Vísir - 02.07.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 02.07.1940, Blaðsíða 3
 Búlgarir eru hlutlausir og eiga enga bandamenn. R ÚSSAR hafa fært sig upp á skaftfð nú um mánaðamótin og fengið norðurhluta Bukovinu og Bessarabíu frá Rúmen- um. Eftir heimsstyrjöldina lýsti Bessarabia — sem Rússar höfðu náð 1812 -— yfir sjálfstæði sínu og gekk inn í rúmenska ríkið. Rúmenar fengu Transylvaníu af Ungverjum og Dobrudja frá Búlgörum um líkt leyti, og hafa þessi ríki aldrei getað gleymt því. — Nú láta þessi ríki heldur ófriðlega, en Búlgaría á nokkra sérstöðu í álfunni, og fer hér á eftir grein um hana. Hún er eftir Hugo Speck, fréttaritara U. P. í Sofia, sem var áð- ur í Konstantinopel. Búlgaría á enga bandamenn og hefir ekki gert neina samn- inga eða sáttmála um hjálp, ef á hana verður ráðist. Hún ætlar að láta hlutleysisyfirlýsingar sínar vera sér vernd í því fár- viðri, sem nú geisar í Evrópu. Það er sagt, að Boris konung- ur hafi orðað þetta á þessa leið: „Búlgaría reynir að koma sér svo fyrir, að hvorki heyrist til liennar né sjáist.“ En það er ekki ósennilegt, að þessi afstaða breytist, ef eitthvað óvænt kem- ur fyrir. Enda þótt Búlgaria hafi landakröfur á hendur öðrum ríkjum, hafa búlgarskir forvig- ismenn hvað eftir annað gefið út yfirlýsingar á þá lund, að ef ráðist verður á einhver Balkan- lönd, muni Búlgarir ekki grípa til neinna þeirra ráðstafana, sem stofni þeim ríkjum í frek- ari hættu. Búlgarir hafa aldrei fallið frá kröfunum á þeim liluta Do- brudja, sem Rúmenar fengu, landræmunni i Þrakíu niður að Eyjahafinu gríska og því landi, sem Jugoslavar fengu. En þeir bafa ákveðið, að láta allar lcröf- ur niður falla um sinn og geyma þær til betri tima. I *. Standa utan Balkanbandalagsins. Búlgarir hafa hvað eftir ann- að hafnað því, að ganga í Balk- anbandalagið. Þeir bafa einnig hafnað að undirrita nokkurn sameiginlégan sáttmála með Balkanríkjunum eða Dónár- löndunum. Tyrkir liafa þó unn- ið að þvi sleitulaust mánuðum saman, að fá þá til þess að gera bandalag gegn væntanlegri árás á Balkanrikin, úr hvaða átt sem hún kæmi. Enda þótt Grikkjum, og Rúm- enum hafi verið lieitið stuðn- ing af Bretum og Frökkum og Tyrkir hafi gert varnarbanda- lag við þá, hafa Búlgarir ekki Makkaroni Maizena mjöl Vi5irv Laugavegi 1. ÚTBÚ, Fjölnisvegi Játið það á sig fá. Enda er nú í ljós komið, að þau loforð, sem Bandamenn gáfu, voru lil Iítill- ar hjálþar, þar sem Frakkar hafa verið brotnir á bak aftur og Bretar bafa nógu að sinna að öðru lejdi. En Búlgaría er enn ekki úr allri bættu samt. Ef ófriður brýst út á Balkan, er eingöngu um nágrannaríki Búlgaríu að ræða. Stríðið mundi standa við húsdyr þeirra, ef svo má að orði kveða. Og jiað óttast þeir mest af öllu. Ef annaðhvort Griklc- land, Jugoslovia eða Rúmenía drægist inn í styrjöldina, þá er ekki að vita nema eitthvað þriðja ríki krefðist þess, að fá að flytja her um Búlgaríu, til þess að koma viðkomandi riki til hjálpar. Slíkt er fjarri þvi að vera óhugsandi. 