Vísir - 04.07.1940, Blaðsíða 1
Kristj Ritstjóri: án Guðlaug sson
Félagsp Skrifstofur -entsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri ]
Bíaðamersn Slmi:
Auglýsingar , f 1660
Gjaldkeri 5 llnur
Afgreiðsla J
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 4. júlí 1940.
151. tbl.
Bretar hef jast handa til þess að koma í
veg fyrir að frönsku herskipin komist í
hendur Þjóðverja og Itala.
ÖU fröusk herskip í breskum liöíiium nú á va5«li fllrcta — Flota-
foringrinn í Oran, flotafaöfn Frakka í Norður-Af ríku. neitaði að f allast
á kröfur Breta, ogr kom þar til áiaka milli Breta ogr Frakka §em
enn standa yfir.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
ALTfráþví, erkunnugt varð að Frakkar myndu beygja sig fyrir Þjóðverjum,
hefir sú spurning verið á allra vörum, hvað verða myndi um franska f lotánn.
Frakkar eiga voldugan, nýtísku flota, og úrslit styrjaldarinnar gæti vel verið
undir því komin, hvað um hann yrði. —. Það var eitt af ákvæðum vopnahlés-
skilmála þeirra, sem Þjóðverjar settu Frökkum,aðfranskiflotinnhélditilþeirrahafna,
sem fyrirskipað yrði, og yrði hann afvopnaður þar, nema þau herskip, sem Frakkar
áttu að fá vegna nýlendna sinna. Franska stjórnin hafði lýst yfir því við Breta áður,
að franski flotinn yrði aldrei framseldur Þjóðverjum, og síðar, að hann yrði ekki not-
aður gegn Bretum. Bretar hafa aldrei treyst því, að franski flotinn — kæmist hann í
hendur Þjóðverja — yrði ekki notaður gegn Bretlandi. Að undanförnu hefir alt verið
í óvissu um franska flotann. Síðan er De Gaulle herforingi myndaði hina frönsku
stjórnarnefnd, en De Gaulle hefir fengið viðurkenningu bresku stjórnarinnar sem
leiðtogi þeirra Frakka, sem vilja halda stríðinu áfram, hefir hann leitast við, að koma
því til leiðar, að frönsk herskip færi til breskra hafna eða þeirra hafna í frönskum
nýlendum, þar sem fylgismenn hans ráða. Skipaði hann nýlega Muselier varaaðmírál
yfir þennan hluta franska flotans og flugsveitir þær, sem stjórnarnefndin hefir. Hins-
vegar hefir svo franska stjórnin beitt áhrifum sínum til þess að flotaforingjar Frakk-
lands hlýddi f yrirskipunum hennar (þ. e. Petainstjórnarinnar). En kunnugt er, að
Muselier ræður yfir allmörgum herskipum.
Nú hefir breska stjórnin ákveðið að láta til skarar
skríða til þess að koma í veg fyrir, að frönsk herskip
komist í hendur óvinanna. Samkvæmt tiíkynningu upp-
lýsingamálaráðherrans breska í morgun, hafa verið
f yrirskipaðar vissar aðgerðir í þessum tilgangi.
I tilkynningunni er gerð grein fyrir því hvers vegna breska
f lotamálastjórnin hefir gripið til ráðstafana til þess að tryggja
það, að franski flotinn komist ekki í hendur Þjóðverja og verði
notaður gegn Bretlandi, en hún er í sem fæstum orðum: Bretar
efast ekki um, að undir eins og skipin eru komin í hendur Þjóð-
verja, verði þeim beitt í stríðinu gegn Bretum.
Aðgerðir þær, sem fyrirskipaðar voru, hafa komið til fram-
kvæmda í höfnum á Bretlandi og í Bretaveldi yfirleitt, þar sem
frönsk herskip eru. Það er kunnugt, að markmiðið er að eins
það, sem að ofan hefir sagt verið, þ. e. Bretar taka að sér eftir-
lit með herskipunum og vafalaust verða þau mönnuð sjóliðum
undir stjórn Museliers vara-aðmíráls. 1 breskum höfnum voru
allar fyrirskipanir framkvæmdar án þess til nokkurra bardaga
kæmi, nema í einu tilfelli, en þar kom til smávægilegra átaka
og varð lítils háttar manntjón.
