Vísir - 02.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 02.07.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 166 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Síldveiðarnar. p YRSTA SÍLD barst á land á Siglufirði í gær og öðrum sildarstöðvum á Norðurlandi, en innan skamms taka verk- smiðjurnar til starfa. Mikill hluti síldveiðiflotans er þegar kominn á miðin fyrir Norður- iandi, og flest skipin, sem æll- að er að taka þátt í- veiðunum, liggja tilbuin til farar og veiði- fanga. Aðstaða síldveiðiflotans befir batnað til stórra rnuna frá því sem hún var i fyrra, og er þar aðallega um að ræða löndunar- og vinsluskilyrði. Hin nýja síld- arverksmiðja á Raufarhöfn má heita að fullu tilbúin, og mun hún taka til starfa nú í viku- lokin, og er þá bætt úr brýnni þörf sildveiðiflotans til löndun- ar á Norðurlandi austanverðu, er síldin heldur sig aðallega á þeim slóðum. Uppmokstursvél Reykjavikurbafnar vinnur að því að dýplca hafnarlægið, þannig aS Stærstu sildveiðiskip geti flotið upp að og landað afla sinn. Er gert ráð íyrir að Rauf- arhafnarverksmiðjan vin.ni úr . 5000 málum á sólarhring, þegar hún er komin í full afköst, en rikisverksmiðjurnar vinna þá samtals úr 17.000 málum á sól- • arhring. Bætt löndunarskilyrði og aukin afköst koma síldveiði- flotanum lil góða þegar á þessu sumri, en það hvorttveggja eyk- ur likur fyrir aukinni veiði, ef síldin sýnir sig á miðunum eins og að undanförnu. r» Þróun sú, sem orðið hefir í sildariðnaðinum undanfarin ár, sannar okkur íslendingum hve mikið má gera þjóðinni til hags- bóta, ef rétt er um hnútana bú- ið. Allir miðaldra menn kann- ast við þá óbeit, sem almenn- ingur hafði á hinum nýríku „síldarspekulöntum“, er íslend- ingar voru að taka veiði þessa í sínar hendur. Svo langt gekk andúðin í garð þessara manna, að stjórnmálamenn, sem stóðu framarlega i flokki, líktu starf • semi þeirra við verstu plágur, sem yfir land þet'ta hafa gengið. En nú á hinurn síðustu árum hefir það kraftaverk skeð, að það er síldin, sem heldur í okk- ur lífinu, þegar alt annað bregst. Andvirði útfluttra síldaraf- urða hefir numið geisihárri uppliæð á síðustu árum, miðað við heildarútflutning þjóðarbús- ins. Mun það hafa numið á ár- inu 1938 um 18 miljónum kr., en á árinu 1939 um 25 milj. króna. Alt er í óvissu um afkomu síldarútvegsins í ár, bæði að því er öflun nauðsynja snertir og afurðaverð. Tunnuskortur er í landinu, en efni í þær hefir að- allega verið flutt inn frá Nor- egi, og eitthvað frá Svíþjóð, að undanförnu. Nú eru Norður- lönd okkur lokuð, ekki af því að við höfum ekki fullan hug á að afla okkur nauðsynja, og viðhalda viðskifta- og vináttu- sambandi við frændþjóðir okk- ar, íieldúr af hinu, að slík við- skifti ,eru ekki framkvæmanleg, vegna Iiafnbanns þess, sem beitt er gegn meginlandi Evrópu, en þangað höfum við sell megníð af síldarafurðunum.Við skulum vona, að fram úr þessu rætist, en verði sú ekki raunin á, bitn- ar styrjöldin á okkur með mikl- um þunga, og nægir í því efni að nefna eftirgreindar tölur: Árið 1937 bræddu síldarverk- smi.