Vísir - 01.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 01.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristjáin Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprerttsmiðjan p. Ineö). SO. ár. Reykjavík, mánudaginn 1. júlí 1940. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjatdkeri 5 linur Afgreiðsla 148. tbl. Rúmenar gera ráð- stafanir til verndar hafnarborgunum. Hervæðing:nimi liaidið áfraui. — Fi'ekari tilslakanir . koma ekki til grreina. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það var tilkynt í Bukarest í gær að tundurduflum hefði verið lagt fyrir utan Konstanza og hafn- imar við Dónárósa. Öll skip hafa verið, vöruð við, að sigla um ósana, án þess að fá leið- beiningar rúmenskra hafnsögumanna. Af þessum ráðstöfunum er augljóst, að rúmenska stjórnin ætlar sér að vera á verði um öryggi hafn- arborga sinna, en eins og kunnugt er af fyrri skeytum, var talið, að Rússar hefði gert kröfur til þess að fá þær, eða a. m. k. að fá leyfi til þess að hafa þar herskip, en af því leiddi vitanlega að þeir gæti tekið þær í sínar hendur, þegar þeim sýndist. Að því er vitað verður nú gera Rússar ekki aðrar kröf- ur á hendur Rúmenum en að fá Bessarabíu og norðurhluta Bucovina, hvað sem síðar kann að koma í Ijós. Rússar hafa nú lagt undir sig allan norðurhluta Bucovina og í Bessarabíugenguralteftiráætl- un — nema að til smáárekstra kom í gær milli framvarða Rússa, og rúmensku hersveitanna, er síðastar fóru á brott úr Bessaraíu. Ekki er þó talið, að árekstrar þessi, hafi haft alvarlegar afleiðingar. Hervæðingunni í Rúmeníu er haldið áfram þrátt fyrir það að líkur bendi til, að Ungverjar og Búlgarar knýi ekki að svo stöddu íram kröfur sínar á hendur Rúmenum, og fari í þessu að ráði Þjóðverja og Itala. Rúmenar vilja vera við öllu búnir og segir ríkisstjómin, að þeir muni verjast frekari tilraunum til þess að svifta Rúrnena löndum, hverjir sem slíkar tilraunir gera. Eftir þessu ætla Rúmenar ekki að verða mótspyrnulaust við frekari kröfum Rússa, verði þær gerðar. Konstanza, mesta hafnarborg Rúmena, er herskipalægi, og inikil iðnaðar- og verslunarborg. Rúmenska þingið kemur saman á fund í dag og gerir forsætis- ráðlierrann þá grein fyrir þeimoatburðum, sem gerst hafa, var- úðarráðstöfunum o. s. frv. Því er neitað í Bukarest, að til nokkurrar stórviðureignar hafi komið, en fregnir höfðu verið birtar um það í ýmsum löndum, að til mikillar stórskotaliðsorustu hafi komið. Allmiklar æsingar eru ríkj- andi i Rúmeníu og hefir verið gripið til víðtækra varúðarráð- stafana. Öllum skemtistöðum er lokað frá kl. 11 að kveldi, fólki er bannað að safnast saman á götunum, ef fleiri en f jórir eru í hóp, dreifir lögreglan þeim jafn- harðan. Þá er mönnum bannað að segja nokkuð, sem liættulegt getur talist öryggi ríkisins og verða þeir fluttir í fangabúðir, sem ekki hafa nægilegt vald á tungu sinni. r II r IV! nuni uur Fregnir hafa borist um það frá Istambul, að enn á ný hafi gosið upp kvittur um það að Rússar hafi bor- ið fram kröfur um það,- að taka þátt í að víggirða Dar- danellasund og fá fullan rétt til umferðar um sundið með herskip sín. Það kemur allof t f yrir, að slíkur kvittur gýs upp, en að þessu sinni vekur hann meiri athygli en vanalega vegna þess hversu nú horfir á Balkan. Tyrkneska stjórnin hefir tilkynt, aðorðrómurinnhafi ekki við neitt að styðjast, enda viti Rússar vel, að Tyrkir mundu aldrei fallast á neinar slíkar kröfur, þar sem þær væri skerðing á sjálfstæði og réttindum lands þeirra og auk þess viti Rússar, að Tyrkir myndi í hvívetna halda allar alþjóða- skuldbindingar, að því er skipaumferð um sundið snertir, og ekki leyfa nokk- urri þjóð að nota sundið, þannig, að hagsmunum Rússa væri stefnt í voða. í samningi Tyrkja við Bandamenn er þeim að eins leyft að gera tillögur um hversu haga skuli víggirð- ingum við sundið. — Tyrk- neska stjórnin er þess full- viss, að Rússar muni engar slíkar kröfur bera fram, sem að framan greinir. „Sunday Times“ lætur í ljós efa um að Rússar hafi tekið Bessarabíu með samþykki Þjóð- verja. í grein, sem nefnist „Landvinningar Rússa“ kemst blaðið