Vísir - 27.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 27.06.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 pg 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hernaðarsigrar íslendinga. STBÍÐSÞJÓÐIBNAB kunna að meta það, þegar lítil fleyta kemur heim úr hernaði og hefir orðið vel ágengt. Sjó- liðarnir verða að þjóðarhetj- um. Fánar eru dregnir að hún, bumbur barðar og lúðrar þeytt- ir. „Sko, þarna koma þeir, drengirnir okkar. Þeim tókst að sökkva stóru skipi með 350 manna áhöfn. Þeir lengi lifi!" Og múgurinn ætlar af göflum að ganga yfir þessu hreysti- verki. Svona er nú heimurinn, þrátt fyrir alla okkar marglof- uðu nútímamenningu, að engin afrek , komast í hálfkvisti við hernaðarafrek. Sá, sem gengur best fram í þvi að eyða verð- mætum óvinaþjóðar og fækka sonum hennar, er kjörinn ást- mögur sinnar eigin þjóðar. Við íslendingar erum vopn- lausir. Við eigum enga óvini. En við eigum okkar litlu fleyt- ur. Þær færa björg í búið, bæði okkur sjálfum og öðrum. Og stundum gera þær dálítið meira. í skammdeginu i vetur bjargaði íslenskur togari áhöfoinni af þýska skipinu Bahia Blanca, 60 —70 manns. Nú hefir annar ís- lenskur togari, Skallagrímur. bjargað 350 manns. Þeir voru breskir. Þannig hafa báðar þær stórþjóðir, sem nú heyja hina ægilegustu baráttu, sem sögur fara af, notið góðs af litlu fleyt- unum okkar. Þetta er okkur fagnaðarefni, Við erum hlutlausir i styrjöld- inni. Okkur þykir vænt um, að geta dregið úr tjóninu og þján- ingunni, hver sem í hlut á. Við stundum ekki tortímdngu. Við viljum fúsir bjarga, hvenær sem kostur er. Rás viðburðanna hefir hagað því svo, áð við höf- um með misseris millibili getað gert báðuin hernaðaraðiljunum sömu skil. Það er eins og for- sjónin hafi verið að hjálpa okk- ur til að sýna hlutleysi okkar i verki. Við stöndum í þakkarskuld víð þá, sem að björguninni standá, ekkert síður en stríðs- þjóðirnár við þá, sem tortím- ingunni valda. Slíkir atburðir vekja athygli á hinni fræknu ís- lensku sjómannastétt. Við höf- um fulla ástæðu til að berja bumbur og þeyta lúðra. Reykja- vík hefir einhverntíma verið fánum skreytt af minna tilefni en því, sem björgunarafrek Skallagrims hefir nú gefið. Það hefir verið þröngt á Skallagrími, þegar 350 manns höfðu bætst við á skipið. Þröngt mega sáttir sitja. Islendingar hafa aldrei tahð eftir sér, að ganga úr rúmi, ef hrakta menn hefir borið að garði. Björgunarafrekin, sem unnin voru í vetur, og svo aftur nú, mega vel heita hernaðarsigur vor fslendinga. Islenski fáninn er ekki stríðsfáni. Við förum með friði, hvar sem við siglum. Sjómennirnir okkar verða ekki þjóðarhetjur á að sökkva skip- um og drepa menn. En þeir eiga skilið að verða þjóðarhetjiir fyrir að forða öðrum frá dauða. Þeir starfa í þágu lífsins, en ekki dauðans. Þeirra sigrar eru sígr- ar mannúðarinnar gegn tortím- ingunni. Við erum tómlátir Islending- ar. En væri ekki ástæða til þess að heiðra þá menn, sem unnið hafa björgunarstörfin? Þeir liafa verið landi og þjóð til sóma. Þeir hafa unnið farsælt starf. Stríðsþjóðirnar heiðra þá, sem vinha hernaðarsigra. Björgunarafrekin eru okkar hernaðarsigrar, miklu glæsi- legri en nokkrir aðrir sigrar, sem í styrjöld eru unnir. Við eigum að sýna, að við kunnum að meta slíka sigra. Við eigum að fagna sigurvegurunum. Þeiv hafa varpað ljóma á þjóð sína. Þeir eiga að vera okkar þjóðar- hetjur. Tveir Islendingar hafna boði frá „Bxitish Council". Á síðastliðnu hausti bauð stofnun, er nefnist British Co- uncil, og vinnur að kynningu menningar Bretlands erlendis, tveimur íslenskum vísinda- mönnum til dvalar í Bretlandi, þeim dr. Einari 01. Sveinssyni og Pálma Hannessyni rektor. Tóku þeir boði þessu þakk- samlega, en ýmsra orsaka vegna gátu þeir hvorugur kom- ið förinni við fyr en í vor. Fra því er þetta gerðist hefir málum svo