Vísir - 20.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 20.06.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Oft er þörf, en nú er nauðsyn CTYRJÖLDIN hefir sett svip sinn á atvinnulíf okkar íslendinga, eins og ann- ara þjóða, og óvissan um fram- tíðina hvílir eins og mara á öllum framkvæmdum. Mark- aðir hafa lokast fyrir meginið af útflutningsvörunum, — síld- arafurðir vorar þar á meðal. Ríkisstjórnin hefir að und- anförnu staðið í samningum við Rreta, varðandi viðskifti þjóðanna, og að hve miklu leyti Bretar vildu taka að sér kaup og fyrirgreiðslu á útflutnings- vörunum, en alt er í óvissu um afdrif þessara samninga, en mjög liðið á sumar og komið að venjulegri síldarvertíð. Tíðarfar norðanlands og austan er með ágætum, og úr báðum þessum landsfjórðung- um berast þær fregnir, að síld- in vaði fyrir landsteinum og veiðihorfur því með afbrigðum góðar, eins og sakir standa. Ríkisstjórnin hefir að und- anförnu haft síldarútvegsmálin með höndum, án tillits til þess hvernig íslensk-bresku við- skiftasamningunum kann að reiða af, og hún mun leggja á það megináherslu, að allur síldveiðaflotinn leggi úr höfn, og að síldarverksmiðjur ríkis- ins verði reknar á sumrinu svo sem verið liefir. Útgerðarmenn hafa einnig fullan skilning á málinu, hafa rætt um horfurnar sín í mill- um, og þótt ekki verði sagt, að byrlega blási, meðah alt er í óvissu um verð á síldarafurð- um, munu þeir fyrir sitt leyti reiðubúnir til þess að gera skip sín út á síldveiðar, fáist til þess nauðsynleg rekstrarlán. Þvi verður ekki neitað, að áhættan fyrir útvegsmenn og lánsstofn- anir, er allveruleg, vegna þeirr- ar óvissu, sem enn er ríkjandi, en liér vei’ður að hrökkva eða stökkva. Atvinna mikils fjölda fólks og afkoma á sumrinu er undir því komin, að fram- kvæmdir i þessari atvinnugrein stöðvist ekki, og auk þessara óbeinu hagsmuna, hefir ríkið sjálft beinna hagsmuna aðgæta i sambandi við rekstur verk- smiðjanna, sem flestar eru rík- iseign og mikið fé hefir verið bundið í. Vaxandi dýrtíð í landinu veldur þvi, að þröngt er nú fyrir dyrum allrar alþýðu í kaupstöðum, og hvað bíður alls þess fjölda, sem lífsfram- færi hefir haft af síldveiðun- um, ef þær skyldu stöðvast, vegna óvissunnar, — en ekki vegna fyrirsjáanlegs ómögu- leika á sölu síldarafurðanna. Það er í rauninni ekkert, sem réttlætt gæti stöðvun síldarút- vegsins, en alt, sem mælir með, að allir kraftar sameinist i því efni, að hann verði rekinn á sumrinu, svo sem tíðkast hefir, sjómönnum, verkamönnum og þjóðinni í heild til bjargar. Útlitið hefir oft verið tvísýnt hjá okkur íslendingum, og margvíslegar hörmungar hafa yfir okkur dunið, en þjóðin Samþyktir fjórða þings formanna og fiskimanna- sambandsins. hefir skrimt fram á þennan dag. Hvað, sem í skerst, má það aldrei henda, að við leggjum árar i bát og látum af allri sjálfsbjargarviðleitni. Annars- vegar getum við valið kyrstöð- una, hrörnun og neyð, en hins- vegar tvísýnu, og oft hefir ver- ið út í hana lagt á þjóðarskút- unni, en samt farnast vel. Það er engin ástæða til að ætla annað, en að fullur skiln- ingur sé ríkjandi hjá öllum að- ilum, sem um þetta mál eiga að fjalla. Það er engin ástæða til að ætla annað, en að sild- veiðaflotinn láti allur úr höfn næstu daga, og baráttan hefjist fyrir brauði og þjóðarauð. Yið verðum að trejrsta á guð og gæfuna, og verum þess minn- ugir, að útlitið er engan veg- inn svo