Vísir - 08.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Kanpstaða- rígurinn. r< KKEPiT blað hefir gengið jafn ótrauðlega fram í því að ala á ríg milli sveitamanna og kaupstaðabúa og Tíminn. Hér á árunum átti blaðið mjög bágt með að kalla íbúa höfuð- staðarins sínu rétta nafni, Reykvíkinga. Hitt var miklu oftar að þeir voru nefndir „Grimsbylýður“ eða þá blátt á- fram „malarskríH“. Á seinni ár- um hefir dregið nokkuð úr þessu. Sveitamenn hafa fundið, að hagsmunum þeirra væri bet- ur borgið, ef kaupstaðabúar gætu lifað við sæmilega af- komu. Og fulltrúar kaupstað- anna á þingi liafa aldrei látið sitt eftir liggja um réttmætan stuðning við landbúnaðinn. Auk þess hafa ýmsir af brodd- um Framsóknarflokksins kom- ist í þann hóp kaupstaðabúa, sem1 mestur var þyrnir í augum fyn-um. Það er miklu erfiðara að ala á rígnum í garð hátekju- manna í kaupstöðum, þegar svo er komið, að tiltölulega flestir hátekjumennirnir eru einmitt úr þeim flokki, sem mest hefir blásið að glóðunum. En þótt nokkuð hafi dregið úr rígnum, þykir altaf tiltæki- legt að grípa til þess vopns, ef á þarf að halda. Ef almenn lækkun á útgjöldum ríkisins snertir að einhverju leyti hag bænda, eins og allra annara, þá er strax talað um „hnefahögg“ í garð landbúnaðarins. Er þess skemst að minnast, að siðastlið- inn vetur hélt Timinn uppi hin- mn svæsnustu árásum á Jakob Möller fjármálaráðherra fyrir engar sakir. Sömu aðferðinni var beitt, þegar á það var bent, að kjöthækkunin kæmi illa nið- ur á neytendum kaupstaðanna. Og þegar mjólkin hækkar hvað eftir annað, þá telur Tíminn það, ekkert nema „nöldur“, að á slíkt sé minst. Allir muna það, að þegar gengislögin voru sett í fyrra, var mælt svo fyrir, að hækk- unin á mjóllc og kjöti skyldi vera i ákveðnu hlutfalli við kauphækkunina. 1 vetur var mjólkin og kjötið tekið út úr gengislögunum. Það var látið i veðri vaka, að tilætlunin væri ekki sú, að hækka þessar vörur meira en sem næmi kaupgjalds- hækkuninni, en efndirnar hafa verið aðrar. Það er algerlega fráleitt að telja, að það sé sprottið af neinni óvild í garð bænda, að almenningur hér í bæ kveinkar sér við að taka á sig stórfeldar verðhækkanir á innlendu vör- unni, ofan á alla þá gífurlegu og óviðráðanlegu hækkun, sem orðið hefir á öllum aðfluttum vörum. Og síst af öllu getur það talist óvild i garð bænda, þegar krafist er að leitað sé allra ráða til þess að draga úr dreifingar- kostnaðinum á framleiðsluvöru þeirra. í fyrrahaust var álitið, að rík- isstjórninni væri það fullkomið alvörumál að eitt skyldi yfir alla ganga á þeim erfiðleika- tímum, sem fyrirsjáanlega voru fram undan. Þessi lofsverði á- setningur ríkisstjórnarinnar mæltist vel fyrir hjá öllum liugsandi mönnum. En það er eins og Framsóknarflokkurinn eigi dálítið erfitt með að láta almenningshagsmuni sitja i fyr- irrúmi fyrir stundarliags- munum kjósenda sinna. Þegar á þetta er bent, er lilaupið upp með þjósti, talað um „nöldur Reykjavíkurblaðanna“, ef að er fundið og baldið upjpi gamla kaupstaðarígnum. Það er eðlilegt, að menn