skipast, að afstaða íslands gagnvart Bretlandi er alt önnur en hún var, þar eð landið hefir verið hernumið af bresku liði. Hefir Vísir sann- frétt, að þeir vísindamennirnir hafa nú fyrir nokkru tilkynt þessari stofnun, að þeir geti ekki að svo komnu máli þegið hið góða hoð. Prestasteínan hófst kl. 1 í dag. Prestastefnan hófst hér í bæn- um í dag kl. 1 með guðs- þjónustu í dómkirkjunni, en þar prédikaSi síra Hermann Hjart- arson á Skútustöðum. Presta- stefnan verður síðan sett kl. 4 síðd. í kapellu háskólans. Við setningu prestastefnunn- ar ávarpaði herra biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, presta og gaf skýrslu um starf hins síð- asta árs. Meðan prestastefnan stendur yfir verða flutt tvö erindi, er útvarpað verður. Síra Jón Auð- uns flytur fyrra erindið annað kvöld í dómkirkjunni, og nefn- ist það: „Kristindómurinn i dag". Hitt erindið flytur síra Sigurbjörn Einarsson á Breiða- bólstað á föstudagskvöldið og nefnist það: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð. Ennfremur flytur próf. Ásmundur Guðmundsson erindi fyrir synodusprestum, er hann nefnir „Grafarkirkjan í Jerúsalem." Aðalumræðuefni prestastefn- unnar að þessu sinni verður: Hlutverk nútímakirkjunnar, en þar hefir síra Bjarni Jónsson vígslubiskup framsögu. Hefjast umræður um þetta efni á föstu- dag og standa væntanlega yfir þann dag allan. Prestastefnunni lýkur á laug- ardag, en um kvöldið sitja prestarnir boð hjá biskupi. — Fjöldi presta er þegar kominn i bæinn og er talið að presta- stefnan verði mjög vel sótt að þessu sinni. Æskan, bamablaÖiíS, er nýlega komiS út. Er það fjölbreytt að efni, eins og venjulega og frágangur góSur. Mesta björgunar- afrek ísL sægarpa Skallaffrímur bjargar 350 skip~ verjnm af breska hjálparbeiti*- skipinu „Aitclaiiia" Þegar skipverjar á b. v. „Hafstein" björguðu síðast- liðið haust skipshöfninni af þýska skipinu Bahia Blanca, sem f órst í ís undan Vestf jörðum, var það rétti- lega talið mesta björgunarafrek, sem íslendingar höfðu unnið. Nú hefir verið.unnið annað björgunarafrek, sem tekur hinu fram — skipverjar á b.v. Skallagrími björguðu 350 breskum sjóliðum, er skipi þeirra hafði verið sökt með tundurskeyti. Tíðindamaður Vísis átti í morgun tal víð Guðmund Sveins- son, skipstjóra á b.v. Skallagrími. Gúðmundur lætur lítið yfir þessu afreki sínu og pilta sinna, finst það vera innifalið í dags- verkinu og óþarfi að vera að skrifa langar blaðagreinar um það. En slíkar afrekssögur eiga ekki að liggja í þagnargildi, enda er þetta einstakur viðburður og sjálfsagt að honum sé á lofti haldið. Fer hér á eftir frásögn Guð- mundar: „Við vorum á útleið, er við mættum stóru skipi, sem gaf okkur til kynna, að það vildi hafa tal af okkur. Þetta var að morgni dags. Þegar skip stöðva okkur, spyrja þau venjulega, hvaðan við séum að koma, og hvert för- inni sé heitið, en að þessu sinni var brugðið út af þessari venju. Sagði skipstjórinn okkur, að hann hefði ástæðu til þess að ætla, að breskt skip hefði orðið fyrir kafbátsárás 40—50 mílur vestur af þeim stað, sem við vorum staddir á. Vorum við beðnir að halda á vettvang til þess að reyna að bjarga skipshöfninni, ef því yrði við komið. Mun skipið, sem talaði við okkur, ekki hafa þótt óhætt fyrir sig að fara þangað, vegna kafbátahættunn- ar, en auðvitað gat þetta verið alveg jafn hættulegt fyrir okk- ur. En hinsvegar gátum við ekki neitað að verð'a við þess- ari hjálparbeiðni, snerum við og komum að hinu sökkvandi skipi eftir um fimm klukku- stunda siglingu. Veður var dágott, vindur að vestan 3 stig og nokkur und- iralda. Skipstjórinn á hjálpar- beitiskipinu, sem reyndist vera Andania (13.950 smál., smíðað 1922) vildi ekki yfirgefa skip sitt, kvaðst ekki mega það, með- an það væri enn ofansjávar. En það sökk smám saman og var horfið um kl. 7 um kveld- ið. — Komust