Vísir - 03.07.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 03.07.1940, Blaðsíða 3
VISIR Fyrsta gufuskip lands- manna kom til landsins fyrir 50 árum. |Jm síðustu mánaðamót voru 50 ár liðin frá því, að fvrsta gufuskipið sem íslendingar festu kaup á kom í heima- höfn sína, ísafjörð. Eigandi skipsins var Ásgeir Ásgeirsson, kaupmaður og hét skipið „Litli Ásgeir“. Skipstjórinn á Litla Ásgeiri var danskur og hafði hann áfram skipstjórn á hendi nokkur fyrstu árin, sem skipið var hér. Ásgeir G. Ásgeirsson, kaup- maður, sem keypti þetta fyrsta gufuskip, er til landsins kom i eigu landsmanna sjálfra, var forstjóri Ásgeirsverslunar á Isa- firði. Var hann um tíma einna mesti framkvæmdamaður með- al íslendinga og átti fjölda fiski- skipa. „Litli Ásgeir“ var mjög litill, eða um 17 smál. brúttó. Iianu var því ekki hafður í notkun að vetrarlagi, heldur aðeins frá í apríl þangað til í október. Var hann næstum eingöngu í ferð- um um ísafjarðardjúp, en fór þó út fyrir Djúpið einnig. Voru veittar þrjú þúsund krónur úr landssjóði árið 1889 til gufuskipsferða við ísafjarð- ardjúp og fékk Ásgeir G. Ás- geirsson að sjálfsögðu þann styrk, enda flutti liann póst auk varnings og fólks. Voru sæti fyrir tuttugu manns i káetu skipsins, en sérstakir klefar voru engir, enda varla hægt að kref jast þess í ekki stærra skipi. í október, þegar sumarstarfi Ásgeirs var lokið, var hann jafnan dreginn á land og fór þá fram „hreingerning“ á honum og viðgerð á því, sem hilað hafði á sumrinu. „Litli Ásgeir“ mun Iiafa verið í notkun hér á landi í 30 ár, og hann er enn til, eða öllu heldur skrokkurinn, sem liggur á kampinum á ísafirði. Nokkru eftir að Ásgeirs- verslun hafði keypt „Litla Ás- geir“, keypti verslunin annað gufuskip heklur stærra, er hlaut nafnið „Stóri Ásgeir“. Ásgeirsverslun var stofnuð árið 1852. Stofnandinn var Ás- geir Ásgeirsson eldri, faðir Ás- geirs G. Ásgeirssonar, er keypti „Litla Ásgeir“. • Engum mun blandast hugur um, að kaup þessa gufubáts, þótt litill væri, markaði stórt spor í samgöngumálum lands- manna. Þessi skipakaup voru tákn j>ess, að landsmenn voru að fá trúna á landið og sjálfa sig. En þessara timamóta í sam- göngumálum vorum hefir ÁSGEIR G. ÁSGEIRSSON ETATSRÁÐ. hvergi Verið minst sem skyldi. Aðrar þjóðir myndu vafalaust hafa minst þessa atburðar á til- hlýðilegan hátt, t. d. með því, að gefa út sérstakt hátíðarfrj- merki eða á einhvern annan hátt. „Litli Ásgeir“ var póstbátur og er því tvöföld ástæða til þess að kaupanna á honum sé minst. Mun þvi mörgum þvkja vel til fundið, að íslenska póststjórn- in láti til sin taka i þessum efn- um. f dag og á morgun er til sýnis nýr /lökull í glugguni Jóns Björnssonar i Bankastræti. Hann er eign Breiða- bólstaðarkirkju á Skógarströnd, saumaður af frú Magneu Þorkels- dóttur eftir teikningu ungfrú Nínu Tryggvadóttur og gefinn kirkjunni af Kvenfélagi Skógarstrandar. — Þessi hökull mun vera alger nýjung í kirkjulegum listiðnaði hérlendis. 75 ára i dag Sfrs Ófeiiir Ifiaiíssoi prófastur Sira Ófeigur Vigfússon pró- fastur í Fellsmúla er 75 ára í dag, en liann er þjóðkunnur maður, ekki síst sem kennari og uppfræðari æskulýðsins. Iijá hönum liafa ýmsir þeir lært, sem síðar hafa lokið embættis- prófi og áunnið sér traust og vinsældir að dæmi þessa ágæta fræðara þeirra. Sira Ófeigur vigðist til Lands- prestakalls 24. nóv. árið 1900 og hefir þannig þjónað því í 40 ár að lieita má. Prófastur hefir liann verið nokkurra ára skeið. Hjá söfnuði sínum nýtur hann einstakrar alúðar og vinsælda, enda gefur hann öðrum liið góða fordæmi með daglegri breytni sinni. Síra