuneytisins voru þrjár þýsk- ar flugvélar skotnar niður, en margar urðu fyrir skemdum, og er vafasamt að þær hafi komist til bækistöðva sinna. Fjölda mörgum sprengjum var varpað á ýmsa staði á norð- austurströndinni. Tjón varð af völdum loftárásanna í þremur borgum. Sprengjum var varpað víða yfir Lincolnshire, suður- hluta Englands og Suður-Wales. Bretar gera loftárásir á stöðvar Þjóðverja í Frakklandi og Þýskalandi. Flugmálaráðuneytið tilkynn- ir, að breskar sprengjuflugvélar hafi með góðum árangri gert árásir á flugstöðvar Þjóðverja við Amiens og Bouen. Kviknaði í flugvélaskýlum og annað tjón varð af. Ennfremur voru gerðar loftárásir á ýmsa staði i Binar- bygðum og Norðvestur-Þýska- landi og varð mikið tjón af, eink- anlega á járnbrautum og öðrum samgönguleiðum. — Einnar breskrar flugvélar er saknað. Byltingar- samsæri á Spáni. Fregnir f rá Madrid herma, að komist hafi upp víðtæk samsær- isáform á Spáni. Var markmið samsærismanna að steypa Francostjórninni og höfðu þeir bækistöðvar i Saragossa, Valen- cia, Barcelona og Madrid, eða ýmsum helstu borgum landsins, þar sem róttæku flokkarnir höfðu mest fylgi á lýðveldistím- anum. Samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu hefir tek- ist að hafa hendur i hári allra forsprakka og ónýta öll þeirra áform. Fjölda margír menn hafa verið handteknir. Þegar húsrannsóknir voru gerðar i bækistöðvum þeirra fundust vopn og skotfæri og mikið af áróðursrithngum. Sannast hefir, að samsærismenn fengu fjár- styrk erlendis frá. Börn veröa flutt frá Bretlandi í tugjúsunda- tali. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Það hefir nú verið ákveðið, að hefjast handa um flutning barna frá Bretlandi i stórum stíl. Hefir verið tekið með þökk- um tilboðum, sem komið hafa frá ríkisstjórnum Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálands og Suð- ur-Afriku. Fyrst um sinn er ráðgert að flytja 20.000 börn til samveldislandanna, 10.000 til Kanada og 5000 til Ástralíu, og um 5000 tíl Nýja Sjálands og Suður-Afríku. Slíkir flutningar í jafnstór- um stíl hafa aldrei átt sér stað fyrr. Talið er að börn og ung- lingar verði flutt frá Bretlandi til samveldislandanna og ef til vill einnig tiT Bandarikjanna i tugþúsundatah. Kanadamenn Hvað um síldar- útveginn í sumar? Síldarútvegsmenn halda fund kl. 2 síðd. í dag, og verður þar rætt um útgerðina í sumar, og þær lágmarkskröfur, sem út- vegsmenn gera, varðandi greiðslur út á innlagða síld og fleira. Ríkisstjórnin mun einnig hafa tekið málið til umræðu á fundi, sem haldinn var í morg- un, en ekki mun endanlegur ár- angur haf a náðst, enn sem kom- ið er, en þó munu líkindi til að Iausn málsins gangi greiðlega, ef ekkert óvænt kcmur fyrir. Ættu þá síldveiðiskipin að geta látið úr höfn, senn hvað líður. ætla að taka við ótakmörkuðum fjölda barna á aldrinum 5—16 ára. — Þá er einnig verið að ræða um að flytja stríðsfanga og út- lendinga, sem kyrrsettir hafa verið í Bretlandi, til Kanada. Sennilegt er, að hraðað verði sem mest að flytja þá vestur um haf, sem kyrrsettir hafa verið, því að Bretar óttast að þeir muni leitast við að verða innrásarher til stuðnings, tækist honum að komast inn i landið. Breska Iimyið kem- ur saman í dag. Funtiir í báðum deildum fyrir luktum dyrum. Fundir fyrir luktum dyi-um verða haldnir í báðum deildum breska þingsins i dag. Um 50 breskir þingmenn af öllum flokkum komu saman á fund í gærkveldi og hafa þeir lagt ýmsar till. fyrir rikisstjórn- ina, varðandi landvarnamál, starfsemi njósnára og stuðn- ingsmanna þeirra o. m. fl. Búist er við, að tillögur þessar verði ræddar þegar i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.