Vísir - 16.07.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 16.07.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR f Þorseimt Jónsson járnsmiöur verður jarðsunginn í dag, en liann andaðist að heimili sinu, Vesturgötu 33 hér i bænum, liinn 7. þ. m., þá tæplega 76 ára að aldri. Þorsteinn er borinn og harn- fæddur Reykvikingur, fæddur að Lilla-Seli hér í bæ hinn 9. júlí 1864. Misti hann föður sinn strax í æsku, og ólst upp hjá móður sinni og' varð fyrirvinna hennar síðar. Járnsmíði lærði Þorsteinn lijá Gísla Finnssyni járnsmið hér í bæ, og lauk þvi námi um tvítugt, en hugur hans lineigð- ist að því að reka sjálfstæða at- vinu og setti hann þvi upp eigið járnsniíðaverkstæði, þá 25 ára að aldri, og rak það um hálfrar aldar skeið hér í hænum. Var hann hagleiksmaður mikill og ávann sér strax traust og tiltrú, enda var liann maður grandvar til orðs og æðis. Hafa hjá hon- um lært margir ungir menn, sem síðar hafa orðið kunnir liér í bæ og’ viðar, enda margir sett um, smíðastofur sjálfir. Þorsteinn lieitinn var hinn mesti myndarmaður í sjón og raun. Ilann var hár vexti og samanrekinn, enda kraftamað- ur mikill. Var hanii fríður mað- ur, og svipurinn hreinn og festulegur og öll framgangan eftir því prúðmannleg. Hann var góðum gáfum. gæddur og fróður um marga hluti, og söngelskur maður var liann með afbrigðum. Stofnaði hann þegar í æsku söngflokk á Sel- tjarnarnesi, sem mikið þótti til koma, en auk þess hafði hann um nokkurt skeið allmikil af- skifti af söngmálum þessa bæj- ar. Sjálfur var hann raddmað- ur mikill, en lék auk þess vel á hljóðfæri, t. d. fiðlu og org- el. Er á þvi enginn vafi, að liefði hann notið frekari ment- unar en raun varð á i þeirri grein, liefði hann staðið fram- arlega meðal islenskra tónlist- armanna. Þorsteinn er einn af þeim mönnum, sem átt hefir sinn mikla þátt i því að byggja upp þetta bæjarfélag. Sá hann það þroskast og dafna, úr smá- þorpi í 40 þús. manna borg, og sjálfur átti hann drjúgan þátt í stofnun og starfrækslu ýmsra fyrirtækja, sem síðar hafa orðið lyftistöng fyrir bæj- arfélagið á margvíslegan hátt. Þessa ber að geta sérstaklega, HANN ER ÓHRÆDDUR. Myndin sýnir flugmann úr breska flugliðinu vera í þann veginn að stíga upp í flugvél sina til þess að fara í flugferð yfir þýskt hættusvæði. þegar skrifað er um Þorstein .Tónsson og hans jafnaldra, með því að það eru í rauninni þeir menn, sem hvgt hafa upp hæj- arfélagið og fylgst með vexti þess og viðgangi. Þorsteinn heitinn var kvong- aður Guðrúnu Bjarnadóttur, hinni ágætustu konu og voru börn þeirra þessi: Rjarni for- stjóri i Héðni, er andaðist árið 1938, en þótt hann væri þá enn ungur að árum, hafði hann margt sér til frama unnið, Ás- geir verkfræðingur, forstjóri Iiér í hæ, Hlín gift Gísla Jóns- syni vélstjóra, Svafa gift Arsæli Árnasyni, Margrét gift Friðriki Magnússyni. Heimili þeirra hjóna var eitt- hvert hið ágætasta hér í bæ. Þangað komu ungir sem aldr- aðir, ])ar var gleði og glaumur, söngur og hljóðfærasláttur. Attu þar margir ánægjulegar stundir, sem ekki