Vísir - 13.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaug sson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri |
Bfaöamenn Sími:
Augtýsingar ¦ 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla j
30. ár.
Reykjavík, laugardaginn 13. júlí 1940.
pr'"..-'sfl»'
159. tbl.
BANDARIKÍN KALLA
MIKIÐLIÐTILVOPNA
Er það fyrirboði þess að
fari í stríðið ?
Líkup til, aö Roosevelí verði í kjöri sem forsetaefni
demokpaía og ákveðnari stríðsafstaða verdi tekin eftip
að fopsetakosningarnar epu um gapd gengnar.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Fregnir frá Washington herma, að Roosevelt forseti hafi tekiS ákvörðun um það
. í samráði við hermálaráðherrann, að kveðja f jögur herfylki landvarnaliðsins
(national guard) til vopna, til þess að læra meðferð nýtísku vélknúinna her-
gagna. Einnig verða kvaddar til heræfingar sjö herdeildir, sem verða sérstaklega æfðar
til loftvarna, svo og hersveitir þær, sem hafa það sérstaka hlutverk með höndum, að
verja strendur landsins og hafnir. Alls verða kvaddir um 900.000 menn til heræfinga
næstu mánuði, og það er jafnvel búist við, að á hausti komanda verði hálf önnur milj.
manna við heræfingar í Bandaríkjunum. Skýrði Roosevelt Bandaríkjaforseti frá þess-
um ákvörðunum á fundi sínum með blaðamönnum í gær, kvað þær hafa verið ákveðn-
ar vegna þess, að fylsta nauðsyn væri, að Bandaríkjamenn væri við öllu búnir.
Sigrra lȾr nasistana?
Vickers-Wellington sprengjuflugvélarnar eru betri heldur en nokkrar þær flugvélar, sem Þjóð-
verjar eiga — segir Bretinn. — Bretar fullyrða, að þær fljúgi reglulega yfir Þýskaland og Austur-
mörk.
Það hefir sem kunnugt ér, verið stöðugt umræðuefni
folaða og manna meðal vestra, hvort Roosevelt myndi
gefa kost á sér sem forsetaefni í þriðja sinn. Sjálfur
hefir hann ekki látið neitt uppskátt um það, fyrr en í
gær, er blaðamenn spurðu hann um það, en þá sagði
hann, að svo gæti farið, að hann gæfi kost á sér. Margt
þykir benda til, að Roosevelt muni fá yfirgnæfandi
fylgi sem forsetaefni, á flokksþingi demokrata, sem
kemur saman á mánudaginn. — Það hefir altaf verið
búist við því, að ef til þess kæmi að Bandaríkin færi í
stríðið, þá mundi það ekki verða fyrr en að forseta-
kosningunum liðnum, og um skoðanir manna í þeim
efnum hefir ekkert breyst. Varúðarráðstafanir þær,
sem um getur hér að ofan, sýna að Bandaríkjamönnum
er fylsta alvara að hraða öllum undirbúningi til þess
að hafa landvarnir síriar i sem bestu lagi. Það er vitað
mál, eins og nú er komið, að hvernig sem forsetakosn-
ingarnar fara, veita Bandaríkin Bretum og bandamönn-
um þeirra allan þann stuðning, sem þeir mega, og þótt
enn hafi alt af verið tekið fram að sá stuðningur tak-
markaðist af því einu, að taka ekki beina þátttöku í
stríðinu, eru margir sérfróðir menn þeirrar skoðunar,
að þetta viðhorf geti breyst þegar eftir forsetakosning-
arnar, og að þannig fari þá, að Bandarikin hefji fulla
þátttöku í styrjöldinni með lýðræðisþjóðunum.
Bretar hafa iisi i
London í morun.
Fregn frá Tokio hermir, að
blaðið Asahi skýri frá því, að
breska stjórnin hafi fallist á
kröfur Japana, og vérði búið að
ganga formlega frá samkomu-
Iagi Breta og Japana þ. 15. þ.m.