svart, að ástæða sé til að leggja árar í bát og örvænta. Oft hefir verið þörf, en nú er þess nauðsyn, að leggja fram alt fé og alla krafta, til þess að bjarga því, sem bjargað verður, og ef illa fer, er sökin ekki okkar, heklur annara, en sá er eldurinn heitastur, er á sjálfum brennur. Gjafir og skeyti til Háskóla íslands. Háskólanum bárust á vígslu- daginn margar heillaóskir frá stofnunum og einstökum mönn- um, utan lands og innan. Frá háskólanum í Cambridge af- henti sendiherra Breta ávarp á latínu, prentað á pergament og ennfremur ávarp á íslensku frá háskólanum í Leeds. Auk þeiri’a munnlegu heillaóska, sem full- trúar Noi’ðurlandaþjóðanna, Breta og Fi-akka fluttu frá liá- skólum í þessum löndum, flutti pi’ófessor Guðbi’andur Jónsson ávarp frá þjóðháskólanum i Dublin í írlandi. HeiIIaóska- skeyti bárust frá háskólanum í Ábo í Finnlandi, Yale liáskóla og rikisháskólanum i North Da- kota í Bandaríkjunum, frá Þjóðræknisfélagi íslendinga og frá dr. Guðmundi Grímssyni dómara í Rugby, N. Dak., og bréf frá Lundúnaháskóla. Þess- ar stofnanir innanlands sendu heillaóskaskeyti: íþróttasam- band fslands, stjórn Alliance Fi’an(;aise, Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, Verslunarráð ís- lands, Kennaraskólinn, Menta- skóli Akurewar, skólastjórinn á Eiðum, Flateyjar framfara- stiptun, Þjóðminjasafnið, Stúd- entafélag Reykjavikur, og enn- fremur ræðismaður Pólverja. Guðfræðideild barst skeyti frá Siguiði prófasti Haukdal í Flat- ey. Stúdentafélag Reykjavikur tjáði rektor virðingu sína og þakklæti fyrir ötula og ósér- hlífna forustu um málefni há- skólans. Ennfremur bárust hon- um skeyti frá Gísla Sveinssyni sýslumanni og yfirlækni dr. Helga Tómassyni. Gjafir til háskólans, auk þeirra, sem áður hafa verið taldar: f tilefni af vígslu nýja háskól- ans bárust honum nokki’ar gjaf- ir. W. Jörgensen úrsmíðameist- ari gaf fagra klukku í kennara- stofuna og hefir liér áður verið skýrt frá þeirri gjöf. Ásgeir Bjarnþórsson, listmálari, gaf mynd af próf. Haraldi Niels- syni, er hann liefir nýlega mál- að. Frú Guðrún J. Briem gaf fagran pálma í kennarastofuna. Þá fékk háskólinn hátíðarljóð eftir Jón Magnússon skáld með lagi eftir Hallgrím. Helgason tónskáld að gjöf frá höfund- unum, en þessi gjöf barst al- veg nýlega og var því ekki liægt að nota hana við vígsluna. Næturakstur. B.st. Geysir hefir opið í nótt. Sími 1216 og 1633. Fjórða þing Farmanna- og fiskimannasambands fslands var háð hér í Reykjavík dagana 10. —12. ]i. m. og voru alls haldnir 5 þingfundir. — Þingið sátu 19 fulltrúar frá öllum sambands- félögunum, en þau eru 11 að tölu. Auk hinna venjulegu þing- starfa voru 8 mál, varðandi vel- ferð og hagsmuni sjómanna- siéttarinnar, tekin til umræðu á þinginu og í flestum þeirra gerðar ályktanir. — Mál þessi voru: 1. Bygging sjómannaskóla. 2. Vitamál. 3. Landgönguleyfi ísl. sjó- manna í breskum liöfnum. 4. Lög um atvinnu við sigling- ar á íslenskum skipunx og lög um lögskráningu skips- hafna. 5. Veðurfregnir til íslenskra skipa. 6. Skipun stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins. 7. Breytingar á lögum um Fiskiveiðasjóð íslands. 8. Skipun síldarútvegsnefndar. til islenskra skipa, sem slunda veiðar eða sigla með ströndum Iandsins. 