gleymast. Reykjavik á einum, af sinum mætustu sonum á bak að sjá. Hugheilar kveðjur og þakkir fylgja Þorsteini Jónssyni frá hans fjöhnörgu vinum og kunningjum siðasta áfangann. Einn úr aldraða hópnum. LOFTÁRÁSIRNAR ÁBRETLAND. Frh. af 1. síðu. hyssur, en verða að stilla mó- torinn þannig, að hægt sé að skjóta á milli vængja loftskrúf- unnar. Þær vélar geta ekki skotið neraa 3300 skotum á mínútu. Tveggja hreyfla Mess- erschmidt 110 liafa tvær kan- ónur og tvær vélbyssur, en slcjóta ekki nema 2400 skotum á mínútu, enda hafa tvær fall- byssur reynst lélegi-i árásar- tæki en hinar átta vélbyssur hresku vélanna. Loks er vert að athuga það, að þegar eltingaleikur fer fram í lofti, geta bresku flugvélarn- ar náð miklu meiri hraða í steypiflugi, en það stafar af þvi, að Messerschmitt-vélarnar hafa tvöfalt slýri í stélinu, og veitir ])að meiri loftmótstöðu en hið einfalda stýri bresku vélanna. Siðan loftárásirnar á Eng- land byrjuðu, höfum vér ekki mist nema sem svarar einuin tiunda af tjóni Þjóðverja, en tjón þeirra nemur að tveim * þriðju hlutum sprengjuflugvél- um og einum þriðja hluta or- ustuflugvélum. uldur 1067, ísleifur 874, Jakob 389, Jón Þorláksson 1938, Kári 1015, Keflvíkingur 2836, Keilir 2509, Kolbrún 1977, Kristján ] 3809, Leó 1279, Liv 2280, Már 2142, Mars 152, Minnie 2356, Nanna 1476, Njáll 556, Oliv- ette 1084, Pilot 816, Rafn 2048, Sigurfari 2262, Sjöfn 779, Sjö- stjaman 1860, Snorri 1164, Skaftfellingur 767, Stella 2584, Súlan 3730, Sæbjörn 1978, Sæ- finnur 3695, Sæhrimnir 1888, Sævar 967, Valbjörn 1473, Vé- björn 2071, Vestri 854, Víðir 421, Valur 270, Þingey 1126, Þorgeir goði 1013, Þórir 1089, Þorsteinn 2812, Sæunn 829. Mótorskip 2 um nót: Aage, Hjörtur Pétursson 1152, Alda, Hilmir 518, Anna, Einar Þveræingur 1244, Baldur, Björgvin 928, Barði, Vísir 1133, Bjarni Ólafsson, Bragi 1007, Björg, Magni 1344, Björn Jör undsson, Leifur 1361, Bliki, Muggur 1238, Cristiane, Þór 1109, Eggert, Ingólfur 2226, Einir, Stuðlafoss 489, Erlingur 1., Erlingur 2. 1638, Freyja, Skúli Fógeti 1678, Frigg, Lag- arfoss 1095, Fylkir, Gyllir 1912, Gísli J. Johnsen, Veiga 1501, Gulltoppur, Hafaldan 1263, Hannes Hafstein, Helgi Há- varðsson 990, Hvanney, Síldin 868, Jón Finnsson, Víðir 1087, Jón Stefánsson, Vonin 1400, Muninn, Ægir 1597, Óðinn, Ó- feigur 2. 1723, Reynir, Viðir 392, Snarfari, Villi 1124, Stig- andi, Þráinn 1763. Síldarskip til Nig:lnfjarðar. Einkaskeyti til Vísis. Siglufirði í morgun. Þessi skip hafa komið til Siglufjarðar í gær og nótt: Höskuldur með 600 mál, Ilrafn- kell goði 750, Björn austræni 700, Vonin 300, Valbjörn 300, Hrönn 550, Keflvíkingur 950, Ásbjörn 650, Snorri 450, Sæ- finnur 1200, Bjarni Ólafsson/ Bragi 300, Huginn II. 500, Hug- inn III. 500 mál. Tvö skipanna fengu síldina út af Siglufirði. Þoka er og bræla á miðunum. 