Vísir - 27.06.1940, Page 1

Vísir - 27.06.1940, Page 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skriístofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri BSaðamenn Sími: Augíýsingar > 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 26. júní 1940. 144. tbl. Japanir wfilja aakxia §ani- vínnn við Þpkaland og: Italín Þeir Ióru að íæra sig upp á skaftið gagnvart Frökk- um, þegar mótstaðan gegn Þjóðverjum bilaðL EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregn frá Tokio hermir, að blaðið Nichi-Nichi skýri frá þvi, að Arita utanrikis- málaráðlierra hafi símað til Naotaka Sato, sendiherra Japana, sem er nýkom- inn til Berlin, að hef ja umræður við þýsku stjómina um nánari stjórnmála- lega og viðskiftalega samvinnu. Sato sendiherra var fonnaður nefndar, sem Japanir sendu til Italíu í sama skyni. Sato hefir fengið fyrirskipanir um að ræða við Hitler sjálfan, en ef hann væri ekki viðlátinn, að skýra von Ribbentrop itarlega frá skoðunum Japana og tillögum. !Það vekur að vonum mikla athygli, að Japanir leggja nú áherslu á, að treysta samvinnu sína, stjórnmálalega og viðskiftalega við Þjóðverja og ítali. Að vísu er ekki nninst á neina hemaðarlega samvinnu, en það er af ýms- um talið ekki ólíklegt, að þeir atburðir, sem gerst hafa að undanfömu, séu Japönum hvatning til sem nánastr- ar samvinnu við Þjóðverja og ítali á öllum sviðum. *• Japanir hafa nýlega, eins og getið hefir verið i skeyt- um, tekið ákveðna afstöðu gagnvart Bretum og Frökk- ’um, í hergagnaflutningamálunum, eins og getið hefir verið í skeytum. Styrjöld Japana og Kínverja hefir nú staðið hátt á þriðja ár, og mikinn hluta þessa tíma hafa Kínverjar fengið hergögn um franska Indókína, og hafa Japanir látið sér nægja að reyna með samkomulagsum- leitunum að fá þessa hergagnaflutninga stöðvaða, þar til nú fyrir skemstu að þeir kröfðust þess af Frökkum, að hergagnaflutningarnir um franska Indókína yrði stöðv- aðir. Félst Petain-stjómin á þetta, en þrátt fyrir það hafa Japanir sent her manns til landamæra Franska Indókína. Er það athyglisvert, að þeir gripu ekki til þess- ara ráða, fyrr en Þjóðverjar höfðu komið Frökkum á 'kné. — Japanir hafa einnig krafist þess, að Bretar stöðvi hergagnaflutninga um Bunna. Hækkun pundsins veldur ekki verulegri verðhækkun nauð- syn|a í landinu. Olía og kol lækka í verði vegna lækkaðra íiutningsgjalda. Það hefir að vonum vakið allmikla athygli meðal almennings, að síðastliðinn mánudag var gengisskráning sterlingspunds á- kveðin kr. 26.22, en að undanfömu hafði gengi þess verið alt breytilegt. Um tíma var pundið ekki skráð hér í bönkum, eða frá 8. júní, en þá var gengi þess kr. 20.85. Fyrir viku var pundið skráð að nýju, og hafði það þá hækkað í kr. 23.59. Bretar geta ekki varið land sitt, segir Pitt- man. form. utanríkis- málanefndarinnar í Washington. — Bretar svara iudum há si. Pittman, for- maður utan- ríkismála- nefndar Bandaríkjanna er maður djarforður, og liefir iðulega vakið á sér at- hygli fyrir um- mæli sín. Þykir hann stundum tala næsta óvarlega, en ekki hefir hann látið slílca gagnrýni á sig fá. Hann hefir nú, í viðtali við blaðamenn, komist þannig að orði um sldlyrði Bretlands til þess að verjast, að vakið hefir mikla gremju í Bret- landi. Sagði Pittman, að það væri vonlaust, áð Bretar gæti varið land sitt, og að Bandaríkin gæti ekki veitt þéim þá hjálp, sem