Ófeigur hefir alla ævi sína verið að læra, ekki aðeins af bókum og af lifinu sjálfu hér heima fyrir, heldur hefir hann á efra aldri lagt leið sína til annara landa, til þess að kynnast viðliorfunum þar í trú- ar- og fræðslumálum . Heimili síra Ófeigs og konu hans frú Ólafíu Ölafsdóttur, liefir ávalt verið rómað fyrir gestrisni og höfðingsbrag, en konu sína misti síra Ófeigur í fyrra, eftir langa og góða sam- búð. Hlýjar óskir munu síra Ófeigi berast í dag, ekki aðeins frá sóknarbömum hans, held- ur frá fjölda annara úr öllum fjórðungum lands. M. „Litli Ásgeir“ við brvggju á ísafirði. (LTppI. um Asgeir og Ásgeirsverslun eru eftir „Þættir úr verslunar- og iðnaðarsögu Islands“ eftir Chr. Nielsen). K. R, sigraði í boðhlaupinu um hverfis R.vík. j^NNAÐ boðhlaupið umhverf- is Reykjavík fór fram í gærkveldi í óhagstæðu veðri. — Fjórar sveitir tóku þátt í hlaup- inu, en tími náðist ekki eins góð- ur og í fyrra. Hlaupið fór á þá leið, að sveit K.R. bar sigur úr býtum og rann skeiðið á 18 mín. 54.4 sek. Næst kom sveit frá Ármanni, 18 min. 55.0 sek.. þá kom l.R.-sveitin á 19 min. 50.0 sek. og loks B- sveit Ármanns á 21 mín. 10 sek. Hlaupið var mjög skemtilegt og spennandi. K.R.-ingar voru á undan mestan liluta leiðarinn- ar og alllangt á undan við síð- ustu skiftinguna, þegar Sigur- Var hann kominn á þá skoð- un að kapitalistiskt Rússland, sem hefði „fordyr“ að Atlants- hafinu um Finnland væri betra en koinmúnistiskt Rússland, sem væri innilokað á allar hlið- ar? En afleiðingamar, sem hann spáði, ef Rússar tæki upp árás- arstefnu gegn nágrönnunum, eru jiegar farnar að koma í Ijós. „Aðalhætlan er í þvi fólgin“, hefir hann skrifað, er hann ræddi þetta atriði, „að Rússar bregðist því trausti“, sem þeir öfluðu sér í „október-bylting- unni“. Þá drógu þeir liðsveit- irnar á brott úr Persíu og Mongólíu, lýstu yfir sjálfstæði Armeníu og Finnlands og settu þjóðernismálin á alveg nýjan grundvöll. „Tvent er mögulegt: Annað hvort tekst okkur að æsa til byltingar i Austurlöndum heimsveldanna og hröðum þar með hruni kapitalismans eða við látum þau alveg afskifta- laus og styrkjum þannig imper- ialismann, en drögum kraft úr hreyfingu okkar.“ Rússar hafa sannarlega brugðist traustinu gagnvart Finnlandi og gagnvart Eystra- saltslöndunum þrem. Strax eft- ir að innrásin í Finnland bófst, hafa heyrst óttaraddir frá Pers- iu, Tyrklandi, Afghanistan og Indlandi. En Stalin óttaðist meira en óánægju og ótta þessara ríkja. Styrjöld gat koniið til mála: „Af þeim 140.000.000 manna, sem búa í Sovétríkjunum, eru Stór-Rússar ekki meira en 75 miljónir“, skrifaði Stalin einu sinni. „Hinar 65 miljónirnar eru af öðrurn þjóðflokkum. Auk þess búa þessir þjóð- flokkar flestir í landamærahér- uðunum, þar sem árásarhættan er mest. Loks bætist það við, að Jiessi íandamærahéruð eru ekki eins langt komin iðnaðar- og hernaðarlega og héruðin í Mið-Rússlandi og þess vegna geta þau ekki varist án hjálpar þaðan. En Mið-Rússland getur ekki haldið uppi her- og iðnað- arveldi sínu, án samvinnu landamærahéraðanna, sem gefa af sér ýms hráefni, eldsneyti og matvæli.“ Það var í þessum landamæra- héruðum, sem liann sá liilla undir hrun sovétskipulagsins, ef lialdið yrði áfram sömu stefnu í þjóðernismálunum. „Þjóðernisofstæki stórveld- anna“, eins og hann kemst að orði, var í hans augum aðeins stóri bróðir þjóðernisstefnu litlu þjóðflokkanna, „sem hætta er á að komi öllu í bál og brand í hinum ýmsu litlu lýðveldum okkar.