17 skip með 11000 mál bíða nú löndunar hjá ríkisverk- smiðjunum. Þráinn. „Fimta herdeildin“. Louis Stein, lögreglustjóri Woodbine í New Jersey í U.S.A., er aÖ leita að „fimtu herdeildinni“ þar í borg. Hún stal nefnilega gani- alli þýskri vélbyssu, sem var i ráð- húsinu þar og var til minja um Heimsstyrjöldina. Byssan var ónot- hæf. inn, sem þegar mun í ljós koma, er sá, að Bandaríkjaþjóðin mun taka þátt í baráttunni af lifi og sál. Hún er orðin þátttakandi í baráttunni — og áhrifanna mun gæta inn á við og út á við. Fyrir hálfum mánuði var stjórnmála- ástandið og viðhorfið þannig, að ógerlegt liefði verið að koma þessu til leiðar, í dag — segir blaðið — er það óhjákvæmilegt. Fyrir hálfum mánuði voru Bandarikjamenn áhorfendur, frjálsir að þvi að gagnrýna Bandamenn fyrir að liafa verið sofandi, að því er Noreg snerti. í dag er öðru máli að gegna. Bandarikjamenn erU ekki leng- ur áhorfendur. Nú heyrist eng- in segja: „Þetta er Evrópuþræta, sem okkur varðar ekkert um.“ Menn hafa sannfærst um, að óskin um að komast hjá þátt- töku í styrjöld, nægir ekki. Eng- inn býst við að örlög Banda- rikjanna verði liin sömu og Hol- lands, en allir sjá, að einangr- unarstefnan á engan rétt á sér. Það liefir orðið eins stórkost- leg skoðanabylting í Bandaríkj- unum nú og í Bretlandi, þegar Þjóðverjar riftu Múnchenar- samkomulaginu, og tóku Prag. Innrásin í Holland og Belgiu vakti sára gremju, og hraði Þjóðverja við þessar hernaðar- aðgerðir vakti beyg. HVAÐ GERIST Á PANAMA- RÁÐSTEFNUNNI? Þess hefir verið getið í skeyl- um, að Vesturálfunáðstefna (Pan-amerísk ráðstefna) sé í þann veginn að byrja í Havana. Ráðstefna þessi fær til með- ferðar mál, er Þjóðverja varðar miklu. Þar verður að líkindum reynt að ná samkomulagi, um viðsldfti og liráefni, samkomu- lag, sem mun koma óþægilega við Þjóðverja, ef það hefst fram. Þjóðverjar hafa þegar gert ráð- stafanir til þess að reyna að treysta aðstöðu sina áður en ráð- stefnan kemur saman. Þeir liafa sent Costa Rica, Nicaragua og Venezuela orðsendingu og ósk- að þess, að lýðveldi Jiessi taki ekki fjandsamlega afstöðu gegn Bandaríkjunum á ráðstefnunni. Iivernig er nú viðhorfið í Suð- ur-Ameríkuríkj um gagnvar t nazismanum og fascismanum? Dr. Vargas, einræðis-forseti Brasilíu, lýsti fyrir nokkru mjög ákveðið yfir því, að liann aðhyltist stefnu og skoðanir nazismans. Þetta vakti beyg i Argentínu og Paraguay. Aukið lierlið var sent til landamær- anna í báðum þessum ríkjum. Dr. Vargas var ekki myrkur i máli og Bandaríkjablöð kölluðu ræðu lians árás á lýðræðið. I Washington var ekkert um íæðu lians sagt af liálfu stjórn- arinnar, en það vakti furðu, að dr. Vargas skyldi ráðast á lýð- ræðisfyrirkomulagið degi eftir að Roosevelt hafði fordæmt framkomu ítala, og sakað þá um að hafa stungið rýtingi í bak frönsku þjóðinni. Amerískt herskip lagði þegar leið sína til Rio de Janeiro — í „vináttu- heimsókn“. Meðal æðstu manna Bandaríkjanna og Brazilíu er því mikill skoðanamunur ríkj- andi, en í flestum ríkjum Suð- ur-Ameriku óttast menn áhrif nazista. í Chile, Uruguay og Argentínu er unnið af kappi að því að uppræta áhrif „fimtu herdeildarinnar“, njósnara og undirróðursmanna. I Uruguay er óbeitin á nazistum svo mögn- uð orðin, að Þjóðverjar þar í landi hafa orðið að biðja um lögregluvernd. Nazistar hafa