nauðsynleg væri, til að af- stýra því, að þeir biði ósigur. Sagði Pittman og, að 'Bretar ætti að verjast þegar í stáð í ný- lendum sínum, eins og Cliurc- liill liefði boðað, að þeir myndi gera, ef þörf krefði, en ekki bíða ineð þetta þar til England væri sigrað. (Pittman er úr flokki repu- blikana, sem hafa tekið þá stefnu að Bandaríkin ætti ekki að taka þátt í stríðinu. Vafálaust mun Pittman táka öflugan þátt i kosningabaráttu þirri, sem háf- in er vestra, eins og framan- nefnd ummæli hans virðast Ijenda til). Þótt ummæli Pittmans hafi vakið gremju í Bretlandi fer því fjarri, að ummælin liafi slegið riokkurum óhug á Breta. Svara Bretar fullum hálsi og teljá sig hafa góð skilyrði til þess ekki að eins að verjast, heldur og til þess að hefja sókn á Þjóðverja, er frá líður. Anthony Eden, her- málaráðherra flutti skörulega ræðu í gærkveldi og var henni útvarpað. Er ræða þessi svar við ummælum Pittmans og jafn- framt hvatning til bresku þjóð- arinnar. (Sbr. annað skeyti). 15. hernaðartit- kynniiig: Itala. w Ttalir gáfu út 15. hemaðartil- kynningu sína í gær. Segir í henni, að ekkert sé markvert að frétta af heimavígstöðvunum eða frá Libyu. Hinsvegar liafi breskar sprengjuflugvélar reynt að gera árás á flugstöðvar ítala í As- mara og víða í Abessíníu, en ekki tekist að valda skemdum á neinu, sem liafi hernaðarlega þýðingu. ítalska loftvarnaliðið hafi hinsvegar skotið niður tvær flugvélar fyrir Bretum. • ítalska utvarpið hefír skýrt frá því, að stjórnin í Japan liafi viðurkent stjórn Petains sem Iiina löglegH stjóra Frakklamls.. Halnhannið nær nii tilFrakklandis Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Breska stjórnin tilkynti í gær, að hafnbannið næði nú til Frakklands. Öll skip, sem eru á leið til liafna í Frakldandi, mega búast við því, að verða stöðvuð og verða flutt til breskra eftírlitshafna. Skip, sem fara til þess liluta Frakklands, sem undanskilinn er hernámi lands- ins, verða flutt til Gibraltar, en þar er ein eftirlitshöfn Eng- lendinga. Skip, sem eru á teið til Span- ar og Portugal, verða flutt til eftirlitshafna, eí grunur leikur á, að þau flytji vörur, sem eiga að fara til Frakldands. Nýjar loítárásir á Bretland. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Flötamálaráðuneytið tilkynn- ir, að tvær þýskai flugvélar hafi verið skotnar niður yfir Bret- landi siðastliðna nótt. Sennilegt er, að a.m.k. tvær flugvélar ó- vinanna til hcfi verið skotnar niðnr. Loftárásír voru gerðar víða í Brel’andi í gær. en öllum fregn- um ber saman um, að tjón af völdum þeirra hafi verið tiltölu- lega lítið. Sprengjum var varpað í suð- austurhluta og norðausturhluta Skotlands. A einum stað í Norð- austur-Skotlandi varð kirkja fyrir miklum skemdum og skeindir urðu á sölubúðum. — Sprengjum mun einnig hafa verið varpað á nokkrum stöð- um í suðausturhluta Englands. FlokkiþingfiO I Filadelfia. Fjórir menn tilnefndir sem forsetaefni. