Vísir - 06.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 06.07.1940, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vilí Framsókn landsverslun. EIR, seni kynnu að hafa vérið: svo bamálegir, að ætla, að einhver einlægni fylgdi yfirlýsingu. aðalfundar S. í. S„ að hann væri þvi „eindregið fylgjandi" að höftunum yrði áf- létt, ættu að lesa Tímann í gær. Yfirlýsingin virðist fyrst og fremst framkomin til að láta i Ijós, hvílíku ranglæti kaupfé- lögin séu beitt með innflutn- ingshöftunum. „Eðlilegur vöxt- ur“ félaganna hefir verið liindr- aður. „Það dregur enginn í efa, sem lítur nieð sanngirni á þessi mál, að iunflutníngshöftin hafa valdið kaupfélögunum veru- legra erfiðleika og tekjumissis“, segir Tíminn í gær, ofur sak- leysislega. í umræðum undan- farinna ára hefir verið á það bent, hversu hlutur kaupfélag- anna í verslun landsmanna hef- ir aukist síðan innflutningshöft- in komu til sögunnar. Og því hefir verið haldið fram, að þessi viðskiftaaukning félag- anna ætti rætur sinar að rekja til þess, að innflutningsnefndin hefði „hjálpað þeim, um inn- flutning“ á kostnað kaup- manna. En það er nú eitthvað annað! Ef verslunin hefði verið frjáls hefði kaupfélögin vafa- laust verið húin að útrýma kaupmönnum með öllu! En þeir sem að kaupfélögunum standa, eru óeigingjarnir menn og fómfúsir. Þótt altaf sé verið að niðast á félögunum með höftunum, þá má til að lialda þeim, af því að þau eru þjóðar- nauðsyn. I>að liggur við að Tím- inn klökkni yfir veglyndi sinna manna, þegar hann segir: „Hafa kaupfélögin hér sem jafnan áð- ur sýnt þegnskap sinn og gefið öðrum gott fordæmi um það, að meta meira þjóðarhagsmuni en eiginhagsmuni á erfiðum tímum.“! Nei, það er eitthvað annað en að Tíminn sé því „eindregið fylgjandi“, að höftunum sé af- létt. Blaðið vill ekkert fara út í það, að ræða um hvort við- skiftajöfnuðurinn við útlönd sé nú nókkuð sambærilegur við það, sem hann hefir verið á sama tíma undanfarin ár. Það má kannske ræða um afnám haftanna, „þegar viðskiftaá- stæður þjóðarinnar leyfa“, en vandlega er þagað um það, hvernig viðskiftaástæðurnar eigi að vera, þegar hægt er að taka upp slíkar umræður. Það er svo farri þvi, að Tím- inn sé því „eindregið fylgj- andi“ að höftunum sé létt af, að blaðið krefst þess þvert á móti, að nú verði alvarlega hert á hnútum. „Það er því sannar- lega gáleysislegt, að lieimta frjálsa verslun á yfirstandandi tímum.“ „Ástandið krefst sann- arlega miklu fremur að inn- flutningshöftin verði hert .... Er sannarlega (ætli Eysteinn hafi skrifað þetta?) nær að ræða um það af alvöru og hreinskilni, hvort ekki sé heppi- legast, að hafa innflutning ýmsra vara í höndum ríklsins, Fjárhagsleg afkoma Islands veltur á auknum viðskiftum við Ameríku. Ekki iiundrizð heldur þúsundir fá afvinnu við framleiðslu niðursuðuvara, ^?Lhrs OLAV HERTZWIG. “þ essa dagana dvelur hér í bærium kunnur maður frá Bandaríkjunum, Olaf M. Hertzwig, stjórnandi stórrar inn- og útflutningsverslunar: Olaf Hertzwig Trading Co. Inc., New York. Þetta fyrirtæki lians hefir umboð Sölusambands íslenskra framleiðenda með höndurn í Bandaríkjunum, og einnig um- boð fyrir Lýsissamlag íslenskra botnvörpunga. Mr. Hertzwig er borinn og barnfæddur í Noregi, en hefir af eigin ramleik rutt sér til rúms í Vesturheimi, og báðum vér hann um að kynna lesend- um Visis nokkuð feril sinn, af- skifd hans af íslenskum hags- munamálum og heimsókn að þessu sinni. Hefir hr. Hertzwig góðfúslega gefið blaðinu eftir- farandi upplýsingar: Mr. Hertzwig er fæddur í Bergen liinn 1. febrúar 1884. Hann er elstur 13 barna, en 7 eru nú á lífi, og af þeim dvelja 5 í Noregi, en faðir hans er þar enn á lífi, kominn á niræðisaldur. Hann fór frá Noregi á öndverðu ári 1905, og hefir þannig dvalið í Vestur- heimi i 35 ár, en hefir þó kom- ið mörgum sinnum til Noregs og annara skandinaviskra landa síðan. Hann var af fátækum for- eldrum kominn, og varð að fá eins og sakir standa, heldur en að vera með tilgangslausar kröfur um frjálsan innflutning. Myndi slík landsverslun vafa- laust tryggja betur yfirlit, sam- ræmi og festu í þessum mál- um.