án efa getað beitt sér talsvert í Suður-Ameríkuríkjum, en víð- ast livar liefir verið gripið til öflugra mót-ráðstafana. Sam- vinna Vesturálfuríkja allra hef- ir verið að komast í fastara form, en nú liorfir svo, að öll frekari samvinnuáform séu í hættu, vegna þess að sjálfur ríkisforsetinn í Brazilíu mælir með því „að valdi sé beitt til þess að leiða alþjóðleg deilu- mál til lykta“. — í Brazilíu liefir verið stefnt i einræðisátt alt frá því er dr. Vargas braust til valda árið 1937. Brazilía er mesta lýðveldi Suður-Ameríku og þar í landi eru menn af þýskum og ítölsk- um ættum afar fjölmennir. — Ræðu sína flutti dr. Vargas á brazilisku herskipi, í tilefni af því, að 75 ár voru liðin frá því er Brazilíumenn unnu sigur i sjóorustu við Paraguaymenn. Friðar- og alþjóðastefnur, sagði liann, hafa nú orðið að víkja fyrir valdbeitingu og þjóðernis- stefnum. TILKYNNEN ■■ 'T" r Það hérmeð tilkynnist öllum minuhi viðskii tavinum, að vegna efnisleysis verð eg að loka um hálfsmánaðaríima. ÁRNI J. STRANBBERG bakari. Það tilkynnist hérmeð að eg tek alls engar sængurkonur heias til min. Hætti þvi 1. júli s.l., og hefi leigt húsnæðiS n! • klinikkin liafði frá þeim tíma HAFLiÐA JÓNSSYML Eg verð hjá konum er þess óska, sem eru heíraa Ljá! sér, eins og áður. HELGA M. NÍELSDÓTTIR, Ijósmóðir. Nmásöluverð á eftirtöldum tegundum a£ cigarettum má ekki vera hærra en hér segir: Yenidejh Oval (í 50 stk. kössum) Kings Guard (í 50 stk. kössum) K.O. No. 6 Gold tipped (í 20 stk. pökkum) Do. plain (í 50 stk. kössum) K.O. No. 9 Gold tipped (i Do. plain Crown de Luxe Do. Do. Ritz Gold tipped Do. Monde Elgantes 50 stk. kössum) (í 50 stk. kössum) (í 10 stk. pökkum) (í 20 stk. pökkum) (í 100 stk. kössum) (í 25 stk. pökkum) (í 25 stk. kössum) (í 25 stk. pökkum) Private Seal .......................... kr. Do. ............................. — Cavenders Gold Leaf .................. — Do. ............... — Myrtle Grove ........................ — Do. ...................... — Greys Virgnia .......................... — Do. — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má 3% liærra vegna flutningskostnaðar. kr. 4.50 kassínn — 4.50 kassínæt — 1.80 paJkÖBfiEi — 4.50 kassiím — 4.50 kassœia — 4.50 kassíiata. — 1.10paM™sa — 2.20 pakkÍDaxa — 11.00 kassísm — 1.80 pakltm® — 3.60! kasssato — 2.25 pakMen 0.85 10* stk. 1.70 2Ö< — 0.85 10 — 1.70 10' — 0.85 10 — 1.70 20 — 0.85 10’ — 1.70 20 — útsöluverðið vera i Tobak§einkasaIst ríUisims. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við' andiát og járð- arför móður okkar, Eyvöru MagnúsdótttiH. Fyrir hönd annara aðstandenda. Agnes Gamalíelsdóttir. Guðjön Gamalíelsson., Jarðarför Snæbjarnar Arnljót«somapr fyrv. bankaeftirlitsmanns,. fer fram frá dómkirkjunni fimtudaginn 18. jiili n. k.„ og hefst með húskveðju á Laugavegi 37, kl. 1 e. h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Björn Snæbjörnsson. Þórdís Ófeigsdóttir.. Halldóra Arnljótsdóttir. Sigríður Ánaljótsdóttín. Jóhanna Amljótsdóttir Hemmert

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.