6. mál. f þessu máli gerði þingið þá ályktun, að fela stjórn sambandsins að vinna að því, að lögum um Síldarverksmiðjur ríkisins verði breytt á þá lund, að þeim aðiljum, sem aðallega skifta \áð verksmiðjurnar og hafa þar mestra hagsmuna að gta, gefist kostur á að tilnefna menn í stjórn verksmiðjanna í eðlilegu hlutfalli við hagsmuna- afstöðu þeirra. 7. mál. í þessu máli var gerð ítarleg ályktun um margvísleg- ar breytingar í Fiskiveiðasjóðs- lögunum og var stjórn sam- bandsins falið að beita sér fyrir, að þær nái fram að ganga á Al- þingi. 8. mál. Þingið ályktar að fela sljórn sambandsins að beita sér fyrir því, að gerðar verði þær breytingar á lögunum um Síld- arútvegsnefnd, sem tryggi rétt- láta íhlutun viðkomandi liags- muna-aðilja um það, hvernig nefndin sé skipuð á liverjum tíma. Stjórn sambandsins til næstu tveggja ára. kosnir. Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri, var endurkosinn forseti, en meðstjórnendur voru kosnir þeir Sigurjón Einarsson, skip- stjóri, Iionráð Gíslason, stjná- maður, Júlíus Ólafsson, vél- stjóri, Guðbjartur Ólafsson, skipstjóri (allir endurkosnir), Hallgrímur Jónsson, vélstjóri og Friðrik Halldórsson, Ioft- skeytamaður. í varastjórn voru kosnir: Þor- grímur Sveinsson, skipstjóri, Þorsteinn Árnason, vélstjóri og Ifenry Halfdánarson, loftskeyta- maður. Endurskoðendur voru kosnir þeir Hafsteinn Bergþórsson, skipstjóri og Tyrfingur Þórðar- son, vélstjóri, báðir endur- Einmnnatíð á instnrlandi. Fréttaritari Vísis í Neskaup- stað skýrði blaðinu svo frá í viðtali í gær, að í alt vor hefði verið þar slík einmunatíð, að menn nryndu ekki eftir betra vori. Sólskin er á degi hverjum og hlýindi mikil, og rétt hæfilegar gróðrarskúrir á milli. Síld hefir sést vaða úti fyrir Austfjörðum, og telja sjómenn að liún muni vera þar allmikil, og liafi síldargangan aukist sið- ustu dagana. Fram - Valur í kvöld. ANNAR leikurinn í síðari um- ferð Reykjavíkurmóts Meistara- flokks fer fram í kveld, ef veð- ur leyfir, og keppa þá Fram og Valur — félögin, sem urðu fs- Iands- og Reykjavíkurmeistarar í fyrra. Fram Iiefir ekki krækt sér i neitt stig ennþá, en hefir fullan hug á því og á líka að hafa getu til þess. Valsmenn þurfa að fá hvert stig, sem mögulegt er að ná í, ef þeir eiga að vinna mótið, svo að ekki þarf að óttast að þeir liggi á liði sínu. Þeir eiga líka bestu mönnunum á að skipa, og eru Iengst komnir í listinni af knattspyrnumönnum okkar. Það þarf því ekki að efast um skemtilegan leik i kveld. Jafntefli milli K. R. og Víkings. þ AÐ minka dálítið vinnings- möguleikar Víkings á mót- inu við þetta jafntefli, en þeir þurfa þó ekkert að örvænta um mótið ennþá. En K.R.-ingar eru líklega búnir að tryggja sér 3ja sætið. Leikurinn í gær var skemti- legur á köflum. K.R.-ingar voru óvenju kraftmildir, eins og alt væri undir þessum leik komið. En Vikingar voru hinsvegar daufari, en þeir eiga að sér. Vörnin hjá K.R.-ingum var heilsteyptari en lijá Víkingum, en Víkingar kornust þó engu að siður i hættulegri færi, þótt hepni K.R.-inga kæmi í veg fyr- ir að mark yrði sett. Framherj- arnir hjá báðum voru hinsveg- ar ekki eins hættulegir og þeir liafa stundum verið. Björgvin Schram var besti maður K. R. og liefði oft illa farið, ef hann hefði vantað. — Hjá Víkingum var Brandur bestur. í lok fyrra hálfleiks fór Björgvin frám og í lok seinna hálfleiks Brandur, til þess að reyna að knýja fram úrslit, en það tókst ekki. Áhorfendur voru um tvö þúsund. Veður var kalt, slinn- ingskaldi á suðvestan. hep. 58 nemendur í Handíðaskólanum. Ilandiðaskóla Lúðvígs G'uð- mundssonar