allir skipverjar i bátana, fjórtán að tölu. Skip- verjar voru alls 350 eða 353 að tölu og komst eg aldrei að því, hvor talan var réttari. Tveir þeirra voru allsærðir og voru á sjúkrabörum. " Björgunin tókst alveg slysa- laust, en engum bátanna var hægt að bjarga. Var engin leið að taka neinn þeirra upp, sakir þrengsla. Þótti mér það þó súrt í brotið, því að tveir þeirra voru einkar fallegir og rennilegir vélbátar, eins og þeir, sem not- aðir eru til þess að flytja far- þega skemtiferðaskipanna, sem hér koma, milli skips og bryggju. Þegar allir voru komnir um borð hjá okkur og haldið var af stað, fór veðrið að versna, hvesti af suðvestan. Var Bret- unum komið fyrir hvar sem var, jafnvel í kolaboxunum og á öllum hugsanlegum stöðum öðrum — jafnvel inni í skáp- um. Við tjölduðum yfir „keis- inn" og bátadekkið, svo að mennirnir gæti verið í skjóli þar, vélarúmið var fult af þeim, svo að ekki var hægt að þverfóta þar, lúkarinn var full- ur og sama var hægt að segja um hvern einasta stað á skip- inu. Hvergi var hægt að drepa niður fingri. Til allrar hamingju voru þetta vel agaðir sjómenn, því að annars hefði þetta ekki gengið jafnvel og raun ber vitni. Það hefði sannarlega verið öðru máli að gegna, ef við hefðum orðið að bjarga fólki af farþega- skipi. Skipstjórinn breski sagði mér, að þeir hefði aldrei kom- ið auga á kafbátinn og §kip- verjar myndi varla hafa vítað, hvaða skip það var, sem þeir söktu. Kvaðst hann gera ráð fyrir, að skotið hefði verið á skipið úr 4000 feta færi. Eitt tundurskeyti hæfði, en auk þess komu skipverjar auga á loftrákir úr þrem tundurskeyt- um, sem mistu marks. Um daginn fylgdist Stinder- land-flugbátur með okkur um tíma, en daginn ef tir hittum við tundurspilli. Var þó ekki strax hægt að hugsa um að koma mönnunum um borð í hann vegna veðurs og voru Bretarnir um borð hjá okkur í 36 klukku- stundir. Allan þann tíma var ekki hægt að elda neinn mat, og var aðeins hægt að hita te og kaffi. En bresku sjómennirnir höfðu kex í fórum sinum, sem verið höfðu í skipsbátunum svo að enginn þurfti að svelta. Loks batnaði þó veðrið og var þá ákveðið að reyna að koma Bretunum um borð í tundur- spillinn. Tókst l>að ágætlega, en GUÐMUNDUR SVEINSSON það var ekki fyrri en þeir voru komnir um borð þangað, að okk- ur varð ljóst hvílíkur feikna fjöldi hafði verið um borð hjá okkur. Það var blátt áfram ótrúlegt, að allir þessir menn skyldu hafa komist fyrir í litla skipinu okk- ar, enda hafði breski skipstjór- inn orð á því við mig. Fór hann síðastur frá borði og sagði áður en hann fór: „Hvar höfum við eiginlega getað komið öllum þessum mönnum fyrir?" Var það að undra þótt hann spyrði? Þegar Bretarnir voru komnir um borð í tundurspillinn, kvöddu þeir okkur með húrra- hrópum og hélt hann síðan á brott, en við héldum leiðar okk- ar." Lýkur hér f rásögn Guðmund- ar og munu allir á eitt sáttir um, að hér hafi verið unnið afrek, sem á lofti mun vera, meðan Is- lendingar sækja sjóinn og leggja ótrauðir til baráttu við ægi til þess að draga björg í bú. í breskum fregnum hefir verið skýrt frá þvi, að kafbátur- inn hafi komið upp tvisvar.fí siðara sinnið skutu skyttur Andania á hann og hæfðu turn- inn. Sprenging varð í kafbátn- um og fórst hann. — Öllum skipverjum á Andania var bjargað, en ekki greint frá hvaða skip gerði það. Aðalfundur Prestafélags íslands. Aðalf'uiulur Prestafélags Is- lands fór fram í gær. Hann hófst kl. 9'/2 árdegis með guðræknis- stund í kapellu Háskólans. Talaði þar fv. prófastur síra Ólafur Magnússon frá Arnar- bæli, og sálmar voru sungnir á undan og eftir. Var þessi stund i hinum fagra og bjarta helgi- dómi Háskólans hátíðleg og á- hrifarik. Síðan var fundur settur i ein- um af kenslusölum Háskólans, og er það fyrsta samkoman í Hásk^labyggingunni nýju eftir vígslu hennar. Gat formaður