1 flotahöfn Frakka í Norður-Afríku, Oran, neitaði flotafor-
inginn að fallast á þau skilyrði, sem Bretar settu, og stendur
þar enn yfir framkvæmd fyrirskipaðrar aðgerðar, sem er af-
leiðing þess, að flotaforinginn neitaði. Nánari fregnir um þetta
vantar enn, en talið, er víst, að Winston Churchill forsætisráð-
herra, sem gerir styrjaldarhorfurnar að umtalsefrii í ræðu í
neðri málstofunni í dag, gefi frekari fyrirskipanir hér að lút-
andi.
Það er nú kunnugt orðið, að
Bretar reyndu með öllu móti,
að fá franska flotaforingjann
í Oran til þess að fallast á skil-
yrði Breta, sem voru lög<!> fram,
ekki aðeins til þess að hindra,
að franski flotinn yrði notaður
gegn Bretlandi, heldur og til
þess að tryggja framtíðarsjálf-
stæði Frakklands. Þegar úr-
slitakostum Breta hafði ekki
verið svarað kl. 3 í gær, er
frestur var út runninn, og
frönsku herskipin í Oran
reyndu að sigla úr höfn, kom
til orustu, og bar breski flot-
inn hærri hlut í þeirri viður-
eign.
Muselier vara-aðmíráll, yfir-
maður franska flotans, sem
fylgir Bandamönnum, hefir til
kynt, að ekkert af hinum stóru
herskipum Frakka hafi gefist
upp.fyrir Þjóðverjum, og mörg
frönsk herskip höfðu gengið í
lið með stjórnarnefnd De Gaul-
le, áður en Bretar hófu fyrr-
nefndar aðgerðir sínar í gær-
morgun.
Muselier hefir yfir nægu f jár-
magni að ráða til þess að sjá
her og flota hinna frjálsu
Frakka fyrir öllum þörfum um
mörg ár.
Loftárásirnar á Bret-
land í gær.
I loftárásunum á England í
gær voru 6 flugvéiar Þjóðverja
Styrjöldin í Afríku.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
í gær var tilkynt í fréttum
frá Kairo, að frá 10. júní til
30. júní eða í'yrstu 20 daga
styrjaldarinnar við ítali hefði
Bretar skotið niður og eyðilagt
fyrir Itölum i Afriku um 60
flugvélar, en 25 aðrar hefði
orðið fyrir stórskemdum. —
Mun brátt alvarlega horfa fyr-
ir ítölum í Afríku, að því er
aðstöðu þeirra í lofthernaði
snertir, ef framhald verður á
slíku, vegna þess að þeir hafa
ekkert flutningasamband við
Italíu.
Breskir flugmenn, sem hafa
bækistöðvar í Egiptalandi,
Bresk-egipska Súdan og víðar,
halda uppi stöðugum loftárás-
um á hernaðarstöðvar Itala í
Eritreu og Libyu, en flugmenn
frá Suður-Afriku og Rhodesiu,
sem hafa bækistöðvar í Kenya,
halda uppi loftárásum á stöðv-
ar Itala í Suður-Abessiníu, og
ítalska Somalilandi.
skotnar niður. í loftárásunum í
gær biðu 6 menn bana, en 7
særðust.
Seinustu fregnir af loftárás-
unum herma, að meira eigna-
tjón hafi orðið af völdum loft-
árásanna í gær en nokkuru
sinni áður i yfirstandandi styrj-
öld, einkanlega i 5—-6 borgum
í strandborgum í norðaustur-
og suðausturhluta landsins. —
Ennfremur var varpað sprengj-
um á þorp inni í landi og járn-
brautarlest, sem var á ferð milli
tveggja borga á suðurströnd-
inni. Starfsmenn i lestinni særð-
ust, en engir farþegar.
Rúmenska
stjórninbiðst
lausnar.
, Karl konungur hefir skipað
Gigurtu yfirstjórnanda Þjóð-
flokksins, sem stofnaður var
fyrir nokkurum dögum. Afleið-
ing þess, að skift var um flokks-
stjórn er sú, að rúmenska stjórn-
in hefir beðist lausnar.
Á VERÐI NÓTT OG DAG. — Þótt komin sé nótt, er ekki sof-
ið á flugstöðvum Breta, því að altaf er yfirvofandi árásarhættan
frá hendi Þóðverja. — Myndin sýnir flugmann í árásarflugvél
leggja upp í næturflug.
Svartur sjór af síld um-
hverfis Langanes.
