Vísir - 22.06.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 22.06.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR Ingibjörg Dahlmann Fimtudaginn hinn 13. júní bar dauða hénnar skyndilega að, en næstkomandi mánudag verður hún til moldar borin. Frú Ingibjörg Iiafði verið lasin um skeið, en engan grunaði, að svo skjótt myndi sól bregða sumri. Frú Ingibjörg fæddist að Strönd á Völlum á Fljótsdals- héraði hinn 12. apríl 1875, og voru foreldrar hennar .Tón bóndi Eyjólfsson og Jóhanna Sigurðardóttir kona hans. Árið 1897 giftist frú Ingi- björg Jóni Dahlmann ljós- myndara, og dvöldu þau fyrst á Austfjörðum, en árið 1900 fluttust þau hjónin lil Akureyr- ar og bjuggu þar til ársins 1912, en þá fluttu þau liingað til bæj- arins og liafa búið hér síðan. Eru börn þeirra hjóna: Sigurð- ur pósl- og simastjóri á ísafirði, Kaja gift i Kaupmánnahöfn, Axel læknir, Dagmar ógift og Ásta kona Egils Sigurgeirsson- ar hdm. hér i bænum. — Tvö börn mistu þau lijón, annað i æsku, en hitt um tvítugt, og fóru því eklci varliluta af raun- um þeim, sem barnamissir veldui', Við» sem höfum margar stundir dvalið á heimdli þeirra Dahlmannshjónanna, minn- umst frú Ingibjargar með sér- stakri hlýju, með því að hún var öllum þeim kostum búin, sem vöktu traust og vináttu æsk- unnar, og sjálf kunni hún þvi vel að hafa hóp æskumanna á heimili sínu. Hún var glaðlynd kona, gáfuð og skemtin í við- ræðum og ljúf í öllu viðmóti. Heimili sínu stjórnaði hún með mesta myndarbrag, og féll ekki verk úr hendi, en manni sinum reyndist hún ávalt hinn öruggi og trausti lífsförunautur, enda var hjónaband þeirra farsælt með afbrigðum. Bæði voru þau hjón gædd þeim kostum, sem góða menn prýða, og vöktu sameiginlega yfir hag og vel- ferð barna sinna, en miðluðu þeim, er i kringum þau söfnuð- ust, ríkulega af gestrisni sinni og höfðingsbrag. Við, sem eigum að fagna vin- áttu þessarar ágætu fjölskyldu, mætum henni í innilegri sam- úð, og þökkum liðnar stundir. Við skiljum að það skarð stend- ur opið og ófylt, sem nú er höggvið í þeira hóp, en eftir lifir þó hin ljúfasta minning þess, sem var, og er það mikils um vert. Við óskum þess, að aldurhniginn eiginmaður frú Ingibjargar öðlist styrk í þeirri trú, sem hann er svo ríkur af, og að börnum hennar megi vegna vel og megi auðnast að feta dyggilega í fótspor ágætra foreldra. Við viljum gera óskir frú Ingibjargar í þeirra garð, að okkar óskum, en fyrir þau starfaði liún heil og óskift til hinstu stundar. K. G. boltann frá Högna í snörpu upphlaupi og skoraði. — Valur hugði nú að jafna leikinn en varð að láta sér nægja að verja, það sem eftir var fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur hófst á snöggu upphlaupi Framara, sem ekkerl varð úr og skiftust nú uppldaupin á, en er rúmar 20 mín. voru af leik fékk Björg- úlfur boltann frá Ellert og ætl- aði að hlaupa með liann að marki, er Sig. Halldórsson brá fæti fyrir hann. Vítaspyrna, sem Ellert tekur. Mark! Stóð nú leikurinn jafnt og báðir böfðu fullan hug á að vinna leikinn, en er af bráði var sóknin Framara megin og komust j>eir nokkrum sinnum í færi og í einu þeirra fær Fram vítaspyrnu á Val. Högni skaut, boltinn lendir upp undir slána, síðan niður á jörð og svo slær Hermann hann út, en þá var hann fyrir innan marklinu.Eftir það varð nokkur harka i leikn- um, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Standa nú leikar þannig, að Víkingur hefir 7 stig, Valur 4, K. R. 3 og Fram 2 st. b. Sjúklingar á Vífilsstöðum hafa beðið Vísi að færa j>eim Kristínu Einarsdóttur, Jónu Jónsdóttur og Gunnari Sigur- geirssyni þakkir fyrir komuna og skeintunina föstudaginn annan er var. Vísir. Vcgna Hólaferðar prcntara, sem stendur yfir1 til þriðjudagskvölds, keinur nœsta blað Vísis ckki út fyrri cn næslk. miðvikudag. Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. II, síra Sig- urbjörn Einarsson, kl. 5, sr. Bjarni Jónsson. 1 fríkirkjunni kl. 5, sr. Árni Sig- urðsson. I Laugarnesskóla kl. 2, sr. Garð- ar Svavarsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2, sira Halldór Kolbeins. 1 kaþólsku kirkjunni í Landakoti: Lágmessa kl. 6.30 árd., hámessa kl. 9 árd. F.ngin síðdegisguðsþjónusta. Nieturlæknar. / nótt: Páll Sigurðsson, Hávalla- götu 15, sínii 4959. Næturvörður í Ingólfs ajxkeki og Laugavegs apó- teki. Aðra nótt: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Nætur- vörður í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur apóteki. Aðfaranótt þriðjudags: Alfreð Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður sami og áður. Aðfaranótt miðvikudags: Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður sami og áður. Fimtug er í dag frú Herdís Strörn, fædd Guðmundsdóttir, Skólavörðustíg 3. Helgidagslæknir. Bergsveinn Ólafsson, Hringbraut 183, sími 4985. Litla dóttir okkar, Sigríöur Rut, andaðist að heimili okkar, Langavegi 46, laugard. 22. júní. Rannveig Oddsdóttir. Kjartan Friðriksson. Islenskir minnast 500 ára prentlistarinnar. Viðtal við Ólaf Erlingsson form. Hólanefndar. Prentarar, bókbindarar og prentsmiðjueigendur hér í bæ minnast í ár 500 ára afmælis prentlistarinnar(þ. e. a. s. prení- unar með lausum stöfum) með því að fjölmenua að Hólum í Hjaltadal dagana 23.—25. þ. m., en á Hólum var fvrstu prent- smiðju þessa lands komið á Iaggirnar. í lilefni af þessari ferð sneri tíðindamaður Vísis sér til for- manns Hólanefndar, Ólafs Er- lingssonar. „Þið ætlið á sunnudagimi af slað norður?“ „Já við förum kl. 7 að morgm með m.s. „Laxfoss“ upp á Akra- nes, en þaðan förum við í bif- reiðum sem leið liggur norður yfir Borgarfj., Iloltavörðulieiði, Húnavatnssýslur, Vatnsskarð og norður að Hólum. Við etum og drekkum þar sem við teljum þess þörf, en áætlað er að vera komið að Hólum kl. hálf ellefu að kvöldi. Þá göngum við í fylkingu og undir fánum lieim á staðinn, þar snæðum við kvöldverð og þar gistum við.“ „Hvað verðið þið mörg í ferð- inni ?“ „Um 170 manns, sem fara liéðan, en svo koma Akureyrar- ]irentarar til móts við oklcur í Vatnsskarð og verða okkur sam- 60 ára verður n.k. mánudag frú Jóhanna Gísladóttir, Ránargötu 10. Hjúskapur. í dag veröa gefin sainan i hjóna- band ungfrú Sigrún Jónsdóttir, Hverfisgötu 66 og Sigurjón Sig- urðsson, deildarstjóri i Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Heimili þeirra verður á Vifilsgötu 6. Stundum og stundum ekki, skopleikurinn, sem Leikíélagið hefir verið að sýna, var sýndur i 25. sinn síðastl. föstudag. — Næsta sýning verður annað kvöld, en i næstu viku verður hætt að sýna þennan skemtilega leik vegna þess, að sumir leikararnir fara úr bæn- um. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: „Galdra- nemandinn“, tónverk eftir Ducas. 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur: „Þýskalandsför Kobba gamla“, saga eftir Nexö (ungfrú Solveig Guð- nrundsdóttir). 20.45 Útvarpstrióið: Einleikur og trió. 21.05 Upplestur: Kvæði (Steinn Steinarr), 21.20 Danslög til kl. 23.00. Sextug verðun á morgun frú Nikólína J. Þorsteinsdóttir, Ljósvallagötu 8. Forðum í Flosaporti. Sýning á þessari bráðfyndu revyu verður næstk. mánudagskvöld kl. 8p2. Fer nú hver að verða síðast- ur, því að sýningum verður nú hætt. Aðgöngumiðar seldir á morg- un (sunnud.) kl. 4—77, og er viss- ara að koma þá, svo að ekki þurfi menn frá að hverfa, eins og átti sér stað á síðustu sýningu. Gengið í dag. Sterlingspund .......... kr. 23.38 100 Dollarar .......... — 651.65 Smalað verður í Breiðholtsgirðingunni á morgun (sunnudag) kl. 1 og alt fé rekið á afrétt. ferða heim að Hólum. Samtals verða tæp 200 manns, er gista staðinn.“ „Gistið þið í tjöldum,?“ „Við gistum i bráðskemtileg- um gististað, sem allir mega öf- unda okkur af.“ „Er það fjósið?