ðjurnar úr 1.448.099 málum, en sallaðar voru það ár 210.997 tunnur. Árið 1938 nam bræðslu- síldarmagnið 1.020.282 málum, en saltaðar voru 347.679 tunnur, en 1939 nam bræðslusíldar- magnið 779.224 málum, en salt- síld 260.990 tunnum. Andvirði bræðslusíldarafurða nam árið 1938 kr. 9.200 þús., en saltsíld- ar kr. 9.500 þús. ca. Árið 1939 nam andvirði bræðslusildar kr. 11 milj., en saltsíldar ca. kr. 14 milj. Þess ber einkum að gæta i þessu sambandi, að árið 1938 var aflatregða, en einhver mesti aflabrestur var sumarið 1939, sem þekst hefir. Bregðist síld- veiðarnar ekki í ár, gætum við í rauninni selt alla þá fram- leiðslu, sem við getum afkastað, fyrir gott verð á frjálsum mark- aði á meginlandi Evrópu, en nú verður við að ^eita á aðrar slóð- ir, og sæta mun lakari kjörum vegna styrjaldarástandsins. Það verður út af fyrir sig þungur skattur á íslensku þjóðina. Þótt útlitið sé svart, er engin ástæða til að örvænta. Við lif- um í þeirri trú, að okkar bíði belri tímar. Hitt má aldrei henda, að þjóðin vinni sér til ó- helgis með því að leggja árar í bát i sjálfsbjargarviðleitninni og valdi eigin tortímingu. Geri þjóðin alt til þess að bjarga sér, er það ekki hennar sök, þótt henni verði meinað að lifa. PreisÉafélagr Nudurlauflis hélt aðalfund sinn í Keflavik um síðustu helgi. Hófst fundurinn á sunnudaginn var með því, að prestar þeir, sem eru meðlimir félagsins fóru tveir og tveir saman til allra kirkna í 'Gtill- bringusýslu og fluttu þar guðs- þónustur. Tóku söfnuðirnir all- ir prestunum bið besta og voru kirkjurnar ágætlega sótlar. Á sunnudagskvöld var sam- koma í Keflavíkurkirkju við góða aðsókn, og flutti þar erindi Bjarni Jónsson vigslubiskup. Á mánudaginn höfðu svo prestar fund saman i húsi U. M. F. Keflavíkur, og ræddu sín innri mál. Fóru þar fram góðar umræður, sem urðu mönnum uppörvun og hvatning til meira starfs og bróðurlegra samtaka. Stjórn Prestafélags Suður- lands var endurkosin, og skipa hana: Sira Guðm. Einarsson, Mos- felli, form., sr. Hálfdan Helga- son, Mosfelli, gjaldk. og sr. Sig. Pálsson, Hraungerði. Heiðursfélagar voru kjörnir þeir dr. theol. Jón biskup Helga- son og Ólafur Magnússon præp. bon. frá Arnarbæli. Að loknum fundi bauð sókn- arnefnd Keflavikur fundar- mönnum til góðra veitinga í loftsal fundarhússins. Hafði sóknarnefndin og sóknarprest- urinn, sr. Eiríkur JBrynjólfsson, veitt fundarmönnum hinarbestu viðtökur og auk þess veittu á- gætisheimili í Keflvik þeim ástúðlega gistingu. Kl. um 6 í gærkveldi var hald- ið heimleiðis, og kvöddu fund- armenn vini sína í Keflavík með bestu þökkum fyrir alla vin- semd þeirra. Leikfélag' Reykjavíkur sýnir skopleikinn Stundum og stundum ekki, í alira síðasta sinn annað kvöld, og er þetta ioo. sýn- ing félagsins á þessu starfsári. — Sala aðgöngumiða hefst kl. 4 í dag. Sveinafélag múrara verður að greiða mörg þúsund kr. bæfur vegna aðgerða 1 kommunista. Sýnishom af starfsaðferðum þeirra og með- ferð þeirra mála, sem þeim er trúað fyrir. Svo sem getið var í Vísi, hrundu múrarasveinar komm- únistum frá völdum í félagi sínu nokkru eftir áramótin. Dregur nú að því, að þeir verði að láta af öllum trúnaðarstörfum í fé- laginu, svo sem vonlegt er, enda hafa þeir bakað félaginu tjón, sem nemur mörgum þúsundum í krónum talið, auk nokkurs á- litshnekkis manna í meðal. Nokkur átök hafa orðið inn- an félagsins upp á síðkastið, með því að ungir og einbeittir menn hafa tekið saman höndum við hina rosknari, sem til þess liafa aðallega harist gegn áhrifavaldi kommúnista, og þeim átökum hefii' lyktað á þann veg, að kommúnistar hafa með félags- samþykt fengið vítur fyrir af- skifti sín af ýmsum málefnum