Vísir - 28.06.1940, Blaðsíða 1
^tw^^^^pw
/
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Féiagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Bíaðamenn Sírni:
Augíýsirtgar » !660
Gptdkeri 5 línur
Afgresðsla j
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 28. júní 1940.
146. tbl.
Rússar setja Rúmenum
úrslitakosti.
Heimta
og norðurhlufa
Bukovínu.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Þau tíðindi bárust í gærkveldi, að Rússar hefði sett Rúmenum úrslitakosti. Kvisað-
ist þetta fyrst frá Berlín og Rómaborg, en i gærkveldi fékst staðfesting á
þessu í Bukarest, höfuðborg Rúmeníu. Rússar kröfðust þess:
1.) Að Rúmenar léti Bessarabiu af hendi við Rússa.
2.) Að Rússar fengi einnig norðurhluta Bukovinahéraðs, sem liggur að þeim hluta
Póllands, sem Rússar nú hafa á sínu valdi.
Áreiðanleg vissa er f yrir, að þessar eru kröf ur Rússa, en auk þess var á kreiki orð-
rómur um að þeir hefði krafist þess að fá Svartahafshafnir Rúmena. Þá var og sagt,
að rússneskar hersveitir hefði safnast saman við landamæri Rúmeníu, og jafnvel, að
þær hefði ráðist inn í Jandið. En á þessum fregnum fékst engin staðfesting.
Rússar höfðu krafíst þess, að fá svar frá rúmensku stjórninni i gærkveldi. Eins og
kunnugt er urðu Rússar að láta Bessarabíu af hendi við Rúmena, þegar friðarsamning-
arnir voru gerðir, upp úr heimsstyrjöldinni, en þar áður höfðu Rússar haft Bessarabíu i
lieila öld.
Konungsráðið í Rúmeníu kom saman á fund, þegar rúm-
ensku stjórninni höfðu borist úrslitakostir Rússa. Segir í til-
ikynningu, að ráðið hafi komið saman á fund í konungshöllinni,
til þess að ræða orðsendingu, sem rússneska stjórnin afhenti
sendiherra Rúmena í Moskva "kl. 10 í fyrrakvöld og bað uih, að
svarað yrði þegar í gær. Orðsendingin inniheldur kröfur um,
að Rúmenar léti af hendi Bessarabíu og norðurhluta Bukovina-
héraðs. —
I von um að unt verði að varð-
veita friðsamlega sambúð Rússa*
og Rúmena, lagði ríkisstjórn
Rúmena til, að stofnuð yrði
samninganefnd beggja aðila til
þess að ræða kröfur Rússa og að
xússneska stjómin yrði beðin að
ákveða hvenær samninga-
nefndirnar kæmi saman og
livar. Þessa tillögu félst kon-
ungsráðið á. Kom það saman á
fleiri fundi síðar i gær og var
Karl konungur í forsæti á þeim
öllum. Hvað gerðist :á þeim
f undum er enn ekki kunnugt.
Allar líkur benda til, að
Rúmenar beygi sig fyrir kröfum
Rússa, þar sem þeir hafa valið
þá leið, sem að framan greinir,
ef til vill i von um, að Rússar
slaki eitthvað á kröfum sinum,
en það er ljóst, að Rúmenar
tréysta sér vart til þess að yeita
Rússum mótspyrnu, a. m. k.
ekki eins og nú er komið, þar
sem þeir geta ekki lengur búist
við þeim stuðningi annarstaðar
frá, sem þeir áttu von á, ef ráð-
ist væri á land þeirra. Bretar og
Frakkar höfðu, sem kunnugt er,
skuldbundið sig til að hjálpa
Rúmeníu í slíku tilfelli, en nú
eru Frakkar úr sögunni, og
Bretar hafa meiru að sinna en
nokkuru sinni. Þá vofir og sú
hætta yfir, að lleiri þjöðir geri
tilraunir til þess að knýjafram
kröfur sínar á hendur Rúmen-
um. Ungverjar urðu að láta
Transylvaníu af hendi við þá
eftir friðarsamningana og Búlg-
arir vilja fá suðurhluta Dobru-
dja, sem þeir létu af hendi við
Rúmena 1913.