laulc að þessu sinni þann 15. þ. m. Tók hann til starfa 1. febr. í vetur og sóttu hann samtals 58 nemendur. Að- aldeild skólans var kennara- deild. Voru í henni 14 kennara- efni, þar af 5 með kennaraprófi. Þrír þeirra hættu námi, en hin- ir munu halda áfram. Nám í kennaradeild Handíðaskólans j tekur tvo vetur, og er með þvi námi ætlast til, að kennararnir geti veitt tilsögn í nauðsynleg- ustu smíði við sveitaskóla, svo í tveim fyrstnefndu málun- um voru engar ályktanir gerð- ar, en þau rædd mjög rækilega. Höfðu þau verið til meðferðar á síðasta sambandsþingi og þá gerðar í þeim ítarlegar ályktan- ir. —- í fyrra málinu — bygg- ingu sjómannaskóla — hafði engu fengist um þokað frá því á síðasta þingi, en þingfulltrúar voru sammála um það, að halda fast á því máli, þar til viðun- ai di lausn fengist á því„ þ. e. að upp væri risinn í höfuðstaðn- um fullkominn og veglegur sjó- mannaskóli. — í vitamálunum liafði það stóra framfaraspor verið stigið á' siðastliðnum vetri, að Alþingi hafði afgreitt ný vitalög, þar sem trygt er að end- urgreidd verði sú stóra f járupp- hæð (rösk ein miljón króna) sem á undanförnum árum hefir verið dregin af vitasjóði og látin renna í ríkissjóð, og enn fremur að allar þær tekjur, sem vita- sjóði bera, skuli í framtíðinni renna óskertar til hans. Til stórra bóta má einnig telja það ákvæði liinna nýju vitalaga, sem tryggir Farmanna- og fiski- mannasambandinu rétt til á- bendinga og ráðlegginga um það, livernig nýbyggingum vita í landinu verði hagað í fram- tiðinni. Lýstu þingfulltrúar á- nægju sinni yfir því, sem áunn- ist hafði í þessu máli og töldu það sigur fyrir sambandið, en það liefir frá stofnun sinni beitt sér mjög ákveðið fyrir umbót- um á öllu því, sem snertir vita- mál landsins. — 3. mál. 1 því var gerð sú á- lyktun, að fela stjórn sambands- ins að skrifa ríkisstjórninni og beina þeirri áskorun til liennar, að hún hlutist til um það við viðkomandi bresk yfirvöld, að íslenskir sjómenn fái leyfi til landgöngu í enskum liöfnum eftir þörfum og svo sem venja hefir verið til. 4. mál. 1 því var sú ályktun gerð,að fela sambandsstjórn að fylgjast vel með því, að umrædd lög séu haldin af viðkomandi aðiljum, og ennfremur að fá rikisstjórnina til að skrifa öll- um skráningarstjórum á land- inu og brýna fyrir þeim, að gefnu tilefni, að framfylgja nefndum lögum án nokkurrar tilslökunar. 5. mál. Þingið ályktaði að fela sambandsstjórn að vinna að því, að veðurfregnum (veð- urlýsingum) verði framvegis, með einhverjum hætti, komið Menn hafa naumast viljað trúa því til þessa, að skaðræðis- dýr það, er minkur nefnist, haf- ist við í Tjörninni eða við liana. Nú þykja fullar sannanir liggja fyrir um þetta, enda má nú sjá þess vottinn: Vængir af nýlega dauðum, fullorðnum fuglum hafa fundist þar í flóðreki. Síð- astliðna viku sást fyrsta öndin á þessu vori vera þar með 6 unga sína, en í gær hafði hún mist þá alla, og er það talið skaðræðisdýri þessu, minkin- um, til miska og engum efa bundið, að hann eigi þar sjálf- ur „bú“ sitt og fjölda unga. — Svanirnir allir, 14 að tölu, eru flúnir. Af 36 öndum, er þar voru í síðastliðinni viku, eru 13 eftir, eða svo var i gær. Krían ein lieldur velli, og ver land sitt með sóma. Er nú ekki ólíklegt, að Reyk- víkingar fái að sjá og reyna ár- angurinn af störfum þeirra ó- gæfumanna, er að undanförnu liafa að því unnið — en vitan- lega að engu nýtilegu starfi — að