Vísir - 28.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Kexmimenn þjóðarinnar. jyjLKILL fjöldi fjöldi presta livaðanæfa af landinu er nú staddur hér i bænum. í fyrradag var haldinn aðalfund- ur Prestafélags Islands, en syno- dus hófst í gær. Prestana skortir tæplega umræðuefni, þótt þeir komi hér saman í nokkra daga. Atburðir hinna síðustu tíma hafa verið á þá lund, að fleiri m,unu nú játa þörf sína á leið- sögn í andlegum efnum en áður. Heimurinn hefir gengið úr skorðum. Ofbeldið veður uppi. Frelsi og réttlæti er fót- um troðið. Þjóðir eru bugaðar hver af annari. Verðmæti, sem kynslóðir hafa dregið saman, fara forgörðum í einni svipan. Miljónir manna hrekjast frá heimilum sínum. Þeir, sem lif- að hafa við öryggi og nægtir, vita ekki hvað við tekur næsta dag. Enginn getur um frjálst höfuð sírokið. Þeir, sem ekki hafa dregist inn í hringiðuna, bíða þess, milli vonar og ótta, að röðin komi að þeim. Þrátt fyrir alla sigra mannsandans á síðustu áratugum er óvíst, hvort mannkynið hefir nokkurn tíma lifað meiri andlegar þjáningar en nú. Við íslendingar höfðum lifað i þeirri sælu trú, að við yrðum aldrei annað en fjarlægir áhorf- endur að þeim hildarleik, sem yfir vofði. Við liöfðum treyst því, að logar bálsins næðu aldrei til þessara afskektu bygða. Við höfðum vonað, að sú einangr- un, sem oft hefir verið okkur bagaleg, yrði okkur nú til bless- unar. Nú erum við ekki lengur óhultir. Lega landsins hefir þýðiiígu fyrir þá, sem barátluna lieyjp, og þá er ekki lengur að sökum að spyrja. Á slíkurn tímum, sem nú ganga yfir, reynir á hina and- legu forustu. Öryggisleysið má ekki verða að lamandi kviða. Okkur er þörf á bjartsýni og þreki. Við fellum okkur ekki við. þá hugsuii, að miskunnarleysi og ofbeldi eigi að ráða ríkjum til langframa, þótt sigursælt sé í bili. Við vonum og þráum að frelsið og mannúðin nái að sigra. Hvar stöndum við íslending- ar í andlegum efnum? Hefir hugsunarháttur okkar göfgast að sama skapi, sem hin ytri lífskjör hafa batnað? Hafa hin- ar andlegu framfarir verið að sama skapi og hinar verklegu? Erum við réttlátari, drengilegri, mannúðlegri en áður? Hættir okkur ekki einmitt við að setja stundarhagsmuni ofar réttlæt- inu, skara eld að okkar eigin köku og sitja yfir annara hlut? Við viljum hver og einn vera frjálsir okkar athafna, en gæt- um við þess þá jafnframt, að ganga ekki á frelsi annara? Við höfum verið atorkusamir og duglegir. Við njótum ýmsra þæginda, sem feður okkar og afar hefði tæplega dreymt um. Við höfum verið bjartsýnir og þrekmiklir í meðlætinu. En höf- um við meiri sálarstyrk til að taka mótlætinu en þeir, sem liðnir eru? Búum við, ]>cgar á reynir, yfir haldbetri verðmæt- um en þeir, sem drógu hér fram lífið við hin fábreytilegustu og ömurlegustu kjör? A þessum síðustu tímurn hafa vonir brostið en hrakspár ræst. Við höfum séð friðsamar menn- ingarþjóðir undirokaðar, rænd- ar og ruplaðar fyrir engar sakir. Miljónir manna spyrja: hvers á eg að gjalda, hversvegna er far- ið ránshendi um ávexti iðju minnar og . umhyggju? Hvers- vegna er fótum troðið það