félagsins. Um miðjan síðasta mánuð var fundur haldinn í félaginu, og var þar m. a. rætt um mála- rekstur, sem félagið liefir átt í að undanförnu fyrir Félags- dómi, en kommúnistar stofn- uðu til. Gengu úrslit Félags- dóms félaginu í gegn, enda var því gert að greiða allháar skaða- hætur. Á fundi þessum bar einn fé- iagsmanna, Guðni Egílsson, fram tillögu er gekk í þá átt, að þar eð fyrverandi formaður fé- lagsins og ritari þess, þeir Guð- jón Benediktsson og Ásmundur Ólafsson, hefðu brotið freklega gegn félaginu og einstökum meðlimum þess, ákvæði fund- urinn að þeir skuli ekki vera kjörgengir til trúnaðarstarfa fyrir félagið, ekki hafa atkvæðis eða tillögurétt og ekki málfrelsi á fundum félagsins í eitt ár. Tillaga þessi var feld með 29 alkvæðum. gegn 20, en 9 seðlar voru auðir. Undir umræðum málsins hafði komið fram önnur tillaga, er gekk í þá átt, að með því að ofangreindir menn hefðu gerst sekir um eitthvert hið stórvægi- legasta og óheillavænlegasta brot gegn félaginu, með því sumpart að þegja yfir mikilvæg- um upplýsingum, en sumpart með hinu, að fara með ósann- indi á félagsfundi um mikils- verð málefni, og með því að þessar aðfarir hefðu orsakað það, að félagið hefðu orðið fyr- ir stórfeldu tjóni, þá liti fundur- inn svo á, að framkoma þessara trúnaðarmanna félagsins væri með öllu óverjandi, og vítti því afskifti þeirra Guðjóns og Ás- mundar af þessum félagsmál- efnum. Flutningsmaður þessarai' til- lögu var Þorsteinn Löve. Var hún samþykt með miklum méiri hluta,, að framfarinni skriflegri atkvæðagreiðslu, og má í rauninni líta svo á, að hún marki alger tímamót i sögu múrai’asveinafélagsins, með þvi að vald kommúnista sé í eitt skifli fyrir öll brolið þar á bak aftur, og liefði það þótt ólrúleg- ur alburður fyrir svo sem tveimur árum, þótt ekki sé lengra seilst. Tildrög þessara deilumála innan múrarasveinafélagsins eru þau, er hér greinir: Hinn 30. júní 1938 gerðu múrarameistarar og Sveinafé- lag múrara í Reykjavík með ser vinnusammng, en sammng- ur þesi gekk úr gildi 15. júlí 1939, samkvæmt uppsögn frá Sveinafélaginu. Eftir að uppsögn hafði farið fram, en áður en samningstím- inn var útrunninn, reyndu að- iljar að semja um framlenging samningsins, en upp úr þeim samningaumleitunum slitnaði hinn 8. júlí í fyrra. Hinn 16. júlí, eða daginn eftir að fyrr- greindur samningur rann út, birti Sveinafélag múrara aug- lýsingu í blöðum bæjarins, þar sem það tilkynnir, að með því að samningar þess við múrara- meistara séu útrunnir, geti með- limir þess ráðið sig til múrara- vinnu lijá bverjum þeim, sem skuldbindi sig til þess að verða við þeim lágmarkskröfum, sem nánar voru tilgreindar i auglýs- ingunni. Samkvæmt þessari auglýsingu undirrituðu múr- arameistarar skuldbindingar- skjal á skrifstofu Sveinafélags- ins, og fengu í lijendur afrit skjalsins, en Guðjón Benedikts- son tólc fyrir Sveinafélagsins liönd við frumriti. Hófst svo vinna við múrarastörfin að nýju.. En er múrgrameistarar fóru að vinna sjálfir með svein- unum við þau hús, er þeir liöfðu í smíðum, neitaði Sveinafélagið, að þeir hefðu rétt til þess, og taldi að samkvæmt þeim skuld- bindingum, er múrarameistarar liefðu undirgengist, væri þeim óheimilt að vinna sjálfum við þau hús, er þeir hefðu i sm.