1 4 Lega landsins sannar hættuna. Það þarf ekki annað en að virða fyrir sér landabréFið rétt sem snöggvast, til þess að verða ljóst, hversu rétt þetta er. Tvrlc- ir hafa oft látið í veðri vaka, að ef til ófriðar dragi á Balkan- skaga, muni þeir þegar í stað láta til skarar skríða og biða ekki þess, að hættan verði al- veg komin að bæjardyrum þeirra. Er þá liin nijóa strandlengja norðausturhluta Grikklands nægilega breið til þess að veita svigrúm til nútíma hernaðarað- gerða, ef ítalir herja frá Al- baníu áleiðis til Eyjahafsins og Hellusunds? Búlgarir óttast, að svo sé ekki. Myndu Bretar láta sér nægja, að senda her aðeins sjöleiðis fil Rúmeniu, ef liún bæðí þá um hjálp og þeir ákvæðu að ve'ita hana? Búlgarar óttast að svo muni ekki vera. Búlgarir óttast ekkert af Rússa liendi. En myndi ítalskur og þýskur her, er sækti til Svartahafsins og Hellusnuids, virða hið margyfirlýsta hlut- leysi Búlgara? Þeir óttasl að svo muni ekki verða. Búlgarir horfast æðrulaust í augu við veruleikann og eru slaðráðnir i því, að verja land sitt, hver sem ætlar að brjóta ])að undir sig. En þeir þurfa að eins að Iíta á landabréfið, lil ]>ess að sjá, að nú er varla nokk- ur þjóð í meiri bættu en þeir. RUGLVSINQflR BRÉFHRUSfl BÓKflKÓPUR ei: QUSTURSTR.12. WdtfVtíWiVM er miðstöð verðbréfavið- skiftanna. — Samstiltur hópux í vinnumensku. Þegar það er athugað, að víð höfum hreina samvisku af vopnaburði og höfum því fengíð að halda besta kjarna vorum, þá er sist að undra, þótt við getum eitthvað verið til fyrir- myndar, ef við viljum það við hafa og látum það betra ráða. Það var heldur betur handa- gangur í öskjunni Jónsmessu- daginn, beinlínis hugbetrandi og upplyftandi í sykurhallærinu að sjá þær við stóru kaffikönn- una, sjálfstæðiskonuna og kommúnistakonuna, skrúfandi úr sama krananum í bolla Al- þýðuflokksmeyjarinnar eða Framsóknarmaddömunnar, •— brosandi livor til annarar með systurhug. Allar keptust þær mislitu í eldhúsinu, við búðar- V I S I R diskinn og afgreiðsluna, og um vinnuhlé var ekki að ræða eða grænan eyri um tímann. Ekki lágu þeir heldur á liði sínu, þeir bráðflekkóttu, pólitískt séð, blessaðir okkar, og gæfu þeir sér stundar frið, ruku þeir inn í eld- liús að kasta mæðinni, en mæðulegir voru þeir ekki, þó minna en ekkert hefðu þeir um tímann frá auralegu sjónar- miði, þvi hlýjasta viðmót var á báða bóga og þreytan lagði á flótta. Lúðrasveitin og ösin manaði burt allan ótta. Trúi því bver sem vill að kær- leikurinn og fórnfýsin séu ekki máttarstoðir hvers þjóðfélags og veiti sannasta gleði. Því þeg- ar á alt er litið þá er það sálin, sem á að lifa og svara fyrir sig, bæði í þessu lífi og öðru. S. M. Ó. Mjólkin hækkar um 27,5.%’ frá áramótum. í gær var mjólkin hækkuð í annað sinn á þessu ári, í þetta skifti um 6 aura. Nemur þá hækkunin frá áramótum 11 au., eða 27,5%. Kauphækkun verkafólks nem- ur hinsvegar aðeins 22.5%. Ekki munu hændur njóta mikils góðs af þessari mjólkur- hækkun, því að til þeirra mun ekki renna nema þriðjungur hækkunarinnar, en hitt gleypir skipulagið. Mjölkurverðið er nú 56 au. 1. heimsendur, en 54 au. í flöskum í búðum.. Rjómaverðið liefir hækkað um 35 au., úr kr. 2.80 lítrinn í kr. 3.15. , \ Stórstúkuþingið kref st lokunar áfengisút- salanna. Stórstúkuþingið hélt áfram í gær og voru m. a. samþyktar eftirfarandi tillögur: 1. Störstúkan felur fram- kvæmdarnefnd sinni að vinna að því að hafin verði almenn fjársöfnun um land alt til heilsuhælis fyrir drykkjumenn, og að haft verði um það sam- starf við annan bindindisfélags- skap í landinu, eftir því sem við verður komið. Jafnframt er framkvæmdar- nefndinni falið að afla sem full- komnastra upplýsinga um þörfina fyrir slikt hæli og beita ser fyrir ráðstöfunum. sem bætt gætu úr hinni brýnustu nauðsyn, uns fullkomið hæli er fengið. 