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Fregn frá Filadelfia hermir, að nöfn fjögurra forsetaefna hafi verið lögð fyrir flokksþing republikana, þ. e. þeirra Will- kies og Roberts Tafts, sem fyrr hefir verið getið, Dewey’s sak- sóknara liins opinbera í New York, og Franks E. Gannett, sem er kunnur stjórnmálamað- ur og blaðaeigandi. Fundum var frestað þar til síðdegis í dag og verða þá nöfn sex forsetáefna tíl lögð fyrir þingið og hefjast svo atkvæða- greiðslúr. Arásir Breta á strand- stöðvar Þjóðverja. London í morgun. „Times“ birtir forystugrein um árásir breska flughersins á strandstöðvar óvinanna og fer um þær mjög lofsamleg- um orðum. „Þessar árásir sýna það, að Bretland ætlar sér ekki að sitja auðum liöndum og bíða þess, að á það verði ráðist, lieldur mun það gera árásir á bæki- stöðvar óvinanna, hvar og' hve- nær sem tækifæri býðst. Her- vald Breta er ekki eins þýð- ingarlaust eins og óvinirnir vilja vera láta og' hernaðartil- kynningar vorar eru lausar við liið meiningarlausa gort, sem svo mjög gætir í tilkynningum Þjóðverja. En þessar árásir hefðu ekki verið gerðar af þjóð, sem óttast árás, eða býst við því, að aðflutningar lienn- ar verði teptir.“ „Daily Telegrapli“ birtir for- ystugrein undir fyrirsögninni „Lofthernaðurinn“, og kemst þar m. a. svo að orði, að loft- liernaðurinn sé meir en nokk- ur annar hernaður viðureign milli þjóða. „Sigur í lofthern- aði vinst aðeins með kjarki, þolinmæði og úthaldi sjálfra þjóðanna, sem i ófriði eiga. Saga stríðsins 1914—18 sýnir, að Bretar muni ekki missa kjarkinn. Lofthernaðurinn verður annað og meira en þýskar árásir á Brelland. Hann mun einnig felast í miskunnar- lausum árásum Breta á Þýska- land, og þessar árásir færast liieð hverjum degi í vöxt.“ „Daily Express“ minnir á söguna af Leonidas konungi í orustunni við Thermopylæ, þegar hermenn lians sögðu um hinn mikla persneska her, sem nálgaðist: „Óvinirnir færast nær.“ Þá svaraði Leonidas: „Og vér færumst nær óvinun- um.“ Tyrkir taka ekki |uítí í itfrjöldiani Fregn frá Istanbul hermir, að Saydam forsætisráðherra Tyrk- lands, hafi lýst yfir því í tyrk- neska þinginu, að tyrkneska stjórnin hafi gert alt sem í henn- ar valdi stendur til þess að forð- ast, að Týrkland dragist í striðið, og það mundi liún gera fram- vegis. Án þess að víkja að skuld- hindingum Tyrkja við Breta og Frakka, sagði Saydam, að gripið hefði verið til nauðsynlegra hernaðarráðstafana, en það liefði verið gert í varúðar skyni einvörðungu. Það er litið svo á, að það sé aðallega vegna afstöðunnar til Sovét-Rússlands, að Tyrkir vilja um fram alt forðast þátttöku i styrjöldinni, og segja Bretar, að þeir skilji þetta vel, og hafi aldrei verið tilætlunin, að Tyrk- ir tæki þátt í styrjöld, ef afleið- Á siðastliðnu hausti var svo fyrir mælt í bráðabirgðalögum, sem út voru gefin, að krónan skyldi miðast við dollar, ef verðgildi pundsins breyttist þannig i sambandi við hann, að færri dollarar en 4.15 yrðu í pundi, og skyldu þá vera kr. 6.51 i dollar. Verðgildi ster- lingspunds komst niður fyrir þetta mark, og í London hefir hið skráða gengi verið 4.03 doll. i pundi, og er talið að 90 —95% af sölum hafi miðast við það gengi. Gengi það, sem skajiast liefir á frjálsum mark- aði hefir hinsvegar verið ann- að, sem stafar af því, að eftir- spurn mun hafa verið treg í Vesturheimi eftir pundum, en framboð allmikið. Verð punds- ins á frjálsum markaði hefir þó að undanförnu liækkað og nálgast liið skráða gengi, og stafar það meðal annars af Átökiii ibbii ný- lendnveldi Fi*ðikka. London i morgun. Bordeaux-stjórnin liefir — eða Weygand ráðherra fyrir hennar hönd — símað Gounod yfirherforingja í Norður-Af- riku, og komist svo að orði, að Frakkar liafi varðveitt heiður sinn, þótt þeir hafi neyðst til þess að fallast á harða skilmála. Mælist Weygand til, að Gou- nod styðji