“ (Leturbr. hér.) Já, það er „sannarlega“ til- gangslaust af aðalfundi Sam- bandsins, að lýsa sig „eindregið fylgjandi“ því, að höftunum sé aflétt, Jægar flokksblað Fram- sóknar krefst þess ekki einung- is að á þeim sá hert, lieldur einnig, að tekin sé upp lands- verslun. Þessi yfirlýsing er enn „tilganslausari“, ef svo skyldi vera, að það væri sjálfur við- skiftamálaráðherrann, sem nú væri farinn að berjast fyrir landsverslun. Væri „sannar- lega“ fróðlegt að fá úr því skor- ið sem allra fyrst, hvort Ey- steinn Jónsson telur sig hafa samþykki allra meðráðherra sinna til þess að heimta lands- verslun. Menn liafa nefnilega skilið það svo, að sumir þess- ara manna væru því „eindregið fylgjandi“ að höftunum yrði létt af. sér Iánaðan farareyri til þess að komast á 3. farrými vestur um.haf, en auk þess fékk hann 10 dollara að láni, en þá upp- hæð urðu innflytjendur í þann mund að hafa handbæra, er þeir stigu á land i Bandaríkj- unum. Er vestur kom, tók hann til óspiltra málanna, við að afla sér atvinnu. Réðsl hann fyrst sem léttadrengur á dýpkunar- skip í liöfninni í Ncw York, en síðar vann hann að raflögnum, sigldi tvö ár sem hryti á lysti- snekkju miljónamærings, og alt þar fram eftir götunum. I>ví næst réðst hann sem sendill á skrifstofu stórs verslunarfyrir- tækis í New York, og vann sér þar slíkt traust. að hann var orðinn þar framkvæmda- stjóri að nokkrum árum liðn- um, Þótt þetta hefði áunnist nægði það ekki Mr. Hertzwig. Hann stofnaði sjálfstætt fyrirtæki ár- ið 1918, og brátt rak að því, að þetta fyrirtæki lians varð um- svifamesta fyrirtæki í innflutn- ingi á afurðum frá Norðurlönd- um. Meðan heimsstyrjöldin stóð yfir, á árunum 1914—18 hafði fyrirtæki Mr. Hertzwig mikla útflutningsverslun með hönd- um, enda hefir hánn ávalt lagt á það megináherslu að greiða fyr- ir viðskiftum Norðurlanda, og aðstoðað kaupsýsliimenn þaðan á margvislegan hátt. Þótt Mr. Hertzwig hafi alið aldur sinn fjarri fósturjörðinni, hefir liann leitast við að vinna í • hennar þágu eftir megni. Hefir hann þannig látið sig ýmsa hjálparstarfsemi i þágu þjóðar sinnar miklu skifta. Hefir hann verið ritari og síðan formaður stjórnar norsks barnahælis i Brooklyn, og greitt mjög fyrir hjúkrunar og sjúkrahúsarekstri Norðmanna í New York. Mr. Hertzwig stundaði íþrótt- ir á yngri árum, og hefir hann unnið fjölda verðlaunagripa á iþróttamótum í Bandarikjun- um, en ávalt hefir hann kept fyrir iþróttafélag Norðmanna i Brooklyn og borið norsku litina fram til sigurs. Var hann for- maður norska iþróttafélagsins þar um margra ára skeið, en auk þess var hann forseti iþróttasambands Norðurlanda í Bandarikjunum og fram- kvæmdastjóri amerískra í- þróttafélagasambands. Um mai’gra ára skeið hefir Mr. Hertzwig verið varaforseti, ritari og til skannns tíma for- maður framkvæmdanefndar norska verslunarráðsins í New York, og um 9 ára skeið hefir hann verið forseti sænska versl- unarráðsins i New York. Hann hefir gegnt fjölda trúnaðar- stöðum í margvíslegum verslun- arfélögum, en hann telur sér það mest