Vísir - 16.07.1940, Page 1

Vísir - 16.07.1940, Page 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Féiagsprentsmiðjan (3. itæð). 30. ár. Riístjóri Btaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S línur Afgreiðsla Reykjavík, þriðjudaginn 16. júlí 1940. 161. tbl. Flokksþing demokrata var sett í Chicago í gær. Líktti* til, að Roosevelt fopseti veæði valinn fópsetaefni í þpiðja sinxu EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. rlokksþing demokrata var sett í Chicago í gær og er það höfuðverkefni þess að ganga frá stefnuskrá fyrir flokkinn í kosningum þeim, sem fram fara 5. nóv- ember næstkomandi, og velja ríkisforsetaefni fyrir flokksins hönd. Um 1100 fulltrúar flokksins sækja flokksþingið. Roosevelt forseti hefir haldið kyrru fyrir í Hvíta húsiriu, en hefir beint talsímasamband við þingið. Roosevelt hefir enn ekki gef- ið til kynna, hvort hann felst á að verða í kjöri í þriðja sinn, en það er talið, að flokks- þingið samþykki útnefningu hans með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, og muni Roosevelt þá fallast á útnefninguna fyrir sitt leyti. ROOSEVELT OG TVEIR AF FLOTAFORINGJUM HANS. * Burms öldungadeildarþingmaður setti ráðstefnuna, en aðrir ræðumenn í gær voru Kelly, borgarstjóri í Chicago, sem mælti með Roosevelt sem forsetaefni, WiIIiam Bankhead, forseti full- trúadeildarinnar, og Farlay póst- og símamálaráðherra. Bankhead flutti aðalræðuna. Hann varði Roosevelt og svaraði þeim, sem ásakað hafa forsetann fyrir að skifta sér að málefn- um Evrópu. Bankhead kvað það alkunnugt, að Roosevelt forseti hefði margsinnis leitað til stjórnmálamanna og þjóðhöfðingja Evrópu, en allar málaleitanir forsetans hefði verið í þágu frið- arins, — mannúðarástæður einar lágu til grundvallar, sagði Bankhead. Þá gerði hann að umtalsefni afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Bretlandi. Hann sagði að Bretland eitt berðist nú gegn ofbeldinu og ágengninni, en stefna einræðisherranna væri að sigra lýðræðisþjóðirnar og ein þeirra væri Bandaríkin. Þeim væri því skylt að veita Bretum allan þann stuðning sem þau gæti, án þess að taka beinan þátt í styrjöldinni. Hvorki forsetinn eða aðrir flokksleiðtogar hefði áformað að senda her til Evrópu. Farley póstmálaráðherra ræddi þetta einnig og lét sömu skoð- anir í ljós. Hann kvað Bandaríkin búa sig undir að halda fram Monroekenningunni í verki, ef þörf krefði, þ. e. verja þau Vest- urálfuríki, sem árás kynni að verða gerð á. Siglingar hættulegar við strendur Ítalíu og ítalskra nýlendna. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Breska flotamálaráðuneyfið tilkynti í gærkveldi, að sigling- ar væri hættulegar hvarvetna við strendur Italíu og ítalskra nýlendna, innan 30 mílna frá ströndunum. Eru öll skip að- vöruð um að fara ekki nær en þetta, geri þau það, sé það á eigin ábyrgð. Þetta er svar Breta við svip- aðri aðvörun, sem Italir birtu um siglingahættu við strendur, þeirra landa við Miðjarðarhaf, þar sem Bretar eru ráðandi. 1 hinu opinhera málgagni ít- ölsku stjórnarinnar var í gær hirt tilkynning um ný styrjald- arsvæði, þeirra meðal er suður- hluti Apulia-héraðs norður til borganna Giodia del Colle og Monopjoli og einnig Kalabriu- strö.nd og til fyrrnefndra horga. Öll svæði þar sem flugstöðvar eru og flotastöðvar eru talin styrjaldarsvæði, eða stofnanir, sem reknar eru undir eftirliti italska hersins, flotans eða flughersins. Dregnr lir loftii- ráiiim I»|óð¥crja á Bretland. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Undangengin tvö dægur hef- ir heldur dregið úr fjöldaárás- um þýskra flugvéla á Bretland, en einstakar flugvélar liafa gert árásir á allmörgum stöðum. Tveir menn hiðu bana í loftárás á borg á suðurströndinni, en í annari borg biðu 2 menn bana, en 12 særðust, er varpað var sprengjum úr Dornierflugvél á verkamannahverfi. Mörg hús, gistihús, verslunar- og íveru- hús, eyðilögðust að rneira eða minna levti. Loífárásirnar á Brefland. Lýsing á bresku hernaðar- flugvélunum. London 16. júlí. „Sundaj^ Times“ birtir mjög lofsamleg ummæli um franv komu og afrek breska flughers- ins í árásunum á England und- anfarnar vikur og daga. Lýsir striðsfréttaritari blaðsins flug- vélum Breta á þessa leið: „Hurricane- og ISpitfire-ein- menningsvélamar eru vopnað- ar átta vélbyssum hver, og er hægt að skjóta úr þeim alls 9600 skotum á mínútu (160 á sekúndu);.. Byssum þessum er miðað á sama stað, og skerast skothrautir þeirra um 250 yards (228 metr.) fyrir fram- an vélina. Verður því skothríð- in hörðust, þegar skotið er úr þessari fjarlægð, en þvi minni, sem fjær dregur. Þær sprengjuflugvélar þýsk- ar, sem mest eru notaðar til árása á England, Heinkel 111, Dornier 215 og Junkers 88, hafa aftur á móti þrjár hreyf- anlegar Rheinmetall-Bbi-sig- vélbyssur liver, og geta skotið 1100 skotum á mínútu, en sá er munurinn, að ekki er hægt að miða nema einni þeirra í einu á skotmarkið. Það er því um að gera fyrir orustuflug- vélar vorar að ráðast beint að liinum þýsku sprengjuflugvél- um og nota þannig þá aðstöðu, að geta skotið á hana af öllum byssum sínum, 160 skotum á sekúndu, meðan hin getur ekki svarað nema með um 18 skot- um, á selcúndu. Aftur á móti hafa sprengju- flugvélar / vorar hreyfanlega skotturna, og standa þær því ólíkt betur að vígi gagnvart þýskum orustuflugvélum en þýskar sprengjuflugvélar gagn- vart hinum ensku orustuflug- vélum. Til dæmis geta Welling- ton-sprengjuflugvélar skotið alt að 7200 skotum á mínútu á eitt og sama mark, vegna þess að Iiægt er að beina fleiri vél- hyssum í einu á skotmálið. Er þessi aðstaða einkum [lientug gagnvart Messerschmitt-109 or- ustuflugvélum, sem hafa eina litla fallbyssu og fjórar vél- Frh. á 3. síðu. i Loítár᧠á gríska eyjn. London i morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregn frá Aþenuborg lierm- ir, að ítalskar flugvélar hafi varpað sprengikúlum á eina af Grikklandseyjum. — Er þetta klettótt eyja, sem lieitir Cep- halonia. BRESKI FLOTINN. Stærsta orustuskip Breta „H. M. S. Hood“ og önnur mikil orustuskip sjást hér á myndinni. Þau eru á verði. Japanska itjórnin hefir beðist lansnar IX —' " ’ ‘' ' Hörð áíuk niilli Iicciíaðíirsiiisisiiina ogr I»csri*a, §cm viljsi fara hægara í §akirnar. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Árdegis í dag harst fregn um það frá Tokio, að Yonai aðmiráll hefði heðist lausnar fyrir sig og stjórn sína. Virðist hafa komið til mikilla átaka að undanförnu milli liernaðarsinna og þeirra, sem vilja fara liægara. Ákvörðunin um lausnarbeiðni var tekin á stjórnarfundi, sem ræddi tilraunir Konoye prins, fyrrverandi forsætisráðherra, til þess að mynda einn flokk fyrir alla þjóðina. En Konoye virðist nú verða talsvert ágengt í banáttunni fyrir myndun flokksins, því að öflugir stjórnmálaflokkar hafa tekið ákvörðun um að taka þátt i slikri flokkasamsteypu og Konoye fyrirhugar. Að undanförnu hafa, sem kunnugt er, staðið yfir sam,- komulagsumleitanir milli ríkis- stjórna Bretlands og Japan. Ilafa Bretar fallist á, að banna hergagnaflutninga um Burma- hrautina til Kína um þriggja mánaða skeið, en þann tíma skyldi Japanir nota til þess að semja við Kínverja um, frið, sem breska stjórnin telur víst, að báðar þjóðirnar þrái. Að sumra áliti er það þetta, sem hefir hleypt hita í stjórnmálin á ný. Hernaðarsinnar vilja nota tækifærið til þess nú, er stór- veldin hafa öðru að sinna, Bandaríkin ekki komin langt á leið með að auka vígbúnaðinn, Bretar í stríði og Frakkar