Vísir - 15.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 15.07.1940, Blaðsíða 2
VlSIR Heildarafli iíldar í viknlokin. Heildartölur á þeirri síld, sem verksmiðjurnar hafa tekið inn eru, sem hér greinir: Húsavík............................... 71043 hektl. Raufarhöfn ............................ 54832 — Ríkisverksm. Siglufirði .............. 153973 —- Djúpavík ............................... 6092 — Rauðka, Siglufirði .................... 16753 — Grána, Siglufirði ..................... 74073 — Hjalteyri ............................. 54056 —- Dagverðareyri ......................... 25309 — Seyðisf jörður ....................... 14791 — Neskaupstaður ......................... 16215 — Samtals 487.137 hektl. en 408367 hektólítrar á sama tíma í fyrra. Síldin: Ágæt veiði fyrir Aust- fjörðum, en lítil fyrir Norður- landi. Norðfirði í morgun. Samtals eru komin í síldar- verksmiðjuna 11.000 mál síld- ar. Koma skipin inn daglega drekkhlaðin. Stunda þau veið- ina á Vopnafirði og virðist þar næg sild enn þá. Veður er hið ákjósanlegasta. Allar þrær eru fullar og unnið dag og nótt. Eftirtöld skip hafa landað i síðustu viku: Boðasteinur 2833 mál, Auðbjörg, Hafaldan og Björgvin 1067, Kapella 1889, Fylkir og Gyllir 280 og Hilmir 518. Þorskafli er heldur tregur. Heyskapur gengur ágætlega. Eru menn alment búnir að hirða af túnum. Þurkur og sól á hverjum degi. Veiðiveður liefir verið lélegt við Norðurland yfir helgina, og lítil eða engin sild veiðst þar að undanförnu. I dag er heldur að rofa til, og er t. d. sólskin víða inni i fjörðum, þótt enn sé hakki úti fyrir. Þetta voru þær upplýsingar, sem Visir gat með herkjum tog- að út hjá síldarverksmiðjum ríkisins, sem neita að öðru leyti að láta í té upplýsingar um síld- veiðarnar, og virðast hafa til- hneigingu til að koma þeim undir einhverskonar „hernaðar- Ieyndarmál“. Hver veit nema að því dragi, að blöðin megi ekki skýra frá síldveiðunum frekar en öðru innan skamms, þótt að- siandendur sjómannanna, sem eru margir, vilji frekar lieyra frá þeim en flestu öðru. Einliver takmörk liljóta þó að vera fyrir" því, hvað ganga má langt i vit- leysunni um þagnarskyldu blað- anna. Fréttaritari Vísis á Djúpuvik á Ströndum skrifar blaðinu hinn 11. þ. m. svohljóðandi: „Verksmiðjan hér á Djúpa- vík er nú tilbúin að taka á móti síld, en engu hefir verið landað hér ennþá; síldin ennþá aðal- lega fyrir austan. Þó hefir sést töluverð síld vaða út af Reykj- arfirði. Verið er áð ljúka við að setja upp ný löndunartæki (,,krana“) og hefir verksmiðj- an þá 2 fullkomin löndunar- tæki. Þessi nýju tæki voru smíðuð hjá s.f. Stálsmiðjan og vélsmiðjunni Héðinn, Reykja- vík, og eru svipuð tækjum þeim, sem smiðuð eru og smíð- uð voru í Noregi. Fyrsta skipið, sem leggur afla sinn á land hér, m.s. „Von- in“ frá Færeyjum, er væntan- legt hingað í dag. Skipið er al- veg nýtt, bygt í Thorshavn í Færeyjum, og er leigt til síld- veiða hér i sumar. Önnur skip eru væntanleg upp úr helginni. ' Kalt hefir verið hér undanfar- ið og grasspretta Iítil.