m. a. svo að orði: „Þegar Frakkland hafði gef- ist upp voru miklar líkur til að Hitler myndi beita sér í austur- átt. Stalin virðist hafa verið um- hugað að gera ráðstafanir sínar áður en þetta kæmi til, og virð- ist það eina skýringin á hinni hranalegu meðferð, sem Rúmr enía var látin sæta. Hins her að gæta að Balkanskaginn er meira hætlusvæði en Eystrasaltslönd- in og öll einræðisrikin eiga þar margvíslegra hagsmuna að gæta. Það virðist útilokað, að nokkrir samningar hafi getað farið fram milli Hitlers og Stalins um Balkanskaga, og Jjessvegna virðist hinn óvænti leikur Stalins liafa komið bæði Hitler og Mussolini á óvart.“ Garvin, ritstjóri „Observer“, ritar á þessa leið: „Yér höfum séð byrjunina á deilunum um Rúmeniu, en ekki endirinn. Rússland gerir sér engar grillur um trygð banda- manna sinna, og þessvegna hef- ir Stalin gripið fyrsta tækifæri til að góma sinn hluta af ráns- fengnum, en um leið reynir hann að tryggja sig gegn ásæhii Þjóðverja síðar meir. Stalin virðist hafa lesið „MeinKampf“, því að honum er það ljóst, að þegar til lengdar lætur verður gerð gangskör að því að fram- kvæma það, sem Hitler kallar „Deutschlands Drang nach Ost- en“ (útþensla Þýskalands í austurátt). Rússland er því á verði, enda mun fyr eða síðar fara svo, að Sovét-Rússland mun, eins og gamla lceisaraveld- ið, verða skoðað sem aðalvernd- ari slavneskra þjóða, sem þegar eru farjiar að óttást yfirráð nas- ismans og fasismans, einkum, þann þátt í kenningum Hitlers, sem telur að Slavar séu óæðri kynflokkur en aðrir Evrópu- menn. Það má ekki gleyma því, að hvað sem Hitler gerir lil þess að draga fjöður yfir fyrri kenn- ingar sínar, þá liefir ekkert komið fram, er sýni að hann hafi sagt skilið við þær. Mark- mið hans er enn sem fyr víð- lent og voldugt þýskt heims- veldi, og til þess að tryggja framtíð þess, verður að berja niður alla væntanlega keppi- nauta. Hitt er eins vist, að heimsveldi hans verður aldrei fullkomið, fyr en liann liefir náð undir sig Ukraine og olíuhéruð- unum í Bakú.“ FYRSTA síld barst til Siglu- fjarðar í morgun, og var lögð inn hjá síldarbræðslunum þar. Þrjú skip eru þegar komin inn, og eru það þessi: Rúna með 600 mál, Lif frá Akureyri 450 mál og Geir, Akureyri, 350 mál. Síldin veiddist austan og vest- anvert við Grímsey, en þó að- allega að vestanverðu. Vitað var um í morgun, að þrír bátar höfðu kastað vestan- vert við Grímsey og fengu svo stór köst, að þeir urðu að kalla á hjálp til þess að innbyrða síld- ina. — Sæfinnur frá Norðfirði sprengdi nótina vegna síldar- magns. Skipsmenn telja, að ennþá sé Með sigri Þýskalands á meginlandinu er þætti fótgönguliðsins í striðinu lokið um sinn. Myndin sýnir nýliða frá Posen, sem :áður voru undir yfirráðum Pólverja, sverja Hitler hollustueið. Þessir menn hafa tekið þátt i sókninni á Frakklandi, en fá nú að hvíla sig um stnnd, eða þangað til hern- aðaraðgerðir hefjast fyrir alvöru gegn Bretlandi sjþlfu. Fráfall Italo Balbo vekur mikið nmial. Ilauii beid ekki kana í lofforustu. Það hefir veríð tilkynt í London, að Italo Balbo flugmarskálk- ur hafi ekki beðið bana í orustu milli ítalskra og breskra flug- véla, eins og tilkynt var í fregn frá Rómaborg. Það er viðurkent, að breskar sprengjuflugvélar gerðu árás á Tobrouk, þar sem flugvél Balbo fórst, s. 1. föstudagskvöhl, en flugvél hans fórst ekki í viðureign við breska flugvél. Flugmennirnir sáu flugvéí á ströndinni og hafði kviknað í henni. Það var tilkynt í Rómaborg i gær, að 8 menn liefði farist í flugvélinni, auk Balbo, ]>ar af 3 embæltismenn frá Tripolis og Ferrera, og einn blaðamaður. Er því lialdið fram í London, að Balbo hafi ferðast í stórri flug- vél, sennilega farþegaflugvél. Þá er gefið i skyn, að slysið sé grun- samlegt og minna hlöðin :á frá- fall þýska herforingjans von Chamberlain lýsti yfir þvi í ræðu sinni að undirróðtir Þjóð- verja i þessa átt hefði ekki við neitt að styðjast, og væri unnið að honum til þess að skapa ó- einingu ineðal bresku þjóðar- innar. Innan stríðsstjórnarinnar ríkir alger eining, sagði Cliam- berlain, en eins og kunnugt er frekar lítið um síld, en þar sem hún sjáist