Vísir - 05.07.1940, Blaðsíða 1
Kristj Ritstjóri: án Guðlaug sson
Félagsp Skrtfstofur rentsmiðjan (3- hæð).
Ritstjóri'
Bíaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 5. júlí 1940.
152. tbl.
Bretar haf a komið í veg fyrir að Þjóð
verjar og Italir f engi ftanska flotann.
Öll fpönsk herskip í breskam höfaum á valdi Bpeta.— Sjóorustan
vid Oran: Frðnskum herskipum, ep þar vopu, sökt eða þau gerö
ónothæf.- Samkomulagsumleitanir um trönsku hepskipin i Alex-
andpia.—Fpanska Indokina og Fpanska Somaliland taka þátt i stypj~
öldinni med Bandamönnum.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Wnston Churchill, forsætisráðherra Bretlands,
flutti ræðu í neðri málstofu breska þingsins í
gær og gerði grein fyrir þeim ráðstöfunum,
sem Bretar gerðu til þess að koma í veg fyrir, að Þjóð-
verjar og ítalir næði yfirráðum yfir franska flotanum.
Kvað hann ríkisstjórnina bresku hafa samþykt ein-
róma, að hef jast handa í þessu ef ni, en hún hef ði aldrei
tekið neina ákvörðun, sem hefði verið eins þungbært
og dapurlegt að ráðas.t í sem þessa, þar sem um f yrri
handamenn væri að ræða. Churchill lýsti yfir því, að
mikill hluti franska flotans væri nú í höndum Breta eða
að komið hefði verið í veg fyrir með öðrum hætti, að
hann lenti í höndum óvinanna. — Landstjórar Frakka
í Indo-Kína og Franska Somalilandi halda stríðinu
áfram með Bretum, þar til yfir lýkur.
Framkvæmdir Breta til þess að hindra að Þjóðverjar
og Italir næði f ranska f lotanum hóf ust í gærmorgun, að
loknum öllum undirbúningi.
1 "Gerðar voru ráðstafanir til
þess að setja undir eftirlit Breta
öll herskip Frakka í höfnum
heima fyrir, en þangað höfðu
léitað mörg herskip þeirra, sum,
vegna þess, að áhafnirnar vildu
halda styrjöldinni áfram, önn-
ur voru þar síðan er herflutn-
ingarnir stóðu yfir frá Frakk-
landi. í heimahöfnum lágu 2
frönsk orustuskip, 2 létt beiti-
skip, nokkrir kafbátar, og var
þeirra meðal kafbáturinn „Sur-
couf" (eða kafbeitiskip, eins og
hann er stundum kallaður), á
3. þús. smálestir að stærð, 8
tundurspillar og um 200 smá
herskip. Yfirmönnum, þessara
skipa var tilkynt með stuttum
fyrirvara hvað til stæði, og var
hafður nægur herafli til fram-
kvæmda og tekið fram, að Bret-
ar hefði haft meira lið en fyrir
var á skipunum. Til mótspyrnu
kom ekki, eins og getið var í
skeyti í gær, og upplýsti Chur-
ehill, að það hefði verið 'í kaf-
bátnum „Surcouf", 2 menn
féllu í bardaga í kafbátnum,
annar franskur foringi, hinn
breskur, en fáeinir menn særð-
ust af liði beggja.
Um 800—900 menn af sjó-
liði Frakka, þvi er var á her-
skipum þessum, hafa lýst yfir,
að þeir vilji halda áfram að
berjast með Bretum, en annars
hafa Bretar ákveðið að þeir,
sem vilja fara til Frakklands,
skuli sendir þangað, hvort sem
um sjóliða er að ræða eða aðra,
þegar franska stjórnin getur
gert ráðstafanir að því er flutn-
ing og móttöku þéirra snertir.
Þar næst vék -Churchill að
þeim hluta franska flotans, sem
er í Alexandria í Egiptalandi, en
þangað var send frönsk flota-
deild um það bil, er Italir fóru
í stríðið. Frakkar hafa þar 1 or-
ustuskip, 4 beitiskip og mörg
smærri herskip. Flotaforingjan-
um franska í Alexandria var til-
kynt, að ekki yrði leyft að skip-
in léti úr höfn til þess að þau
yrði látin í hendur övinanna.
Ef slík tilraun yrði gerð yrði
þeim sökt eða með öðru móti
komið í veg fyrir, að hún hepn-
aðist. Samkomulagsumlei'tanir
stóðu enn yfir milli Breta og
Frakka í Alexandria, er Chur-
chill flutti ræðu sína.