verði dálítið tortryggnir á sí- endurteknar yfirlýsingar um samstarfsvilja þess flokks, sem altaf bregst illa við, ef sam- starfsflokkarnir benda á, að hvikað sé frá þeirri stefnu, sem stjórnarflokkarnir hafa sam- eiginlega telcið upp. Kaupstaða- rígurinn á síst við, þegar nauð- synlegt er að ráða fram úr sameiginlegum erfiðleikum. allra landsmanna, jafnt kaup- staðabúa, sem annara. a t leikkona andaðist í Landakotsspítala í fyrrinótt, eftir þunga legu og langvinnan heilsubrest. Hennar verður nánara getið hér í blað- inu. Þorsteinn Jónsson járnsmiður andaðist að heimili sínu hér i bæ 7. þ. m. — Æviatriða hans verður getið síðar. , /v- . Akranesför Sjómannadagsráðsins, með ms. Esju í gær, tókst hið besta. Mörg hundruð manna tóku þátt i ferðinni og skemtu sér hiÖ besta. VeÖur var hið ákjósanlegasta. Komið var aftur til Reykjavíkur kl. tæplega io í gærkveldi. 65 ára er í dag Þórður Arnason, Ný- lendugötu 7. Hefir Þórður hlotið hetjuverðiaun úr Carnegiesjóðnum íyrir björgun manna úr lífsháska. Þórður var áður sjómaður, en hef- ir unnið við upp- og útskipun hjá Eimskipafélaginu undanfarin ár. Mokaili i Bakkaflóa og Vopoafirði. Skipin veröa aö tara til SiglufjarðaF með síldina. ftSkipin halda áfram að moka upp síldinni á Bakka- flóa og Vopnafirði. En allar þrær eru orðnar fullar fyrir austan, svo að skipin fara rakleiðis til Siglu- f jarðar með síldina. Hafði komið þangað siðan á hádegi í gær rúml. 20 skip, með 11—12 þús. mál. Besta veður er nú fyrir Norðurlandi, sólskin og blíða. Skipin eru þó ekki farin að reyna þar, heldur fara þau strax auslur, þegar þau liafa losað á Siglufirði, þangað sem veiði er trygg. — Þrær beggja Raufarhafnar- verksmiðjanna fyltust á laug- ardag og eru í þeim 25 þús. mál. Síðan verða skipin að fara til Siglufjarðar. A laugardag komu m. a. þessi skip til Raufarhafnar: Stella með 850 mál, Garðar 750, Er- lingur I og II (Ve.) 600, Geir goði 550, Gullveig 500, Árni Árnason 500, Hrönn 500, Hrafnkell goði 750, Már 800, Björn Stefánsson 500, Hannes Hafstein o. fl. 500, Olivette 500 og Gotta 500 mál. Eins og áður segir komu rúmlega 20 skip til Sigluf jarðar í gær og nótt með liklega 11— 12 þús. mál. Er það áællað og getur auðvitað skeikað nokkru til eða frá: Þorsteinn 700 mál, Fróði 850, Haraldur 450, Dag- ný 1400, Ársæll 500, l.b. Olav 650, Glaður 750, Bjarni, Bragi (tveir um nót) 500, Bjarki 1100, Víðir, Jón Finnsson (tveir um nót) 600, Vonin, Jón Stefáns- son (tveir um nót) 650, Huginn I. 750, Valbjörn 550, Sæhrímn- ir 1000, Yestri 400, Skagfirðing- ur 450, Pilot 400, Fiskaklettur 600, Höskuldur 550, Bára 350, Sæfari 600 og Erlingur I og II 400. Skipin halda áfram að streyma jafnt og þétt að austan. Hinar smærri verksmiðjur hafa einnig fengið sild. Þannig komu tvö skip til Húsavikur, að auki við m.b. Leo, sem kom þangað á föstudag. Bátarnir voru Ægir með um 250, Þor- geir goði 550 mál. Verksmiðjurnar á Norðfirði og Seyðisfirði hafa einnig feng- ið nægilega sild. Frá fréttaritara Vísis. Norðfirði i morgun. Síldveiði hefir verið ágæt