fé- lagsins, próf. Ásm. Guðmunds- son, þess, er hann setti fundinn, og óskaði þess að það mætti reynast góð spá og fagur fyrir- boði um framtiðarstarfið í þess- ari miklu mentabyggingu. Fundarritarar voru skipaðir próf. dr. Magnús Jónsson og sr. Árni Sigurðsson fríkirkjuprest- ur. — Þá flutti formaður ársskýrslu félagsins, skýrði frá ýmislegri starfsemi i þarfir prestastéttar- innar, útgáfustarfsemi o. s. frv. Síðan las féhirðir, sr. Helgi Hjálmarsson, ársreikning fé- lagsins og skýrði hann. Sýndu þau reikningsskil batnandi f jár- hag Prestafélagsins. Þá hóf formaður umræður um útgáfu nýrra prestahug- vekna. Eftir stuttar umr. var fundi frestað til kl. 2. Eftir fundarhlé hóf próf. Magnús Jónsson umræður um kirkjuþing. Hafði nefnd innan félagsins haft málið til með- ferðar og samið frumvarp til laga fyrir kirkjuþing. Þá hafði og síðasti aðalfundur Prestafé- lagsins haft frumvarp þetta hT meðferðar og samþykt ályktan- ir um nokkur höfuðatriði málé- ins. Eftir ræðu frummælanda hófust fjörugar og góðar unv ræður. Var að þeim loknum samþ. svofeld ályktun í einu hljóði: „Fundurinn felur stjórn Prestafélagsins að undirbúa kirkjuþingsmálið og vinna að framgangi þess með hliðsjón af tillögum nefndarinnar og um- ræðum þeims sem farið hafa fram um málið." I barnaverndarráð var endur- kosinn próf. Ásmundur Guð- mundsson. Þá hófust aftur umræður um útgáfustarfsemi og tók fjöldi fundarmanna þátt í þeim. Sam- þykt var í umræðulok svofeld tillaga: „Fundurinn felur Prestafé- lagsstjórninni að herða á söfn- un efnis í prestahugvekjur á þessu ári, með það fyrir augum, að bókin verði gefin út við fyrstu hentugleika." Þá var borin upp og sam- þykt svofeld ályktun: „Fundurinn er mjög hlyntur þeirri hugmynd, sem fram hefir komið, að kristindómsfræðsla barna verði falin völdúm sér- kennurum, eftir því sem við verður komið. I þvi sambandi leyfir fundurinn sér að æskja þess af fræðslumálastjórninni, að hún hlutist til um það, að kennaraefnum eða kennurum verði veittur kostur á aukinni mentun i kristnum fræðum við guðfræðideild Háskólans eða á framhaldsnámskeiðum, við Kennaraskólann." Loks bar séra Gísli Skúlason prófastur fram í tillöguformi ósk um það, að Prestafélags- stjórn undirbúi þær breytingar á prestskosningalögunum, sem brýna nauðsyn ber að ge'ra. — Tóku fleiri fundarmenn undir þetta mál, og var svo félags- stjórn falið að athuga það og undirbúa. Þá var komið að stjórnar- kosningu. Var núverandi sjórn Prestafélagsins endurkosin í einu hljóði, en hana skipa: ÁSmundur Guðmundsson prófessor, Dr. theol. Magnús Jónsson prófessor, Friðrik Hall- grímsson prófastur, Árni Sig- urðsson fríkirkjuprestur og sr. Guðmundur Einarsson á Mos- felli. Endurskoðendur voru og endurkosnir, þeir Þorsteinn Briem prófastur og Kristinn Daníelsson præp. hon. Að svo búnu var fundinum slitið með kveðjuorðum for- manns, próf. Asmundar Guð- mundssonar og fagurri guð- ræknisathöfn undir stjórn hans í kapellu Háskólans. Fundinn sóttu rúmlega 40 andlegrar stéttar menn, og fór hann Hið besta fraih og án þess að yfir honum hvíldi nokkur drungi vegna þess astands, er nú rikir. Bar hann þess vött, að þjónar kirkju Islands vilja geyma og muna orð frelsarans, er lesin voru fyrir þeim í fund- ar]ok: „í heiminum hafið þér þreng- ingar, en verið hughraustir, eg hefi sigrað heiminn." Á. S. GnlIhringaÞJófurínn fundinn. Um miðjan marsmánuð s.l. var 36 gullhringum stolið úr sýningarglugga Árna B. Björns- sonar i Austurstræti. Fjórir hringanna fundust daginn eftir á götunni, en 32] a hringa var saknað. Nú hefir rannsóknarlögregl- an haft uppi á þjófnum. Er það 18 ára gamall piltur, sem hafði verið drukkinn að reika um göturnar umrædda nótt. Hefir hann ekki komist í kynni við lögregluna aður. Þegar eftir þjófnaðinn leit-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.