Vísir - 11.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 11.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Btaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaidkeri 5 línur Aígreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 11. júlí 1940. 157. tbl. Rúmenar segja sig úr Þjóðabandalaginu. Ráðstöfunin virðist gerð til þess að þóknast möndulveldunum. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Fregn frá Bukarest hermir, að Manoilescu utanríkismálaráðherra Rúmeniu hafi tilkynt opinberlega, að Rúmenía hafi sagt sig úr Þjóðabandalaginu. I tilkynn- ingunni segir, að Þjóðabandalagið hafi ekki látið sig hagsmuni Rúmeníu neinu varða, en þátttaka Rúmena í Þjóðabandalaginu hafi á margan hátt orðið til þess að gera aðstöðu Rúmena erfiðari og torvelda sambúð þeirra við vissar, göfugar þjóðir. Er talið, að hér sé átt við Þjóðverja og þó einkum ítali, en Rúmenar urðu að taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim, í Abessiniustyrjöldinni. Manoilescu sagði um refsiað- gerðirnar, að slíkar ráðstafanir væri mjög strangar en næði ekki tilgangi sínum, og gerði ilt eitt. Þótt Þjóðabandalagið sé ekki oft á dagskrá nú orðið og starfsemi þess lömuð, vekur þessi ákvörðun rúm- ensku stjórnarinnar mikla athygli, því að hún bendir ó- tvírætt til þess, að hún leitist nú við á allan hátt, að möndulveldin taki vinsamlega afstöðu gegn Rúmeníu. Ciano greifi og von Machensen, sendiherra Þjóðverja í Róma- borg, eru nú á heimleið frá fundinum í Rómaborg, en ung- versku ráðherrarnir Teleki greifi og Czaky greifi, leggja af stað til Budapest í dag. Ungversku blöðin halda áfram að ræða um það, að Ung- verjar fái virðulegt og mikið hlutverk að vinna í álfunni, og ær ótvírætt gefið í skyn, að Hitler muni segja fyrir um hvert þetta hlutverk verði. Er ætlan margra, að Ungverjum hafi ver- ið ráðlagt, að beita ekki valdi að svo stöddu, til þess að fá framgengt kröfum sínum, og muni Hitler hafa lofað þeim að styðja málstað þeirra síðar. Um viðræður Hitlers og Ciano greifa, en þær fóru fram í viðurvist von Ribbentrops og von Mackensen er sagt, að þær hafi snúist um hversu haga skyldi hinni pólitísku og hern- aðariegu baráttu gegn Bretlandi. Það hefir vakið allmikla athygli, að viðræður hafa farið fram í Bukarest milli sendiherra Rússa og Breta þar, en ekkert «r kunnugt, hvað þeim hefir farið á milli. Tyrkir standa í stöðugu sambandi við Breta og Rússa. Tyrk- ir hafa enn kvatt allmikið varalið til vopna og er tekið fram, að það sé gert í varúðarskyni. Þjóðfundurinn i Vichy sam- þykti að veita Petain ein- ræðisvald. Þjóðfundurinn í Vichy í Frakklandi samþykti í gær með 569 atkvæðum gegn 80, að veita Petain marskálki, forsætisráðherra Frakklands, einræðisvald. Gengur stjórn hans frá stjómar- skránni nýju, en uppkast að henni var lagt fyrir þjóðfundinn (þ. e. báðar deildir þjóðþingsins). Það hefir vakið mikla athygli í Bretlandi, að svo margir þingmenn skyldi greiða atkvæði gegn einræðinu, þar sem aðeins 4 þingmenn voru móti stjórninni á deildafundunum daginn áður. Auk þess sem 80 greiddu atkvæði móti því, að veita Petain einræðisvald, sátu 15 hjá. Times leiðir og athygli að því hversu margir þingmenn eru f jarverandi, ann- aðhvort landflótta eða kannske í fangabúðum, en við mótat- kvæðin 80 megi bæta „þegjandi mótatkvæðum“ þessara manna. M. Laval, fyrrverandi ráð- herra, sem talið er, að verða muni hægri liönd Petains, skýrði frá því, að þegar húið •væri að ganga frá hinrii nýju stjórnarskrá, yrði hún lögð fyr- ir þjóðina. Það vekur mikla athygli í Bretlandi, að í Þýskalandi og á ftalíu er stöðugt verið að hirta aðvaranir í garð frönsku