“ Einkaskeyti til Vísis. Djúpavík í morgun. Ilingað konr fyrsta síld á föstudag. Skipin, sem kornu, voru Sæhrimnir með 831 mál, ! Sæfinnur 1027, Rúna 836, Hug- inn II. 559, Stella 544, Huginn ' j III. 581, Ilelga 784, Málmey 502, Sæfari 609, Fylkir ágiskað 550, Ásbjörn 550 og Sæborg 600 mál. j Væntanlega eru Iiingað í nótt I og á morgun: Fróði með 800 , mál, Dóra 1000, Hrafnkell goði 700 og Gunnvör með 1250 mál. Sumt er veitt út af Skaga. — Bjartviðri er og lilýtt í veðri. I dag byrjar verksmiðjan lnæðslu. Björnsson. niBeflniflQir kvartir yfir léleori ntjolk 03 rensu mðli á rlóma. Fyrir nokkru kom kona ein til lögreglunnar, og hafði meff- ferðis rjómaflösku, sem hún kvaðst hafa keypt, en innihald- ið myndi vera of litið. Kæra hennar var tekin til athugunar, og við rannsókn, sem lögreglan lét framkvæma, reyndist inni- j hald slíkra rjómaflaska of lít- ið yfirleitt. Meðferð rjómans er þannig háttað, að mjólkurvinslustöðin fær hann ekki i hendur, heldur annast Mjólkursamsalan sjálf útmælingu rjómans og notar til þess löggilt mál í stað véla, sem eðlilegra væri að nota. Er lögreglan hafði rannsak- að málið fyrir sitt leyti, var ' það afhent sakadómara, er hélt próf í málinu. Forstjóri Sam- sölunnar, Halldór Eiríksson, mun engaf1 skýringar liafa get- að gefið á því, hvernig á þessu stæði, en stúlka ein, sem yfir- heyrð var, hélt því fram, að rjóminn gæti lekið með töpp- um, og allar flöskur, sem óút- j sendar væru, stæðust mál. Þegar hér var komið, var málið sent til Stjórnarráðsins, er ákveður, livort mál skuli höfðað, en það hefir enn enga ákvörðun tekið. Vísir sneri sér til Mjólkur- samsölunnar, til þess að fá umsögn hennar um þetta mál, og var hún svohljóðandi: Oss er kunnugt um, að kæra Mussolini gerði ráð fyrir, að styrj- öldin myndi aðeins standa skamma hríð. Hvers vegna ítalir þola ekki langa styrjöld: Amerískur blaðamaður, H. B. Elliston, birti fyrir nokkuru grein, þar sem hann heldur því fram, að við athugun á fram- leiðsluskilyrðum á Ítalíu og f járhags- og viðskiftaaðstöðu þeirra, muni menn komast að raun um, að ítalir þoli ekki langt stríð. Þetta hafði Mussolini verið manna best kunnugt, en hann hafi verið sannfærður um, að styrjöldinni myndi verða lokið skömmu eftir uppgjöf Frakka, en hún var fyrirsjáanleg, er hann sagði Frakklandi og Bretlandi stríð á hendur. Hér skal nú ekki að því vikið frekara, hvort styrjöldin muni standa skamma hríð eða langa, en það rætt nokkuru nánara, hvers vegna Italir þola ekki langt stríð, og verður stuðst við grein H. B. Ellistons. VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hver ber ábyrgð- ina á niður- skurðinum? pRAMSÓKNARMENN eru fyrir all nokkru teknir að undirbúa næstu kosningar, og fréttir berast nú daglega hing- að til bæjarins frá yfirreið le- gáta þeirra um héruð, og frá vopnaburði þeirra sömu per- sóna og aðferðum, er þær vita að aðrir eru lítt til vamar eða fyrirsvars. — Hafa þeir mjög á oddi, að fjármálaráðherra hafi hlútast til um allveruleg- an niðurskurð á fjárveitingum til nokkurra verklegra fram- kvæmda á síðasta þingi, og af þvi megi kjósendurnir marka hvers vænta megi af sjálfstæð- ismönnum, komist þeir til valda í Iandinu. Á því leiki eng- inn efi, að þeir muni skera nið- ur allar fjárveitingar til land- búnaðarins yfirleitt, auk annars fjandskapar, sem þeir muni sýna bændum. Ekki nægir að legátarnir flytji málið þannig, heldur er og dreift út umburð- arbréfum um sveitir landsins mjög í sama dúr, og til þess virðist elckert sparað að fjár- málaráðherrann skuli nú setja ofan í almenningsálitinu i dreif- býlinu, ekki sist af því að „fjár- málageni“ framsóknar varð að víkja fyrir honum úr stöðunni, og fór þaðan að almannadómi við lítinn orðstir. Um fjármálastjórn fram- sóknargoðsins skal ekki rætt verulega að þessu sinni. Nægir i þvi efni að skírskota til um- mæla formanns Framsóknar- flokksins, er birtust í Tíman- um um það leyti er þjóðstjórn- in settist á laggirnar og hnigu mjög í þá átt að alt væri i kaldakoli og óumflýjanlegt að snúa frá eyðslu til sparnaðar, draga úr kröfunum og ástæðu- lausri styrktarstarfsemi til alls þess hóps, sem freklegast Ieit- aði á rikissjóðinn, og alt þar fram eftir götunum. Hinn frá- farandi fjármá 1 aráðlierra lýsti hinsvegar yfir því, bæði í út- varpi og blöðum, að fjárhagur ríkisins væri í kaldakoli, skatt- ar væru hér miklu liærri en al- staðar þar sem hann þekti til, og þvi yrði þjóðin að samein- ast í sparnaði og hófsömu líf- erni. Þegar núverandi fjármála- ráðherra tók við fjármála- stjórninni stóð það hvorki í hans valdi né annara að auka tekjur ríkissjóðsins verulega frá því sem verið hafði, en hins- vegar blasti sú staðreynd við augum að tekjur ríkisins myndu frekar minka en hitt vegna viðskiftamála vorra, og ástands þess, sem ríkjandi var og er í heiminum, og við verð- um að súpa seyðið af eins og aðrar þjóðir. Hver einasti þingmaður, sem nokkra vitglóru og ábyrgðar- tilfinningu hafði skildi þetta á- stand, og því var heimildin til niðurskurðar á framlögum til ýmsra framkvæmda samþykt á síðasta þingi, ekki aðeins ein- róma, af þeim flokkum, sem þjóðstjórnina studdu, heldur og beinlínis fyrir tillilutan fram- sóknarmanna. Þingið sá það fyrir, að svo kynni að fara, að tekjurírð yrði svo mikil, að ekki yrði komist lijá niðurskurði, og aldrei þessu vant sýndi Fram- sókn vilja og manndóm í þá átt að veita hina óhjákvæmi- legu heimild til niðurskurðar. Nú ráðast þessir sömu menn með offorsi og blygðunarlausu baknagi, á þann manninn, sem stöðu sinnar vegna framkvæm- ir niðurskurðinn. Þó m,ega þeir vel vita, eins og raunar allir aðrír, að reynslan hefir þegar sannað að hugboð þingsins um minkandi tekjur ríkissjóðsins hefir reynst rétt, og því er ekki aðeins nauðsyn, heldur og skylda, að draga úr útgjöldun- um, ef allur hagur þjóðarbús- ins á ekki að lenda í ráðleysi og reiðileysi. En hver er það eða liverjir, sem bera í raun og sannleika ábyrgðina á niðurskurðinum ? Því er fljótsvarað: Það eru ekki þeir menn, sem niðurskurðinn framkvæma, heldur hinir, sem bera ábyrgð á tekjurímun rík- issjóðsins. I>að eru þeir menn, eða öllu frekar sá maður, sem hefir með höndum æðstu stjórn viðskiftamálanna í Iandinu, eða m. ö. o. Eysteinn Jónsson við- skiftamálaráðherra, og þeir menn aðrir, sem honum kunna að stjóma innan Framsóknar. Tekjurírnun ríkissjóðs staf- ar beinlínis af því, að bannað- ur er innflutningur á ýmsum helstu tollvörutegundunum, þrátt fyrir það, að nauðsyn rík- issjóðsins til aukinna tekna sé fyrir hendi, og nægur gjaldeyr- ir til að leyfa innflutninginn, og auka þar með tekjurnar, þann- ig að ekki verði óhjákvæmilegt að draga úr f járframlögum til verklegra framkvæmda — til landbúnaðarins — til bænd- anna. Af hverju er vín og tóbak flutt inn í landið? Þetta eru ekki nauðsynjavörur, að fáu leyti gagnlegar en mörgu skað- legar. Þessar vörur eru fluttar inn eingöngu af því að þær veita x-íkissjóði tekjur, sem hann getur ekki verið án. Á