íð- um, og ekki væri þeim heldur heimilt að vinna með nemend- um i múraraiðninni, sem ekki væru í Sveinafélaginu. Sátta- semjari ríkisins fékk málið til meðferðar, en engin sætt komst á. Höfðuðu þá 16 múrarameist- arar mál fyrir Félagsdómi, til þess að fá úr ágreiningi þessum skorið og böfðu jafnframt uppi skaðabótakröfur á hendur Sveinafélaginu. Félagsdóm.ur komst að þeirri niðurstöðu, að með undirskrift aðilja, þeirri, er getið var liér að framan, befði stofnast vinnu- samningur, er fullnægði 6. gr. laga nr. 80/1938 og færi um hann eftir ákvæðum téðrar greinar. Dómurinn leit enn- fremur svo á, að skuldbinding sú,er múrarameistarai' undirrit- uðu á skrifstofu Sveinafélags- ins, meinaði þeim ekki að vinna sjálfir ,að múraraiðninni við þau verk, er þeir hefði sjálfir með höndum, og loks tók dóm- urinn skaðabótakröfuna til greina, eftir því sem við átti í liverju falli. Aðilar liöfðu komið sér sam- an um, að reka hið fyrst mál í þessu efni í tvennu lagi, og gekk fyrst úrskurður um. hvort líta bæri á skuldbindingarskjalið sem vinnusamning eða ekki, en þótt Félagsdómur úrskurðaði að svo væri, gat Guðjón Benedikts- son ekki felt sig við það. Þótt úrskurður Félagsdóms,- sem gekk í fyrsta málinu, sem böfð- að var, kvæði skýrt á um rétt meistara til að vinna sjálfir, skýrði Guðjón þetta á alt annan veg á fundi í félaginu, sem haldinn var 23. okt f. á., og taldi að sveinunum bæri að leggja niður vinnu, ef meistarar tækju til slarfa með þeim. Bar liann fyrir sig orð lögfræðings, þess- um skilningi sínum til styrktar og trúðu félagsmenn því, að liann færi rétt með, þótt alt ann- að reyndist síðar. í beinu fram- baldi af þessu, á binum. sama fundi bar Guðjón fram tillögu svohljóðandi: „Til þess að koma í veg fyrir misskilning, skal öllum félags- mönnum send á ný samþykt fé- lagsins frá 6. júlí, er bannar meðlimum þess að vinna með utanfélagsmonnum að múrara- vinnu.“ Var samþykt þessi þvínæst send öllum félagsmönnum, og það tekið fram í bréfi, er stjórn- in samdi og sendi um leið, að þetta sé gjört, með því að ýms- ir bafi haldið því fram, að sam- þyktin frá 6. júli befði verið fekl úr gildi með dómi Félagsdóms, og kveður stjórnin þannig upp úr um það, að hún ætli að liafa ákvæði dómsins að engu. í framhaldi af þessu á svo Guðjón Benediktsson tal við ýmsa sveina, sem liöfðu tekið upp vinnu hjá meisturum og hvetur þá til að leggja niður vinnu, og urðu þeir við þeim tilniælum. Neyddust meistarar til að leggja niður vinnu sjálfir, af þessum sökum, en leituðu réttar síns fyrir Félagsdómi. Komst Félagsdómur að þeirri niðurstöðu, að með því að Sveinafélag múrara hafi stofn- áð til þess og stutt að því, að sveinarnir útilokuðu meistar- ana frá vinnu, og slíkur stuðn- ingur Iiafi verið óréttmætur, Iieri að leggja á það ábyrgð á því tjóni, sem meistararnir hafi beðið af þessum. sökum. Skaða- bætur þær, sem meistarar hafa fengið til dæmdar og málskostn- aður mun nema um 7—8 þús. kr., en alt það fé verður félag- ið að greiða vegna afglapa kommúnistanna í félaginu, sem trúað var fyrir að fara m,eð mál- efni þess. Mætti þetta verða öðrum þeim félögum og hagsmuna- samtökum til viðvörunar, ef þau liafa trúað kommúnistum fyrir störfum og þá allra helst trúnaðarstörfum, Heimskan og óskammfeilnin veður með þá í gönur, þegar um deilumál er að ræða, og þeir þjösnast áfram í þeirri trú, að „alt drasli ein- hvernveginn“, en athuga ekki hvað félögunum eða liagsmuna- samtökunum er fyrir bestu. Á annað þúsund bréfa- skeyta hafa faríð gegnum hendur R. ICr. í. Símskeytasamband er nú komið á í brýnustu nauðsyn. Síðan Rauði Kross íslands kom á fót bréfskeytasamband- inu við útlönd með aðstoð Rauða Krossins í London, hafa komið hingað 270 bréfskeyti frá Danmörku, en héðan verið send 635 bréfskeyti til Danmerkur, Noregs, Þýskalands, Belgíu og Hollands, auk 121 svarskeytis til Danmerkur.