En súld og kvika undan Sigiufirði.
^
Fréttaritari Vísis á Siglufirði símar í morgun, að þar sé ekk-
ert veiðiveður, súld, norðanbræla og dálítil kvika. Taldi hann að
f Iest skipin myndin vera á austurleið, enda væri þar betra veður
og horfur góðar.
Munið
Úrslitaleikinn
Fs«ai iii ¦ Wíkingiir
í kvöld kl. 8.SO
Á Siglufirði heyrðu menn í
morgun til báta, sem voru á
Gunnólfsvik og við Digranes,
milli Bakkaflóa og Vopnafjarð-
ar. Kváðu þeir alveg svartan
sjó af síld um þessar slóðir. Á
Gunnólfsvík voru t. d. sex bát-
ar með örskommu millibili, all-
ir að háfa.
•
Róstusamt hefir að sögn ver-
ið undanfarin kveld á Siglufirði.
Hefir legið þar enskt kolaskip
að undanförnu og stundum
dregið til handalögmáls milli
skipverja innbyrðis.
I gærkveldi náðu þessar róst-
ur hámarki sínu í því, að einn
maður var skorinn á kviðinn.
Var það stýrimaðurinn á hinu
breska kolaskipi, og voru skip-
verjar valdir að- Ekki mun þó
sár Bretans vera hættulegt.
Fyrsta síld til
Seyðisfjarðar
Fréttaritari Vísis á Seyðis-
firði símar blaðinu, að fyrsta
síld hafi komið þangað i gær.
Var það færeyska mótorskip-
ið Svinoy, sem kom fullfermt
inn, en auk þess komu nokkrir
mótorbátar þangað með góðan
afla.
Síldin hafði aðallega fengist
á Vopnafirði, en mikil síld var
sögðu út af Borgarfirði eystra
og alt norður fyrir Langanes.
Er veður gott um þessar slóðir.
Arandora Star varsökt
itiidan Skotlandi.
Fjöldi þýskra og ítalskra f anga var á skipinu.
1000 manns var bjargað. Sennilegt, að margir
&¦ hafi farist.
Það er nú kunnugt, að skipinu Arandora Star (sbr. skeyti í
Vísi í gær), var sökt undan Skotlandsströndum, er það var á
leið til Kanada. Skipið flutti fjölda marga þýska og ítalska fanga,
sem áttu að fara í bækistöðvar í Kanada, voru flestir fanganna
menn, sem kyrrsettir höfðu verið í Bretlandi. Á skipinu voru
einnig nokkur hundruð hermenn, sem áttu að gæta fanganna.
Samkomulagið milli Þjóðverja og Itala, var að sögn, slæmt þeg-
ar í upphafi ferðarinnar, og urðu hermennirnir að ganga í milli
þeirra iðulega. Skipið var skotið í kaf fyrirvaralaust, og greip þá
mikil æsing fangana. Æddu þeir í áttina til björgunarbátanna og
segja menn, sem af komust, að. Þjóðverjar hafi hrundið ftölun-
um harkalega frá og notað hnefana óspart.
Um 1000 menn, sem af komust voru settir á land í breskri
höfn í gær. Meðal þeirra voru margir skipverjar og hermenn.
Segja þeir, að skipið hafi þegar tekið að sökkva, og engin tök
verið á að koma út öllum björgunarbátum. Margir hentu sér í
sjóinn. Menn sáust á stjórnpalli skipsins, er það sökk. Veður
var sæmilegt og hefði vafalaust miklu fleiri farist en reyndin
varð, ef veður hefði verið slæmt. — Itarlegar fregnir eru enn
ekki fyrir hendi.
Talið er, að um 2000 menn
alls hafi verið á Arandora Stan
Einn þeirra, sem af komust,
hefir skýrt frá því, að skipið
hafi sokkið á tveimur minút-
um kl. 7 að morgni i gær.
Þegar tundurskeytinu hafði
verið skotið, hentu menn út-
byrðis ðllu, sem flotið gat, og
sjálfum sér á eftir. Einn björg-
unarbátur brotnaði vegna of-
þunga, er verið var að draga
hann niður, öðrum hvolfdi, og
þegar skipið sökk, var krökt af
drukknandi fólki i nánd við
það.
Það er enn eigi kunnugt, að
nema 1000 menn hafi bjargast
af þeim, sem á skipinu voru.