Vísir - 12.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 12.07.1940, Blaðsíða 2
VISIR Sextugur í dag: Jakob Möller f j ármálaráðherra. VÍSIR DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hver er venjan? ■p* élagsmálaráðherra getur þess í gær í viðtali við Al- þýðublaðið, í sambandi við launakjör verslunarfólks og út- gáfu bráðabirgðalaga til að jafna það misrétti, sem þessi stétt er beitt, að „annars sé það ekki venja að gefa út bráða- birgðalög, nema þvi aðeins, að ráðherrar allra stjórnmála- flokkanna séu sammála um þau, jafnvel þótt meirihluti ráðherranna vildi gefa út slík lög.“ Mörgum mun verða það á við lestur þessarar yfirlýsingar, að draga það í efa, að ofan- greind ummæli ráðherrans séu af brjóstlieilindum sprottin, og telja liitt líklegra, að hér sé um Pilatusarþvott að ræða, og styðja mörg rök þá ályktun. I fyrsta lagi verður að telja það vafasamt, að nokkur föst og ó- frávíkjanleg „venja“ hafi skap- ast með ráðberrunum i þessu efni. Félagsmálaráðlierrann gaf út bráðabirgðalög um verka- mannabústaðina sællar minn- ingar, og hafa menn fyrir satt að þau lög hafi ekki verið bor- in undir suma aðra ráðherra í stjórninni, livað þá að þau haf( hlotið samþykki þeirra. Hvað sem þessu líður stendur bér alt öðru vísi á en nokkru sinni fyr, ]>egar um útgáfu bráðabirgða- laga hefir verið að ræða. Mál- ið hafði þegar fengið afgreiðslu annarar deildar þingsins og hafði örugt fylgi í Efri deild, þótt þá gripu þrír menn til ó- yndisúrræða, tii þess að stöðva framgang þess um stundarsak- ir. — Þótt einhver ágreiningur kunni að vera innan ríkisstjórn- arinnar, er vitað að meiri hluti hennar er þvi fylgjandi, að verslunarmenn njóti sömu kjarabóta og aðrar stéttir, ef félagsmálaráðherra má telja þar með. Auk þess eru bráða- birgðalögin í fullu samræmi við yfirlýstan þingvilja, og þvi er það ekki skiljanlegt, að ríkis- stjórnin skuli ekki sinna þeirri siðferðisskyldu, að verða við óskum verslunarmanna og framkvæma þingviljann. Ríkisstjórnin virðist hér hafa misskilið hlutverk sitt, og því er það ekki að furða, þótt nokk- urar vöflur séu á félagsmála- ráðherra í viðtali sínu og skýr- ingum gefnum Alþýðublaðinu. Skýringar ráðherrans eru gersamlega ófullnægjandi, og virðast veigalitlar, þegar um jafn sjálfsagt sanngirnisinál er að ræða og það, er að ofan greinir. Verslunarstéttin mun halda áfram baráttu sinni fyrir bættum.kjörum, og þótt tekist hafi með bellibrögðum að tefja framgang málsins um stund, er um engan lokasigur að ræða, nema ef líkja mætti við Pyrr- husar-sigur. Það er engin sanngirni, sem mælir með því, að allar stéltir þjóðfélagsins, að einni undan- tekinni, fái kjarabætur vegna vaxandi dýtíðar og fyrir afskifti ríkisvaldsins, einkum þegar vit- að er að dýrtíðin skellur jafn- vel með meiri þunga, á þéssari stétt en nokkurri annari í þjóð- félaginu. Hún verður, að minsta kosti hér i höfuðstaðnum, alt að kaupa að, einnig þær vörur, sem hækkað hafa stórlega í verði fyrir beinar aðgerðir rik- isstjórnarinnar. Úr því að ríkisstjórnin gekk inn á þá braut að gefa eftir og stuðla sjálf beint og óbeint að vaxandi dýrtið, einkum að þvi er innlenda framleiðslu snert- ir, sýnist ekkert réttlæta þá af- stöðu, sem hún tekur nú gegn verslunarstéttinni, jafnvel þótt félagsmálaráðherrann beri fyr- ir sig hina furðulegu „venju ríkisstjórnarinnar“ um setn- ingu bráðabirgðalaga. Bretar halda