Vísir - 06.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 06.07.1940, Blaðsíða 1
*^**^m*^mm Ritstjóri: Krístj án Guðlaug sson Skrifstofur Féfagsp rentstniðjan (3. foæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 6. júlí 1940. 153. tbl. Vmááta ©§: *aiiivimiii)Uöii<l Frakka ©§: Hreta rofin. Franska stjórniii sBíl eis* stgóriiiiiálassimhamli við Bresku stjómina. Aliöfiuuii franskra herskipa fyrirskipað að sökkva þeim frekar en láta þau falla í hendur Breta.—I Frakklandi sveigrist æ meira í eiiiræðisátt. ELNKASKEYTI FBÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Samvinnu Bretlands og Frakklands er lokið. Frakkneska stjórnin hefir slitið stjórnmála- sambandi við bresku stjórnina og kallað heim ræðismenn sína í breskum löndum. Jafnframt hefir áliöf num f ranskra herskipa verið f yrirskipað að sökkva herskipunum heldur en láta þau falla í hendur Breta. JÞað hefir komið æ bétur í Ijós að undanförnu eða síðan *r sú stefna varð ofan á meðal franskra stjórnmála- manna að semja við Þjóðverja og ítali, að í Frakklandi -stef nir % meira í einræðisátt. Það hefir vakið hina mestu f nrðu í Öllum Iýðræðislöndum, að í Frakklandi — landi lýðræðis og frelsis — skyldi þessi stefna verða ofan á? og það er dregið mjög í efa, að þeir menn, sem nú fara ineð völdin, hafi þjóðina að baki sér. En það er nú kom- ið í !jós eins skýrt og verða má, að allri samvinnu er slit- að milli þeirra manna, sem nú ráða í Frakklandi, og Bretlands, en til skamms tíma var álitið örugt víðast hvar, að Bretar og Frakkar myndi láta eitt yfir báða ganga — hin „hefðbundna vinátta Breta og Frakka" myndi haldast um langa f ramtíð. Bretar gerðu sér f ram á síðustu stund hinar bestu vonir um, að takast mundi að afstýra því, að Frakkar gæfist upp, með því að leggja fram tíllögur sínar um breskt-franskt samríki. En allar vonir Breta í þessum efnum hafa brugðist, nema ein. l>eir halda enn í þá von, að hinir „frjálsu Frakkar", þ. e. þeir Frakkar, sem vilja halda áfram baráttunni, hafi frönsku þjóðina með sér og það muni ráða úrslitum uir» síðir, — þegar sigur vinnist í styrjöldinni verði stefna hinna frjálsu Frakka ofan á í styrjöldinni, og þá takist aftur að koma á bandalagi milli Breta og Frakka. l»að var Pierre Laval, fyrrverandi ráðherra, sem skýrði frá því í gær í Vichy í Frakklandi, að franska stjórnin hefði slitið stjórnmálasambandi við Breta, vegna árásanna á franska flot- ann. I Vichy eru saman komnir um 50 þingmenn öldungadeildar þjóðþingsins. til þess að ræða hina nýju stjórnarskrá Frakk- lands, stjórnarskrá „fjölskyldunnar og föðurlandsins", sem Bretar segja að sé í fascistiskum og nazistiskum anda. Með breytingunni á stjórnarskránni er ríkisstjórninni veitt mjög aukið vald. Boudoin, utanríkismálaráð- herra frönsku stjórnarinnar, hefir haldið ræðu, sem hefir vakið mikla gremju í Bretlandi, og telja breskir stjórnmála- menn hana hina ódrengileg- ixstu. 1 ræðu þessari ber ráð- herrann þær sakir á Breta, að her þeirra í Frakklandi hafi hugsað um það fremst af öllu að komast undan til hafnanna við Ermarsund og heim, og notið verndar frönsku hersveit- anna á undanháldinu. Ennfrem- ur notaði Boudoin tækifærið til þess að rifja upp ýmislegt úr sambúð Frakka og Breta hin síðari ár, og benda ummæli Boudoin til þess, þrátt fyrir alt, sem sagt hefir verið um bresk- f ranska einingu, aðýmsirstjórn- málamenn Frakka hafi undir niðri verið óánægðir með sam- vinnuna, þ. e. þeir menn, sem nú hafa náð völdunum og fylg- ismenn þeirra. Áður var altaf talið, að alger eining hefði ver- ið ríkjandi um sameiginlega af- stöðu Breta og Frakka. Boudoin sagði