Vísir - 19.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1940, Blaðsíða 2
VlSIR ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á'mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. Kommúnistar og atvinnuleysið, J* ÆNDUR kvarta undan þvi, að ekki sé unt að f á mann í vinnu, hvað hátt kaup sem í boði sé á landbúnaðarmæli- kvarða, en á sama tima gengur allmikill hópur manna átvinnu- laus hér á götum höfuðstaðar- ins og heimtar fátækrastyrk sér til framfæris. Flestir eða allir þessir menn gætu fengið vinnu, ef þeir hefðu hug á því og dug til þess að hrista göturykið af fótum sér og halda til sveitanna i atvinnuleit. Þær viðbárur heyrast að vísu, að fjölskyldumenn eigi ekki heimangengt, en hafa þær við nokkur rök að styðjast? At- vinnulaus fjölskyldumaður verður vart heimili sínu stoð og stytta með þvi að hafast ekki að, en kúra heima. Hann er byrði á eigin heimili, og síst sómi þess, sverð og skjöldur. Þá heyrast þær málsvarnir, að það sé ekki von að menn leiti atvinnu úti um sveitirnar, með því að þeir séu óvanir sveita- vihnu, og bændur kæri sig jafn- vel ekki um slika menn. Að því er fyrri viðbáruna snertir má fullyrða, að engin vinna er auð- veldari né skemtilegri en hey- skapur. Þar fer alt saman: hæfi- leg áreynsla og holt umhverfi. Það kahn vel að vera, að menn verði ekki afburða sláttumenn fyrsta sumarið, og það þarf dá- Jítið lag til að venjast slætti, en eftir fyrstu vikuna eru menn búnir að læra þá list að nokkru, og venjast starfinu, nákvæm- lega á sama hátt og menn venj- ast t. d. steypuvinnu, eða hverri annari erfiðisvinnu, sem vera skal. Hitt er einnig veigalitil mótbára, að bændur kæri sig ekki um Reykvíkinga yfir sum- artímann, og mun sannara að margur bóndinn hafi reynt að tryggja 'sér hér kaupamann, en ekki fengið. Atvinha hefir verið öllu meiri í sumar en undanfarin ár á sama tíma, og ber þar m. a. til að hvert fíjótandi far aflar fanga, sem sum hafa legið bundin í naustum undanfarin sumur og ekki hafst að. Ein- staka menn, einkum kommún- istar, draga þessi sannindi i efa. Það er von að þeir geri það, því að þeir nenna ekki að vinna, —- vita jafnvel ekki hvað vinna er, — hvað þá heldur að þeir þekki bætt atvinnuskilyrði á hverjum tima árs. Þessir menn leita yf- irleitt ekki atvinnu, en taka sér í rrumn orð flokkssystur sinnar i Vestmannaeyjum, sem full- yrðir að hann bróðir hennar megi ekki vinna, því að þá hætti hann að vera kommún- isti. Svo gengur sá mæti mað- ur, bróðirinn, atvinnulaus og heldur áfram að vera kommún- isti, þótt trúin hafi raunar up£ á siðkastið beðið ömurlega hnekki. En þetta er nú einn af harmleikjum lífsins, sem ekki kemur öðrum við, og þau syst- kinin verða að gera upp sín í millhm. Þetta dæmi, sem er sannanlegt hvar sem er og hve- nær sem er, má telja gott sýn- ishorn þeirrar rotnunar, sem er ríkjandi innan kommúnista- flokksins í heild. Flokkurinn er bygður upp af einum eða tveimur draumóramönnum og letingjahóp, sem hvorki nennir að hugsa né vinna, en krefst hins vegar matar síns, til þess m. a. að kjálkakvörnin geti malað í tíma og ótíma komm- únistiskan beinamulning, sem þjóðin á svo að éta. Ekki er að furða þótt innantökurnar verði tíðar hjá þeim, sem í nánd