sama tíma banna þeir „við- skiftafræðingai-“, sem með völdin fara, t. d. innflutning á ávöxtum, sem er nauðsynja- vara í einhverjum hæsta toll- vöruflokki, þótt forfeður vorir notuðu þá ef til vill ekki á mesta niðui'lægingartímabilinu, fi-ekar en „cIoset“-pappír, eins og einn spekingurinn komst að orði. Hver skilur það ennfrem- ur, að svo skuli t. d. dregið ur innflutningi á nauðsynjavöru, eins og sykri, að heimilin fá ekki að notfæra sér x-abarbara, ber eða annað slíkt lil niður- suðu vegna sykurskorts. Með því að leyfa þennan innflutning fengi ríkið þó nokkrar tekjur, og ahnenningur spai’aði sér ríf- leg útgjöld íueð því að fá tæki- færi til að notfæra sér gróður okkar fátæka og gæðaríra lands hvað gi’ænmeti snertii’. Með því að banna og draga úr innflutningi sviftir viðskifta- málaráðherrann ríkissjóðinn tekjum, og landsmenn, til sjáv- ar og sveita, framlagi til verk- legra framkvæmda og lífsfram- færi. Þetta er mergui’inn máls- ins, og hinar holu höggoi’ms- tennur legátanna munu því ekki verða fjármálaráðherranum að meini. Farsóttir og manndauði í Rvik vikuna 23.—29. júní. (I svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 42 (37). Kveísótt 137 (82). Barnaveiki o (1). Blóðsótt 10 (3). Gigtsótt 1 (o). Iðrakvef 67 (24). Kveflungnabólga 4 (3). Taksótt 5 (3). Skarlatssótt 4 (o). Munnang- ur 2 (3). Hlaupabóla 1 (o). Ristill 2 (4). Mannslát 3 (6. — Land- læknisskr i f stof an. Sannleikurinn er sá, segir H. B. Elliston, að ítalir skorti alt, sem til þess þarf að heyja langa styrjöld, nema hrausta menn, en þessir hraustu menn Ítalíu, sem hafa verið vel þjálfaðir í hernaði, eru ekkert hrifnir af því að fara í stríð með Þjóð- verjum, sem eru Iangt í frá vel liðnir — ekki einu sinni á ítalíu signor Mussolini. — ítalskur maður sagði við mig, segir EIli- ston: „Fyrir 5 árum var okkur sagt, að okkur stafaði hætta af Þjóðverjum við Brennerskarð, og þess vegna vorum við send- ir þangað. Nú er mér sagt, að Þjóðverjar séu vinir okkar, en eg og fleiri trúum fyrstu að- vöruninni.“ ítalir hafa vissulega lítinn gullforða. En hvaða land er ekki snautt að gulli nú, nema Bandaríkin. Gull verður ekki notað til matar eða klæða eða í varnarvirki handa hermönn- um. Notin af því eru þau, að með gull í höndunum geta menn fengið mat og klæði og efni í virki, hergögn hverskon- ar og annað, sem sú þjóð þarfn- ast, sem er í striði. En jafnvel þótt Italir hefði nóg gull væri erfitt fyrir þá að nota það til kaupa á því, sem þeir þarfnast, þvi að beggja megin Miðjarð- arhafs eru Bretar á verði og hafa strangt eftirlit með öllum siglingum. En það er til landa út um heiminn, sem Mussolini myndi senda gull, ef hann ætti það og gæli komið því þangað, því að annarsstaðar getur hann ekki fengið nema lítið af því, sem hann þarfnast til ]>ess að hej^ja styrjöld. En hefir Mussolini þá notað tímann til þess að koma sér upp birgðum af því, sem hann þarf til hernaðar ? Vafalaust eft- ir getu, en hann hefir ekki næg- ar birgðir til þess að heyja styrjöld nema skamman tíma. Það er erfitt að afla sér réttra upplýsinga um birgðir, inn- og' útflutning o. s. frv. nú á dög- um, því að margar skýrslur, sem birtar eru, eru villandi eða ramskakkar. Réttu skýrslurnar eru leyndarmál hins opinbera, en skýrslurnar, sem birtar eru, ekkert annað en undirróður í auglýsingaformi. Til