m. a., að það hefði verið Bretar, sem réðu því, að það varð ofan á, að beita refsiaðgerðum gegn Italíu, en þátttaka Frakka í þeim hafi orðið til þess að stórspilla vin- áttu og samvinnu Itala og Frakka. Einnig hafi það verið Chamberlain, sem réði því, hvaða afstöðu Bretar og Frakk- ar tóku sameiginlega í Miinch- en, og loks hafi það verið Bret- ar, sem réðu því, að Bretland og Frakkland sögðu Þýskalandi stríð á hendur s.l. haust Bæða Boudoin var þrungin gremju í garð Breta og er búist við, að henni verði svarað af hálfu bresku stjórnarinnar þegar í dag. Þegar þetta er símað hafa enn engar fregnir borist um hvaða ákvörðun franski flota- foringinn í Alexandria tekur. í London var sú von látin í Ijós í gær, að þaðan yrði ekki sömu sögu að segja og við Oran, þ. e. að ekki kæmi til blóðsúfhell- inga. Bretar hafa öfluga flota- deild í Alexandria og þeir hafa tilkynt, að herskipunum verði sökt eða á annan hátt komið i veg fyrir, að þau falli í hendur óvinanna, ef flotaforinginn felst ekki á skilyrði Breta. Breska stjórnin mótmælir ræðu Baudoin. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Upplýsingamálaráðuneytið breska hefir birt tilkynningu í tilefni að ræðu Baudouin franska utanríkismálaráðherrans. I til- kynningunni segir, að hinar óheiðarlegu staðhæfhigar Baudouin hafi vakið furðu bresku stjórnarinnar. 1 tilkynningunni er það tekið fram, að menn verði að hafa það hugfast, að þessar stað- liæfingar híjóti að hafa verið bornar fram opinberlega með samþykki Petain-stjórnarinnar og hinna þýsku og ítölsku hús- bænda hennar. Þá segir í tilkynningunni, að þegar franska stjórnin, þrátt fyrir hátíðlega gefin loforð og skuldbindingar hafi gefist upp fyrir Þjóðverjum, hafi verið augljóst, að hún hafi frá þeirri stundu gengið, í þjónustu þessara möndulveldaf Nú sé hinsvegar svo komið, að erfitt sé að átta sig á, hvort það, sem birt er í Frakklandi. hvort sem um er að ræða það, sem frá Baudouin kemur eða öðrum ráðherrum, sé raunverulega frá þeim komið, — og þar með gefið í skyn, að, allar tilkynningar og fyrirskipanir í Frakklandi nú kunni að vera frá Þjóðverjum komnar. Kanada sendir vista- skip til Grænlands. J^rÍKOMIN amerísk blöð skýra frá því, að ríkisstjórn Kan- ada hafi útnefnt tvo ræðismenn fyrh- Grænland og sent vista- skip þangað, til þess að engin hætta sé á hungursneyð. Aðalræðismaður Kanada i Grænlandi verður Kenneth P. Kirkwood, sem var fyrsti ritari við sendisveit Kanada í Haag, þar til Þjóðverjar tóku landið. Vararæðismaður verður A. E. Porsild, sem hefir verið búsett- ur á Grænlandi og starfað þar við námarekstur. Þetta er í fyrsta skifti, sem Kanada hefbr ræðismenn í nokkuru landi. Hefir það hing- að til látið sér nægja að hafa sendisveit í hverju landi. Voru ræðismenn Breta jafnframt ræðismenn Kanada. Vegna þess að Grænland hef- ir ekkert viðskiftasamband við | Danmörkií, ákvað Kanada að I koma þvi til hjálpar. Skipið, | sem flutti ræðismanninn og ! starfslið hans til Grænlands var fullfermt ýmsum nauðsynja- vörum, sem hætta var á að mundu ganga til þurðar. I staðinn flutti skipið á brott þaðan ýmsar grænlenskar framleiðsluvörur, t. d. kryolit, sem notað er við framleiðslu á aluminíum, grávöru, lýsi o. fl. afurðir. Helgidagslæknir. Daniel Fjeldsted, Hverfisgötn 46,. shn'i 3272. 