Vísir - 26.07.1940, Blaðsíða 1
... KHstf Ritstjóri: án GuðSaug ssort
Féiagsp Skrifstofur rentsmiðjan (3. bæð).
Ritstjóri \ v
Blaðamenn St'mi:
AugSýsirsgar > 1660
Gjaídkeri 5 línur
Afgreiðsla J
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 26. júlí 1940.
170. tbl.
Sameiginleg vörn Vestur-
álfuríkja, ef nokkurt þeirra
verður fyrir innrás.
Margar tillögrsii* liafa komið frarn á Havaiiaráð-
stcfiiiuiiii, ogr er ovíst livcrjai* þcirra iiá fram að
gauga, cii talið wímt9 að samviniia út á við verði
mjögr ankin.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Margar tillögur hafa þegar verið lagðar fram á
Vesturálfuríkjaráðstefnunni i Havana, og
verður að svo stöddu ekkert sagt um, hvaða
tillögur verða samþyktar, en öllum fréttariturum ber
saman um, að samvinnan verði aukin út á við, til þess
að tryggja sjálfstæði og öryggi allra lýðvelda i Vestur-
álf _;. Það er mikill ágreiningur um hvaða leið skuli fara,
en um markmiðið virðist enginn ágreiningur. 1 einni
fregn segir, að með Havanaráðstefnunni sé lagður
„grundvöllur að svo víðtækri samvinnu milli lýðveld-
anna, að hér sé verið að stofna Þjóðabandalag Vestur-
álfu — og muni það reynast miklum mun starfhæfari
og athafnasamari stofnun en það Þjóðabandalag, sem
stofnað var í Evrópu, og nú er vart nefnt á nafn.
tJ Það eru hvorki fleiri né færri en 56 tillögur, sem
fram hafa komið á ráðstefnunni og er það ærið starf,
sem, fengið hefir verið i hendur nefnd, sem kosin var
til að athuga þessar tillögur. Hefir formaður nefndar-
innar tilkynt, að engin von sé til, að hún geti skilað áliti
fyrr en á mánudaginn.
Venezuela hefir iagt fram tillögur þess efnis, að Vest-
urálfurikin bindist samtökum um sameiginlega vörn,
ef ráðist verður á nokkurt þeirra.
'- '-¦ l._W. Wrtllf> ,r*"_l^*.'fS'&l
Bandaríkjastjórn hefir lagt fram tillögur um víðæk-
ari samvinnu milli Vesturálfulýðveldanna innbyrðis, í
viðskifta- og f járhagsmálum.
ttOOO Smál.
skipi sökt.
Af 1300 iiiati-is. scm á |iví vorii.
var iiui ÍOOO mann§ bjargað
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Flotamálaráðherra Bretlands, Mr. Alexander, skýrði
frá því í neðri málstofunni í gær, að þýskur tundur-
skeytabátur hefði sökt 6000 smálesta frönsku skipi,
„Micnes", og væri óttast að af um 1300 manns sem á því
vorú, hef ði um 300 farist.
Skip þetta var eitt hinna
frönsku skipa, sem voru í
brezkum höfnum, er Frakkar
gáfust upp fyrir Þjóðverjum, og
var síðar lagt hald á það, eins
og önnur skip Frakka, sem
Bretar náðu til. Alexander flota-
málaráðherra sagði, að skipið
hefði verið tekið í notkun til
bess að flytja til Frakklands
franska menn frá Bretlandi,
menn, sem skylt var að senda
þangað, samkvæmt vopnahlés-
skilmálum Frakka og Þjóð-
verja.
Var frönskum yfirvöldum
gert aðvart um, hvenær skipið
Jéti úr höfn, hvernig það vrði
auðkent o.s.frv., svo að franska
stjórnin þyrfti ekki að vera í
neinum vafa um ferðir skipsins
og gæti fyrir sitt leyti gert nauð-
synlegar öryggisráðstafanir,
með því að tilkynna Þjóðverj-
um um férðir skipsins. Það
hafði öll þau hlutleysiseinkenni.
sem lög mæla fyrir um. Nafn
skipsins var málað á hliðina og
franski fáninn og var hann einn-
ig málaður á þilfarið. Þá hafði
skipið öll siglingaljós tendruð,
er því var sökt, og það var í
rauninni alt upplýst til frekara
öryggis.
Það var i fyrrakvöd kl. 10.30,
sem skipið var stöðvað. Gerði
það þýskur tundurskeytabátur,
skömmu eftir að skipið lét úr
höfn i Southampton.
