Vísir - 17.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Augfýsingar 1660
Gjaldkeri S Ifnur
Afgreíðsla
30. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 17. júlí 1940.
162. tbl.
Hitler sagður í þann veg-
inn að gera Bretum kost á
að semja um frið.
Jafnframt berast fregnir um, að innrás
í England standi fyrir dyrum.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
gær siðdegis voru birtar f regnir um það, að Hitl-
er ætlaði að leggja fram friðarskilmála og
mundi hann gera grein fyrir þeim í ræðu á
iRikisþinginu, sem kvatt yrði á fund til þess að hlýða á
ræðu leiðtogans. Fregn þessi var birt i blöðum Banda-
rikjanna og útvarpi í gær, en jafnframt bárust fregnir
frá RÖmaborg, varðandi áform Þjóðverja um innrás i
England. Fregnirnar hafa vakið fádæma athygli, enda
þótt þær þyki næsta ótrúlegar, einkanlega fregnin um
hina fyrirhuguðu innrás i England föstudag 19. júlí.
Hafa komið fram tilgátur um það í Bretlandi, að það
ikunni að vera rétt, að Hitler ætli að gera tilraun til þess
;að komast hjá að halda styrjöldinni áfram en fregnirn-
ar um innrásina séu fram bornar til þess að hræða
Breta, svo að þeir verðí tilleiðanlegri til þess að ganga
að kostum Hitlers. I Bretlandi og Bandaríkjunum hefir
sú skoðun komið fram, að Hitler þurfí úé leiða styrj-
-öldina til sem sk jótrastra lykta, því að Þjóðverjar þoíí
<ekki að styr jöldin dragist á langinn. Muni Bretar gjalda
varhuga við öllum tilraunum Þjóðverja í þessa átt.
Hinir amerísku fréttaritarar halda því fram, að tillögur Hitl-
*rs f jalli um nýja skipan í Evrópumálum, og komi stórveldin
þeirri skipan á, AÐ Þýskaland fái aftur nýlendurnar sem það
misti í Heimsstyrjöldinni, AÐ sérstakur stórveldasamningur
verði gerður um viðskiftamál Evrópu, AD Bretar verði milíi-
göngumenn um samninga um viðskiftamál Evrópu og Vestur-
álfuríkja.
Agreiningur er sagður vera milli þýskra hernaðarleiðtoga um
innrásarfyrirætlanir Þjóðverja. Sagt er að margar tillögur hafi
^erið gerðar, og hinar upphaflegu tillögur verið svo fífldirfsku-
legar, að ýmsir kunnustur leiðtogar Þjóðverja, og eins Italir,
hafi ráðið frá þeim, en upp úr þvi var gengið frá áætlun, sem
Hitler f élst á.
Þjóðverjar eru sagðir hafa
mílcinn fjölda skipa í ýmsum
höfnum Noregs, Hollands, Bel-
gíu og Frakklands. Öll þau
flutningaskip, sem eru í þess-
um höfnum, verða notuð til
flutninganna og mikill fjöldi
smáskipa. Þjóðverjar eiga ekki
mikinn herskipaflota, en þeir
eiga þó talsvert af litlum her-
skipum, tundurspillum, og mó-
tor-torpedóbátum, svo og kaf-
bátum og skipum, sem útbúin
eru til þess að slæða tundur-
dufl. Þessi skip eiga að verða
berflutningaskipunum til
verndar. En aðalverndina á þó
þýski flugflotinn að veita.Vaf a-
laust verður einnig gerð tilraun
til þess að flytja lið Ioftleiðis.
Sumir þýsku herforingjanna
eru sagðir þeirrar skoðunar, að
það sé mjög ábættusamt að
gera slika tilraun, og það er
talið, að von Brautscbitch her-
foringi hafi haldið því fram,
að Þjóðverjar yrði að gera ráð
fyrir að missa alt að því %
þess Jiðs, sem þeir gerðu tilraun
til að koma til Bretlands. Er
talið, að Þjóðverjar hafi 600.-
000—1.000.000 manna reiðu-
búna til þess að fara til Bret-
lands. Bretar hafa, sem kunn-
ugt er, 1—11/> miljón æfðra
manna undir vopnum í Bret-
landi, mikið lið, sem hefir feng-
ið nokkura þjálfun, og auk þess
eru heimavarnarsveitir, sem í
eru 1 miljón manna. En stefk-
asta vörn Bretlands er vafa-
laust í herskipaflotanum og
flugflotanum, og hvernig sem
fer, ef Þjóðverjar gera tilraun
sína til innrásar, er það víst,
að til svo stórkostlegra átaka
kemur, að vart eða ekki eru
dæmi til í sögunni.
Spánverjar slíta
stjórmálasam-
bandi við Chile.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Spánn hefir slitið stjórnmála
sambandi við Chile. Er orsök-
in sú, að Chile hefir orðið
griðastaður spánskra kom-
múnista, svo og að ríkisstjórn-
in hefir látið það óátalið, að
spánska stjórnin var óvirt á
fjölmennum útifundum í Chile
þ. 17. júní.