skotæhngar. Eftirfarandi tilkynning hefir hefir blaðinu borist frá bresku herstjórninni. Breska herliðið mun hafa skotæfingar næstu vikur. Þarf enginn að verða óttasleginn, þótt riffil- eða vélbyssuskothríð heyrist. Skotæfingar þessar verða haldnar eins langt frá híbýlum manna og unt er. Skotbrautim- ar verða greinilega merktar rauðum flöggum og hermenn- irnir, sem nota, þær, munu gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að aðvara livern, sem nálgast. Herstjórnin heitir liins- vegar á hvern mann, að þeir veiti stuðning sinn til ]>ess, að koma í veg fyrir að slys verði. AUiancetogarar búast á síldveiðar. Tryggvi gamli og Rán, sem Alliance hefir á leigu, búast nú á síldveiðar og munu leggja afla sinn á land á Djúpavík. Hefir verið ákveðið að starf- rækja verksmiðjuna í sumar og eru þetta fyrstu skipin, sem eiga að veiða fyrir hana, er bú- ast á síld. Aðrir Alliancetogar- ar munu og fara porður og verða þeir útbúnir jafnóðum og þeir koma inn. Einhverjir af Hafnarfjarðar- togurunum munu og veiða fyr- ir Djúpavikurverksmiðjuna, þ. á m. Garðar og Surprice. Fleiri skip munu og veiða fyrir verk- smiðjuna. 70 ára í dag Jón Finnsson kaupmaður. Jón Finnsson kaupmaður á Hólmavík er sjötugur í dag. Er hann mörgum kunnur og öll- um að góðu einu. Hann er hinn mesti dugnaðarmaður og prúð- menni í allri framgöngu. Um margra ára skeið stjórnaði hann Riisverslun á Hólmavík, og ávann sér og verslun sinni hið mesta traust, með ágætri stjórn, reglusemi og greiðvikni. Á seinni árum hefir Jón rek- ið bú í Skeljavík, og hefir hann sjálfur umsjón með því, þótt hann sé búfastur á Hólmavik. Háði þrálátt heilsuleysi honum mjög um skeið, og voru m. a. gerðir á honum holskurðir margir, en nú upp á siðkastið hefir hann verið heill heilsu og gengur að öllum störfum með hinum fyrri áhuga og dugnaði. Jón er maður ákveðinn í skoðunum og stefnufastur mjög. Er hann eipn af forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Strandasýslu og nýtur þar hinn- ar mestu virðingar. Fjölda- mörgum trúnaðarstöðum hefir hann gegnt fyrir sveit sína og sýslu, og leyst öll þau störf af hendi með hinni sömu prýði. Munu Jóni berast margar hlýjar kveðjur á þessu afmæli hans i dag. K. G. Hann er Reykvíkingum kunnari en flestir aðrir, þar sem hann liefir haft á hendi margs- konar umfangsmikil trúnaðar- störf fyrir land og bæjarfélag að staðaldri á fjórða tug ára. Bankaritari við Landsbank- ann varð liann 1909 og liélt þvi starfi til 1915, að hann gerðist ritstjóri „Yísis“. Hafði hann rit- stjórn blaðsins á hendi til 1924, er hann varð eftirlitsmaður banka og sparisjóða (1924— 1934). — Þingmaður Reykja- víkur varð hann haustið 1919 og hefir setið á þingum 1920 —1927 og aftur 1934 og síðan. I bæjarstjórn hefir hann verið siðan 1930. Formaður Sjúkra- samlagá Reykjavíkur varð liann er það var stofnað með nýju skipulagi, 1936 til 1939, en sleppti því starfi, er hann gerð- ist fjármálaráðherra í þjóð- stjórninni. Samfara þessum störfum hefir hann verið starfsmaður, og oft formaður, margra mikil- vægra nefnda, bæði á Alþingi og i bæjarstjórn, sem oflangt yrði upp að telja. Á þingi hefir hann t. d. lengstum verið í fjár- hasgnefndeðafjárveitinganefnd. 