“ Með öðrum orðum: Gat það ekki orðið uphaf þess, að stóru lýðveldin í Rússlandi færi að beita hin minni bellibrögðum, ef Rússland færi að leita á hina vanmáttugri nágranna sína? Grundvöllur sovétskipulags- ins er einmitt sjálfsákvörðunar- réttur þjóðflokkanna, segir liann ennfremur og til þess að sanna mál sitt bendir hann á það, þegar Kerenski-stjórninni var velt úr sessi: „Þegar rússnesku verka- mennirnir komust til valda hefði þeir ekki getað áunnið sér samúð og traust félaga sinna af öðrum þjóðflokkum, ef þeir hefði ekki sýnt það í verki, að J>eir voru fúsir til þess að reka slíka þjéðernisstefnu í verki, ef þeir liefði ekki verið fúsir til Jiess að falla frá tilkalli sínu til Finnlands (sem þá var hluti af Rússlandi), sem krafðist sjálf- stæðis, ef þeir hefði ekki kallað herinn á brott úr N.-Persíu, ef ]>ei i' hefði ekki fallið frá kröf- um keisaratímans um vissa hluta Kína og Mongóliu og ef þeir hefði ekki hjálpað þeim þjóðflokkum, sem skemst voru á veg komnir, til J>ess að efla menningu sina.“ Þetta var sú stefna, sem farið var eftir. Og loks segir Stalin: „Fyrir augum okkar fer fram ]>arátta milli finsku þjóðarinn- ar og bráðabirgðastjórnarinnar rússnesku. Fulltrúar Finna krefjast þess af stjórninni, að þeim verði fengin aftur þau réttindi, sem þeir voru aðnjót- andi, áður en landið var inn- limað i Rússland. Stjórnin hafnar J>vi, af þvi að hún vill ekki viðurkenna sjálfstæði Finna. Með hvorum eigum við að standa í fylkingu? Auðvitað með Finnum, þvi að það er ó- þolandi, að við samþykkjum of- beldislega innlimun þjóðar í riki“. Það er fróðlegt að lesa þessi ummæli Stalins, þegar hann hefir sigað herjum sínum gegn Finnum, innlimað Eistland, Lettland og Lithaugaland í Rússland og kúgað Rúmena til þess að afhenda Bessarabíu og N.-Bukovinu. geir Ársælsson tók við lijá Ár- mann. Var munurinn þá 80— 90 m„ en hann hljóp K.R.-ing inn uppi. En }>egar 70 m. voru eftir í mark skaust Iv.R.-ingur- inn fram úr Sigurgeiri og sigr- aði. Sölumaður sem fer til Norðurlands næstu daga, getur tekið með nokkr- ir góðar vörutegundir. — Til- boð, merkt: „Norðurland“ afhendist Vísi. Sportpils og blússnr allar stærðir. BANKASTR. 7. \i\o\ Revýsoa 1S40' Forðum £ Flosapotó Sýning amtað kvöld kl. Ó AFTURK ALL ANLEG& Síðasta sinn. Lækkað verS AðgöngumiSar seTdír » kl. 4—7. (frá kr. 2.0»stk|. Simi 3191.. IrillBbátir til sölu. — UppL gefusr Pétur Ottason^ skípasmiður. Símar 3985 og 458S. I l li i öllum litum, mikið úrval af hvitum. — VerðlsekkuiBE.' j ÍSL. KARTÖFLUK á 9.50 pokinn. i lausri vog á 25 aura fcjg* BANKASTR. 7. VÍSIS KAFFIB gerir «0« glaSftk Kaup Dagsbrúnarverkamanna verður frá og með I.. iútí a klukkustund sem hér segir: Dagkaup kr. 1.78. Eftirvinnukaup kr. 2.63. Helgidagavinna kr. 3.31. Næturviiina, sé hún leyfð, kr:. 3.31. Leigugjald _ vöruflutningabif reíða' „Þróttör?*' verður á kíufc&s- stund kr. 6.34. Verkamaxinafélagið BagsBiúxs. Tvær sölnbuðir eru til leigu við eina aðalvei'sl imargðta’ mö8S< bæjarins.- Simar: 3630 og 3566. M.f. suj öiavu? Móðir mín, Salvör Aradóttir. frá Syðstu-Fossum, andaðist 2. júli á LandakotssjúkrahúaL Ari GisBasonr.. Alúðar þakkir vottum \ið öllum þeim, ei auðsýndu okfc- ur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför dóttmr okkar, Auöar. Viljum við þar fyrst og fremst tilnefna stjómendur og starfsmenn Sti’ætisvagna Revkjavíkur og KvenskátaféTagJS sem á ógleymanlegan hátt heiðruðu minningu hinnair láta® og tóku þátt í sorg okkar. Fyrir alt þetta þökkum við hracsrfF- um huga. Anna Jakobsdóttir, Ámi Magnússor og börn« Hér með tilkynnist, að maðurinn minn, Daníel Halldórsson, kaupmaður andaðist í dag, þ. 3. jiili. Guðrún Guðiaugsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.