Vísir - 15.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, mánudaginn 15. júlí 1940.
160. tbl.
Winston Churchill flutti
ræðu í gærkvöldi, sem út-
varpað var um allan heim.
Ræðunni, sem fjallaði nm afstöðn Bretlands til
Frakklands og* varnir Bretlands ogr baráttu, hefir
werið ágætlega tekið í bresknm löndnm ogr
Bandaríkjnnum.
Hvatningarræðu þeirri, sem Winston Churchill f lutti í gærkveldi, og útvarpað var
til Bandaríkjanna og um gervalt Bretaveldi, hefir verið ágætlega tekið. Kom
það greinilega fram í ræðunni, að Churchill var öruggur í trúnni á sfeurinn,
og hefir ræðan orðið mönnum til mikillar hvatningar og uppörvunar. Mikla athygli
vekja ummæli Pittman's, formanns utanríkismálanefndar þjóðþings Bandaríkjanna,
en hann sagði, að ræðan glæddi mjög þær vonir, að Bretar heldi baráttunni áfram og
gæfist aldrei upp.
Þar sem ræðan var flutt 14. júlí gerði Churchill að umtalsefni,
eins og eðlilegt er, sambúð Bretlands og Frakklands, og mintist
hann á þá atburði, sem gerðust eftir að Prakkar gáfust upp. Það
voru aðallega þær ráðstafanir bresku stjórnarinnar, að hindra
að franski flotinn félli í hendur óvinanna, sem Churchill ræddi
um. Hann kvað Breta ekki hafa átt annars kost en koma þannig
íram sem reyndin varð og, en það hefði valdið Bretum miklum
sársauka. Churchill kvað nú að eins orustuskipið Jean Bart, sem
¦ekki er fuilsmíðað, og nokkur herskip önnur í höfnum Frakka,
I þeirra höndum og yrði engin tilraun gerð til árása á þau, nema
réynt yrði að koma þeim til hafna óvinanna. •
Churchill minti þar næst á,
þegar hann var í París fyrir
einu ári og franskar hersveitir
•og nýlendubersveitir gengu
fylktu liði um göturnar. Hver
mundi þá hafa getað sagt fyrir
það, sem gerst hefir? Og hver
gæti gert það nú? En mönnum
væri það gefið, að geta treyst og
vonað, og það væri trú sín og
von, að margir þeirra, sem nú
lifa, ætti eftir að sjá það, að
franska þjóðin öll gæti fagnað
yfir frelsi sínu og sjálfstæði 14.
júli, eins og hún hefir gert á
liðnum áratugum. Og þá mundi
öll franska þjóðin hugsa vin-
samlega til þeirra franskra
karla og kvenna, sem héldu
baráttunni áfram og ekki vildu
gefast upp. Hann kvað Breta
vilja styðja Frakka í baráttu
þeirra, efla viðskifti og sam-
vinnu við þá hluta Frakkaveld-
is, sem nú hafa ekki samband
við Frakkland og yfirleitt vildu
Bretar koma þannig fram, að
Frakkar og allar þjóðir, sem
hefði orðið fyrir innrás og glat-
að frelsi sinu, gleddist af hjarta
yfir hverjum breskum sigri, er
væri skref í áttina til þess fulln-
aðarsigurs, er myndi leysa Ev-
rópuþjóðirnar úr hinum sví-
virðilegasta þrældómi, sem, þær
nokkuru sinni hefði átt við að
búa. Vald Gestapo í álfunni yrði
upprætt og áhrifin af haturs-
boðskap Hitlers.
Churchill ræddji' innrásar-
hættuna, sem altaf vofði yfir
og gæti borið að garði í kvöld
eða hvenær sem væri, en „kann-
ske aldrei". Hann ræddi ýmis-
legt er þessi mál varðar af fullri
hreinskilni, hvernig Þjóðverjar
hafa undirbúið alt í innrásar-
löndunum undir komu innrás-
arhersins, með undirröðri,
njósnum o. s. frv., en slikar að-
f erðir myndi þeim ekki að haldi
koma í Bretlandi. Churchill
kvað það alveg vafalaust, að
Þjóðverjar hefði undirbúið
vandlega áætlun um hverriig
;þeir gæti sigráð Brtítland. MS
því búnu ræddi hann skilyrðin
til að verja landið, kvað Breta
nú hafa 1% miljón æfðra
manna undir vopnum, og her-
inn aukast dag frá degi, og þar
að auki væri heimavarnarsveit-
irnar, en í þeim væri um miljón
menii. Einnig ræddi hann af-
rek flugflotans, sem hefði að
undanförnu skotið niður fimm
þýskar flugvélar fyrir hverja 1
sem Bretar mistu, og herskipa-
flotann, sem flytti herlið til
Bretlands frá f jarlægum heims-
álfum, án þess óvinirnir gæti
gert neitt því til hindrunar, og
héldi siglingaleiðum opnum m.
a. til Bandarikjanna, en þaðan
væri Bretlandi stöðugt að ber-
ast aukin hjálp. Bretar munu
verjast af harðfengi og ekki
sýna innrásarher miskunn —
og heldur ekki biðjast vægðar.