1 bæjarráði frá því er það var stofnað og formaður fram- færslunefndar. Yfir höfuð hefir hann starfað svo að bæjarmál- efnum, að kalla má, að ekki hafi þar þótt ráð ráðin nema hans nyli við, siðan liann kom í bæj- arstjórn. í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins mun hann hafa verið að staðaldri um tug ára. Jakob var mikill áhugamað- ur um landsmál þegar á skóla- árum sínurn. Var liann þá sem jafnan síðan þjóðelgurog frjáls- lyndur maður. Hann var ótrauður landvarnarmaður, þegar sá flokkur hófst, og síð- an lengstum þar í flokki, er fremst var gengið um réttar- kröfur þjóðar vorrar. Jakob er vitur maður og rétt- sýnn, málafylgjumaður mikill á mannfundum. Þótt liann láti lengstum hljótt yfir sér, þá er hann fullhugi að eðlisfari og kappsmaður í fylgi góðs mál- staðar. Er hann jafnan hinn ör- uggasti, er í harðbakka slær. Virðist honum jafnan hafa „vaxið ásmegin hálfu“, er við ofurefli hefir verið að etja á orðaþingum. Skarpur skilning- ur og rökfimi eru þau vopn, er jafnan hafa bitið vel i liöndum hans. Ekki verður sagt, að Jakob riði á garðinn þar sem hann var lægstur, er hann bauð sig fyrst fram til þingmennsku, í höfuðstað landsins — móti sjálfum forsætisráðherranum, Jóni Magnússyni, vitrum manni og vinsælum, og bar sigur úr býtum. 1 skóla var Jakob stærðfræð- ingur í bezta lagi. Hefir liann og um langan aldur haft með höndum ýmiskonar fjárhags- mál. Eru þau honum hugleikin og ligga ljóst fyrir. Jakob var þegar í skóla hinn vinsælasti, enda er hann vin- fastur og drengur hinn bezti, sem raun ber vitni og allir munu samkvæði gjalda, þeir er þekkja hann til nokkurrar lilít- ar. Greiðamaður er hann mik- ill og hefir reynst fjölda manna hjálparhella með ráðum og dáð. Vill hann hvers manns vand- ræði leysa. En ofmikið má af öllum heimta, svo sem Egill kvað til Arinbjarnar hersis í Fjörðum: „Kveð’ka skammt meðal skata Iiúsa, né auðskept almanna-spjör.“ Mjög hefir það háð Jakobi Möller, að liann hefir verið mjög heilsubilaður um langt skeið ævinnar. Lá hann oft þungar legur, utanlands og inn- an, svo að honurn var stundum vart hugað líf. Dró vanheilsa þessi mjög úr starfsþreki hans og framkvæmdum um langt skeið. Nú virðist hann hafa hlot- ið heilsu sína á ný. Væntum vér, vinir hans og samferðamenn á lífsleiðinni, að hann megi lengi njóta lireysti og starfsþróttar fósturjörðu vorri til heilla. Jakob Möller er fæddur 12. júlí 1880 að Stórabergi á Skaga- strönd. Vóru foreldrar hans Ole Möller kaupmaður í Hólanesi, síðar að Blönduósi og á Hjalt- eyri (d. 1917), og kona hans Ingibjörg Gísladóttir bónda að Neðri-Mýrum Jónssonar. Er hún enn á lífi. Vóru þau hjón merk og vinsæl. Má rekja ætt í skeyti sínu til Lebrun sagði Cardenas, að hann óskaði eftir að láta í ljós liversu sárt sér hefði fallið, að ítalir skyldi segja frönsku þóðinni strið á hendur, en hún hefði verið for- vígisþjóð í baráttunni fyrir frelsi og jafnrétti. „Eg bið fyrir hamingu og frelsi frönsku þjóð- arinnar og ríkisforseta hennar.‘, sagði Cardenas. Um sama leyti fordæmdu margir helstu inentamenn í Mexico framr komu ítala og vottuðu frönsku þjóðinni samúð sína. Kom þannig skýrt í Ijós liversu traustum menningar- og vin- áttuböndum Frakkar og Mexi- cobúar eru bundnir. Kunnustu mentamenn í Mexico hafa alhr hlotið mentun sína í Frakklandi og hefir það orðið til þess að styrkja mjög samvinnu Frakka og Mexicomanna í menningar- málum. Það vakti og mikla athygli, að rikisforsetaefni helstu flokk- anna fordæmdu framkomu ítala og létu í ljós samúð með bandamönnum. Er litið svo á, að hvernig svo sem úrslit for- setakosninganna