til gildis, að liafa feng- ið tækifæri til að vinna i þágu föðurlands síns og annara Norðurlanda, svo sem að ofan greinir. Hefir hann þannig stuðl- að að því, að ekki einUngis hundruð — heldur þúsundir manna liafa fengið bætt atvinnu- skilyrði, — ekki aðeins í Noregi — heldur og i Svíþjóð, Dan- mörku og Finnlandi, — en nú er röðin komin að Islandi. Fyrir störf sín í þágu Noregs var Mr. Ilertzwig sæmdur stór- riddarakrossi St. Ólafsorðunnar á árinu 1938 af Hákoni Noregs- konungi. Mr. Hertzwig hefir ráðist í þessa för sina hingað til lands, að Jiessu sinni, eingöngu með Jiað fyrir auguin, að efla viðskifti íslands og Bandaríkjanna, og' mun hann ræða við framleið- endur liér í landi um möguleika á aukinni framleiðslu og út- flutning á öllúm íslenskum af- urðum til Bandaríkjanna, en þó sérstaklega niðursuðuvörum S. í. F. Mr. Hertzwig telur að niður- suðuvörur S.I.F., þær er þegar hafa flust til Bandaríkjanna, hafi þótt mjög góðar, og hann ]>ykist þess fullviss, að áður en langt um líður muni útflutning- ur íslenskra niðursuðuvaraverða svo umfangsmikill, að — ekki í luindruðum talið, — heldur þúsundum, — muni íslenskir starfsmenn fá atvinnu við þessa framleiðslu, og þetta sé það. sem fyrir honum vaki með heim- sókn sinni til íslands á þessum hættutímum. Mr. Hertzwig vildi með engu móti Láta í Ijósi álit sitt á við- horfum Bandaríkjanna til heiinsviðburðanna. Hann er sjálfur framarlega í flokki „republicana“, en hann telur enga ástæðu til að ræða þessi mál á þessum vandræðatimum. Hinsvegar segir hann: „Eg get fullvissað yður um, að ríkis- stjórn okkar, forseti og þégnar Bandaríkjanna bera mikla hlýju til íslands. Eg fyrir mitt leyti fagna því, að dvelja hér, með því að hér liitti eg fjölda vina minna, og á þess von, að eign- ast fleiri.“ Að lokum lét Mr. Hertzwig það álit sitt í Ijósi, að fjárhags- afkoma íslands sé undir þvi komin, að viðskiftin aukist við Bandaríkin og Ameríku í heild. „Mér er það mikið ánægjuefni, að eg og fyi-irtæki mitt höfum fengið tækifæri og umboð til að aðstoða við þróun þessara við- skifta i Bandaríkjunum, og við munum elcki bregðast því trausti, sem okkur hefir verið sýnt.“ Mir. Olav Hertzwig er hið mesta prúðmenni í allri fram- I göngu, og eins og framanritað viðtal ber með sér, hefir hann brotið sér brautina sjálfur. en einmitt af slíkum mönnum væntum við Islendingar mest. Frá því, er hann tók að sér störf í okkar þágu, hefir hann á marg- víslegan hátt greitt fvrir við- skiftum íslenskra kaupsýslu- manna vestra. og áunnið sér traust þeirra í hvívetna. AMKVÆMT áreiðanlegum upplýsingum, sem Vísir hefir aflað sér, standa nú yfir samningar milli Flugfélags ís- lands og stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins og síldarútvegs- manna um síldarleit í flugvél í sumar. Má gera ráð fyrir, að samn- ingar takist alveg næstu daga og mun flugvélin þá fara norð- ur um miðja næstu viku. Nýja flugvélin mun verða reynd um þrjúleytið í dag. Fyrsta útiskemtun sumarsins. Nkcmtuu Varðarfélagiini að l]idi á morgfiiu ef vcður ieyfir. QKEMTUN Varðarfélagsins að Eiði, sem frestað var síðastliðinn sunnudag, verður haldin á morgun ef veður leyfir. Til skemtunar verða ræðu- höld, söngur, Lúðrasveit Rvík- ur leikur og loks verður dans- að. Er vel til skemtunarinnar vandað, þar sem, Vörður á í hlut og alt kapp lagt á að Reyk- víkingum, Hafnfirðingum og öðrum, sem koma, liði sem best. Ræðumenn verða þeir Árni Jónsson og Magnús Jónsson og ef til vill fleiri. Þá syngur ágæt- ur söngflokkur karla. Þvi næst verður íþróttasýning og loks daris á palli. Eins og