sem mér var heilagt og háleitt? Yf- ir vopnagnýinn berast neyðar- óp þjáðra manna i öllum lönd- um. Menn þrá huggun i raun- um sínum. Þeir, sem tekið hafa að sér það göfuga hlutverk að flytja mönnunum fagnaðarboðskap, hafa aldrei haft meiri verkefni en nú. Vér óskum þeim til heilla í farsælu og gifturílcu starfi. a Prestastefnan þakkar Guðbrands- biblíuna. Svo sem getið hefir verið i Vísi gáfu prentarar í Hólaferð sinni Hólakirkju liið fegursta eintak af Guðbrandsbiblíu, og vakti gjöfin mikla aðdáun allra, er sáu. I dag barst Hinu íslenska prentarafélagi svohljóðandi þakkarskeyti, undirritað af lierra þiskupinum, Sigurgeír Sigurðssyni: „Prestastefnan þakkar hina sannauðgu gjöf hinna íslensku prentara Hólakirkju til lianda, um leið og hún minnist starfs prentlistarinnar í þágu íslenskr- ar kristni og þess frelsis, fram- fara og fagnaðar, sem hún hef- ir mn aldir fært á vegu ís- lenskrar þjóðar.“ Síðasta sýning á skopleiknum Stundum og stund um ekki, verður í kvöld kl. Aðgöngumiðasala hefst kl. i í dag. Sjóorustan við Narvik. Nýja Bíó hefir fengiS kvikmynd, sem ver'Öur sýnd sem aukamynd, af sjóorustunni við Narvik, þegar breskir tundurspillar lögðu til at- lögu við þýska tundurspilla þar í firðinum. Myndin er tekin af kvik- myndatökumanni frá breska hern- um. Hvað er að gerait við Hagavatn? Myndin er tekin s.L september og sýnir hvernig vatnið hefir klof- ið skriðjökulinn eystra, og mynd- að hér lón, en úr þvi eru farvegir í mörgum fossum. Hagafell er í bak- sýn. (Sjá grein- ina). Flestir kannast við Jarlhett- ur, hina fallegu tindaröð, sem. liggur við suðurrönd Langjök- uls; blasa þær við víða á suður- landsundirlendinu, og allir þeir, sem fara til Gullfoss í góðu veðri, geta vart annað en hrifist af. Vestan við Jarlhettur geng- ur fjallarani í suður frá jöklin- um, klofinn af mörgum skörð- um, og er stærst þeirra Mosa- skarð. Heitir næst skarðinu að norðan Fagradalsfjall, en Brekknaf jöll næst Langjökli. Þegar kemur upp úr Mosa- skarði blasir við Hagavatn, sem er mest þeirra vatna er liggja við suðurrönd Langjökuls, en önnur eru, vestast Þórisdals- vatn, þá Langavatn og Sand- vatn, en austan við Iiagavatn er litið vatn, við Jarlhetturnar. — Út í Hagavatn ganga tveir breið- ir skriðjöklar og liggur milli þeirra Hagafell, sem er snjó- laus liöfði, er gengur alllangt inn í jökulinn. Hagavatn er ekki nærri al- faraleið, svo að þangað hafa menn til skamms tíma ekki komið nema af þörfi, en nú upp á síðkastið hefir það vakið eft- irtekt á sér, vegna hinna líðu Iilaupa, sem stafað hafa frá því. Þrjú hafa hlaupin verið á þessari öld, hið fyrsta 1902, er gerði mikinn usla á engjum meðfram Tungufljóti, annað 1929, en þá sprengdi vatnið sér farveg gegnum Brekknaf jöll, og myndaði þar liáan foss, Leyni- foss. Illaupið reif brú af Tungu- fljóti og gerði mikinn usla í Biskupstungum meðfram fljót- inu. Það hefir verið áætlað, að um 2000 miljónir teningsfeta af vatni hafi borist þar fram á tiltölulega skömmum tíma. — Síðasta ldaupið var s.l. sumar. Þá myndaði vatnið sér nýjan farveg inst í Brekknafjöllum. Leynifoss