Vísir - 12.07.1940, Page 1

Vísir - 12.07.1940, Page 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Bretar ógnii Þjoðvcrjar nota stc^piflugvclar ©g §kjóta af vél- kyssuin á fólkiö a gfötuiiuni. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. búa nú við aliar lofthernaðarins. Svo fór oiii sjóferö jiá------- 20*110 iiienn Riíöii Riana I gær, en IiiimlriiÖ §æröu§t. 22 þý§kar flugrvélar §kotnar niöur. Feikna tjón varð í loftárásum Þjóðverja á breskar borgir í gær. Þ jóðverjar sendu hverja flugvélabylg juna á fætur annari inn yfir landið og beittu flugmennim- ir öllum sömu aðferðum og í Hotlandi og Belgíu, til þess að sk jóta íbúunum skelk i bringu og koma öllu á ringulreið. Árásir voru gerðar á hafnarborgir og verk- smiðjur og stóðu árásirnar frá því í dögun og fram á kvpld. Varpað var niður hinum svo- nefndu ílautu- eða hávaðasprengjum, ven julegum sprengjum og íkveikjusprengjum, ng kviknaði i f jölda húsa í ýmsum bæjum og þorpum. Talið er, að 20—30 menn hafi beðiðbana, en mörghundruðsærst. Opinber skýrsla um manntjón liggur ekki fyrir enn ,sem komið er, - - Þegar hernaðarflugvélar neyðast til að lenda í landi f jandmannanna, er það fyrsta boðbrð fiug- mannanna að eyðileggja flugvélina, til þess að ekki komist upp um leyndarmál i sambandi við smiði þeirra. Hér sést þýsk flugvél, sem neyðst hefir til að lenda í Englandi. Víða vöknuðu menn við það fyrir dögun, að aðvar- ■anir voru gefnar um loftárásir, en tíminn til þess að komast i loftvamabyrgin var svo naumur, að víða urðu :hús fyrir sprengjum og hrundu, áður en fólkið komst í föt. Flugvélarnar flugu lágt yfir þorpin og skutu flug- mennirnir af vélbyssum sínum á íbúana á götunum. Er þessum árásum lýst svo, að flugvélarnar hafi elt flýj- andi hópana á leið til loftvarnabyrgjanna og látið vél- byssuskothriðina dynja á þeim. Þýsk flugvél varpaði sex sprengjum á íbúðarhverfi í borg nokkurri í suðvesturhluta landsins snemma i morgun og urðu miklar skemdir á húsum, en um mann- tjón er ekki getið. Dagurinn í gær var mesti ógnardagur loftstyrjaldarinnar sem komið hefir í Bretlandi. En Þjóðverjar hafa heldur aldrei beðið eins gífurlegt flugvélatjón þar á einu degi og mist jafnmarga flugmenn. Það er opinberlega tilkynt, að skotnar hafi verið nið- ur 22 þýskar flugvélar, svo að kunnugt sé, en sennilcga hafa miklu fleiri verið skotnar niður. Af þessum flugvélum voru 13 sprengjuflugvélar, 8 árásarflugvélar og 1 flugbitur. Þrjár urðu fyrir skotum úr Ioftvarnabyssum, en hinar voru skotnai- niður i bardögum. Ennfremur var tilkynt, að breski flugherinn hefði gert loft- árásir á margar hernaðarstöð.var Þjóðverja í Frakklandi og Þýskalandi. Yfir Boulogne lenti í loftbardaga og voru 5 þýskar flugvélar skotnar niður og 1 bresk. í morgun voru skotnar niður 4 þýskar flugvélar við Bretland. Síldarflug hafið: 50 sildartorfnr sáost úr „Haferninum" í gærkvöldi norð-norðvestur af Skagatá. sem nú hefir hlotið nafnið „Haförninn“ fór norður í land í gærkveldi. Hafa náðst samn- ingar um síldarleit í flugvélinni og er gert ráð fyrir að flugvélin leiti að minsta kosti í 100 flug- stundir. í ferð sinni norður í gærkveldi kom flugmaðurinn, Örn Johnson, og Sveinn Benediktsson, sem var í för með honum, auga á 50 síldartorfur, norðnorðvestur af/ Skagatá, út af Haganesvíkinni. Virtust torf urnar þéttar. Sjóorustan á Mið- jarðarhafi. Mussolini hefir birt dagskipan til sjó- liðsins. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Það var opinberlega tilkynt i London i gær, að allar fregnir ítala um að bresk herskip liefði orðið fyrir skemdum i sjóor- .ustunni fyrir austan Malta nú i vikúnni, hefði ekki við neitt að styðjast. Italir tilkyntu m. a. að flugvélamóðurskipið Ark Roy- al befði orðið fyrir skemdum og að kviknað hefði í herskip- inu Hood, sem er eitt af mestu lierskipum Breta. Bretar segja, að eitt ítalskt orustuskip hafi orðið fyrir skemdum, og að sökt hafi verið ítölskum tund- urspilli og kafbát. Þá segja Bretar, að ítalski flotinn liafi lagt á flótta, þegar er sást til breska flotans. Veittu bresku herskipin hinum, ítölsku eftir- för og fiugvélar flotans gerðu árásir á þau. Mussolini hefir gefið út dag- skipan til sjóliðsins í tilefni af sjóorustunni: „Sjóliðsforingjar og sjóliðar allir, hinnar fascistisku ítalíu! Þér báruð sigur úr hýtum í fyrstu sjóorustu Breta og ítala á Miðjarðarliafi. Árásartilraunir breska flot- ans mishepnuðust og er það hugrelcki yðar að þakka. Þér hafið fært óvinunum heim sanninn um það, með öruggri skotleikni, að engin herskip ó- vinaþjóða geta nálgast strend- ur Italíu, án þess að híða tjón við það. Flugvélar flotans og kafhátar veitlu mikilvæga að- sloð í orustunni. Italska þjóðin er stolt af þeim árangri, sem náðist í fyrstu sjóorustu hins nýja ítalska flota. Eg er stoltur af yður eins og öll þjóðin, og þakka yður frainmástöðuna.“ Skrifstofa Óðins á Laugaveg 34 er opjn á föstudögum kl. B 1/>—714 e. m. FLOKKSÞING DEMO- KRATA KEMUR SAMAN 15. JÚLÍ. Einkask. frá United Press. London í morgun. Fregn frá Washington hermir, að störfum þjóð- þingsins hafi verið frestað til 22. júlí, vegna þess að flokks- þing demokrata kemur sam- an næstkomandi mánudag, til þess að velja forsetaefni flokksins í ríkisforsetakosn- ngunum á hausti komanda. Eftirtaldir menn eru lík- legastir til þess að koma til greina: Franklin D.Roose- velt, forseti Bandaríkjanna, I. Garnar, varaforseti Banda- ríkjanna, Paul V. McNutt, 'ramkvæmdastjóri öryggis- mála Bandaríkjanna, og James Farley, póstmálaráð- herra. Petaín ríkis- leiðtogi Frakklands. London í morun. Petain liefir nú tekið sér ein- ræðisvald. Er hann framvegis rikisforseti Frakldands og for- sætisráðherra. Stjórn hans er skipuð 12 mönnum og 12 menn hafa verið skipaðir fylkisstjór- ar. Hinn nýi einræðisherra eða yfirmaður franska ríkisins hef- ir vald til þess að gefa út lög og tiiskipanir, skipa ráðherra og víkja þeim frá störfum, en ákvörðun um að Frakkland fari i stríð verður að leggja fyr- ir þingið. Ekki þarf Petain að kveðja þingið til fundar, nema liann sjálfur telji ástæðu til. Lebrun ríkisforseti baðst lausnar i gær og afhenti Petain emhættisskilríki sín. Petain gerir ráð fyrir að taka sér aðsetur í liöllinni í Versöl- um, en þar sem Versalir eru í hinum hernumda hluta Frakk- lands, þai*f liann leyfi Þjóð- verja tii þess og liefir hann far- ið fram á, að það verði veitt. Hinir ráðherrarnir hafa að- setur í París og þar verða flest- ar stjórnarskrifstofurnar. Þetta eru fyrstu fregnirnar, sem herast af mikilli sild