Stöðvunarmerki gaf herskip-
ið með þvi, að skjóta af hríð-
skotabyssu. Skipstjórinn á Mic-
íies gaf þegar merld um., að
skipið yrði stöðvað, og var svo
gert, en jafnframt spurst fyrir
um, bvers vegna skipið væri
stöðvað og hvaða skip gerði
það. Var því svarað með skot-
hríð og henni haldið áfram, er
gefin voru ljósmerki um að hér
væri um franskt skip að ræða.
Þeim, sem á skipinu voru, var
nú gefinn fimm mínútna frest-
ui' til þess að fara í bátana, en
sá frestur var alt of naumur,
þar sem svo margt manna var á
skipinu. Bátakostur mun og
ekki hafa verið nægur, því að
nokkurir björgunarbátar eyði-
lögðust í skothríðinni. — Þeg-
ar herskipið skaut tundurskeyti
á skipið kl. 10.55, var enn margt
manna á skipinu, oö hentu
margir sér í sjóinn, í von um
að geta bjargast einhvern veg-
inn. Sagði Mr. Alexander, að
líklega hefði um 1000 mönnum
verið bjargað, en um 300 farist.
Þustu skip á vettvang, er neyð-
armerki voru send um, að tund-
urskeyti hefði verið skotið á
skipið.
Á skipinu voru sjóliðar aðal-
lega og var,ferð skipsins heitið
til Marseille.
Mr. Alexander fordæmdi
harðlega árásina, sem bann
kallaði enn eitt dæmi um sjó-
hernaðaraðferðir Þjóðverja.
Kvaðst hann þess fullviss, að
þingið alt mundi taka undir
það, er hann vottaði aðstand-
endum þeirra, sem, farist hefði,
fylstu samúð Breta.
Mr. Alexander sagði, að þýska
stjórnin hefði viðurkent, að
þeir bæri ábyrgð á að skipinu
væri sökt, því að þeir befði til-
kynt, að þeir hefði sökt 18.000
smálesta skipi við strendur
Suður-Englands þetta kvöld. —
Væri hér átt við sama skipið,
þótt smálestatalan hefði þre-
faldast hjá þýska úívarpinu.
I þýskum tilkynníngum um
þetta, er síðar voru bírtar, á-
saka Þjóðverjar Alexander
flotamálaráðherra Bretlands
fyrir að hafa fyrirskipað að
sökkva skipinti, óg hafí breskur
tundurspillir skotið það í kaf,
en ekki þýskur tundurskeyta-
bátur. Þessum ásökunum, Þjóð-
verja er harðlega mótmælt i
Bretlandi.
Þjóí?erjarviSurkenna
a_ íiafa sökt franska
skipinn „Mecnes"
Samkvæmt seinustu fregn-
um hefir hin opinbera þýska
fréttastofa viðurkent, að
þýskur tundurskeytabátur
hafi sökt franska flutninga-
skipinu „Mecnes" undan
uðurströnd Englands.
í tilkynningunni er breska
flotamálastjórnin sökuð um
að. hafa ekki gert nægilegar
arúðarráðstafanir, til þess
að skipið kæmist heilu og
höldnu ferða sinna.
Þýska flotamálastjórnin
hefir ekki, segir í tilkynning-
unni, fengið neina tilkynn-
ingu um skip þetta.
I
Wm&... '^iimmmz&^-. °~' ^
BRESK ÁRÁSARFLUGVÉL. Verið er að hlaða vélbyssur hennar, áður en hún leggur upp i rann-
sóknarferð yfir Þýskaland.
Alvarlegar horior vegna
lélegrar hveitiuppskera
á Italín og Balkanskaga.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Landbúnaðarráðherra ítalíu
tilkynti Mússólíni i gær, að sam-
kvæmt áætlunum yrði hveiti-
uppskera ítalíu 73 miljónir
kvintala, en meðal hveitiupp-
skera undangenginna þriggja
ára er 80. milj. kvintala.
Kemur þessi fregn mönnum
allmjög á övænt, því að Mússó-
lini hefir skýrt frá þvi i ræðu
eigi alls fyrir löngu, að ítalir
hefði náð þvi marki, að geta
framleitt alt það hveiti sem þeir
þurf a til eigin nota, og þyrf ti því
ekki að flytja inn hveiti i fram-
tíðinni.