sfjórn- arinnar, — hún megi ekki bú- ast við þvi, að Frákkland fái -vðegari friðarskilmála, þótt þeir liafi tekið upp nýtt sfjórnarfyr- irkomulag. í ítölskum blöðum ier gefið í skyn, að' Frálckar hafá komið á hjá sér einræðisfyrir- komulagi í bili, til þess að fá betri skilmála, en þess verði gætt, að þetta hragð hepnist ekki. Petain marskálkur var ekki viðstaddur, er þjóðfundurinn tók ákvörðun sína, en hann sendi fundinum kveðju sína. Nokkur ágreiningur mun liafa komið upp á þjóðfundin- um varðandi tillöguna um að rannsaka skyldi hverjir bera á- hyrgð á styrjaldarundirbún- ingnum og stýrjaldarrekstrin- um. Forseti þjóðfundarins las rm r I f $.1. Fundurinn í Miin- chen og framtíð Rúmeníu. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Að loknum fundi Þjóðverja, Ungverja og ítala, sem haldinn var í Miinchen í gær, var gefin úr tilkynning um einingu og vináttu þessara þjóða og algert samkomulag um þau mál, sem um var rætt, en engar upplýs- ingar gefnar um þær ákvarðan- ir, sem teknar voru. Er því sama óvissa ríkjandi um livað Ungverjar gera, hvort þeir gera tilraunir til þess að knýja fram kröfur sínar um Transylvaniu, eða fara sér hægt í bili. Fregn frá Rúmeníu hermir, að rúm- enska stjórnin liafi beðið Þjóð- verja að miðla málum í deil- unni, en ekkert er kunnugt um, livort Hitler tekur i mál að taka að sér slíkt hlutverk. Afstaða Rússa er og mjög óviss. Antonescu herforingi, leið- iogi rúmenskra fascista, var handtekinn í gær, en skyndilega látinn laus aftur, gegn loforði um, að vinna ekki gegn kon- ungi og ríkisstjórn. upp skeyti frá nokkrum þing- mönnum sem voru fjarv., og var einn þeirra Daladier, sem var hermálaráðherra um langt skeið, eða þar til Reynaud tók við forsætisráðherraembættinu. Fóru hægrimenn óvirðingar- orðum um Daladier, er nafn lians var nefnt, en einn floklcs- manna hans stóð þá upp og flutti ræðu honum til varnar. Petite Daupliinosis i Grenoble segir, að samkvæmt opinberri fregn, sem gefin var út í Vichy Iiafi landvarna- og utanríkis- málanefndir þjóðþingsins ein- róma samþykt, að tillögurnar um rannsókn skyldi bornar undir atkvæði. Áður hafði einn þingmanna lagt fram samskon- ar tillögu og ætlaði að ræða málið, en Herriot úrskurðaði, að nefndirnar tæki málið til meðferðar, og umræður færi ekki fram. Miklir loítbaxdagar í gær. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Samkvæmt tilkynningum i hreska flugmálaráðuneytisins i morgun voru 14 þýskar flug- vélar skotnar niður yfir Bret- landi i gær, og 23 urðu fyrir svo miklum skemdum, að talið er að fæstar þeirra hafi komist til bækistöðva sinna, en aðeins 2 breskar flugvélar voru skotn- ar niður í hinum áköfu loftbar- dögum, sem liáðir voru yfir suður- og suðausturströndinni í gær, og komust flugmennirnir úr annari lifs af. Alls hafa ver- ið skotnar niður 38 þýskar flug- vélar yfir Bretlandi undan- gengna 4 daga. Þjóðverjar senda flugvélar sinar inn yfir Bretland i æ stærri hópum. í einum hópnum voru 9 sprengjuflugvélar og um 50 Messerschmitt-árásarflugvél- ar þeim til verndar. Breski flug- herinn réðist hvað eftir annað á flugvéladeildir Þjóðverja og tvístruðu þeim. Ekkert lát varð á bardögun- um frá því í dögun og fram í myrkur. Barist var á 300 milna svæði, frá Ermarsundi til ýmissa liafn- arhorga við Bristolsund. Breslc hlöð láta mikla ánægju í ljós yfir þvi hversu írækilega breskir flugmenn börðust i loft- bardögunum yfir Bretlandi í gær. Þrátt fyrir það, að við of- urefli væri að etja, voru bresku flugvélarnar stöðugt að gera á- rásir á flugflotadeildir Þjóð- verja. Margsinnis kom það fyr- ir, að 2—3 Spitfire- eða Hurri- i cane-flugvélaf gerðu árásir til þess að