Churchill kvað þetta styrjöld-
ina, sem allir tæki þátt i, ekki
aðeins landher, sjóher og flug-
her, heldur allir, hún væri
styrjöld þjóða og málefna-
styrjöld hins óþekta striðs-
manns. Allir yrðu að gera
skyldu sína, leggja fram alla
krafta sina, þola alt, hætta á alt,
til þess að sigra.
ELDGOS 1 JAPAN.
50 ÞORP í EYBI.
London í morgun.
Einkask. frá United Press.
Fregn frá Tokio hermir, að
eldgos á Miyake-eyju hafi
grandað 50 þorpum. Talið
er, að mikill fjöldi manna
hafi farist, en engar áreiðan-
legar upplýsingar eru enn
fyrir hendi um manntjón.
ir séu til Hanoi, sóu þar i boði
Frakka, til þess að ræða sam-
búð Frakka og Japana.
Þá er þvi haldið fram, að Jap-
anir fylgi sinni eigin stefnu í
Austur-Asiumálum gagnvart
Japan og Kína, og sé stefna
Frakka i höfuðatriðum hin
sama og Breta og Bandaríkja-
manna.
Frakkar leggja að lokum á-
herslu á, að viðræðurnar við
Japani séu ekki stjórnmálaleg-
ar, heldur sé aðeins rætt um
viðskiftaleg mál.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Það var opinberlega tilkynt
í Vichy í gær, aðsetursstað
frönsku stjórnarinnar, að
franska stjórnin hefði byrjað
beinar samkomulagsumleitanir
við ríkisstjórnina í Japan, varð-
andi flutninga til Chiangs Kai-
sheks yfir Franska Indo-Kina.
Frakkar segja, að hínír jap-
önsksa yfirforingjar, sem komn-
Hernaðartilkynning
Þjóðverja.
Tilkynning þýsku herstjórn-
arinnar var i gær svohljóðandi:
Þýskar flugvélar, sem voru
í könnunarflugi yfir Ermar-
sundi, réðust á nokkra skipa-
flota, sem nutu herskipafylgd-
ar, og stórskemdu 4 verslunar-
skip, sem urðu fyrir sprengj-
um. Kom til harðvítugra loft-
bardaga, og áttu flugmenn vor-
ir við mikið ofurefli að etja,
en þrátt fyrir það mistum við
aðeins eina flugvél, en 10 flug-
vélar breskar voru skotnar
niður.
Breskar flugsveitir rej7ndu
að fljúga inn yfir Norður-
Þýskaland, en tvær flugvélar
voru þar skotnar niður í loft-
orustu. Aðfaranótt sunnudags-
ins köstuðu fjandmannaflug-
Vélar sprengjum niður yfir
Norður- og Vestur-Þýskalandi,
en ollu lítilf jörlegu tjóni, og alls
engu á stöðum, sem hernaðar-
þýðingu höfðu. Loftvarnabyss-
ur voru teknar í notkun og
tókst varnarsveitunum að
skjóta niður 3 óvinaflugvélar.
Samfals töpuðu fjandmenn-
irnir í gær 15 flugvélum, en 3
þýskar flugvélar fórust.
llún nætti sér ©f langt.
I stað þess að ráðast á lítil hjálparlaus skip í Norðursjónum, flaug þessi þýska sprengjuflugvél yfir
strendur Bretlands, og árangurinn af þeirri f erð varð sá, að hún var skotin til jarðar af ensku B. A. F.
orustuflugvélunum á norð-austurströndinni.
SlöOnsraa- árásir
þýska loftflotans
á skipaf lota við
Bretlandsstrend-
or. —
London í morgun.
Undangengin dægur hefir
dregið að mun úr árásum
þýskra flugvéla á breskar borg-
ir og hei-naðarstöðvar, en í þess
stað hafa Þjóðverjar lagt meira
kapp á að gera árásir á skipa-
flota við strendur landsins, og
ætla ýmsir hermálasérfræðing-
ar, sem útvarp og blöð vitna
í, að árásirnar á skipin séu
upphafið á sókn þeirri hinni
miklu i lofti, sem búist er við
að Þjóðverjar geri á Bretland
þá og þegar. En hvað sem því
líður, hvort þessi spá rætist nú
eða ekki — samskonar spár
hafa komið fram áður — er
mikill viðbúnaður i Bretlandi
til þess að mæta þessari árás,
hvenær sem hún kemur, en
Churchill sagði í ræðu sinni í
gær, að hún kynni að verða
gerð í kvöld, í næstu viku eða
mánuði — eða kannske aldrei.