Um það, sem gerðist við Or-
an, flotahöfn Frakka í Norður-
Afríku, ræddi Churchill sem
„sorglegasta þátt sögunnar". —
Franski flotaforinginn þar neit-
aði að f allast á þau skilyrði, sem,
Bretar settu, en Frakkar áttu
um nokkra kosti að velja. Af-
leiðing neitunar flotaforingjans
varð, að til orustu kom, sem
lauk með sigrí Breta.
Franski flotaforinginn neit-
aði að ræða við sjóliðsforingja
þann, sem Bretar sendu á fund
hans, Holland kaptein, og lagði
hann þá fram skjal, þar sem
tekið var fram, að Bretar ætl-
uðu, ef þeir sigruðu í styrjöld-
inni, að hefja Frakkland til vegs
og valda af nýju.
í Oran voru tvö bestu her-
skip Frakka, orustuskipin Dun-
kerque og Strassbourg, mörg
létt beitiskip, tundurspillar og
kafbátar. Kostir þeir, sem
Frakkar áttu um að velja, voru,
að frönsku herskipin færi frá
Oran með breskum herskipum
til þess að halda áfram styrj-
öldinni, að nokkur hluti áhafn-
anna sigldi herskipunum með
Bretum til breskra hafna og sjó-
liðarnir yrði því næst sendir til
Frakklands, ef þeir óskuðu
þess, að, ef Frakkar vildu koma
í veg fyrir, að herskipin yrði
notuð i styrjöldinni við Þýska-
land og Italíu, væri herskipin
send til Vestur-Indiueyja eða
eyjunnar Mauritius, og væri
þau geymd þar þar til styrjöld-
inni væri lokið, og þau þá af-
hent Frökkum.
Híér' var um, úrslitakosti að
ræða, því að flotaforingjanum
var tilkynt, að valdi yrði beitt
innan sex klukkustunda, ef ekki
yrði gengið að einhverju því
boði, sem þarna var um að
ræða. Holland kapteinn lét í ljós
þá von, að til þess kæmi ekki,
að beita yrði valdi. Meðan Hol-
land kapteinn var í Oran, var
öflug bresk flotadeild á leið til
Oran undir stjórn Summervil-
le aðmíráls.
Þegar flotaforinginn hafði
neitað að fallast á skilmála
Breta, réðist flotadeildin breska
á frönsku herskipin og lauk or-
ustunni með því, að Strass-
bourg og mörgum öðrum her-
skipum var sökt, en önnur urðu
fyrir svo miklum skemdum, að
þau urðu ónothæf. Herskipið
Dunkerque komst undan og
ætlaði það að komast til Tou-
lon, en þvi var veitt eftirför og
hæft með tundurskeyti. Lask-
aðist það svo mikið, að talið er,
að það verði margra mánaða
verk að gera við það.
Churchill gerði allnána grein
fyrir því, sem gerðist, að því
er kröfur Breta snertir til sinna
fyrri bandamanna, varðandi
flota þeirra, áður en vopnahlés-
samningarnir voru gerðir. —
Beyndu Bretar að koma i veg
fyrir, að Frakkar léti hann af
hendi, en Bretar höfðu farið
fram á, að flotanum yrði siglt
til breskra hafna meðan sam-
komulagsumleitanir færi fram
um vopnahlésskilmála. Þetta
tókst ekki. Frakkar lofuðu há-
tíðlega, að flotinn skyldi aldrei
falla í hendur Þjóðverja, en
þrátt fyrir það var eitt ákvæði
vopnahlésskilmálanna, að
Frakkar áttu að afhenda óvin-
unum herskipin. Churchill kvað
það óbifanlega ákvörðun Breta,
að koma i veg fyrir það, að
uokkurt franskt herskip yrði
framselt Þjóðverjum. Ennfrem-
ur sagði hann, að um 400 þýsk-
ir flugmenn, sem voru fangar
í Frakklandi, hefði verið látnir
lausir, 'þrátt fyrir það, að Bret-
ar hefði óskað þess, að þeir
væri fluttir til Bretlands. Nú
tæki þessir f lugmerin þátt i lof t-
árásum á Bretland. Flugvélar
margra þessara flugmanna
voru skotnar niður af breskum
flugmönnum.
Churchill sagði í ræðu sinni,
að Bretar myndu hrinda öllum
tilraunum Þóðverja til árása á
Bretland og Irland. Það kom
mjög skýrt fram i ræðu hans,
hve honum persónulega og
bresku stjórninni allri þótti sárt
að verða að grípa til slíkra ráð-
stafana, en þeim hefði verið
nauðugur einn kostur. Kvaðst
hann leggja það undir dóm
þjóðarinnar og þingsins, Banda-
ríkjaþjóðarinnar og annara, er
gert hafði verið. Churchill var
mjög hrærður, er hann lauk
máli sínu. Allur þingheimur
hylti hann. Hófst svo fundur i
málstofunni fyrir luktum dyr-
um.