tvístra þýskum flugvél- um sem flugu tuttugu, þrjátíu eða enn fleiri í hóp, og höfðu árásarflugvélar sér til varnar. Segja hresku blöðin, að flugher- inn breski liafi unnið mikil af- rek i gær, með þvi að skjóta niður eða eyðileggja tæplega 40 þýskar flugvélar. Er slíkt flug- vélatjón mjög tilfinnanlegt fyr- ir Þjóðverja og ]ió enn tilfinn- anlegra að missa fjölda marga æfðra flugmanna. Bretar mistu aðeins 2 flugvélar í þessum bar- dögum. Hefir úrslit viðureign- anna aukið mjög traust manna, að breska flugflotanum muni auðnast að veita þýsku flugvél- unum svo „heitar viðtökur“, að áform Þjóðverja um að sigra Breta í leifturlofthernaði bregð- ist algerlega. Móvinslan. á Kjalarncsi. Misprentast hafði í greininni hér í blaðinu í gær: „2 tonn á degi“, átti a<5 vera „2 tonn á klukkutíma". KARL RtJMENAKONUNGUR snéri sér til Hitlers fyrir skömmu og bað hann, að beita álirif- um sínum til þess, að frekari tilraunir yrði ekki gerðar til þess að taka lönd af Rúmenum. Það fylgdi fregninni, að Hitler hefði neitað. Eftir seinustu fregnum að dæma litur út fyrir, að Þjóð- verjar munu styðja kröfur Ungverja, en valdi verði ekki beitt að svo stöddu til þess að knýja þær fram, enda liafa Þjóðverjar öðru að sinna, meðan Bretinn er ósigraður. Auk þess er afstaða Rússa mjög óviss. — Myndin, sem liér birtist var tekin af Karlf konungi, er hann fór til London til þess að treysta vináttuna við Breta, en þá töldu Rúmenar sér mestan hag í því, að hafa sam- vinnu við Breta og Frakka. En alt breytist. Rúmenía er komin úr þjóðabandalaginu og vinfengis leitað við möndulveldin. ÞJóðþing: Banclaríkjanna §amþykk- Ir að veita 4 miljarða dollara til þcss að Bandarikin fái öflngasta flota í lieiiisi. Öldungadeild þ jóðþingsins í Washington hefir sam- þykt að veita f jóra mil jarða dollara til þessaðefla Banda- ríkjaflotann svo, að Bandaríkin eigi öflugasta her- skipaflota í heimi. Þegar búið er að koma upp þessum flota hafa Bandarikin sterkari flota á Kyrrahafi en nokkur þjóð önnur — og annan flota á Atlantshafi, sem verður öflugri en breski flotinn. En Bandaríkin ætla ekki að eins að efla herskipaflot- ann. Roosevelt hefir lagt fyrir þingið tillögur um, að veita 2500 mil jónir sterlingspunda til þess að efla land- herinn og flugherinn. Landherinn á að fá öll nýtísku vélahergögn og allur herinn æfður í meðferð læirra. Flugvélaframleiðslan verður aukin stórkostlega og af fyrmefndri upphæð verður 1300 milj. stpd. varið til eflingar flughernum og flugvélaframleiðslu handa honum. Síld veiðist út af Siglu- firði. Síldveiðin helst enn hin sama á miðunum austan Langaness, en þó mun hún vera eitthvað tregari í Þistilfirði. Raufarhafnarverksmiðjan er nú komin í fullan gang og skil- ar vel þein) aflcöstum, • sem henni var ætlað. Sama er að segja um sildarverksmiðjur rík- isins á Siglufirði, en þar hefir verið slíkur landburður af síld, að allar þrær eru að verða full- ar. Sex skip bíða þar nú lönd- unar, en verða losuð i dag. Einn bátur fékk i gærkveldi 400 mál sildar út af Siglufirði og eitthvað mun hafa fengist af síld á Grímseyjarsundi. Gera menn sér vonir um að síldar- gangan sé nú að færast vestur eftir. Öll skipin stunda veiðarnar af miklu kappi og er búist Við fjölda þeirra inn í nótt eða á morgun. LETTNESKU SKIPI SÖKT VIÐ SUÐVESTURSTRÖND BRETLANDS. London í morgun. Lettnesku skipi var sökt í sprengjuárás við suðvestur- strönd Bretlands i gærkveldi. — Áhöfninni, 12 mönnum, var bjargað. Hollenskt skip varð fyrir á- rás og sendi frá sér neyðar- merki, þess efnis, að skotið liefði verið á það af vélbyssum, og sumir skipverja særst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.