1 Budapest fara fram miklar
umræður stjórnmálamanna og
hefir Teleki forsætisráðherra og
Czaky greifi m. a. rætt við
sendiherra Þýskalands og Italíu.
RÚMENAR GENGU AÐ ÖLL-
UM KRÖFUM RUSSA.
Rússneska stjórnin hefir til-
kynt að Rúmenar hafi fallist á
kröfur Rússa. Molotov hafnaði
algerlega óskum Rúmena um
stofnun samninganefndar og
neitaði einnig, að Rússar hættu
við áform um að hernema Bess-
arabíu og norðurhluta Buko-
vina. Krafðist Molotov, að her-
takan færi fram þegaí, og yrði
henni lokið innan 4 daga. Rúss-
neskar hersveitir fóru .inn í
Rúmeníu kl. 2 síðdegis í dag.
Rúmenska stjórnin varð að
ganga að öllum kröfum Rússa.
Fregnir um, að Rússar kref j-
ist Svartahafshafna Rúmena
hafa ekki verið staðfestar, en í
Berlín er gert ráð fyrir, að Rúss-
ar krefjist þess, að fá að hafa
herskip í rúmenskum höfnum.
hvernig horfir.
1 breskum og amerískum
blöð.um er litið svo á, að Þjóð-
verjum komi það mjög illa, að
Rússar f æri svo út kvíarnar sem
reynd ber vitni, og einanklega er
það talið „kjaftshögg" mikið
fyrir Itali, að Rússar hafa gert
fyrrnefndar kröfur á hendur
Rúmenum og fengið þeim fram-
gengt, því að ítalskir fascista-
leiðtogar hafa lýst yfir því oftar
en einu sinni, að þeir ætluðu að
verja Balkanríkin fyrir Rússum
og kommúnismanum. i
Um allan heim óttast menn,
að þetta skref Rússa verði til
þess að, styrjöldin f ærist til Balk-
anskaga, þrátt fyrir að Rúmenar
urðu að beygja sig fyrir Rússum.
Menn spyrja, hvort Ungverjar
og Rúlgarir muni nú gera til-
raunir til þess að knýja fram sín-
ar kröfur á hendur Rúmenum.
Viðbúnaður er sagður fara fram
f þessum löndum og í Rúmeniu,
því að þótt Rúmenar haf i ekki á-
rætt að verja land sitt fyrir Rúss-
um, munu þeir verja sig fyrir
Ungverjum og Búlgörum. Jugo-
slavar hafa miklar áhyggjur af
hverju horfir.
Sex ráðherrar í rúmensku
stjórninni hafa beðist lausnar,
en forsætisráðherann hefir ekki
farið frá og er áfram forseti
stjórnarinnar.
TYRKIR VlGBUAST OG
SENDA FLOTA TIL
SVARTAHAFS.
Tyrkir hafa sent flota sinn til
Svartahafs og í Anatoliu hafr
tveir árgangar verið kvaddir til
vopna.
Ætla Bandaríkin
að leggja hald á
s.s. Normandie?
EINKASKEYTI.
London i morgun.
Roosevelt forseti hefir gefið
út tilskipun, sem heimilar toll-
stjóminni að leggja löghald á
innlend og erlend skip í höfnum
Bandaríkjanna og Panama-
skurðssvæðinu. Sagt er, að
vegna þessarar tilskipunar muni
verða Iagt löghald á hið mikla
skip Frakka, s.s. Normandie.
Tilskipunin heimilar, að á-
hafnir skipa, sem þannig eru
lögtekin, megi flytja á brott með
valdi, ef þær neita að varpa
akkerum þar sem krafist er, ef
nauðsynlegt er talið, að gera
sérstakar ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir skemdir á
hafnarmannvirkjum, ef ekki er
hlýtt settum reglum og fyrir-
skipunum yfirvaldanna i
Bandaríkjunum o. s. frv.
ntt
Breska flotamálaráðuneytið
tilkynnir, að breskur kafbátur
hafi sökt þýsku herflutninga-
skipi fyrir sunnan Noreg. Skipið
var á leið til Noregs, fullfermt.