hvarf en nýr foss myndaðist, og enn á ný urðu skemdir á engjum og túnum við Tungufljót. Á síðustu 20 árum hefir Jök- ullinn við Ilagavafcn farið jafnt og þétt minkandi, þ. e. a. s. fært sig norðar og liefir á þessu tímabili styst hátt á annan kílómetra. Þó skyldi enginn halda, að þetta sé mjór jökul- rani, því breidd eystri jökuls- ins er, þar sem hann kemur í vatnið, 2V2 kílómetri. — Vatns- borðið hefir lækkað mikið á sama tíma; fvrst verulega við hlaupið 1929, og aftur að mun s.l. sumar, og enn er það að minka. Er Hagavatn að hverfa? Fyrir alla, sem hafa gaman af jarðfræði, er Hagavatn því tilvalinn staður. Þá ekki síður fyrir alla þá, sem unna stór- fenglegri náttúru. Ferðafélag íslands efnir til ferðalags þang- að um næstu helgi. * Þá vil eg benda þeim á, sem ekki eru búnir að ráðstafa sum- arfríinu, og eiga tjald, að gott er að dvelja við Hagavatn. í Fagradal er gott vatn og ágætt tjaldstæði. Outsider. Aðalfundur I. S. I. stendur yflp þessa dagana. Sambandsfélögin eru ÍOI meö 15 þús. meðlimum, Aðalfundur í. S. 1. var settur í gærkvöldi í Varðarhúsinu, kl. 8.30. Fundinn sækja 65 fulltrúar frá 19 félögum. Forseti sambandsins, Ben. G. Waage, sem i gær, 27. júní, átti 25 ára starfsafmæli sem stjórn- armeðlimur Í.S.Í., setti fundinn, en fundarstjóri var kjörinn Er- Iendur Pétursson. Lagði forset- inn fram skýrslu sambands- stjórnarinnar og skýn’ði liana með itarlegri ræðu. Erlendur Pétursson mintist 25 ára starfs Ben. G. Waage i stjórn Í.S.Í. og tóku fundarmenn undir orð hans með ferföldu húrrahrópi. Þá lagði gjaldkeri sambands- ins, Sigurjón Pétursson, fram endurskoðaða reikninga sam- bandsins. Bera þeir með sér, að fjárhagur þess er þröngur, svo sem verið hefir að undanförnu. Hafa tekjur sambandsins á liðnu starfsári numið kr. 12.116.06, en gjöldin kl. 10.972.- 81. Þá lagði gjaldkeri og fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Eru helstu útgjaldalið- ir hennar þessir: Til skrifstofu- Iialds sambandsins tæpar 4000 kr., til lælfnisskoðunar íþrótta- manna 2400 kr., til bókaútgáfu 1100 kr., til íþróttanámskeiða 3300 kr. og til íþróttanámskeiða og ferðalaga út um land 150Q krónur. Þá var kosið í allsherjarnefnd og fjárhagsnefnd. Tillaga kom fram um að strika út af félagsskrá sam- bandsins nokkur félög, er ekkí liafa um 4—5 ára bil gert skil á skatti sínum. Var tillögunni vísað til stjórnarinnar lil frek- ari aðgerða. Jón Þorsteinsson íþróttakenn- ari, sem verið hefir formaður milliþinganefndar, sem unnið liefir að breytingum á lögum sambandsins, lagði fram frum- varp til laga fyrir í. S. í. Er í þvi gert ráð fyrir allverulegum breytingum á fyrirkomulagi þess. Ilefir lagabreytingarnefnd þessi starfað i 2 ár, og má gera ráð fyrir, að endanlegri af- greiðslu málsins verði frestað til næsta sambandsþings, eða þar til séð verður hvaða breyt- ingu hin nýja íþróttalöggjöf lilýtur að skapa á lögurn í. S. í. Fundi þessum lauk kl. 12 á miðnætti, en verður haldið á- fram í kvöld, væntanlega í Odd- fellowhúsinu. Á starfsárinu hafa þessi 7 fé- lög gengið í í. S. í.: Ungmenna- fél. Hrafnkell Freysgoði, tala félagsmanna 75, form. Pétur Sigurðsson; íþróttafélag Há- skólans, félagatala 50, form. Skúli Thoroddsen. íþróttafélag Hjafnarfjarðar, félagatala 46, lorm. Víglundur Guðmundsson, Ungmennafél. Framar, Val- þjófsdal, félagatala 17, form. Ólafur Steinþórsson; íþróttafél. Hörður, Patreksfirði, félagatala 110, form. Baldur Guðmunds- son; Skíðafél. Snækóngur, Seyð- isfirði, félagatala 54, form. Pét- ur Blöndal; Ungmennafélagið Neisti, Selströnd, félagatala 43, form. Hermann Guðmundsson. Eru sambandsfélögin nú 101 að tölu, með um 15 þús. félags- menn. Á árinu hafa verið staðfest 19 met, 13 sundmet og 6 í frjálsum íþróttum. Fleiri met munu þó liafa verið sett, þó að ekki hafi borist skýrslur um þau. Til samanburðar má geta þess, að starfsárið 1938—39 voru stað- fest 25 met, þar af 13 supdmet. Fimtán íþróttaráð eru starf- andi víðsvegar um landið og starfa fimm þeirra í Beykjavík (F. R. R. og H„ í. R. R„ IÁ. R. R„ Sk. R. R. og S. R. R.). sæx *?, tx2£s.rrj- ■ >. Þúsund íulltrúar velja for- setaefni republikana. Það þarf 501 atkv. til þess að verða í kjöri. Stofnþing republikanaflokksins (G. O. P. Grand Old Party) í Bandaríkjunum var haldið 22. febrúar 1856 í Pittsburgh. Sá dagur er fæðingardagur Georg Washington’s. Þenna dag ákváðu fulltrúar frá 23 fylkjum að koma saman 17. júní á Bunker Hill, hjá Boston, til þess að velja forsetaefni sitt. Bunker Hill er fræg- ur staður úr frelsisstríðinu, því að árið 1775, 17. júní, stóð þar orusta mikil. Á þessu fyrsta flokksþingi, sem valdi forsetaefni flokksins voru samankonmir 600 fulltrú- ar frá 23 fylkjum og þeir kusu John C. Fremont, hershöfðingja fyrir forsetaefni sitt. í varafor- setasæti var kjörinn William L. Dayton frá New Jersey. Hann sigraði Abraliam Láncoln í bar- áttunni um þetta sæti. Fremont náði þó ekki kosn- ingu sem forseti Bandarikjanna, heldur demokratinn James Buchanan. Aðal munurinn á stefnu re- públikana og demókrata er sá, ’ að demokratar vilja að hvert | einstakt fylki njóti sem mests frjálsræðis innan sambandsins, en repúblikanar leggja meginá- lierslu á að sambandsstjórnin sé sem slerkust í samanburði við fylkisstjórnirnar. Republik- anar hafa jafnan átt mestu fylgi að fagna í Norðurríkjunum, en demokratar i Suðurríkjunum. Eins og segir í fyrirsögn þess- arar greinar eru fulltrúarnir á flokksþinginu nú 1000 að tölu, þrem færri en árið 1936. Sendir hvert fylki fulltrúafjölda eftir mannfjölda innan vébanda sinna og eru flestir fulltrúanna frá New-York, eða 92 að tölu. Annars senda eftirtalin fylki fleiri en 20 fulltrúa: Californía 44, Illinois 58, Indíana 28, Iowa 22, Kentucky 22, Massa- chussett 34, Michigan 38, Minne- sota 22, Missouri 30, Montana 30, New Jersey 32, N.