síðustu viku og veður sæmi- lega liagstætt austan Langa- ness. Veiði var góð í gær, bæði austan og norðan við Langa- nes. Einnig liafa mörg skip fiskað vel á Vopnafirði. Siðustu viku hafa þessi skip landað veiði sína hér hjá síldarverksmiðjunni: Boðasteinur 1560 mál, Þrá- inn og Stígandi 537, Nordfarid 1536, Kyrjasteinur 501, Gand- ur 6 mál. Ennfremur bíða eft- ir affermingu: Boðasteinur með ca. 900 og Capella 700 mál og von er á fleiri skipum i dag. Siglufirði í morgun. Þessi skip hafa landað i gær og í nótt, umfram það sem að ofan greinir, en noklcur bíða löndunar: Gulltoppur 550, Sig- urfari 750, Hrefna 550, Björn Jörundsson 350, Nanna 450, Ás- björn 600, Huginn III.750, Anna og Einar 600, Huginn II. 750, Bjarnarey 500, Vébjörn 450, Kári 550, Keilir 850, Eggert ,og Ingólfur 700. Mikil síld er beggja megin Langaness. Þráinn. Hjúskapur. Síðastliðinn föstudag (5. þ. 111.) voru gefin sarnan í hjónaband ung- frú Laufey Þorvarðsdótfir frá Stað í Súgandafirði, og Páll Kol- beins, skrifstofustjóri hjá prentsm. Edda. Heimili þeirra er á Tún- götu 31. Útvarpið í kvöld. KI. 19.30 Hljómplötur: Lög eft- ir Elgar. 20.00 Fréttir. 20.30. Sum- arþættir (Loftur Guðmundsson kennari). 20.50 Einsöngur (Einar Markan) : a) Wagner: 1. Söng- urinn til stjörnunnar. 2. Lög úr „Lohengrin". b) Páll Isólf sson: 1. Söknuður. 2. Riddarinn og mærin. 21.10 Lúðrasveit Reykja- víkur leikur. Lúðvíg Lárusson kaupmaður. 1 dag verður Lúðvíg kaup- maður Lárusson til moldar borinn, og á þar Reykjavik á bak að sjá einum af sínum mætustu sonum. Hann andað- ist liinn 30. júní og var þá lið- Jega 59 ára að aldri, fæddur 11. janúar 1881. Öll framkoma og starfsemi Lúðvígs bar þess vott, að hann var af góðum stofni, enda var heimili foreldra hans eitthvert mesta myndarheimili liér í bæ, og þau hvort um sig þjóðkunn fyrir góðsemi, trygglyndi og liáttprýði, auk reglusemi og dugnaðar. 16 ára að aldri réðist Lúðvíg til Tli. Thorsteinsson, sem þá rak hér mikla verslun og margþætta starfsemi, og starf- aði á skrifstofu hans og í búð til vorsins 1905. Hafði hann einn- ig á sama tíma með liöndum bókhald fyrir verslun föður sins, og stundaði jafnframt nám á kvöldskóla verslunar- manna, sem var fyrsti vísir að Verslunarskólanum, sem nú starfar hér í bænum. Vorið 1905 hætti Lúðvíg störfum hjá Th. Tliorsteinsson, en tók að sér stjórn verslunar föður síns, sem þá var orðin allumfangsmikil, og veitti henni forstöðu upp frá því, á- samt föður sínum og bræðrum, með hinni mestu prýði, eins og löngu er landskunnugt, Er Skóverslun Lárusar Lúðvígs- sonar nú ekki aðeins elsta skóverslun landsins, heldur og hin stærsta, og rekin með hin- um mesta myndarbrag, sem hér á landi þekkist. Þrátt fyr- ir ýmsra erfiðleika í viðskift- um okkar Islendinga á siðari árum, hefir Skóversluh Lár- usar Lúðvígssonar fært út kví- arnar og stofnað m. a. skógerð og skóverksmiðju, sem vinna að mestu eða öllu úr innlend- um efnum, og er öll fram- leiðslan hin vandaðasta. Lúgvig var gersneyddur því að trana sér fram, eða láta mikið á sér