Það er ekki kunnugt, hvort það
hafði herlið innan borðs. Tveim-
ur tundurskeytum var skotið á
herflutningaskipið, og 4 tundur-
skeytabátar, sem fylgdu þvi, og
flugvélar, gerðu árangurslausa
tilraun til þess að sökkva kaf-
bátnum.
Þýskar hersveitir komu í gær
til Bayonne á . landamærum
Frakklands og Spánar, og hafa
þannig alla ströndina á valdi
sínu. Þýskar flugsveitir segjast
hafa valdið miklu tjóni með á-
rásum á Suður- og Mið-Eng-
land i nótt, aðallega á hafnar-
mannvirki og verksmiðjur.
Kom eldur upp mjög víða og
sást langt að. 12 breskar flugvél-
ar voru skotnar niður i loftor-
ustum, en 4 af loftvarnabyss-
um, er breskar flugvélar kom-
ust inn yfir Þýskaland. Ollu þær
miklu tjóni á mönnum og eign-
um í nánd við Hannover.
Nú berast uggvænlegar fregnir frá Rúmenun. Rússar kref jast landa af þeim, en Rúmenar
gera sér vonir um að geta f engið þá til að slá af kröf unum með samningum. En það eru
fieiri en Rússar, sem telja sig eiga réttmætar kröfur á hendur Rúmenum, nefnilega Búlg-
arir og Ungverjar. — Myndin sýnir rúmenskt herlið á hersýningu. Eftir Heimsstyrjöldina
hjálpuðu Bandamenn þeim til að vigbúast, en nú standa Rúmenar einir uppi, enda
herma seinustu fregnir, að þeir hafi orðið a5 ganga að öllum kröfum Rússa.
Weiittell Ij. Willkie
varð fyrir valimi sem ríkisforseta-
efni Repuhlikana.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Það gekk greiðara að velja ríkisforsetaefni á þingi republik-
ana en menn höfðu búist við. Wendell L. Willkie varð fyrir val-
inu. Var því lýst yfir, að afstaðinni 6. kosningu, að hann hefði
hlotið kosningu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 990
af 1000 atkvæðum, sem greidd voru.
Það varð þegar séð, er þriðja kosning var afstaðin, að hann
var á hraðri leið að vinna glæsilegan sigur. Þá hafði Devvey 31.3,
Willkie 258, Taft 212. Hafði atkvæðatala Wilkins þá hækkað að
miklum mun. Þegar Dewey og Vanderberg leystu sína menn frá
öllum skyldum fór atkvæðatala sú, sem Willkie fékk, hrað-
vaxandi. 1 fimtu atkvæðagreiðslu fekk Willkie 425, Taft 363 og
Dewey 69. (Sjá neðanmálsgrein um þing republikana á bls. 2).
Úrslit kosninganna á flokks-
þingi republikana hafa vakið
fádæma athygli, þar sem Will-
kie sigraði í viðureigninni við
gamla og reynda flokksmenn,
— en hann hefir sjálfur aðeins
verið 2 ár i flokki republikana.
Útnefning hans er talinn mik-
ill persónulegur sigur yfir ein-
angrunarstefnumönnum, — en
þeírra maður var Dewey, sak-
sóknari i New York. Þá hefir
það vakið mikla athygli, að
Willkíe átti ekki vísan nema
lítinn stuðning fyrirfram, en
margir fulltrúar voru skuld-
bundnir til þess að greiða De-
wey og Taft atkvæði, nema sýnt
væri, að vonlaust yrði, að þeir
næðu kosningu.
Af ýmsum er talið, að Wilí-
kie muni vilja ganga lengra í
stuðningi Bandarikjanna við
Bandamenn en Boosevelt.