allir vita, sem að Eiði hafa komið, er þar ákjósanleg- asti skemtistaður í nágrenni Reykjavikur. Þar er ekki aðeins hægt að liggja í sólbaði, eins og viðast hvar annarsstaðar á landinu, lieldur er þar og liægt að stunda sjóböð. Eru það engar ýkjur, að vart mun hægt að fá betri stað til sjóbaða, en í krikanum, austan við eiðið út í Geldinganes. Þar er fínasti sandur, sem verðnr „sjóðheitur“ i sólinni, svo að sjórinn verður volgur. — Ætti fólk að liafa með sér baðföt. Eiði á að vera heitsuíind Reykvíkinga. — öll að Eiði á morgun. Ferð til Veiðivatna. jperðafélagið fer í aðra sum- arleyfisferð sína n. k. laugardag og verður að þessu sinni farið til Veiðivatna. Förin stendur í 8 daga og verður lagt af stað i bílum kl. 2i/o e. h. Verður ekið beina leið til Landsmannahellis, og gist þar, en síðan farið á liestum til Veiðivatna og dvalið þar einn til 2 daga. Verður farið í Laugar, Jökulgilið og Eldgjána. Síðan verður haldið aristur Fjallabaksveg um Kýlingar og Jökuldali í Skaftártungu og austur á Síðu. Víða á þessari leið er mjög tilkomumikið lalidslag og sumir fegurstu staðir lands- ins. Þeir sem hafa hug á að fara þessa ferð geta leitað upplýsinga um hana hjá Kr. Ó. Skagfjörð, Túngötu 5, til miðvikudags- kvelds. Þar liggur og frammi áskriftarlisti. Farmiða verður að sækja fyrir 10. þ. m. Batnandi veður á miðunum norðanlands. HLB eldur minni veiði var við norðausturland í gær " ® en undanfarið, en veður var að skána undan Norðurlandi. Vona menn á Siglufirði, að veiðiveður verði komið upp úr helginni. — Síldaúverksmiðjur ríkisins munu vera búnar að taka á móti um 35.000 málum síldar eða ca. 52.500 hl. Þ. 8. júlí f fyrra voru komnir á land 69.264 hl., skv. heimild Fiskifélags íslands. Þrær Raufarhafnarverksmiðj- anna eru nú orðnar fullar, svo að skipin eru farin að fara til Siglufjarðar með síldina. Sím- ar fréttaritari Vísis á Húsavík í morgun, að þaðan hafi sést mörg skip, sem sé á vesturleið, hlaðin síld. Sé sum þeirra á leið lil Siglufjarðar, en önnur til Eyjafjarðar til verksmiðjanna þar. Eitt skip hefir komið til Húsavikur og losað þar. Er það fyrsta síldin, sem Húsavíkur- verksmiðjan fær. Skip þetta var v.b. Leo frá Vestmannaeyj- um. Hann var með 450 mál. Tíu skip komu í nótt til Siglu- fjarðar með 6—7000 mál. Gull- toppur og Hafalda með 550 mál, Minnie 600, Iíeflvíkingur 1000, Helga 530, Eldey 1100, Sæfinnur 1100, Jón Þorláksson 300, Erna 860 og' Iv. Freyja með 400 mál. Fitumagn sildarinnar er nú 14.2% og er það heldur í Iak- ara lagi. Sjómenn telja, að næg síkl muni vera fyrir Norðurlandi og afli verða góður jafnskjótt og veður Iiatnar. 3000 m. hlaupid: Norðlendingurinn rann skeiðið á 9.47.8 mín. fX ORÐLENDINGURINN, Ás- ** grímur Stefánsson, varð þriðji í gær í 3 km. hlaupinu, en var lengi vel annar. Hann rann skeiðið á 9:47.8 mín. Sigurgeir Ársælsson varð fyrstur á 9:30.5 min., Indriði Jónsson (K.R.) varð annar á 9:41.8 og fjórði varð Evert Magnússon (Á.) á 9:55.7 mín. I handknattleiknum sigruðu íslandsmeistararnir, Ármanns- stúlkurnar, með 9 mörkurn gégn 6.1 kassaboðhlaupinu sigr- uðu Akranesstúlkurnar tvo flokka, drengjaflokk og Ár- mannsstúlkurnar. Loks var kept i 200 m. hlaupi (B-liðsmenn). I fyrra riðli vann Anton Björnsson (K.R.) 26.2 sek., 2. Sigurjón Hallbjörnsson (Á.) 26.4 sek., 3. Þórli. Einars- son (Á.) 26.8 sek. í siðari riðl- inum sigraði Hörður Kristó- fersson (Á.) á 25.8 sek., 2. Guðm. Sigurjónsson (Á.) 25.8 og 3. Rögnvaldur Gunnlaugs- son 26.3 sek. Áhorfendur voru fáir, enda var veður óhagstætt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.