-Carolina 23, Ohio 52, Oklahama 22, Penn- sylvania 72, Texas 26 og Wis- consin 24 fulltrúa. Þessi 18 fylki hafa því 671 atkvæði, eða rúm- lega tvo þriðju liluta allra at- kvæða í þinginu. Ekkert fylki hefir færri en sex fulltrúa, og nýlendurnar Porto Rico og Fil- ipseyjar hafa tvo hvort. Það er þó laust við að allir sé taldir með þessum þúsund full- trúum, því að alls sækja 15 þús. manns flokksþingið og eru það miklu færri en vilja. En fulltrúarnir ganga auðvitað fyr- ir um alt og þeir hafa fylthvorki meira né minna en 15 gistihús í Philadelphia. Strætisvagnafél. hefir tilkynt að það ætli að opna nýja leið, frá samkomuhúsinu til gistihúsa fulltrúanna og 1000 leiguvagnar verða altaf reiðu- búnir til þess að flytja þá hvert sem með þarf. Flokksþingið er lialdið í sama húsi og flokksþing demokrata 1936, sem ákvað að F. D. Roose- velt skyldi vera i kjöri i annað sinn. Aðalsamkomusalurinn er 270x145 fet á stærð og tekur venjulega 13.500 manns í sæti, þótt 1500 sætum verði bætt við fyrir þetta tækifæri. Beint fyrir neðan ræðustólinn verða sæti fyrir 800 — ál! hundruð — blaðamenn, en auk þess hafa verið smíðaðir sér- stakir pallar fyrir blaðaljós- myndara og kvikmyndatöku- mann. Auk þess verður i fyrsta sinn komið fyrir tvennum sjón- varpstækjum og auðvitað, fjölda útvarpsmikrófóna. Auk aðalsalsins eru 68 önnur herbergi í byggingunni og taka þau frá 50—1800 manns. Þar verða haldnir nefndafundir og auk þess fá fulltrúar frá hverju fylki sitt eigið fundarherbergi. í Bandaríkjunum var talið að aðalbardaginn mundi standa milli Robert A. Taft, Wendell L. Willkies og Herbert Hoovers, fyrrum forseta, en það fór nokkuð á aðra leið, eins og sjá má af skeyti þvi, um úrslitin á flokksþingi republikana, sem birt er í blaðinu í dag. Robert A. Taft er sonur Wil- Iiam Howard Taft, sem var for- seti Bandarikjanna 1909—13 og forseti hæstaréttar 1921—30. Taft hefir gagnrýnt mjög New Deal Roosevelts og fengið af því orð fjTÍr að vera íhaldssamur. Telur hann sér sæmd að því. Hahn leggur megináherslu á heilbrigða fjármálastjórn og telja vinir hans og fylgismenn að hann sé maður líklegur til þess að koma fjármálum ríkis- ins á traustan grundvöll. Taft er fæddur 8. sept. 1889, en er hann komst á legg las hann lögfræði við Harvardháskóla og útskrifaðist þaðan með einhverri hæstu einkunn, sem tekin hefir verið. Taftættin er mjög auðug og áhrifarik í Ohio-fylki og er völdum hennar þar líkt við vökl Roosevelt-ættarinnar i New York. Wendell L. Willkie er einnig lögfræðingur að mentun og er nú 48 ára að aldri. Hann er stór- auðugur maður og um hann hefir staðið mikill styr að und- anförnU, enda er hann maður röggsamur og óvæginn. Þr-átt fyrir það nýtur liann mikilla vinsælda meðal Bandarikja- manna. Hann kveðst vera mað- ur frjálslyndur, og að hann muni leggja megin áherslu á að tryggja frelsi manna. Hann var áður demókrati og var kosinn á flokksþing þeirra árið 1924, en síðan 1933 hefir hann átt í miklum deilum við stj órnarnef nd Tennessee-dals- ins, sem sér urn rafvirkjun þar og stofnun iðjuvera, en Willkie er foi’seti Commonwealth & Southern-rafmagnsfélagsins, er hefir 1000 milj. dollara höfuð- stól, og eru hluthafar rúmlega 200.000 að tölu.' Árið 1935 var Willkie orðinn svo reiður Roosevelt, að hann lét svo um mælt, að liann sæi eftir þeim 150 dollurum, sem hann hefði lagt í kosningasjóð Roosevelts. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.