við kommúnistana koma. Þessir menn, kommúnistarn- ir, halda því fram, að óvenju- mikið sé um atvinnuleysi hér í bænum. Gott og vel. Þá ligg- ur næst fyrir að athuga hvferjir það eru, sem ganga atvinnu- lausir, og hvort þeir gera það i atvinnuskyni eða ekki. Heimil- isástæður þessara manna þarf að rannsaka, og komast að því hvort nokkuð mæli því í gegn, að þessir menntaki þá.vinnu, sem þeim býðst, eða hver sé hin raunverulega ástæða ryrir því að þeir vilja ekki "vihn'uná. Á þá gamla lögmálið háns Páls postula við enn í dag, að þeir, sem ekki nenna að vinna, eiga heldur ekki mat að fá. Hinir, sem vilja^ i raun og sannleika vinna, eiga einjiig að fá að njóta krafta sinna, með því að óhóf- legasta eyðslan og ömurlegasta sóunin á verðmætum þessa þjóðfélags, felst í ónotuðum vinnukrafti. í þessu efn'i, sem öðrum verður að þræða hinn gullna meðaíveg: engin þræla- tök og engin ástæðulaus misk- unnsemi. En kommúnistarnir þurfa ekki að ætla það, að allir ílokk- ar hafi ekki fullan skilning á því böli, sem atvinnuleysið ef, og fullan vilja til að bæta úr því. Atvinnuleysi er engum til gagns, nema kommúnistunum, sem græða á því fylgi, og um leið og atvinnuleysinu er út- rýmt er kommúnisminn rættur upp í þjóðfélaginu, en það, — einmitt það hvorttveggja, — er markið, sem keppa ber að og allir eiga að sameinast um. Vont veður á Siglufirði. Nokkur skip hafa komið til Siglufjarðar í nótt og dag, sím- ar fréttaritari vor þar. Þau fá sildina fyrir austan og rétt út af Siglufirði. — Strekkingur er á miðunum og því erfitt að vera við veiðar, en síldin er ekki mikil. — Allar verksmiðjur eru samt fullar og unnið af kappi við þær. Drengurinn, Jens Þorkelsson, sem slasaðist um daginn, hefir það gott eftir atvikum. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, og lista- verkin í garðinum hans. Tíðindamaður Visis hitti As- rhúnd Sveinsson myndhöggv- ara að máli nú um daginn. Er nú öðru vísi um að litast i garði hans, heldur en var fyrir nokkr- um árum, þegar ekkert' var að sjá nema sendinn og lítið gró- inn blett í kringum hús hans við Freyjugötu 41 hér í bæ. Nú frá því í fyrra hafa f jórar fallegar og föngulegar högg- mýndir verið settar á grasi gróna grund framan við húsið. Menn muna eftir þ'ví, þegar Ás- mundúr stilti fýrstu myndinni upp þarna. Það var „Þvotta- konan", sem vakli geisimikla athygli um allan bæ. Menn komu allsstaðar að úr bænum lil að skoða þetta listaverk. Óneitanlega voru dómar maniia á þessu listaverki m.jög mismunandi, en allir voru þó Kuldar á Austurlandi valda uppskerubrestí Fréttaritari Vísis á Eskifirði skrifar blaðinu svohljóðandi: „Héðan er frekar fátt að frétta. Fjórir bátar eru farnir héðan á síldveiðar norður og eitt færeyskt skip, sem Björg- vin Guðmundsson útgm. hefii tekið á leigu. Þeir bátar, sem heima eru, hafa róið héðan til i fiskjar og aflað sæmilega, er á sjó hefir gefið, en tíð hefir ver- ið mjög stirð, nema seinustu dagana. Garðrækt virðist alveg ætla að bregðast hér í ár, og er varla farið að koma upp i görðum, enda snjóaði hér í fjöll fyrir hálfum mánuði." líæturlæknir er í nótt Kristján Hannesson, MiSstræti 3, sími 5876. — Nætur- veröir í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. „Piltur