þess að komast nálægt hinu rétta verða menn að styðjast við það, sem vitað er að ekki verður um hefir horist lögreglustjóra, eigi alls fyrir löngu, yfir því, að minna liafi verið í rjómapela en átti að vera. Þetta kom oss nxjög á óvart, með því að margsinnis hefir verið lagt svo fyrir starfsfólk vort, að gæta þess vandlega, að vörur vorar standi vigt og máL Við eftirgrenslan vora á þvi, hver ástæða gæti verið fyrir nefndri kæru, hefir starfsfólk það, sem rjómamælinguna ann ast, haldið því fast fram, að um rangt mál við afgreiðslu í’jómans hafi eigi verið að ræða, lieldur muni liér hafa dropið af flöskunni með lok- inu, eftir að liún fór xit frá af- greiðslunni, —• en slikt getur komið fyrir, ef flöskurnar, ein- hverra ástæðna vegna, hafi verið lagðar á hliðina, þó geng- ið sé frá flöskulokununx eins vel og föng eru á. Samkvæmt upplýsingum, er Vísir fékk í morgun lxjá starfs- manni Mjólkursamsölunnar, eru nú mikil vandkvæði á með- ferð mjólkurinnar í hinni gömlu mjólkurvinslustöð. —- Þrengsli eru þar til mikils baga, áliöld ófullnægjandi og varahlutir lítt fáanlegir, ef út af ber. Eins og menn muna var í ráði að ný mjólkurvinslu- stöð yrði bvgð, en af því gat ekki orðið fyrir stríð, en síðan hafa allar aðgerðir verið ger- saxnlega óframkvæmanlegar, en þrátt fyrir það er málinu haldið vakandi og unnið að Iausn þess. Verður sætt fyrsta færis, sem býðst, til þess að ráða bót á þeim miklu misfell- um, sem nú eru á mjólkur- vinslustöð þeirri, sem notuð er, enda mun ekki af veita, með því að hávær klögumál heyrast alstaðar vegna lélegrar mjólk- ur, sem á markaðinum hefir verið. Vonandi rætist bráðlega úr þessum málum, þannig, að neytendur megi vel við una, en eins og ástandið er nú, er þess ekki að vænta, að við því sé þagað, og eklci verða vandræða- börnunum allar syndir fyrir- gefnar, þótt eitthvað kuniii þau að hafa sér til afbötunar. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Síldarskýrsla Fiskifé- lagsins. 20.00 Fréttir. 20.30 Sumar- þættir (Helgi Hjörvar). 20.50 Hljómplötur : a) fslenskir songvrar- ar. b) 21.10 Mansöngur eftir Beet- hoven (D-dúr, Op. 8). 21.45 Frétt- ir. — deilt, og eigin kynni og reynslu. * ítalir virðast vera vel á vegi með að afla sér nauðsynlegasta kornmetis, og má þakka það baráttu Mussolini fyrir aukinni hveitirækt á Ítalíu. Þegar eg var seinast þar í landi fyrir nokk- urum mánuðum, segir Elliston, var ekki annað sjáanlegt en að gnægð væri af matvælum. Það voi-u að vísu kjötlausir dagar, en það liáir ítölum eklci. Á öðr- um matvælum var enginn hörg- ull og i öllum búðunx voru mai’gskonar matvæli á Ijoðstól- um og á matsölustöðum var um marga rétti að velja. Ef ít- alir gripi til þess neyðarúrræð- is, að slátra stórgripum sínum, gæti þeir komist af í nokkra mánuði, þótt tæki fyrir allan innflutning á kjöti og fíeski frá Suður-Ameriku, og er nú svo komið eftir þátttöku ítala í styrjöldinni. En meðan Balkan- löndin eru lilutlaus, geta ítalir fengið talsvert af kjöti og fleski þaðan, þótt Þjóðverjar að sjálf- sögðu líti einnig á Balkanlönd- in sem matvælabúr. Ef miðað er við það, sem í ljós kom, með- an Abessiniustyrjöldin stóð yf- ir, verða ítalir að flytja inn frá öðrum löndum: 99% af allri baðmull, sem unnið er úr i landinu, af ull 80%, kolum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.