Blaðið segir að Bretar fall-
ist á, að banna flutninga á vopn-
um og skotfærum, herflutn-
ingabifreiðum og bensíni á
Yunnah-Burma-leiðinni. Bæðis-
manni Japana í Bangoon er
heimilt að fylgjast með öllu
sem, gert er þessu viðkomandi,
svo að Japanir þurfi ekki að ef-
ast um, að samningarnir verði
haldnir. Arita hefir lýst yfir
því, að hann telji fullnægjandi
yfirlýsingu Sir Roberts Craige
þ. 8. júli, að Iiergágnaflutningar
um Hongkong til hers Chiangs
Kai-sheks hafi þegar verið
bannaðir.
I kosningunum á hausti kom-
anda (5. nóvember í flestum
ríkjunum), er ekki eingöngu
kosinn ríkisforseti, þótt þessar
kosningar séu nefndar forseta-
kosningarnar. Einnig er kosinn
varaforseti Bandaríkjanna/ 34
þingmenn i öldungadeildina og
435 þingmenn í fulltrúadeildina.
Loks eru'kosnir í'íkisstjórar í
35 rikjum. Kjósendurnir eru
um 40 miljónir talsins.
Hvernig fer
á f lokksþingi demokrata?
Ef Roosevelt gefur kost á sér,
er talið víst, að hann fái kjör-
mannaatkvæði eftirtaldra ríkja:
New York (94), Ulinois (58),
Nebraska (14), Alaska (6),
Maine (10), New Hampshire
(8), Georgia (24), Pennsylvania
(72), Utha (8), Arizona (4),
California (44). Samtals 342.
Farley á vís kjördæmaat-
kvæði Massachusetts (32),
McNutt kjörmannaatkvæði
Indiana (28).
Ef Roosevelt gefur kost á sér,
er það i fyrsta skifti i sögu
Bandaríkjanna, sem sami mað-
ur er forsetaefni þremur sinn-
um, og er þar með brotin hefð-
bundin venja, sem menn til
skamms tíma töldu að aldrei
myndi brotin verða.
Grískt skip ferst
af sprengingu út
á rúmsjó.
London i morun.
Fregn frá Seattle á vestur-
strönd Bandaríkjanna hermir,
að gríska skipið Hellenic Skipp-
er hafi farist af völdum spreng-
ingar, í rúmsjó. Gerðist þetta
100 mílur út af mynni Colum-
bia-fljótsins.
Fiskiskipið Cryptic bjargaði
21 manni, er höfðu komist í
einn skipsbátinn.
Hellenic Skipper var áður
eign Bandaríkjanna og hét þá
Curácba.
Einræðisstjórnin í Frakk-
landi f ullskipuð.
Laval, Weygand og Baudoin eiga
sæti f stjórninni.
EINKASKEYTI frá United Press. Lonðon í morgun.
Fregn frá Grenoble hermir, að Petite Dauphinois,
sem er talið vera málgagn st jórnarinnar, hafi birt lista
yfir nöfn hinna nýju ráðherra. Þeir eru 12 talsins og
tók Petain marskálkur ákvörðun um val þeirra í gær.
Petain er sjálfur forsætisráðherra, auk þess sem hann
er ríkisleiðtogi (chief of state), Pierre Laval er vara-
forsætisráðherra, Albert dómsmálaráðherra, Marguet
innanríkisráðherra, Baudoin utanríkismálaráðherra,
Bautillier fjármálaráðherra, Weygand landvarnaráð-
herra, Mireaux fræðslu- og listamálaráðherra, Isbarne
Gagray f jölskyldu- og æskulýðsmálaráðherra, Caziaux
Jandbúnaðarráðherra, Pietri samgöngumálaráðherra,
Henry Lemers nýlendumálaráðherra, Colson herf oringi
hermálaráðherra, Darlan flotaforingi flotamálaráð-
herra, Bujo herforingi flugmálaráðherra., Framleiðslu-
og iðnaðarmálaráðherrar hafa verið skipaðir, en.höfn
þeirra ekki birt enn sem komið er.
Tilskipan var gefin út í Frakklandi í gær þess efnis, að þjóð-
hátíðardagur Frakka (Bastille-dagurinn), 14. júlí, skyldi verða
sorgardagur. Frakkar í Bretlandi halda daginn hátíðlegan.