bera. H:ann var jafnfrábitinn yfirlæti sem barlómi. Þeir, sem þektu hann best, vissu bæði af sjón og raun, að han var heill maður og hreinn og drenglundaður svo af bar. Vissi hann um bág- stadda, greiddi hann úr fyrir þeim, án þess að láta þess get- ið. Góðverkin vánn hanií éinn- ig í kyrþei. Sjóð stofnuðu þeir bræður til minningar um for- eldra sína, en til styrktar sjúk- um. Lögðu þeir fram mjög ríf- lega fjárupphæð, en þess var að litlu getið opinberlega, og var það í samræmi við yfirlæt- isleysi þeirra og mannkosti. Lúðvig helgaði sig allan og óskiftan tvennu: verslun sinni og héimili. Hann var höfðingi heim að sækja, kunni því vel að liafa gesti á heimili sínu og veitti þá ávalt af einstakri rausn. Þeirrar gestrisni nutu ekki aðeins jafnaldrar hans eða starfsfélagar, lieldur og ungt fólk og verðandi, með því að Lúðvíg kunni því mjög vel,* að hafa það í kringum sig. Hann var gleðimaður, en stilti öllu vel í hóf og bar ávalt með sér glæsilega prúðmensku. Þegar annir leyfðu, stundaði Lúðvig ferðalög og útivist. Hafa kunnugir sagt mér, að hann hafi verið frábær lax- veiðimaður, en þá list lærði hann af E)nglendingum, sem hann horfði á og starfaði með að veiðiskap á barnsaldri. Lúðvig var kvæntur hinni ágætustu konu, Ingu J. Sand- holt, sem átti sinn inikla þátf í myndarbrag heimilisins, og var honum ávalt samhent í höfðingsskap og rausn. Eiga þau þrjú uppkomin börn: Lárus, sem lokið liefir versl- unarprófi við erlendan há- skóla, og starfar nú að versl- un föður síns, Sigurð Hauk, er þar starfar einnig, og Guð- rúnu, sem gift er E. Jacobsen, Forsetakosningar í Mexíkó 3 íhaldsmenn í kjöri. Eftir langa og harða kosningabaráttu gengu kjósendur í Mexí- kó að kjörborðinu í gær, til þess að velja eftirmann Lazaro Cardenas, hershöfðingja, en sex ára kjörtímabili hans lýkur 30. nóv. n. k. — Karlmenn einir hafa kosningarrétt, enda þótt stjórnarskrá Mexíkó væri breytt þannig fyrir tveim árum, að konur fengi kosningarrétt. Hefir orðið töf á endanlegri af- greiðslu málsins, svo áð kvenkjósendur verða engir að þessu sinni. - -7-T* Ekkert mál hefir orðið að sér- stöku kosningamáli, en atburðir siðustu ára, umbætur Cardenas forseta yfirleitt, hafa aðallega verið til umræðu. Kosningabar- áttan var að þessu sinni mjög hörð vegna þess, að stjórn- arandstæðingar höfðu góða möguleika á að sigra. Bardaginn hófst 1936. Raunverulega hefir kosninga- baráttan staðið alveg frá 17. okt. 1936. Þá lést hermálaráðherr- ann, Figueroa, hershöfðingi, ef tir uppskurð. Þess var því beð- ið með mikilli eftirvæntingu, hver yrði éftirmaður hans, því að það er einskonar hefð að her- málaráðherrann verði forseti, eins og t. d. átti sér stað með Cardenas, sem var hermálaráð- herra Rodriguez, forseta. Cardenas lét stöðuna vera lausa lengi, en sá er fór með em- bættið var vara-læ rmálaráð- herranu, Manuel Avila Cama- cho, hershöfðingi. sem bældi niður uppreistirnar 1923 og ’29. Loksins ' maí 1938. þcgar Ca - macho bafði badt niður uppreist Cedillos í San Luis Potosi-fylki. gerði Cardenas hann