og stúlka". sammála um það, að þetta væri nýjung, sem væri einstök í sinni röð. Fyrst og fremst vegna þess, að myndin var úr islensku efni, og var því eiginlega tilraun til þess að sjá hvort það (efnið) þyldi hina íslensku hörðu veðr- áttu. Og i öðru lagi vegna þess, að þetta er einsdæmi hér, að höggmynd sé stilt út fyrir fram- an einkabústað manna. Efnið, sem Asmundur notar í myndirnar, er einungis kvarts og sement,,sem hann hefir feng- ið hjá byggingarmönnum hér í bænum. Þvottakonan var eina mynd- in, sem stóð úti i vetur, og stóðst hún ágætlega prófið, hvað efnið snertir, þvi hún lief- ir ekkert látið ásjá, heldur miklu frekar frikkað við veðr- unina. , Nú hefir Ásmundur, eins og eg áður gat um, sett þrjár myndir í viðbót út á blettinn. Eru þær úr sama efni og Þvotta- konan, og heita „Piltur og stúlka", „Veðurspámaðurinn" og „Móðir jörð". Myndin, sem hann kallar „Móðir jörð", er kona, sem hef- ir barn á brjósti. Er dálítið ein- kennileg staða konunnar og barnsins, og getur hún ofur ein- faldlega valsdið misskilningi hjá þeim, sem, ekki vita, hvað hún á að merkja. Ásmundur hugsar sér konuna (móðurina) sem jörðina, en barnið á að tákna mennina, sem sjúga nær- ingu sína með mikilli áfergju frá jörðinni. Mörgum kann að finnast, að þessi likneski Ásmundar séu helst til holdug, ef svo mætti segja. En Ásmundur svaraði því til, að hann yrði að bafa myndirnar svona, vegna þess, að hann væri að leita að formi fyrir efnið, sem bæði er gróft og dauft. — Af hverju datt yður í hug, að stilla myndunum út i garð- inn yðar? — Aðallega vegna þess, að mér þykir gaman að hafa þær þar, og svo vegna þess, að hús- rúm hjá mér er nú orðið svo takmarkað, að varla er bætandi nokkurri mynd þar við. — Hefir yður ekki dottið í hug, að þessi nýjung gæti haft í för með sér, að fleiri vildu fara að stilla upp myndum fyr- ir framan bústaði sína? — Ekki væri það ómögulegt, að þetta gæti orðið byrjunin að „garðskultur" hér í bænum. Til dæmis erlendis er þetta mjög farið að tíðkast, og þó sérstak- lega um söfn, sem vilja vekja athygli á sér með því, að stilla nokkrum myndum upp fyrir í'raman húsið. Það verður nokk- urskonar leiðarvísir fyrir veg- farendu'r. — Eru þetta alt nýjar mynd- ir, sem þér hafið nú látið út? — Ó-nei, ékki allar. „Piltur og stúlka" er t. d. gömul mynd. En hinar eru báðar nýjar, Veð- urspámaðurinn og Móðir iörð. Það hittist nú svo einkennilega á, að „Veðurspámaðurinn" kom út um líkt leyti og veðurfréttir hættu að birtast í útvarpinu. Eg held, að fólk ætti að heita á hann um veðrið, og sjá hvort hann verður ekki happadrýgri með veðurspárnar, heldur en veðurfræðingarnir okkar bless- aðir — segir Ásmundur og brosir við. — Liggur ekki mikil vinna í þessu ? — Jú, geisimikil. Eg hefi stundum unnið fi'am til kl. 3 á næturnar við þetta. Svo var eg nú líka að vinna að kapellunni í Háskólanum og það fór mik- ill tími í það. — Hafið þér ekki gert fleiri myndir nú síðastliðið ár? Önnur er af manrii, sem er að vakna, en liin af glímumanni, sem hvílir sig milli þess sem hann berst. Svo bendir Ás- mundur mér á tvær myndir: „Járnsmiðinn" og „Myndhöggv- aralistina" (Listhneigð hét hún áður), og segir: „Þessar lang- ar mig til þess að