2. 40. þing Stórstúku Islands samþykkir að skipa sjö manna nefnd til að ræða við ríkisstjórn- 'ina um nauðsyn þess að loka áfengisútsölunum, meðan er- lendur her dvelur í landimx. í nefndina voru skipaðir: Árni Jóhannsson, Alíureyri, Friðrik Hjartar, Siglufirði. Ei- ríkur Einarsson, ísafirði, Felix Guðmundsson, Revkjavík. Snæ- björn Rjarnason, Vestmanná- eyjum. Sr. Sveinn Víkingur, Seyðisfirði og Sigurgeir Gisla- son, Hafnarfírðí. Ferdafélagid; Átta daga íerð um Norðurland J^æstkomandi laugardags- morgun leggur Ferðafélag- ið af stað í 8 daga ferðalag um Norðurland og verður farið héð- an kl. 8 árdegis. Fyrsla daginn verður ekið sem Ieið liggur fyrir Hvalfjörð norður yfir Holtavörðuheiði til Blöndóss og gist þarl Verður komið við á helstu stöðum á leiðinni, svo sem við Hvítárbrú, Laxfoss, Hreðavatn og Hnúk í Vatnsdal (eða á suðurleið). Næsta dag verður farið lil Hóla i lljaltadal og þriðja dag- inn til Akureyrar, austur yfir Vaðlaheiði og til Mývatns, með viðkomu í Vaglaskógi og bjá Goðafossi. Fjórða dagiiin verður dvalið við Mývatn, farið út í Slútnes, brennisteinsnámurnar skoðað- ar o. s. frv., en ekið til Húsavík- ur um kveldið. Næsta dag, 10. þ. m., verður ekið um Keldubverfi og Reykja- beiði til Ásbyrgis og Dettifoss og gist aftur á Húsavík næstu nótt. Sjötta daginn verður baldið aftur til Akurevrar og komið þangað svo snem.ma, að nægur tími verði til að skoða hinn fagra höfuðstað Norðurlands. Verður jafnvel farið inn að Grund. Sjöunda daginn verður lagl af stað heimleiðis og verður gist í skólahúsinu að Reykjum í Hrútafirði um nóttina, en næsta dag ekið suður Holtavörðuheiði, upp Reykholtsdal og koinið við í Reykholti og Húsafelli. Verð- ur HúsafelLsskógur skoðaður, en síðan ekið suður Kakladal um Þingvélli til Reykjavikur.— Er mönnum, sem fara þessa ferð, ráðlagt að hafa með sér sundskýlur. Þeir, sem liafa í hyggju að fara, vei-ða að rita nöfn sin á lista, sem liggur frammi hjá Ivr. Ó. Skagfjörð, Túngötu 5, en fyrir liádegi á föstudag verða menn að hafa sótt miða sína. Prestastefnan lauk störfum á laugardaginn. Síra Þorgrímur Sigurðsson flutti morgunbænir i kapellunni. Á fundinum gaf svo próf. Ásm. Guðmundsson skýrslu um störf barnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar, og ræddi svo sérstaklega um liag og störf barnahælisins Sölheima í Gríms- nesi. Er próf. Ásm. Guðmunds- son sá kirkjunnar manna, sem ásamt sr. Guðm. Einarssyni á Mosfelli hefir mest lagt fram til slíkrar líknarstarfsemi kirkj- unnar. Voru þeir og sr. Hálfdán Helgason allir endurkosnir i nefndina með þakklæti fyrlr unnin störf. Þá var lesið svofelt skeyti til prestastef nunnar: „Þakka hjartanlega fyrir árn- aðarkveðjur til Háskólans frá PrestastefnunnL Vona, að hin nýa kapella verði athvarf binna árlegu prestastefnu og að þaðan niegi Ijós kristinnar trúar skína til blessunar þjóð vorri. Alexander Jöhannesson, háskólarektor.