Vaði hún I stórum torfum. Skipin halda nú sem óðast á veiðar. Börnin, sem fara a‘ð Laugum og á heimili í Þingeyjarsýsluna, á vegum Rauða Krossins, eiga að mæta við Mjólk- urfélagshúsið kl. y á þriðjudags- morguninn. Aðstandendur eru á- mintir um að búa vel um farangur barnanna og merkja hann greini- lega. Börnin þurfa að hafa með sér skömtunarseðla og stofninn með nafni barnsins verður að fylgja. Börn, sem eiga sundföt, ættu að hafa þau með. Rétt er og, að þau hafi með sér ritföng. Fritsch, sem féll í Póllandi, en eftir fráfall lians komust á kreik sögur um, að honum hefði verið styttur aldur. Bresk hlöð minna á, að Mússólíni hafi lálið Balbo fá einbætti i Afríkn, af því að hann óttaðist vaxandi vinsældir hans, og er látinn í ljós efi um, að nokkurntíma sannist hin raunverulega orsök fráfalls hans. eru ]>eir ChurdiiÍÍ forsætisráð- herra og hann báðif í stríðs- stjórninni. Stríðsstjórnin, íneð þing og þjóð að baki sér, sagði Chamberlain, er staðráðin i að lialda banáttunni áfram. Vér berjumst áfram, sem sameinúð, sterk þjóð og líðum undir lok heldur en að gefast upp. Það á að verða oss öllum hvatning, sagði Chamberlain, að vér berj- umst einir, að vér verðum að taka á öllu, sem vér eigum til. Chamberlain kvað Breta mundn berjast hvarvetna, og viðhafði lík orð og Churchill nýlega, að Bretar mundu berj- ast á ströndum landsins, í þorp- unum, hús fyrir hús heldur en gefast upp, þótt afleiðingin gæti orðið algert lirun. 1 ræðu sinni rakti Chamberla- in skilyrðin til að verja landið fyrir Þjóðverjum, sem nú byggi sig undir að gera innrás í það af sjó eða úr lofti eða hvorttveggja. Sagði Chamberlain að þjóðin yrði að vera viðbúin stórfeldri tilraun í þessa átt þá og þegar. Loftárásir á England sjö nætur í röð. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Flugmálaráðuneytið breska tilkynnir, að í nótt sem leið hafi þýskar flugvélar enn flogið inn yfir England (en það er sjöunda nóttin í röð, sem Þjóðverjar gera loftárásir á England), og er talið, að markmiðið með þessu sé fyrst og fremst að venj- ast næturflugferðum yfir Eng- landi, og mun stórkostlegra loft- árása brátt að vænta. Bretar segja, að þýskar flugvélar leit- ist við að varpa sprengjum á breskar flugstöðvar. Sprengikúlum og íkveikju- sprengjum var varpað á marga staði í austurhluta Englands, Wales og Vestur-Skotlandi. Hvergi var um alvarlegt tjón að ræða. — Árás var gerð á borg i austurhluta Skotlands og að- allega varpað niður ikveikjn- sprengjum. — Skólahús eyði- lagðist og særðist einn maður. Þýskur flugbátur var skotinn niður og 1 mönnum af 5, sem í honnm voru, bjargað. Undan- gengna 7 sólarhringa liafa Þjóð- verjar mist 21 sprengjufiugvél i loftárásum á Bretland. Þýska herstjórnin tilkynnir, að ekkert sérstakt hafi borið við í Frakklandi, sem í frásög- ur sé fterandi. Þýskar flugvélar hafi hins- vegar gert árásir á liafnarvirki og fíugVelli Víða í Englandi og einnig i Skotldndi. í Englaildi hafi flugvélarnar víða valdið miklu tjóni. Mikl- ar sprengingar liafi orðið og eldur komið upp. Éinkum hafi tjónið orðið verulegt í Cardiff og Bristol, en þar hafi kvikn- uð i oliubirgðastöðvum og þær stórskemst. Mikið tjón liafi orðið á flugvöllum við Lincoln, Nottingliam og York, en á þá flugvelli hafi árásunum verið heint sérstaklega. Breskar flugsveitir gerðu næturárás á Norður- og Vest- ur-Þýskaland á mörgum stöð- um, og vörpuðu sprengjum nið- ur, en þó ekki á staði, sem höfðu hernaðarlega þýðingu, enda varð tjónið óverulegt. 1 borg einni í vesturhluta Þýska- lands hafi flugsveitir þessar hafið vélbyssuskothríð á hrunalið, sem vann að því að kæfa eld, sem upp hefði kom- ið. Chamberlain flytur hvatningarræðu og varar við undirróðri Þjóðverja. iChamberlain fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands hefir haldið ræðu og varað bresku þjóðina við undirróðri nazista í Bretlandi. Hafa undirróðursmenn reynt að telja bresku þjóð- inni trú um, að meðal breskra stjórnmálamanna væri óeining ríkjandi einkanlega með forystu Churchills, og væri Chamber- lain fremstur í flokki liinna óánægðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.