36 breskir flugleið- angrar á 48 sólar- hringum. Sir Philip Joubert, flugmar- skálkur, lýsti yfir því í útvarps- ræðu í gærkvöldi, að Bretum hefði nú borist áreiðanlegar upplýsingar, þess efnis,- að hin- ar sífeldu árásir breska fhig- hersins á samgöngukerfi og birgðastöðvar Þjóðverja, væri nú þegar farnar að valda mikl- um glundroða innan hernaðar- 'kerfis þeirra. Þjóðverjar geta alls ekki lengur notað járn- brautirnar óhindraðir, en hafa orðið að grípa til allra mögu- legra flutningatækja, til að ftytja vistir og vopn til her- sveita sinna í hinum herteknu Hitler kemur til Berlinar í dag eítir átta vikna fíarVOm Hátídaliöld i tilefni Ixeim- EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það var opinberlega tilkynt í morgun, að Hitler rikis- leiðtogi væri væntanlegur til Berlínar í dag, eftir átta vikna f jarveru. Göbbels hefir fyrirskipað stórkostlega móttökuhátíð. Öllum sölubúðum og verksmiðjum, nema matsölubúð- um og vopnaverksmiðjum, verður lokað frá hádegi. — Hitler hefir dvalist á vígstöðvunum að undanförnu, og eins og menn muna, varhann í Compiégne, er vopna- hlésskilmálarnir voru afhentir FrÖkkum. Nánari íregnir um afdrií frönsku her- skipanna við Oran. London i morgun. Fregn frá Algier hermir, að tilkynt hafi verið opin- berlega, að orustu-beitiskip- ið Punkerque, Bretagne, Provence 'og Mogador, hafi orðið fyrir stórskemdum i orustunni við Oran. Var þeim öllum rent á land. Manntjón Frakka i orust- unn'i var um 1000 menn, þ. e. f allnir, særðir og þeir, sem saknað er. Franskt eftirlitsskip sökk undan Matifou i Algier. i2kki er kunnugt, hvort það var skotið í kaf eða það f órst á tundurdufli. Næstum öll- um skipsmönnum var bjarg- að. Fregn frá Clasablanca í Marokko hermir, að skothrið hafi verið gerð úr strand- virkjum á breskan tundur- spilli, en hann komst undan, með því að hytja sig í reyk- skvi. I héruðum i Frakklandi og Belgíu. „Síðustu 49 daga hefir flug- her vor flogið 36 nætur inn yf- ir Þýskaland, auk þess sem mik- ill fjöldi smærri árása hefir verð gerður að degi til. A sama tíma hafa Þjóðverjar ekki far- ið nema 13 ferðir til Englands og í ekkert sinn valdið neinu verulegu fjóni." Þjóðverjar á her- skyldualdri, handteknir hér. Þrir íslendingar yfir- heyrdir. Vísi hefir borist eftbrfarandi tilkynning frá bresku 'he^'- stjórninni: „Bresku yfirvöldin hafa tal- ið það nauðsynlegt að taka í gæslu alla þýska karlmenn á herskyldualdri, að undantékn- um þeim, sem vitað er um að hafa raunverulega flúið undan liarðstjórn Hitlers. ^ Menn mun reka minni til þess, að Þjóðverjar í Dan- mörku, Noregi, Hollandi og Belgiu misnotuðu stórlega gest- i-isni þá, sem þeim var sýnd í þessum löndum og endurguldu velgerðarmönnum sinum með þvi að skjóta þá aftan frá. Vissulega má vera, að ýmsir þeirra, sem teknir hafa verið í gæslu, hafi ekkert ilt í huga, en með tilliti til starfsemi „fimtu herdeildar" i öðrum löndum væri heimskulegt að gera ekki allar varúðarráðstafanir til verndar íslandi og breska setu- liðinu." Auk þess voru þrír íslend- ingar yfirheyrðir, vegna kynna sinna af tveim, Þjóðverjum, er höfðu farið huldu höfði. Ein» íslendinganna, Helgi Fihppus- son, gat fært sönnur á, að hann hafði ekkert haft saman við Þjóðverjana að sælda. FYRSTA LOFTÁRÁSIN Á GIBRALTAR 1 GÆR. London í morgun. Einkaskey|i frá United Press. í Gibraltar voru þrivegis gefnar aðvaranir um loftárásir í gær. Loftvarnabyssur voru teknar í notkun, en ekki getið um, að óvinaflugvélarnar hafi varpað niður sprengjum á borg- ína eða virkin. Þetfa er i fyrsta skifti', sem tilraun er gerð til loftárásar á Gibraítar. BRETINN FÆR ÞAÐ. — Það er ekki látið fylgja með hvar þessi mynd var tekin. Er verið að út- búa þýskan kafbát í „veiðiför" og láta um borð í hann tundurskeyti. — Þau eru hin mestu völund- arsmíði og mjög dýrt að framleiða þau. Vegna þess hversu stór þau eru, geta kafbátar aðeins flutt mjög takmarkaðan fjölda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.