“ Næst flutti dr. Jön Helgason fyrrv. biskup erindi um Kenni- mensku síra Tómasar Sæmunds- sonar. Var erindið langt og ítar- legt, og gaf merkilegar upjilýs- ingar um þessa hliðina á starfi liins þjóðkunna nytsemdar- manns. Eftir erindið var stuttur Biblíufélagsfundur. Síðar um daginn, eftir fundar- hlé, hóf Sigurgeir biskup um- ræður um söngmál kirkjunnar. Samþ. var svohljóðandí tillaga: „Prestastefnan felur biskupi að vínna að því, að stofnað verði með sérstökum lögum söng- málstjóraembætti fyrir íslensku kirkjuna.“ Þá flutti prófessor Ásm. Guð- mundsson fagurt og stórfróð- legt erindi um grafkirkjuna í Jerúsalem. Siðast á fundinum urðu enn nokkrar umræður Um aðalmál prestastefnunnar: Hlutverk nú- tímakirkunnar. Éuuk svo prestástefnunni með sálmasöng og bæn biskups. Um kvöldið voru prestar lieima hjá biskupi. B c&íop J fréttír Mæðrastyrksnefndin. Eins oglundanfariö’ hefi.r MæÖra- styrksnefndin i sumar heimili fyrir mæður og börn þeirra að.Reykholti i Biskupstungum. UmsóknareyÖu- blaða sé vitjaÖ í skrifstofu nefnd- arinn'ar, Þingholtsstræti 18. í dag kl. 5—7 og 8—io. 83 ára ver'Öur í dag frú Guðbjörg Herj- úlfsdóttir, Grénsási viÖ SuÖurlands- braut. Samtíðin, júlíheftiÖ, er nýkomiÖ út. Efni: Fimtán ára söngkenslustarf ( ViÖtal við Sigurð Sirkis). Þrír sendiherr- ar á Islandi (greinar um Svein Björnsson, de Fontenay og Charles H. Smith, með myndum). Trúin á ntanninn eftir Olaf Jóh. Sigurðsson. Vísur eftir Gísla Ólafgson frá Ei- ríksstööum. Merkir samtíÖarmenn (æfiágrip með myndum). A manna- veiðum (smásaga). Grein um Win- ston Churchill. Grein um Golf- strauminn, hina miklu bláelfi At- lantshafsins. Ávarp Mannerheiins til Finnlendinga o .m. fl. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Rangárvalla- og V.- Skaftafellssýslupóstar, Þingvellir, Laugarvatn, Akranes, Borgarnes, Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyja- fjarðar- og S.-Þingeyjarsýslupóst- ar. — Til Rvíkur : Þingvellir, Laug- arvatn, Grímsness- og Biskups- tungnapóstar, Akranes, Borgarnes, Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyja- fjar.ar- og S.-Þingeyjarsýslupóstar. Næturakstur. Bæjarbílastöðin, Aðalstræti 16, sími 1395, hefir opið i nótt. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs ajyóteki. Forðum £ Flosaporti Sýning i kvöld kl. 814- NÆSTSlÐASTA SINN- Lækkaó verd Aðgönguiniðar ÍPá kl’> 21 seldir eftii «1. 1. — Sinii 3191, Seniisvein éskast fitrax. Fiskbúðin, Barónsstíg 59L Simi 2307.. Laxfoss fer til Vestmamraeyjja á morgun kl. 10 síðdi. Flutningi veitt móttaka til kl. 6. aftur tyripl. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 HljómpÍötur: Lög úr óperettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um herskip (Pétur Sigurðsson sjóliðsforingi). 20.55 Hljómplötur: a) Septett, eftir Saint-Saéns. b) Vorið, tón- verk eftir Stravinski. Sölndeiltl Blimlminafélags Islands. Simí 4046 Lnpmi er tekið til starfa. Tékur á mótí ávalargestum og ferða- fólki. Gistihúsið er rekið með sama hætti or fyr. Ferðr eru alla daga kl. 10 f. h. frá Bifreiðastöð Is- lands, sími 1540. — Uppl. í sínra á Laugarvatni gefur BERGSTEINN KRISTJÁNSSÖM. Sigrurður fyrrverandi búnaðarmálast jósi lést 1. júlí að heimili dætra sinna, Hringbraut' 66,, Reykjavík. Aðstamdlendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.