stækka og setja út í garðinn, bvortsem nokkurn tima verður úr því eða ekki". Flestar myndir Ásmundar eru raunsæiskendar (realistisk- ar), en sumar eru eins og raun- „Þvottakonan". veruleikinn færður í grófara form (surrealistiskar). Hann leitast við að finna eitthvað „humoristiskt", og tekst það með ágætum. Veggmyndin, sem Ásmundur gerði fyrir Háskólann er til- raun til þess að „modernisera" það frumstæða (primitiva) hjá gömlu kirkjunni. „Listin er til þess að gera manninn léttari í skapi og meira lifandi", hefir Ásmundur sjálfur sagt, og það er mikið til i þvi. Það er í senn lokkandi og lífgandi að sjá góðar högg- myndir, og það sér maður hjá Ásmundi. Menn höfðu orð á því við Ás- mund, þegar hann bygði hús sitt, að það væri óþarflega stórt, en tíminh hefir skorið úr því, að svo er ekki, því nú er húsið næstujn fult af myndum, lóðin að verða fullskipuð (2 mynd- um getur hann bætt við) og nú á hann von á 5 myndum frá „Móðir Jörð' — Jú, eg gerði nýlega mynd af Asgeiri Péturssyni frá Siglu- firði. Kannske þér viljið líta á hana, og það sem er að sjá í myndasafninu? Svo löbbum við fram í myndasafn Ásmundar, og þar er nú margt skemtilegt að sjá. Brjóstmyndin af Ásgeiri Péturs- syni er Ijómandi haglega gerð. Margar athyglisverðar myndir var þarna að sjá. Eins og „Hey- band", lítil, en „humoristisk" mynd. — Tvær stórkostlegar myndir, sem Ásmundur nefnir „Morgun" og „Milli þátta". — Ameríku. Á meðal myndanna, sem hann fær frá Ameriku er „Fyrsta hvíta móðirin", sem er álitið besta lisíaverk Asmund- ar, enda vakti hún geisimikla athygli á heimssýningunni i Ncw York. Ásmundur er þegar í stað byrjaður að gera uppdrátt að nýjum myndum, sem hann ætl- ar svo að vinna að fyrir alvöru, þegar hann kemur úr sumar- fríi, sem hann hygst að fara í nú einhvern hinna næstu daga. G. E. Ásmundur Sveinsson - , og „Fyrsta hvita móðirin". litiífa í igii ís- lendinoa i Vestor- íi Soffonias Thorkellsson iðju- höldur frá Canada hefir unnið að því í sumar, að undirbúa út- gáfu á sögu Vestur-íslendinga, sem mun liggja fyrir fullsamin í handriti. Er prentun þegar byrjuð, og er þess að vænta, að bók þess- ari verði vel tekið og mönn ger- ist áskrifendur að henni. Soffonias hefir beðið Vísi fyr- ir eftirfarandi boðsbréf: Eftir aldarí'jórðungs umræð- ur er nú svo komið, að íslend- ingar í Vesturheimi hafa ákveð- ið að láta semja og gefa út sögu .iim landnám þeirra í Ameríku, bygðir þeirra og framkvæmdir. Það er gert ráð fyrir að verk þetta verði i nokkrum bindum og hið fyrsta komi út nú í haust. Það mun verða alt að 350 bls., og verður selt bæði heft óg í bandi. Blaðsíðustærð 6x9 enskir þuml. (15x23 cm.). Höfundur þessa verks verður Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld og rithöfundur. Hann er kunnur af ritverkum sínum meðal Is- lendinga báðu megin Jiafsins. Eftir hann liggur töluvert af ljóðum. Hann gaf út um nokk- urra ára skeið tímaritið Sögu. Og á síðhstu árum þegar hann dvaldi hér heima á Islandi hefir hann ritað tvær bækur. Vest- menn og Æfintýrið frá íslandi til Brazilíu. Alþingi og menía- Heima eða heiman. í búrið. í nestið. TÓMATARl Mifcil verðlækkun Bara hringja svo kemur það

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.