Það hefir aukið mjög traust
manna á, að unt verði að verja
landið, að flughernum hefir
orðið ágætlega ágengt i vörn-
inni frá 18. f. m., er hinar dag-
legu loftárásir byrjuðu, en flug-
mannatjón Þjóðverja i árásun-
um er talið miklum mun meira
en manntjón af völdum árás-
anna í breskum borgum.
1 gær voru skotnar niður sjö
þýskar flugvélar, sem gerðu á-
rás á skipaflota í Doversundi.
Fimm voru sprengjuflugvélar,
en 2 árásarflugvélar.
Þrátt fyrir það, að flugher-
inn breski'hafi miklu að sinna
við vörn landsins, hafa flug-
sveitir Breta farið í f jölda leið-
angra inn yfir Belgiu, Holland
og Þýskaland og árásir verið
gerðar á ýmsa hernaðarstaði,
m. a. hafnarmannvirki, verk-
smiðjur og flugstöðvar.
Stjórnarmyfidun
Petains lokið.
London i morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Frá Grenoble er símað, að
Petain hafi nú birt nöfn allra
ráðherra sinna. Bene Belin er
ráðherra iðnaðar- og fram-
Ieiðslumála og verkamálaráð-
herra.
Breskum tund-
urspilli isökt.
London i morgun.
Breska flotamálaráðuneytið
tilkynti í gær, að breska tund-
urspillinum Escort hefði verið
sökt á vesturhluta Miðjarðar-
hafs. Líklegt er talið, að ítalsk-
ur kafbátur hafi hæft tundur-
spillinn með tundurskeyti. Á-
höfninni var bjargað, nema
tveimur mönnum.
Bretar hafa nú mist samtals
22 tundurspilla í styrjöldinni,
en í ófriðarbyrjun áttu þeir 185
tundurspilla, en marga i smið-
um. Liggja ekki fyrir hendi
neinar upplýsingar um, hversu
margir hafa bæst við flotann
undangengna mánuði, en talið
er, að Bretar hafi nú ráð yfir
fleiri tundurspillum en þegar
styrjöldin hófst, því að auk
þess, sem nýir hafa bæst við,
hafa Bretar fengið yfirráð yfir
norskum, pólskum, hollensk-
um og frönskum tundurspill-
um.
14. júlí var
sorgardagur
í Frakklandi.
London í morgun.
14. júli, Bastillu-dagurinn,
var sorgardagur í Frakklandi. í
Vichy, aðsetursstað frönsku
stjórnarinnar, lagði Petain
í sveig á minnisvarða yfir fallna
hermenn.
Petain og hinir ráðherrarnir
hlýddu einnig messu. I London
lagði De Gaulle herforíngi sveig
á gröf óþekta hermannsins og
styttu Fochs marskálks. Mann-
fjöldinn kallaði margsinnis:
Lifi Frakkland! Lifi herforing-
inn!
Fi-anskar hersveitir gengu
fylktu liði um götur Lundúna-
borgar og mátti í þeim fylking-
um sjá margskonar einkennis-
búninga, þvi að þarna voru her-
menn og sjóliðar, háir og lágir,
úr ótal herdeildum.
Batista endurkosinn
ríkisforseti á Kúba.
Næturlæknir
Ólafur Þ. Þorsteinsson, Eiríks-
götu 19, sími 2255. NæturvörÖur
er í Laugavegs apóteki og Ingólfs
apóteki þessa viku.
Breskur kaíbát-
ur talinn af.
London í morgun.
Breski kafbáturinn Shark er
talinn af. Það er 10. kafbátur-
inn, sem Bretar missa. Þeir áttu
57 kafbáta í stríðsbyrjun, en
munu nú ráða yfir enn fleiri,
því að nýir hafa bæst við og
auk þess hollenskir, norskir og
franskir og pólskir kafbátar,
sem nú hafa sameinast breska
flotanum.
6 drepnír í óeirðum.
London i morgun.
Fregn frá Havana hermir,
að andstæðingar Batista hafi
viðurkent, að Batista hafi bor-
ið sigur úr býtum i forsetakosn-
ingunum. Urslit urðu þau í 181
kjördmi, að Batista hlaut 30657
atkvæði, en Grau San Martin
18127 atkvæði. — Miklar óeirð-
ir urðu i kosningunum. 40
menn særðust, en sex biðu
bana.
Ferð Yíkings.
KnattspyrnufélagiÖ Víkingur er
komiS fyrir nokkru til ísafjarÖar
og kepti fyrsta leik sínn þar á laug-
ardagskvöldið við knattspyrnufé-
lagið Hörð. Leiknum lauk með
jafntefli (0:0). Næsti leikur fer
fram í dag eoa á morgun.