K. A. og K. R.
keppa í kvöld.
f veður leyfir í kveld, mun
K. A. keppa við K. R., sem
hefir allan veg og vanda af
komu Norðlendinganna. Er ó-
Víst, hvort K. A. keppir fleiri
leiki hér syðra.
Setja Norðlendingar vafalaust
besta lið sitt „i eldinn" og er þá
ekki að vita nema þeir komi
mönnum á óvart.
Undanfarna daga hefir K. A.
verið boðið að skoða ýmsa staði
hér í nagrenni Reykjavíkur,
Hafnarfjörð, íþróttahverfið,
Þingvelli o. fl, staði, og hefir
förin orðið þeim hin besta
skemtun, enda þótt þeir hafi
ekki verið sérstaklega hepnir
með veðrið. Þeir munu fara
norður á sunnudag.
Prestastefnan
hófst i bænum i gær, eins og
getið var i síðasta tbl. Vísis. Kl.
1 hófst guðsþjónusta i dóm-
kirkjunni og flutti séra Her-
mann Hjartarson skörulega og
áhrifaríka prédikun út af þess-
um orðum i 86. sálmi Davíðs:
„Visa mér veg þinn, di*ottinn,
lát mig ganga í trufesti þinni."
Á eftir prédikun gengu bisk-
up og prestar til altaris. Fyrir
altari þjónuðu þeir séra Ólafur
Magnússon præp. hon. frá Arn-
arbæli og séra Marinó Kristins-
son, ísafirði.
Kl. 4 var gengið til fundar í
Háskólanum. Komu prestar
fyrst saman í kapellunni og las
Sigurgeir biskup ritningarorð
og bað bænar, og sálmar voru
sungnir.
Mættir voru við fundarsetn-
ingu 54 prestvígðir menn og 2
guðfræðikandidatar.
Biskup flutti fyrst ávarp til
synoduspresta, og dvaldi þar
sérstaklega við það, sem af
kirkjunni og þjónum hennar
mætti sérstaklega krefjast á
þessum geigvænlegu ófriðar-
tímum. Hvatti hann til drengi-
legs og einhuga samstarfs, svo
að kirkja íslands mætti nú
veita þjóð sinni sem mesta hjálp
til að varðveita þjóðerni sitt og
sæmd,. og ganga móti hinu ó-
komna í trú og trausti.
Að loknu ávarpinu flutti
biskup yfirlitsskýrslu sína um
störf og viðburði liðna ársins,
sem kirkjuna varða, og lagði
fram skýrslu um messugjörðir
og altarisgöngur, úthlutun
styrkja til uppgjafapresta og
prestsekkna o. s. frv. Eftir
skýrslu biskups urðu nolíkrar
umræður um sum atriði henn-
ar, einkum Hallgrímskirkju í
Saurbæ og sálmabókarmálið.
Um hið fyrnefnda mál var
samþykt svofeld tillaga frá sr.
Einari Tliorlacius præp. hon.:
„Synodus telur eðlilegast, að
fé það, sem Hallgrímskirkja i
Saurbæ á í vörslum Lands-
nefndar Hallgrímskirkjunnar sé
þegar lagt í hinn almenna
kirkjusjóð, og felur biskupi að
bera það mál fram við Lánds-
nefnd Hallgrímskirkju."
Frekari umræður um sálma-
bókarmálið munu að öllum Iík-
indum fara fram siðar á presta-
stefnunni.
Samþykt var að senda sam-
fagnaðar- og heillaskeyti til
rektors Háskólans i samþandi
við háskólavigsluna, og enn-
fremur formanni Prentarafé-
lagsins, vegna 500 ára afmælis
pren tlis tarinnar.
Þá er klukkan var tæplega 7
var fundi frestað þar til i dag.
í sambandi við prestastefnuna
flutti sr. Jón Auðuns erindi i
dómkirkjunni kl. 9, er þann
nefndi: Kristindómurihn í dag.
I dag er aðalmál prestastefn-
unnar: Hlutverk nútúnakirkj-
unnar. Frummælandi er sr.
Bjarni Jónsson vígslubiskup.