Bordeaux-stjórnina. Landstjórar Fralcka i Mad- agascar og franska Indo-Kína, sem hafa lýst sig fylgjandi því, að styrjöldinni verði haldið á- fram, hafa verið settir af. í Bretlandi er leidd athygli að því, að ef hlutaðeigandi land- stjórnir og herforingjar hviki ekki í baráttunni, hafi franska stjórnin enga aðstöðu til þess að framkvæma neinar fyrir- skipanir, sem hún gefi þeim. De Gaulle liefir hvatt franska flotaforingja til þess að sigla skipum sinum til breskra flota- hafna eða til flotahafna i ný- lendum Frakka, sem berjast á- fram fyrir Frakkland. Rússneskar flngvélar á sveimi yfir Rnmenín. Ein skotin niSur. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Rúmenska sljóinin hefir bannað allar innanlandsflug- ferðir nema rúmenska flughers- ins. — Fjórar rússneskar flug- vélar sáust á sveimi yfir Rúm- eníu í gær og var ein skotin niður. ingin gæti orðið styrjöld við Rússa. j strangara eftirliti frá hendi | Breta. Landsbankinn mun hafa fylgt hinu síðastnefnda gengi þar til 8. júni síðastl., og voru því allmiklar sveiflur á verð- gildi pundsins hér á landi. Þeg- ar islensk-bresku samningarn- ir voru upp teknir, varðandi kaup og sölu breskra og is- lenskra afurða, og kaup á doll- urum í Bretlandi á hinu skráða gengi, varð að ákveða fast hlut- fall milli krónu og punds, og hefir þá verið miðað við skráð gengi punds og dollars í Lon- don, það er að ofan greinir. Samkvæmt gengislögunum íslensku, skal krónan ekki lækka meira en svo, að kr. 6.51 séu í dollar, og helst því þessi skráning pundsins meðan hlut- fallið milli punds og dollars raskast ekki frá því, sem nú er. Vísir liefir orðið þess var, að sjómenn óttast, að þessi nýja gengisskráning muni liafa all- verulega verðbreytingu í för með sér á nauðsynjum á inn- lendum markaði. Þetta er mis- skilningur. Það er ekki ástæða til að ætla, að nein veruleg liækkun verði á nauðsynjum, þrátt fyrir ofangreinda gengis- skráningu, miðað við það verð- lag, sem ríkjandi hefir verið i landinu. Vísir hefir sannfrétt það, að verð á hráoliu mun lækka á næstunni, en það leiðir af því, að olíufélögum þeim, sem hér starfa og hafa mestan innflutn- ing olíunnar með höndum, hef- ir tekist að ná mjög hagkvæm- um samningi um flutning á olí- unni, þannig, að flutnings- kostnaður verður töluvert lægri, en hann var áður. Auk þessa hefir verð olíunnar ávalt verið miðað við dollar á hinum erlenda markaði, þannig, að olían sjálf hækkar ekki í verði, miðað við skráningu krónu og dollars. Lækkun sú á flutnings- gjöldum, sem fengist hefir, kemur þvi útgerðinni til góða, öll og óskert, þrátt fyrir hækk- un pundsins. Um kolin er aftur það að segja, að verð þeirra hefir ver- ið álcveðið í pundum, þannig að verðlækkun sú, sem fengist hefir vegna lækkaðra flutnings gjalda, kemur ekki að öllu leyti neytendum til góða á hinum innlenda markaði vegna geng- isbreytingarinnar. Þó má telja liklegt, að kolatonnið lækki um kr. 15—20 frá því sem verið hef- ir, að öllu óbreyttu, og af verð- jöfnun á fyrirliggjandi birgð- um er ekki nauðsynleg. Hagur almennings þrengist því ekki, miðað við það verðlag nauð- synja, sem ríkt liefir hér að imdanförnu, en framleiðendur hagnast stórlega á gengis- skráningunni, með því að Bret- ar kaupa sennilega af okkur helstu framleiðsluvörur vorar, þótt samningum muni enn ekki lokið í því efni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.