að her- málaráðherra. Fór Cardenas þá óðar að undirbúa kosningu sína og gekk vel að afla sér fylgis. Þrír aðrir hers- höfðingjar í kjöri. En Camacho var ekki eini opinberi starfsmaðurinn, sem vildi verða forseti. Þrír aðrir hershöfðingjar fengu hug á að reyna krafta sína við hann. Einn þeirra var Francisco Jose Mugica, vinstri maður og einn af höfundum stjórnarskrárinn- ar frá 1917. Annar var Rafael Sanchez Tapia, hersliöfðingi, ihaldssamur maður, vel ment- aður og duglegur. Sá þriðji, Juan Almazan, kemur ekki strax við sögu. Þessir tveir fyrrn. og Cama- clio tóku til óspiltra málanna og varð þeim svo vel ágengt, að hver um sig taldi sér sigurinn vísan. Þ. 17. jan. 1939 sögðu þeir embættum sínum lausum, því að Iög í Mexiko mæla svo fyrir, að embættismenn, sem bjóða sig fram til kosninga skuli segja af sér a. m. k. ári áður en kosning- ai'nar eiga að fara fram. Camacho fyrir verkalýðssambandið. Skömmu eftir þetta samþykti hið volduga verkalýðssamband Mexico — C. T. M. — að Cam- acho væri frambjóðandi þess. Ýmsir herforingjar, kommún- istar og aðrir tilkyntu þá, að Camacho myndi einnig njóta stuðnings P. R. M., sem er bylt- ingarsinnaður flokkur. Þegar það var tilkynt hætti Mugica við framboð sitt, en Tapia, sem hafði verið meðlimur í P. R. M., gekk úr flokknum. Þá fyrst fór að bera á Alma- zan. Ýmsir, sem höfðu orðið fyrir barðinu á Cardenasstjórn- inni, lögðu fast að honUm. Hann var liershöfðingi í einu fylki landsins og i júní 1939 sagði hann embætti sínu lausu og í ágúst kom hann til Mexicoborg- ar og var mjög fagnað. Hann varð þó mörgum vinum sinum til mikilla vonbrigða, þvi að þeir höfðu vonast til að liann léti Cardenas „fá að kenna á því“. í fyrstu ræðu sinni talaði hann hinsvegar um það, hversu góðir vinir þeir Cardenas væri. P. R. U. N. stofnaður. Almazan liafði engan flokk að baki sér, eins og Camacho og það varð að bæta úr því. Hann safnaði því ýmsum hópum í eina fylkingu, er hann nefndi P. R. U. N., sem er í senn þjóð- legur byltingar- og einingar- flokkur. Margir fyrri stuðnings- manna Mugica, fylktu sér undir merki hans. Ivosningabaráttan er því í raun- inni aðeins háð milli Camacho og Almazan, enda þótt Tapia liafi ekki dregið sig í hlé í þeirri von að „eitthvað óvænt“ konti fyrir. í mars kom atburður fyrir, sent mun auka sigurmöguleika Almazans. Kommúnistar héldu þing sitt og voru síður en svo hrifnir af Camacho. Finst þeim hann ekki nógu langt til vinstri, því að liann er íhaldssamur, eins og báðir hinir frambjóðendurn- ir. Gengu þeír svo langt, að þeir „hreinsuðu“ alla þá úr stjórn- um félaga sinna, sem höfðu átt upptökin að því, að flokkurinn skipaði sér um Camacho. Það eru því þrír íhaldsmenn frambjóðendur í Mexico, land- inu, sem er „vinstriland“. Allir eru landeigendur, Almazan mil- jónamæringur, en hinir báðir vel efnaðir. Það er því ekki að furða þótt menn hafi búist við því, að hinir róttækustu vinstri- menn reyndi að koma í veg’ fyr- ir kosninguna. (Skv. U. P. Red Lettér.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.