I Bandarikjunum og bresk-
um löndum er litið svo á, að
Bretum hafi verið nauðugur
einn kostur, að koma i veg fyr-
ir það, að Þýskaland og Italia
fengi franska flotann.
II
aríiöli Breto í Heui-York
Þrír menn Mihi bana.
EINKASKEYTI frá U. P. —
London í morgun.
Sprenging varð, í gær við
sýningarhöll Breta í
New York, með þeim afleið-
ingum að þrír leynilögreglu-
menn biðu bana.
Sprengingin varð eftir að
tekist hafði að koma sprengj-
unni út úr sýningarskálan-
um og sprakk hún á grasflöt
fyrir framan hann. Kraftur
sprengingarinnar var svo
mikill, að leynilögreglumenn-
irnir rifnuðu alveg í tætlur
og í gtrasflötina myndaðist
gígur, sem var fimm fet í
þvermál og tvö fet á dýpt.
Þykkar gluggarúður, 100 fet
í burtu, brotnuðu. Þá særð-
ust auk þess fimm menn.
Á þriðjudagsmorgun sím-
aði karlmaður til sýningar-
hallarinnar og varaði starfs-
mennina við að vera í henni,
því að hún yrði sprengd i
loft upp. >
Voru þá fengnir leynilög-
reglumenn til þess að leita í
höllmni og gæta hennar og
fundu þeir loks sprengjuna í
gær í herbergi því, sem loft-
dælurnar eru í.
Reykjavikupmotid;
Víkingxir va.ro
R ey k j a v tk ttr meis t ar i
Fékk 9 stig af V£ fáanlegnm.
Víkingar unnu leikinn í gær á vitaspyrnu, en mótið hefði
þeir unnið, þótt úrslitin í gær hefði orðið jafntefli. Hafa
þeir 9 stig, Valur 7, og K. R, 6 og Fram tvö stig. — Veður var með
besta móti í gær, norðan kul, sem varla mun hafa haft áhrif á
leikinn og ekki kalt í veðri. Áhorfendur voru á annáð þúsund.
Víkingar kusu að leika á
syðra markið i fyrra hálfleik.
Gerðu þeir fyrra mark sitt á 9.
mínútu eftir fallegt upphlaup á
hægra kanti. Fékk Þorsteinn
knöttinn fýrir opnu marki og
skoraði. Lá meira á Fram
þenna hálfleik, en þeir gerðu
mörg upphlaup, þótt þeim
auðnaðist ekki að skora. Var
framlína Fram lítið samæfð,
eins og hún var skipuð þarna.
Víkingar gerðu siðara mark
sitt i byrjun siðara hálfleiks, úr
vítaspyrnu. Nolckuru eftir miðj-
an hálfleik skoruðu Framarar
og færðist fjör i leikinn við það,
en þeim tókst ekki að skora
aftur, enda þótt mark Vikinga
kæmist oft í hættu. Þessi hálf-
leikur var jafnari, en sá fyrri.
Víkingar voru óstyrkir til að
byrja með, enda var mikið i
húfi fyrir þá að sigra, til þess
þurfa ekki að lenda aftur í
„höndunum" á Val. Þeir jöfn-
uðu sig þó þegar f rá leið og bet-
ur fór að ganga. Samleikur
þeirra var oft dágóður. Af Vík-
ingum voru Haukur og Ingvi
þeir, sem léku eins og venju-
lega. Ingólfur fékk skyndilega
fjörkipp um tima í siðari hálf-
leik og sýndi þá hvað líann gat,
en var annars athafnalitill.
Framarar voru daufir fyrra
hálfleikinn, en sóttu í sig veðr-
ið seint í siðara hálfleik. Þá
vantaði næstum altaf kraftinn
og dugnaðinn, sem hefir svo oft
einkent þá. Framlínan var veik,
enda hefir hún haft lítinn tíma
til samæfinga, eins og hún var
skipuð i gær. Bestu merinirnir
voru þeir Högni og Sæmundur.
Dómari var Sigurjón, bak-
vörður úr K. R., og verður ekki
hjá þvi komist, að álasa hon-
um fyrir linkind. Hann slepti
hverri fríspyrnunni á fætur
annari i fyrra hálfleik og dæm-
ir svo skyndilega vitaspyrnu á
Fram í byrjun síðara hálfleiks.
Hann getur varla réttlætt hana,
eftir alt það, sem var á undan
gengið. I síðara hálfleiknum
tók hann sig þó á. Leikurinn
var þó alls ekki harður.
Fer hér á eftir tafla um það,
hvernig heildarútkoma hvers
félags er eftir mótið.