Er það alvarlegt mál fyrir ít-
ölsku þjóðina, að hveitiuppsker-
an er eigi meiri en þetta, þat
sem styrjaldartímar eru, og allir
aðflutningar torveldaðir vegna
hafnbanns Breta, en auk þesr
horfir svo, að Balkanríkin, sem
ítalir gerðu sér vonir um, að fá
ýmsar nauðsynjar fi*á, eru vart
aflögufær. Þannig geta Júgó-
slavar ekki haldið gerða samn-
inga um hveitikaup við Þjóð-
verja, vegna þess að uppskeran
hefir brugðist. Er bún 30%.
niinni en í fyrra. En i ölhun
löndum álfunnar er nú miðað
að því, að rejrna að safna birgð-
um, vegna styrjaldarinnar, og
því alt erfiðara i þessum efnum
af þeim sökum.
DiHverJir oo Tyrklr
oera ui sér i-
[iftasamníi
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Fregn frá Istambul hermir,
að viðskiftasamningur milli
Tyrkja og Þjóðverja hafi verið
undirskrifaður í gær.
í samningum þessum er gert
ráð fyrir vöruskiftum, sem
nema alt að 21 miljón tyrk-
neskra punda.
Frá Þýskalandi eiga Tyrkir
að fá lyf og hjúkrvmarvörur,
járnbraularteina o. s. frv., en
Tyrkir láta í staðinn tóbak, lín-
vörur o. fl. "
Ógurlegar loftárásiar yfitr
E-marsundL
i meQferfl á ttei
Djooverjum i Inliiiii
sem iffli að Ifja iri
I,
Á annað hundrað flugvélar tóku
þátt í einni orustunni.
London, i morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Innanríkisráðherra Bretlands
hefir tillíynt, að settar hafi verið
nýjar reglur varðandi þá ófrið-
arþjóðamenn, sem kyrrsettir
hafa verið. Er um nokkurar til-
slakanir að í^æða, að þvi er snert-
ir þá menn, sem talið er örugt,
að ekki hafi neitt ilt í huga
gagnvart Bretlandi.
Times segir, að þessar nýju
ráðstafanir séu sanngjarnar.
Béttmætt sé að hafa í haldi sem
striðsfanga þá menn, sem séu
fjandmenn Breta í hjarta sinu,
ert það séu fæstir þeirra manna,
sem flúið hafi lánd undan kúgun
Þjóðverja.
í tilkynningum þeim, sem birtar voru í morgun, um loftbar-
dagana við Bretland í gær, er komist svp að orði, að Þjóðverjar
beini nú aðallega árásum sínum á skipaflota við strendur lands-
ins. Taka flugvélar í tugatali þátt í árásunum, en breskum árás-
arflugvélum hefir jafnan tekist að tvístra þeim. Hafa verið
skotnar niður f jölda margar þýskar f lugvélar í árásunum undan-
farna daga og allmargar orðið fyrir skotum úr loftvarnabyss-
um herskipa og flutningaskipa. Nokkurir tugir þýskra flugvéla
gerðu árás á kaupskipaflota, og voru breskar árásarflugvélar þá
ekki nærstaddar, en svo öflug og markviss var skothríðin frá
herskipunum og flutningaskipunum, að hinar þýsku flugvélar
lögðu á flótta áður en árásarflugvélar Breta komu á vettvang.
— I einni loftorustunni í gær tóku þátt 50 sprengjuflugvélar og
50 árásarflugvélar voru þeim til varnar. Breskar Spitfire og
Hurrican árásarflugvélar réðust á þessa flugvélasveit og tvístr-
uðu henni.
Alls voru skotnar niður 23 þýskar flugvélar við
Bretland í gær, flestar yfir Ermarsuni og flestar urðu
breskum árásarflugvélum að bráð, en nokkrar urðu
þó fyrir skotum úr loftvarnabyssum? Frá því á mið-
vikudag s. 1. hafa Þjóðverjar mist 25 flugvélar við
Bretland, og frá upphafi styrjaldarinnar yfir 300. —
HEIMSÓKNIR ÞÝSKRA FLUG-
VÉLA TIL BRETLANDS
FÉLLU NIÐUR f FYRRINÓTT.
Veður til flugverða var afar
óhagstætt í fyrrinótt og varð
hvergi vart við þýskar flugvél-
ar í Bretlandi þá nótt, En bresk-
ar sprengjuflugvélar fóru þá
um nóttina til Þýskalands og
lentu i hinu versta veðri. Urðu
margar að snúa við heimleiðis,
án þess að nokkrum sprengjum
væri varpað, en sumar komust
á ákvörðunarstað, og voru m.a.
gerðar árásir á Wilhelmshav-
en, Emden, Hamborg og Bork-
hum-eyju.