Fregn frá Santiago hermir,
að ríkisstjórnin hafi fengið
staðfestingu ' á því, að stjórn-
málasambandinu hafi verið
slitið.
Sendiberra Brazilíu hefir
verið falið, að gæta hagsmuna
(Cliile á Spáni.
Mistu eina flugvél
á fioim vikum.
London í morgun.
Itahr hafa gert um 100 loft-
árásir á Malta og mist um 20
flugvélar og margar fleiri
skemst í þessum árásum. Ein
var skotin niður í gær, og önnur
bresk — hin fyrsta á 5 vikum.
Hafa þó breskar árásarflugvélar
gert árásir á ítalskar flugvélar
yfir Maíta dagíega.
«a^*''IW íijrijllill wywijtt^ij, illl tesuea**™-: ¦¦¦¦¦¦----
-:.'¦:, - : .
Konoye prins mynd-
ar síjörn í Japan.
London i morgun.
Eftir seinustu fregnum að
dæma litur út fyrir, að hernað-
arsinharnir í Japan ætli ekki að
fá mann úr sínum flokki vahnn
til þess að taka að sér stjórnar-
myndun, því að á fundi þeirra
stjórnmálamanna, sem keisar-
inn leitar ráða hjá, undir kring-
umstæðum slíkum sem þessum,
varð það ofan á, að leggja til að
Konoye prins yrði falið að
mynda stjórn, en hann var for-
sætisráðherra í Japan frá 1037
þar til í ársbyrjun 1939, og þykir
vitur og gætinn maður. Kon-
oye prins vildi komast hjé því að
taka að sér stjórnarmyndunina,
og sagði, að hyggilegast væri, að
stjórnarforystan yrði fahn
manni, sem hef ði nánari kynni
af her- og flotamálum en hann.
Stjórnmálamennirnir vildu þó
ekki falla frá tillögu sinni.
Myndin sýnir þýskan fallhlifarhermann vera að kasta sér út
úr flugvél sinni. Það voru fallhlífarhermenn, sem aðallega stuðl-
uðu að sigri Þjóðvei%ja í Hollandi og Belgíu.
Barkley öldungadeildar-
þingmaður flytur flokks-
þingi demokrata orðsend-
ingu fxá Roosevelt
Fagnaðarlœti sem stóöu yfir 48 raínútur, er
boðskapu-r Roosevelts liafdi verid lesinn.
Alllr ráðstefnufulltrúarnir frjálsir aö þvi,
ad kjösa hvern þann, sem þeim sýníst.
EINKASKEYTI PRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Barkley Öldungadeildarþingmaður tilkynti á flokks-
þingi demokrata í Chicago í gær, aö skoðun Roosevelts
Bandaríkjaforseta væri sú, að hver ráðstefnufulltrúi
væri frjáls að því, að kjósa hvern þann mann forseta-
ef ni, er honum sýndist.
Barkley komst svo að orði:
„Eg og aðrir góðir vinir Roosevelts forseta höfum
lengi vitað, að hann hef ir enga löngun til að verða í kjöri
sem forseti á ný, að hann hefir ekki á nokkurn hátfc
reynt að beita áhrifum sínum við nokkra ráðstefnu-
fulltrúa eða aðra sér til fylgis, og jafnvel ekki leitað á-
lits þeirra.. Forsetinn hefir ekki borið neina löngun í
brjósti til þess að vera ríkisforseti áfram, og hann hef-
ir heldur ekki löngun til þess í dag. Og hann óskar þess
ekki, að ráðstefnan velji sig sem forsetaefni. Hver ein-
asti fulltrúi á þessari ráðstefnu er frjáls að því að kjósa
hvern þann mann fyrir forsetaefni, sem honum sýnist.
Þetta er boðskapur sá, sem eg flyt yður frá forseta
Bandaríkjanna, og eru þetta hans óbreyttu orð."
Þegar Barkley hafði sagt þetta létu menn fögnuð sinn óspart
í Ijósi. Stóðu fagnaðarlætin í 48 mínútur, og kölluðu menn ákaft:
„Vér viljum Roosevelt", „Bandaríkin þarfnast Roosevelts", „Vér
kjósum Roosévelt" o. s. frv.
Ráðstefnunni hefir verið frestað til kl. 2 e. h. á miðvikudag.
Það vekur mikla athygli, að forsetinn sagði ekkert um það, að
hann myndi neita að verða í kjöri ef hann yrði fyrir valinu, og
er því litið svo á, að hann muni fallast á að verða í kiöri, ef hann
yrði fyrir valinu, og er því litið svó á, að hann muni fallast á að
veíða í kjöri, ef flokksþingið velur hann forsetaefni. — Einn af
þeim stjórnmálamönnum, sem ákafast hafa barist fyrir því,
að Roosevelt yrði valinn forsetaefni, Harry Hopkins, hefir spáð
því að Roosevelt verði kosinn forsetaefni með yfirgnæfandi
atkvæðamagni annað kvöld.