leiða þvílikan ófögnuð inn í landið, sem minkurinn er og menjar þess, að hann liafi tekið sér liér bólfestu. „Setulið“ hans mun sitja hér svo lengi sem sætt er, ef því verður eigi við- nám veitt. « Garðyrkjufræðingur bæjar- ins, lir. Mattliías Ásgeirsson, liefir nú, með aðstoð lögreglu- þjóna bæjarins, einkum hr. Sig- urðar Gíslasonar, liafið öfluga árás á þennan skæða óvin, og er vonandi, að þeim takist að ráða niðurlögum hans og reka hann af höndum sér hið fyrsta. En það er ýmislegt fleira um. að vera, þarna við Tjörnina, fuglalífi voru til felmturs og fjörvana: Næstkomandi laug- ardag mun vera ráðgert að lialda einhverja skemtun fyrir fólkið, og er ekkert við því ann- að en gott eitt að segja, þar sem það mun vera gert börnum þeim til styrktar, er ýmsir góð- ir menn eru að reyna að koma á brott héðan úr bænum til sumardvalar í sveit. En sökum þess, að endur munu hafa lireið- ur sin sennilega á fleiri en ein- um stað á bletti þeim, er til skemtunarinnar liefir verið val- inn, og að þær hafa þegar án alls ótta og ugga valið sér þennan stað og lireiðrað þar um sig, þá virðist skemtistaðurinn óheppi- lega valinn mjög, enda mun nú þegar vera búið að slá þennan blett á alla vegu við hreiður andarinnar, er orpið hefir þar mörgum eggjum sínum. Þótt öndin yrði fyrir þessu ónæði i gær,hafði hún vitjað eggja sinna í nótt, en ólíklegt er, að liún sætti sig við ónæði það og usla, sem skemtun þessi hlýtur að valda henni. Hún verður að flýja frá heimkynni sínu, eggj- um og ungum. Ótrúlegt er, að ekki hafi verið unt að finna annan og öllu lieppilegri stað í hænum til hátíðahalds þessa; virðist mér hann hafa verið auðfundinn, nokkrum föðmum sunnar á túninu og minni skaði að, þótt notaður væri, einkum túnsins vegna og fuglanna, sem þar eru. — Meginið af mikilli vinnu, sem bærinn hefir kostað til í vor — þúsunda króna virði — verður nú að litlu gagni: Blómin, hríslurnar og trérunn- arnir, fótum, troðið. Þessa var engin þörf, því nóg landrými er þarna og það umgirt, en skemti- svæðið ekki. Hólminn i minstu tjörninni (hinni syðstu) hefir verið á- kjósanlegur varpstaður fyrir endur og ýmsa smærri fugla; þar urpu 8 eða 9 endur i fyrra; nú er þar engan fugl að finna, sist að varpi, þvi varptími fugl- anna liefir verið valinn til þess að moka upp leðjunni í kring- um hólmann, svo nærri honum, að enginn fugl hefir getað haldist þar við. Sýnast mætti nú að einhvern annan tíma ársins hefði mátt velja til fram- kvæmda verki þessu, t. d. sept- embermánuð. En „alt að tarna“ sýnir það, að þeim sem þessum málum ráða, sé ekki neitt sér- Iega ant um að prýða bæinn á þá lund, eða stuðla að þvi, að fuglalífið í bænum aukist eða glæðist, og sannast að segja er harla lítið af mörkum lagt í því skyni. Erlendis var Jiessu á annan veg farið áður fyrrum. Þar var mörgum þúsundum króna varið árlega til þess að prýða skraut- garða og skemtistaði bæjanna með margbreytilegu fuglalifi og fjölskrúðugri blómarækt. Þar var það talin brýn nauðsyn fyrir uppeldi barna og ung- linga, að kynnast því sem best, hvernig fuglar og önnur dýr lifa sínu lærdómsríka lífi, lil athugunar og eftirbreytni fyrir oss, mennina, sem eflaust gætum svo margt gott af þeim lært, ekki síst ástríki og um- hyggju fyrir ungviðinu. Reykjavík, 19. júní 1940. Jón Pálsson. Minkurinn i Tjifrninni og Jónsmessuhátíðin í H1 j ómskálagarðinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.