— Þessar bréf- skeytasendingar taka nokkurn tíma og þessvegna hefir verið komið á beinu símskeytasambandi í sérstökum undantekning- artilfellum, eða þegar t. d. er ummannalát að ræða eða þ. h. Rauði Krossinn boðaði líð- indamenn blaða og’ útvarps á fund sinn í gær og var þeim 111. a. tilkynt um þessar skeyta- sendingar. Sveinn Björnsson, sendiherra, er var nieðal hvata- manna að stofnun Rauða Kross Islands og fyrsti formaður Iiáns, var þar og staddur og ræddi um störf R. Kr. yfirleitt. Hann kvað fáa hafa liaft trú á því, þegar rætt var um stofn- un Rauða Krossins fvrir 15 ár- um að liann myndi fá hér nokk- ui' verkefni að vinna, þvi að B. Kr. hefði verið stofnaður vegua styrjaldarhörmunga, en menn töldu að Island myndi aldrei dragast inn í stríð. En Rauði Krossinn getur líka Iialdið uppi friðartíma starf- semi og það hefir liann gert hér á landi..... Rauði Krossinn er merkileg- asti félagsskapur í heimi, sagði Sveinn Björnsson ennfremur. Hann er sjálfstæður og frjáls í hverju landi, og ræður öllum sínum gerðum, en þarf að fá viðurkenningu miðnefndar Rauða Kross-félaganna í Genf. Þegar svo er komið, gelur það snúið sér til hennar eða liinna ýmsu félaga og notið að- stoðar þeirra i því, sem gera þarf, og er bréfskeytasamband- ið, sem náðst hefir með aðstoð Rauða Krossins í London, gott dæmi þess. Hingað til hefir öll starfsemi Rauða Krossins okkar verið friðartímastarfsemi, en nú liafa atburðirnir gert það að verkum, að R. Kr. I. fer að starfa á ó- friðartímum og í landi, sem er í ýmsum viðjum vegna hernaðar- aðgerða. Slarfið liefir aukist mikið og á eftir að aulcast. En með auknu s.tarfi þarf meiri peninga og reynslan hefir sýnt, að íbúar allra landa hafa jafnan kunnað að meta starf Rauða Krossins. Þess má geta í því sambandi, að á Heimsstyrj- aldarárunum gerðust 10 miljón- ir manna félagar Rauða Kross- ins í Bandaríkjunum. Sumir menn styrktu Rauða Krossinn með þvi að starfa fyrir hann sem sjálfboðaliðar, en aðr_ ir, sem ekki geta komið því við, með því að gerast méðlimir fé- lagsins. Sig. Thorlacius, skólastjóri, gaf síðan yfirlit yfir bréfskeyta- afgreiðsluna og liefir verið skýrt frá lienni hér á undan. Gefur Rauði Krossinn síðan út eftirfarandi tilkynningu: Með milligöngu R. Kr. í Lond- 011 og alþjóða R. Kr. getur R- Kr. í. nú, auk bréfskeytanna, komið símskeytum til náinna vandamanna, sem annað sam- band er ekki við. Þetta getur þó einungis orðið í sérstökum undantekningartilfellum (ur- genl cases), t. d. ef um er að ræða veikindi eða dauðsföll. Al- mennar fyrirspurnir um líðan eða skeyti um vellíðan er ekki hægt að senda þessa leið. At- liygli skal og vakin á því, að kostnaður verður mikill við slík símskeyti. — Forðum í Flosaporti. Næstsíðasta sýning leiksins cr í kvöld kl. 8)4. AðgöngumiÖar me'ð mjög lækkuðu verði (frá kr. 2.00) seldir frá kl. 1 í dag. Er vissara að fara strax og ná sér í miða, því að þegar blaðið fór í pressuna var mjög lítið eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.