alveg hjá Siglufirði og á vesturhluta veiðisvæðisins. Nokkur skip liafa fengið góð köst út af Haga- nesvik. Vejði helst óbreytt umhverfis Langanes og hiðu í morgun 22 skip á Raufarhöfn. Eru þar þegar komin á land 46 þús. mál. Aíli þeirra, sem bíða, mun vera i 10—15 þús. mál. Aðalveiðin er | þarna á Þistilfirði. I Siglufirði biðu í morgun 12 —15 skip og var áætlaður afli Straumur er þarna allþungur, og skifti það engum togum að liann hreif með sér bátinn fram yfir hávaðana ofanvert við hrúna, og strandaði báturinn á skeri skamt frá norðurbakka þeirra um 10 þús. mál. Þrjú skip komu að í morgun . Klukkan eitt var byrjað að landa úr þeim skipum, sem hiðu og munu þau öll losna. Má gera ráð fyrir að þau þurfi ekki að fara langt til að fá fullfermi. — Komin eru á land til rikisverk- smiðjanna á Siglufirði um, 105 þús. mál. í gær voru komin 21—22 þús. mál á land á Hjalteyri. Eru það færeysk skip, sem aðallega leggja afla sinn á land þar. árinnar. Mennimir brugðu sér upp í skerið og drógu bátinn þangað einnig, og lét það nærri að þeir kæmust með sæmilegu móti fyrir i skerinu. Bilið frá bakka að skeri var það mikið, að nauðsyn bar til að afla sérstakra tækja til björgunar, og var sent til Stokkseyrar og línuhyssa feng- in til að koma taug út í skerið. Gekk þetta alt tiltölulega greið- lega, og var þá ætlunin að draga sveran kaðal út í skerið, en þá slitnaði linan. Skoútur var á nauðsynlegum tækjum á Selfossi og var þ\á símað til er- indreka Slysavarnafélagsins, Jóns Bergsveinssonar, og fór liann austur í nótt með linu- ijyssu og önnur áhöld. Var því næst kaðall strengdur þvert yf- ir ána og mennirnir dregnir í kláf til lands. Var björguninni lokið um kl. 5 í nótt, og voru þá mennirnir all-dasaðir eftir ver- una á skerinu. 16 skip bíða lönd- unar á Siglufirði. Siglufirði í morgun. Einkslceyti til Visis. Þessi skip komu í gær til Siglufjarðar: Bangsi 550 mál, Kyrjastein 1400, Hjörtur Pét- ursson 450, Veiga—Gísli John- sen 200, Villi-—Snarfari 400, Geir Goði 550, Bjarki 1000, Fylkir 600, Jón Þorláksson 700, Eggert—Ingólfur 550, Hrefna 650, Keilir 850, Skaftfellingur 700, Gulltoppur 600, Keflvík- ingur 1100, Höskuldur 250, Gautur 350, Minnie 750, Her- móður 550, ísleifur 500, Hring- ur 180, Muninn—Þór 200. 16 skip með 10.000 mál bíða lönd- unar. Ekkert þróarpláss nema jafnóðum og verksmiðjurnar hræða. Þráinn. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Lög leik- in á Havaja gítar. 20.00 Fréttir. 20.30 Iþróttaþáttur (Pétur SigurÖs- son). 20.45 Hljómplötur: Slavnesk- ir dansar, eftir Dvorák. 21.00 Ferðasaga: Einn dagur úr langri ferð. (Þorsteinn Jósepsson rithöf.). 21.25 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir Dohrianyi. Franski ræðismaðurinn tekur ekki á móti gestum hinn I4.júlí, þjóÖhátíðardagFrakka, eins og verija Refir verið áður. 12 stnndir á sberi í Ölvesá. Þfíf menn bjapgast i kláf fyrip atbeina Slysavarnarfélagsins. r* Um kl. 5 í gærdag höfðu þrír framandi menn, sem dvöldu austur við Ölvesá, náð í bátkænu, sem laxveiðimenn nota þar, og farið út á ána. Ekki vissu menn á staðnum um þetta, og hinir framandi menn höfðu heldur ekki tekið það með í reikn- inginn, að þeir voru lélegir við áraburðinn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.