Vikingur Valur .. L. 6 6 u. 4 3 J-1 1 T. 1 2 Mork 11-5 13-9 Stig 9 7
K.R..... 6 2 2 2 &-8 6
Fram .. 6 1 0 5 4-12 2
Reykjavíkurfélögin fjögur
hafa nú hvert unnið eitt mót af
undanförnum fjórum mótum.
Valur varð í fyrravor Beykjavík-
urmeistari, Fram íslands-
meistari, K.R. vann Walters-
kepnina og nú síðast hefir Vik-
• ingur unnið Reykjavíkurmótið.
Má segja, að bróðurlega sé skift.
hep.
Eire verður hlutlaust.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
De Valera lýsti yfir því í gær-
kveldi, til þess að girða fyrir,
að ýms ummæli i útvarpi og
blöðum, að undanförnu yrði til
þess að valda misskilningi, að
fríríkisstjórnin ætlaði sér ekki
að hverfa frá þeirri stefnu, að
Eire verði hlutlaust í styrjöld-
inni. Tilkynning um þetta efni
var birt í september s.l. og af-
staða og stefna stjórnarinnar
hefir ekki breyst síðan, sagði
De Valera.
Hann kvað stjórnina hafa
gert víðtækar ráðstafanir til
verndar hlutleysi írlands, sem
yrði varið undir öllum kring-
uinstæðum,.
I Kpetlandi bída menn með
éþpeyju frekapi fregna um
þad, sem eftip ep af fpanska
flotaniim.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Ný bók.
í dag kom út ný bók á forlagi
IsafoklarprentsmiÖju. Heitir hún á
íslensku „Bréf frá látnum, sem lif-
ir", en enska heiti'Ö er „Letters from
a living dead mah", og hefir vak-
ib' mikla eftirtekt.
Börtún,
sem eiga aÖ dvelja á sumardval-
arheimili RauÖa Krossins að Ásum
í Eystrahreppi, eiga að mæta til
brottferðar við Mjólkurfél^shúsib
kl. 1.30 á morgun.
Það hefir fengið hinar bestu
undirtektir í Bretlandi, að ríkis-
stjórnin hófst handa um að koma
í veg fyrir, að franski flotinn
kæmist til hafna í Frakklandi,
því að afleiðing þess hefði orðið,
að því er Bretar telja, að her-
skipin hefði verið notuð í styrj-
öld gegn Bretlandi.
Menn bíða óþreyjufullir ítar-
legri fregna, m. a. um tvö af sjö
orustuskipum Frakka, en þeir
áttu fimm í stríðsbyr jun en fyrir
2 mánuðum var orustuskipið
Richelieu talið fullsmíðað, og
systurskip þess litlu síðar. Enn-
fremur vantar upplýsingar um
12 af 18 beitiskipum, 1 af 2 flug-
vélamóðurskipum, 50 af 61
tundurspilli, og ennfremur vant-
ar upplýsingar um f jölda marga
kafbáta, en Frakkar áttu 76 í
styrjaldarbyrjtm og 25 í smíð-
um en einum hefir verið sökt í
styrjöldinni. Þó er .talið, að
nokkrir kaf bátar haf i verið eyði-
lagðir til þess að þeir kæmist
ekki í hendur óvinanna.
Þá er tali'ð, að um nokkur
þeirra skipa, sem tóku þátt í or-
ustunni nndan Oran, vanti upp-
lýsingar. en þegar Churchill
flutti ræðu sína voru ekki fyrir
hendi fullnægjandi upplýsingar.
Er áreiðanlegt, að fleiri herskip
en Dunkerque, sem varð fyrir
skemdum leituðust við, að kom-
ast til Toulon.
I Bretlandi er litið svo á, að
það, sem gerðist í gær muni gefa
Þjóðverjum tilefni til, að hefja
nú hinar stórkostlegu árásir á
Bretland, sem þeir hafa verið
að boða fyrr og síðar.
Það vekur mikla athygli, að
þýskar Messerschmitt árásar-
flugv., .,Messerchmitt 119" hafi
sést yfir Bretlandi í fyrsta sinni
í gær. Er talið að Þjóðver jar hafi
nú aðstöðu til þess að senda þess-
ar flugvélar inn yfir Bretland,
vegna þess að þeir hafa nú flug-
velli marga í Hollandi, Belgíu og
Frakklandi. Árásarflugvélar
þessar eiga að vera sprengju-
flugvélunum til verndar.
Þjóðverjar gerðu loftárás á
Portland í gær og var það í
fyrsta skifti, sem þeir notuðu
steypiflugvélar í loftárásum á
Bretland. Einu hjálparskipi
flotans var sökt, dráttarbát og
smáskipi.