“ „Tja, það segi eg ekki. En við gistum í heljarstórri flat- sæng, nema þeir allra viðkvæm- ustu, þeim verður séð fyrir rúmum.“ „Er þessi flatsæng bæði fyrir karla og konur?“ „Eg segi það ekki, því eg vil ekki koma neinu óorði á okkur. En eg vil samt segja þér í trún- aði, að ef þú vilt einhverntíma stofna til hópferðar og fá margt fólk í förina, þá skaltu bara aug- Iýsa flatsængina — og aðsóknin er trygð.“ „Ætlið þið einhverntíma að vakna á mánudagsmorguninn? „Eldsnemma, meira að segja. Sá sem ekki er búinn að opna augun kl. 7 að morgni fær vafns- gusu framan í sig. Annars er þetta sjálfsagður hátíðisdagur. 24. júní er kallaður Gutenbergs- dagur hvarvetna um heim og sá dagur er talinn vera „afmælis- , dagur prentlistarinnar.“ „Og á hvern liátt minnist þið þess, íslenskir prentarar og bók- iðnaðarmenn?“ „Við gerum það með veislu- höldum, skrúðgöngum, guðs- þjónustu, söng og ræðuhöldum, skuggamyndasýningum, hljóÖ- færaslætti og dansi, auk þess sem við skoðum Hólastað undir leiðsögn Gunnlaugs Björnssonar kennara.“ „Og svo náttúrlega i flatsæng- ina aftur.“ „Já, og daginn eftir böldum við sömu leið heim. Við komum á miðnætti á þri<jjudagskvöld til Reykjavikur, vonandi enn glað- ari og ánægðari en við fórum, enda þótt ekki sé liægl miklu við það að bæta.“ „Geturðu sagt mér nokkuð fleira um ferðina?“ „J:á, eg gæti alveg fylt Vísi i dag, ef þú bara vilt. En eg hefi svo mikið að gera í sambandi við undirbúning ferðarinnar, að eg ætla að eins að drepa á örfá atriði. Þess má t. d. geta, að allir lielstu viðburðír ferðarinar verða kvikmyndaðir. Þess má lika geta, að þetta er ein stór- kostlegasta liópferð, sem farin hefir verið hér á landi bin síð- ustu ár. Og loks má ekki gleyma þvi, að þetta er eina tækifærið sem gefst til að núnnast 500 ára afmælis prentlistarinnar. I sam- bandi við ferðina hefir verið gefin út leiðangurslýsing í bók- arformi — besta bók ársins vitaskuld.“ Revýan 1940 Forðum í Flosaporti Sregna þess, hve margir urðu frá að hverfa á síðustu sýn- ingu verður sýning mánudagskvöld kl. 81/2. Aðgöngumiðar seldir á morgun -sunnudag) kl. 4—7. Sími 3191. NINON Spotlllíssir 00 olls margar gerðir og litir. BANKASTRÆTl 1 Tii sölu eða ieigu <óður trillubátur, 4—5 tonn. Fylgir kr. 600.00 (styrklar- lán). — Uppl. hjá Halldóri, Hringbraut 146, 23. og 24. júní kl. 4—7. K. F. U. M. Almenn samkoma ld. 8V2. Ræðumenn tveir. Atlir vel- komnir. i ágætu standi til sölu. Verð krónur 3000,00. — Til sýnis Reynimel 3J. — Uppt. 5452 eða 3410. snm VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. DUGLEGA stúilkn *. í > ( . vantar í e’Idhús Elli- «jg hjúkrunariuúmilisins Grund. Uppl. gefui ráðskonan i dag kl. 4—7. Uppl. ekki gefnar í sima. Aðaíundur Sambands ísl. samvinnufé- laga hefst að Laugarvafni mánudaginn 24. júní næstk. kl. 9 fyrir hádegi Sambandsstj örnin Sumarstarfsemi K. F. U. K. Síðastliðið sumar liafði K. F. U. K. sumariiústað fjTÍr fétága sína að Straumi við Hafnarf jörð. Þykir þeim sem þar hafa dval- ið staðurinn aðlaðandi og útsýni tilkomuniikið og fagurt. Ee nú; í ráði að félagið haldi starfsemi jiessaiÆ áfram 1 sumar, og eru allar félagssystur hvattar til Jiess að notfæra sér þeíta.. lngai* síúlkui*! Atlmgið: Dagana 4.—11. júli geta stútkur J4—18 ára dvalið á þessunt fagra stað , í viku-flokk. — Þátf íökugjakF er 157Er. með ferðum — Allar upplýsingar þessu viðvikjandi eruí gefiiar á hverju kvöldi í húsi félagsins frá'kl. 8—10. — Sími 3437,_ STÚLKUR frá aldrinum 10—13 ára, munu fá tækifæri tifþess, að dvelja í þriggja daga-flokki dagana 11.—14, júlí. — Þátttökm gjald 7,50 með ferðum. Óskum eftir að fá nöfn ykkar sem allra fynjt,: Við væntum góðrar þátttöku. Velkomnar að Straumi. SUMARSTA RFSNEFFTD K. F. U. ÍL K.A. (Meistira Víkingur Keppa á morgun kl. 8,30 !f )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.