verða, (þær hafa þegar farið fram, en fregn- ir um úrslit ekki borist), muni næsti ríkisforseti Mexico verða vinveittur Bandamönnum, og mexicanska þjóðin er' sögð sama sinnis. — Forsetaefni stjórnarandstæðinga, Juan Andreu Almazan, herforingi, hefir raunar margsinnis lýst yf- ir samúð sinni í garð Banda- manna. Þegar ítalir sögðu Ingibjargar til margra mætra manna. — Jakob var kvæntur Þóru dóttur Þórðar verzlunar- stjóra Guðjohnsens í Húsavik, ágætiskonu. Hún lézt 1922. Þau áttu fjóra sonu. Eru þeir allir einkar efnilegir menn. Jakob er nú staddur norður í landi. Getum vér því ekki tekið í hönd honum í dag. En árnað- aróskir um langa og góða fram- tíð senduni vér honum, norður yfir fjöllin, vinir hans, fornir og nýir, — og vér erum margir. Benedikt Sveinsson. Frökkum strið á hendur, sagði Almazan, að Mexicobúar hefði enga samúð með einræðisherr- um, en hann spáði því, að sein- asta orustan til verndar lýðræð- inu yrði háð i Vesturálfu. Enn- fremur spáði liann þvi, að þýska þjóðin myndi steypa Hitler og losa sig úr viðjum nasismans. Manuel Avila Camacho, her- foringi, ríkisforsetaefni stuðn- ingsmanna stjórnarinnar, sagði að ríksstjórnin hefði vald sitt frá þjóðinni og enginn félags- skapur, sem væri andstæður lýðræði, fengi að starfa. Ef nas- istar eða fasistar gera nokkra tilraun til þess að vinna gegn ríkisstjórninni, munu slikar til- raunir verða bældar niður þeg- ar i stað harðri hendi. Ef út- lendingar, sem liér hafa fengið griðland, gleyma skyldum sín- um gagnvart ]>eim ]>jóð, sem veitti þeim skjól, mun það þeim sjálfum i koll koma.“ Fjórir miljarðar dollara til herskipasmíða. Eins og þegar hefir verið getið í skeytum, lagði Harold R. Stark, flotaforingi í Bandaríkj- unum til, að veittir yrði fjórir miljarðar dollara til smíði nýrra herskipa, og hefir þjóðþingið nú samþykt þessa fjárveitingu. Ráðgert er að smíða 200 ný herskip, sem verða samtals 1.250.000 smálestir. Bandaríkja- flotinn nú er samtals 1.748.000 smál. Hestamannafclagið Fákur fer skemtifer'Ö á sunmidaginn- kemur. Óskað er eftir að þátttak- endur í íerÖinni rnæti hja Tungu stundvíslega kl. x e. h. Þess er vænst, að sent flestir mæti. Næturlæknir. Páll Sigurðsson, Hávállag. 15, simi 4959. Næturvörður í Lyfja- húðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Ferðafélag fslands fer skemtiför að Gullfossi og Geysi næstk. sunnudag. Verður lagt af stað kl. 8 árdegis frá Steindórs- stöð og ekið austur að Brúarhlöð- um, en }>aðan að Gullfossi og Geysi, Ferðafélagið hefir leyfi fyrir að bera sápu í Geysi, og verður reynt að ná fallegu gosi. Þá verður hald- ið til Skálholts, hins fornfræga biskupsseturs, og skoðaðar fornar minjar. Farmiðar seldir á Stein- dórsstöð á laugardag eftir kl. 1. Bögglasmjör gott, komið aftur. vmn Laugavegi 1. ÚTBÚ, Fjölnisvegi 2. heiman. í búriö. í nestið. Bara hringja svo kemur það r~* t .**'+'r*Tí i Bf i c§"ji cí um BLQNDRHlfi "Haffi Æ' Italir bökuðu sér miklar óvinsældir í Mexico, með því að segja Frökkum stríð á hendur. Það mæltist hvarvetna illa fyrir, er ítalir sögðu Frökkum stríð á hendur, en óvíða vakti það meiri gremju en í Mexico. Sjálfur ríkisforseti Mexico sendi Lebrun ríkisforseta samúðar- skeyti og mörg félög og merkar stofnanir íBandaríkjunum sendu frönsku stjórninni skeyti, vottuðu henni samúð sína og for- dæmdu framkomu ítala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.