I ræðu þeirri, sem Barkley
flutti, gerði hann Monroekenn-
inguna að umtalsefni, og sagði,
að Bandaríkin yrði að vera við
því búin, að verja vesturálfurík-
in. Vér verðum að sjá um, að
Monroekenningin verði virt, en
ef tilraun verður gerð- til þess
að skérpá sjálfstæðí Vesturálfu-
ríkja, verða Bandaríkin að verja
þau. Þetta merkir ekki, sagði
hanii, að vér viljum hafa af-
skiftí af styrjoldum í öðrum
héímsálfum, heldur að Vestur-
álfa 611 verði áfram sem hing-
áð tií Öruggur griðastaður
frjáísfá riiánná.
Ný fjárauk'alög verda
innan skámms lögð
fyrir breská þingid,
London í morguiiV
Það var tilkynt í Loridon í
gær, að Sir Kingsleý Wood
myndi leggja þriðju stríðsfjár-
aukalögin fyrir þingið bráð-
lega. Hann boðaði aulcnar
skattaálögur fyrir skömmu, og
var þá gert ráð fyrir, að lagður
yrði á viðskif ta- eða söluskattur,
en sú hugmynd hefir sætt mót-
spyrnu frjálslynda flokksins og
verkamanna, og mun nú vera
horfið frá þvi ráði, að skatt-
leggja neysluvörur meira, en
lagður á „luxus" eða óhófs-
skattur, til þess að afla rikinu
aukinna tekna, en útgjöldin
aukast stöðugt, en tekjurnar
ekki að sama skapi. Útgjöldin
nema nú 9 miljónum sterlings-
punda á dag og munu enn fara
vaxandi.
MINNA UM LQFT^RÁSIR
Breska flugmáílaraðuneytið
tilkynnir, að 3 þýskar flugvélar
hafi verið skotnar niður í nánd
við Bretland i gær, þar af 2
yfir Ermarsundí, en sú þriðja
jífjr Skotlandí, sköiiihlti eftir
að hán gerði árás á skoska
borg. Nokkur hús urðu fyrir
skemdum, en manntjón varð
ekki.
Um manntjón er ekki getið
í seinustu tilkynningum Breta
um löftárásir Þjóðverja.
Ekkert lát hefir orðið á loft-
árásuni Breta á hernaðarstöðv-
ar Þjóðverja í Frakklandi, Hol-
landi og Belgiu. Hefir orðið
feikna tjón í loftrásum þessum.
Veðurskilyrði hafa verið slæm,
en það hefír ekki dregið úr loft-
árásum Breta. Margar flugvél-
ar lentu í þrumuveðri á leið-
inni.
Bretar og Norímenii
fflótinæla í Stokkhólmi.
London i morgun.
Bíkisstjórn Noregs sem
starfar í Bretlandi og breska rík-
isstjórnin hafa mótmælt þvi, að
Sviar leyfa Þjóðverjum að flytja
hergögn og herafla yfir Svíþjóð,
til Noregs. Hefir sænska stjórn-
in leyft shkan flutning (innán
vissra takmarka) þar sem styrj-
öldinni í Noregi sé lokið. Þessu
mótmæla rikisstjórnir Noregs
og Bretlands og segja, að Norð-
menn veiti Þjóðverjum enn við-
nám, og hafi sænska stjórnin
með framkomu sinni gerst brot-
leg við Haagsamþyktina frá
1907.
Mikil síld berst til
Siglafjarðar og
Ranfarhafnar í dag.
Mikil sild kemur til Siglu-
fjarðar og Raufarhafnar i dag,
að þvi er tíðindamaður Vísis
sagði blaðinu um hádegið i
dag.
Isleifur frá Akranesi kom
með 800, mál frá Ströndum í
morgun, en vitað er 'um, að
mörg skip eru á leiðiriní.
12 skip komu drekkhlaðin til
Raufarhafnar í dag.
Austan strekkingur ér á mið -
unum, og eiga skipin þvi erfitt
með að athafna sig, en sildin er
nóg, svo að segja um allaö sjó,
alt frá Ströndum til Austfjarða.
Hafa þannig mörg skip fengið
sæmilegan afla á Húhaflóa og
Skagafirði, og munu þáu leggja
hann á land í dag.
Þakkarávarp.
Nýlega héldu nokkrír harmoniku-
leikarar dansleik í Oddfellowhöll-
inni, undi forystu hr. Hafstéins Ól-
afssonar, til ágóða fyrir sjúklinga
á Vífilsstöðum. Hefir bláíSiÖ verið
beðið að færa þeim alúðar þakkir,
ásamt hr. Agli Benediktssyni, fyr-
ir að lána húsið, blöðum og útvarpi
fyrir auglýsingar og Víkingsprenti
fyrir prentun, sem alt var látið i
té endurgjáldslaust.