Ekki hefir neitt fregnast enn sem komið er hvernig Þjóðverj-
ar snúast við þeirri ósk Petain, að hannfái aðsetur í Versala-
höll. Yfirleitt gætir sömu andúðar í Þýskalandi og ítalíu gagn-
vart Frökkum. Eru þeir títt mintir á að þeir séu sigruð þjóð og
í ítölskum hlöðum gætir þess einkum, að vafi sé á, að Frakkar
hafi í raun og veru hneigst að einræði, — þar hafi ekki orðið
sama þróun í einræðisáttina og í ítalíu og Þýskalandi.
Bro§kur togari skot-
ino í kaf af flng,wél
ðO-SO ^jomílor ut wf
Aostf jörðooi.
Skipstjórinn fórsí, en skipshöfnin
komst til Síöðvarfjarðar í gær.
S
Á atburður gerðist í fyrrinótt að enskur togari
var skotinn í kaf af þýskri f Iugvél, og var tog-
arinn staddur 10 sjómílur út af Hvalbak er
þetta skeði.
Vísir átti tal við sýslunxanninn i Suður-Múlasýslu í morgun, en
hann var þá staddur á Stöðvarfirði, og skýrði hann frá atburð-
um á þes?a leið:
Kl. 3 i gær kom trillubátur
hingað til Stöðvarfjarðar með
björgunarbát í eftirdragi, sem i
voru 12 skipsmenn af togaran-
um Volante, 235 Grimsby. Voru
þetta 11 hásetar af skipinu og
stýrimaður.
Bátverjar skýrðu svo frá, að
þeir hefðu verið nýbyrjaðir á
veiðum kl. 4 í fyrrinótt er flug-
vél kom úr vestri og réðist að
skipinu. Varpaði hún á það
tveimur sprengjum. Hæfði önn-
ur ekki skipið en hin lenti mið-
skips, — á brúnni, — og olli
miklum skemdum á skipinu,
þannig að það tók að sökkva.
Við sprenginguna köstuðust
skipsljóri og stýrimaður fyrir
borð.
Hásetar höfðu tekið til varna
og skotið með vélbyssu um 50
skotum að flugvélinni, en þegar
hér var komið neyddust þeir til
að leita i björgunarbátinn, og
tóku þegar að svipast um eftir
skipstjóra og stýrimanni, og
náðu þeir til stýrimanns ef tir að
hann hafði velkst um klukku-
stund í sjónum. Skipstjórann
sáu þeir hinsvegar aldrei, og
telja að hann mUni hafa farist
strax við sprenginguna.
Er þeir höfðu innbyrt stýri-
manninn og leitað árangurs-
laust að skipstjóra langa hríð,
tóku þeir að róa í áttina til lands,
og munu þeir þá hafa verið
staddir 20—30 sjómilur út af
Kambsnesi, sem liggur milli
Stöðvarfjarðar og Breiðdals-
víkur. Sóttu þeir róðurinn frá
því kl. 4% i fyrrinótt til kl. 12%
í gær, en þá hitti þá trillubát-
ur, sem var í róðri, og dró björg-
unarbátinn til Stöðvarfjarðar,
en þangað komU þeir um kl. 3
í gær.
Hásetar voru sjóhraktir mjög,
er þeir náðu landi, en auk þess
var einn þeirra særður nokkuð
á læri og hönd af vélbyssuskot-
um frá flugvélinni.
Sýslumanni var þegar gert að-
vart, og fór hann til Stöðvar-
fjarðar. Lét hann tilkynna rétt-
um aðilum um hinn særða
mann, og var hann fluttur i flug-
vél í annan katipstað og komið
þar á sjúkrahús. Er líðan hans
nú góð og lifi hans engín hætta
búin.
Stöðfirðingar hjúkruðu hin-
um sjóhröktu mönnum eftír
föngum og veittu þeim beina,
og hrestust þeir allir fljótt. Lið-
ur þeim nú öllum vel, og halda
enn kyrru fyrir á Stöðvarfirði.