úr sögunni sem liernaðarveldi, — til þess að herða styrjöldina í Kína, án nokkurs tilliLs til Bandaríkjanna og Evrópustór- veldanna. Hvernig úr þeim deil- um, sem nú eru komnar í dags- Ijósið í Japan rætist, verður ekkt sagt um að svo stöddu, en ýmsar líkur henda til, að liern- aðarsinnarnir hafi sitt fram eins og fvrri daginn. Nægar kornbirgðir í Vest- urálfu, handa Evrópu þar sem sulturinn blasir við miljónum xnanna, ef styrjöldin dregst á langinn. Vesturálfuríkin, aðallega Kanada, Bandaríkin og Brazilía hafa óhemju kornbirgðir aflögu, sem mundu nægja til þess að fæða þær miljónir Evrópumanna, sem hungrið blasir við, ef styrj- öldin dregst á langinn, er það að segja, að þjóðimar, sem þau hyggja eiga enga sök á, að þau urðu ófriðarsvæði. Óvinaher ruddist inn í þessi lönd og gerði þau að ófriðarsvæði Evrópu þar sem 20 miljónir manna em undir vopnum, í stað þess að erja jörðina, 'getur ekki lengur brauðfœtt sig. Það verður að fá matvæli annarstaðar handa hinum bágstöddu þjóðum og þess sjást þegar merki, að Vestmenn muni skilja nauðsynina, og nota það tækifæri, sem þeim er gefið, til þess að hjálpa hinum þjáðu þjóðum Evrópu. í Kanada er talið, að fyrir hendi verði 300 milj. skeppa til útflutnings á yfirstandandi ári og í Bandanríkjunum álika mikið. Kornbirgðir Brazilíu voru 30 milj. skeppa. Landbún- aðarráðuneyti Bandaríkjanna hafði gert ráðstafanir til þess í byrjun júní, að Rauði Krossinn gæti fengið keypt af kornbirgð- um ríkisins nægt korn til þess að senda til Frakklands — fyrir hálft framleiðsluverð. I Wash- ington gera menn sér ljóst, að það verður að grípa til víðtækra ráðstafana til þess að hjálpa Evrópuþjóðum, og komið hefir til orða, að Rauði krossinn fái lejdi til þess að kaupa korn fyr- ir liálfvirði, til útlilutunar í Ev- rópu. Hér að framan hefir verið vikið að því, að vegna þess hversu margir menn hafi verið teknir i herinn í ýmsum, lönd- um álfunnar, hafi framleiðslan ininkað að miklum mun. En hér við bætist það einnig, að uppskerubrestur hefir orðið víða um lönd, vegna vetrarkuld- anna síðustu. í Mið- og Suðaust- ur-Evrópu eru horfur afar slæmar, vegna þess að vetrar- rúgur eyðilagðist í kuldunum, og kartöfluuppskera í mörgum löndunum verður miklum mun minni en vanalega. Eitt af þvi, sem haka mun mikla erfiðleika, að því er flutn- inga á matvælum snertir til þurfandi þjóða í Evrópu, ann- ara en Bretlands, er skortur á skipum. Bretar og handamenn þeirra hafa skipakost mikinn, en nota hann allan til eigin þarfa, en Bandaríkjaskipum er enn sem komið er hannað að sigla um styrjaldarsvæði. Og svo er hafnbann Breta á Þýska- land og Ítalíu og þau lönd, sem Þjóðverjar hafa hernumið. — Bretar munu að sjálfsögðu krefjast þess, að séð verði um, að matvæli verði ekki send til notkunar handa hersveitum Hitlers og Miusstolini, en þedr munu vart gera nokkuð til að hindra að matvæli verði send til þess að bjarga fólki frá hungri, og yrði þá væntanlega Rauða Krossinum falið að ann- ast útlilutun kornsins og að hafa eftirlit með allri lijálparstarf- semi. Yrði tilhögunin svipuð og var i Heimsstyrjöldinni, er Her- bert Hoover hafði forgöngu í hjálparstarfseminni í Belgíu og viðar. Páfinn styður Petain- stjómina í baráttunni gegn kommúnisma og guðleysi London i morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregn frá Vatikanborginni hermir, að Valeri, fulltrúi páfa- rikisins í Frakklandi, hafi feng- ið fyrirskipanir um að styðja viðleitni Petain-stjórnarinnar til viðreisnar. Hans heilagleiki páfinn er og sagður liafa fyrir- skipað Valeri að styðja stjórn- ina í baráttu hennar gegn guð- leysi og kommúnisma og öllum þeim öflum, sem vinna gegn kirkju og kristindómi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.