Vísir - 27.07.1940, Blaðsíða 4

Vísir - 27.07.1940, Blaðsíða 4
VlSIR Gamla Bíó TUNDRA Saga of the Alask- an Wilderness. SfoEmerkileg og spennandi amerísk ævintýrakvik- loatynd, tekin nyrst i Alaska. Aðalhlutverkin leika: Del Caœhre — Earl Dwire — Jack Santos. Mynflln lýsir hinu fagra og hrikalega landslagi og .fjölskrúðugu dýralífi heimskautalandanna betur en áður hefir sést á kviknivnd. j ! ! (Tílkynning Með því að komið hefir í Ijós, við ítrekaðar athuganir, að ógerlegt verður að telja að hægt sé að ganga svo vel frá lokunum á rjómaflösk- um Samsölunnar, að örugt sé að ekki geti kom- ið fyrir að úr flöskunum seytlist, en hitt myndi aftur á móti valda ýmsurn bæjarbúum nokkur- um óþægindum, ef hverfa þyrfti frá því, að hafa rjómann, að einhverju leyti, einnig til sölu á flöskum, svo sem verið hefir, eru það ívinsamleg tilmæli vor, að þeir sem varir kynnu að verða við slíka flösku eða flöskur, er þeir álíta að minna sé í en vera á, geri Sam- söhumm aðvart um það. 1 þessu sambandi viljum vér vekja athygli á því, að mjólkurbúðir Samsölunnar hafa ávalt til sölu rjóma í lausu máli, til útmælingar eftir hendmni eða jafnóðum og um er beðið. iÞá viljum vér taka það fram, að því er mjólkina snertir, að þar sem mjólkurstöðin ‘getur ekki, frekar en aðrar mjólkustöðvar, fenglð ábyrgð fyrir stærð þeirra mjólkur- flaskna, er hún notar, hvort heldur eru erlend- ar flöskur eða innlendar, en ógerlegt er fyrir stöðina að láta mæla hverja flösku áður en rmjólkin er látin í hana, þá getur stöðin ekki tekið ábyrgð á nákvæmri stærð flasknanna. Hinsvegar hefir starfsfólk stöðvarinnar að sjálfsögðu alt það eftirlit með þessu sem öðru, er við verður komið, og hin sjálfvirku mæli- tæki stöðvarinnar tryggja það, að úr mjólkur- körum hennar fari ávalt rétt mál. Mjéikursölimefiicliii* f ðtsöloverð á Keodal Jrowo skorno oeftibakí má eigi vera hærra en hér segir: i I 3bs blikkdósum ........ dósin á kr. 14.40 i J/2 Ibs. Mkkdósum.......... dósin á kr. 7.40 í Jt/4 Ibs. blikkdósum .. dósin á kr. 3.80 JL'jtan Reykjavíkur og Hafnarf jarðar má verðið vera 3% hærra ( wegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. fréttír Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. ii árd., síra Bjarni Jónsson. (Altarisganga). í Hafnarfjar'Sarkirkju kl. 2 e. h., síra Garðar Þorsteinsson. Unga fsland, 5.—6. tbl. 1940, er nú komið út. Meðal annara, sem rita i blaðið, eru Margrét Jónsdóttir kennari og Sig- itrður Helgason. Einnig er kvæði eftir Jón Ólaísson, o. m. fl. Sjötug er í dag frú Guðrún Hjartar- dóttir í Austurblíð í Biskupstung- um. Þau hjónin Hildur og Stefán A. Pálsson. beildsali, hafa orðið fyrir Jieirri tniklu sörg, að tnissa unga clóttur sína, Kristínu. Hún andaðist að- faranótt þess 23. þ. m. Jarðarförin fer fram frá dómkirkjunni þriðju- daginn 30. júlí kl. hý2 e. h. Sjómannablaðið Víkingur er nýkomið út. Er það júlíblað- ið 1940. Efni þess er sem hér seg- ir: Víkingur ársgamall. Jóh. Þor- steinsson: Isafjörður. Bárður G. , Tómasson: Isfirðingar kaupa | skipastól sinn. Arngr. Fr. Bjarna- son: Hlutafélagið Huginn. Hanni- bal Valdemarsson: Samvinnufélag Isafirðinga. H. Friðriksson : Komn- ir af hafi. Jón Auðunn Jónsson: íshúsfélag ísfirðinga. Afmælisbréf til Víkings. Sveinn Benediktsson: Sildarleit 1939. Þingtíðindi F.F.S. 1. Unj veðurspár. (Þriðja grein Björns Jónssonar veðurfr.) Ný veiðiaðferð o. m. fl. Umferðaslys hafa verið nokkur undanfarna daga, og eru það aðallega árekstr- ar bíla og hjóla. Á sunnudaginn síðastl. rakst bifhjól á strætisvagn og fótbrotnaði maðurinn á bifhjól- inu. Önnur nieiðsl urðu ekki. Á fimtudag varð árekstur á gatnamót- um Sólvallagötu og Hofsvallagötu. Kom annar bíllinn (breskur) á ntiðja blið vörubíls og hentist hann um 3 metra. Engin veruleg meiðsl urðu. 1 morgun varð svo slys á ! Hafnarfjarðarveginum, en það mál j er ekki rannsakað ennþá. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: Frá ónefndum 4 kr., frá E. Þ. 5 kr., frá ónefndum , 3 kr., frá V. S. 5 la\, gamalt áheit. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, simi 2234. Nætúrvörður í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Revell- ers-kvartettinn syngur. 20.00 Frétt- ir. 20.30 Upplestur: ,,Á landamær- 11111“; smásaga (Loftur Guðmunds- son). 20.55 Útvarpstríóið : Tríó eft- ir Haydn (nr. 22, d-moll). 21.15 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir Kodaly. 21.30 Danslög. 21.45 Fréttir. Útvarpið á morg-un. Kl. 12.00 Hádegisútvarp. 19.30 Cinderella (Öskubuska), tónverk eftir Coate. 20.00 Fréttir. 20.30 Út- varpshljómsveitin: Austurrísk þjóð- lög. 21.00 Leikþáttur: „Útilegu- menn“, eftir Loft Guðmundsson ; (Alfreð Andrésson, Þóra Borg). 21.30 Danslög til kl. 23.00. flUGLVSIHGRR BRÉFHflUSIl BÓKflKÓPUR O.FL. W? W2j.b%. (1USTURSTR.12. ttr- -' ójf* :r -wiviw 1 cte.rxx' ffltt- fþ-ý : '• - K. F. U. M. Almenn samkoma annað kvöld kl. 81/2. Allir velkomn- ir. — Vantar 2 inenn á handfæraveiðar til Önundarfjarðar. Uppl. gefur Tryggvi Salomonsson, Sunnuhvoli. Magnús Thorlacius hdm., Hafnarstræti 9. Nýja JBíó Þegar ljósin ljóma á Broadway Amerísk tal- og söngvaskemtim^nd frá FOX. Dick Powell — Alice Faye Og RITZ BROTHERS. Sídasta sinn. Madeleine Carrol Eggart Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalstími: 10—12 árd. miTJNÍdNCAP] SAMKOMA sunnudagskvöld kl. 8V2 í Varðarhúsinu. — Allir velkomnir. Arthur Gook. (467 BETANÍA. Samkoma á morg- un kl. 8V2 e. h. Jón Jónsson tal- l ar. Allir velkonmir. (469 Ota Sol haframjöl í pökkum komið aftur. VI5IH Laugavegi 1. ÚTBÚ, Fjölnisvegi 2. MOSNÆDll 2 HERBERGI til leigu Vest- urgötu 51 A. (466 ÓSKA eftir íbúð, 1 stofu og eldhúsi eða 2 minni. Tilboð leggist á afgreiðslu Vísis fyrir miðvikudagskvöld merkt „Raf- magn.“ (468 2 ÁGÆTAR stofur og eldhús, í kjallara hússins Laugarnes- vegi 81, er til leigu 1. ágúst. Til sýnis kl. 8—9 í kvöld. (455 2 HERBERGI og eldhús ósk- ast 1. september í vesturbæn- um. Tilhoð merkt „11“ sendist Vísi fyrir miðvikudag. (472 IBÚÐ, 4—5 herbergja, óskast 1. október. Ahyggileg greiðsla. ! Tilhoð, merkt „111“, sendist i Visi. (461 ÍBPÁf'HlNDIDl SILFURNÆLA fundin á Þingvöllum. Vitjist á Mánagötu 23, gegn borgun þessarar aug- lýsingar. (470 | HANSKAR töpuðust i Hljóm- skálagarðinum. Skilist vinsaml. J á Eiríksgötu 17. Sími 2663. — j (471 j kKMIFSKAPUKl LÍTIÐ HÚS óskast keypt til íbúðar 1. október. Tilboð merkt „Útborgun“ sendist Vísi. (465 HEIMALITUN hepnast best úr Ileitinan’s Jiturn. Iljörtur Hjartarson, Bræðraborgárstig 1. —_______________(18 FORNSALAN, Hafnarstræti 18 lvaupir og selur ný og notuð húsgögn, litið notuð föt o. fl. — Simi 2200. (354 4^i GÓLFMOTTUR, blindra iðn, fvrirliggjandi í Bankastræti 10. ' (426 HESTAMENN OG KYLFINGAR! Flíkin sem ykkur vantar er skjólgóð og falleg leður- blúsa. Leðurgerðin h.f., Hverfis- igata 4. Reykjavík. Sími 1555. (447 HRÓI HÖTTUR OG MEN'N HANS. 545. NAFNLAUS VAKNAR. — Nafnlaus, Nafnlaus, vaknaðu! Við verðum að koma okkur á burt héðan undir eins. — Vaknaðu, vaknaðu! — Ha? — Við erum fangar. Hrói hefir — Eg er svo veikur. Bjargaðu Litli-Jón, þú? Ilvernig komstu gint varðmennina burt. Flýttu sjálfum þér. — Nei, við flýjum hingað inn? þér nú. báðir saman, eða hvorugur. WSOTnerset Maugham: 104 A ÖKUNNUM LEIÐUM. »verðum retti mætti saka liann um hiottaskap. Mér finsí eg hafi getað lesið það milli línanna í *þeswíitm bréfutn í Daily Mail, að Alec liafi talið 'jþstt Kfsnauðsyn að fórna einhverjum, og valið 4Vmrg Allerton af því að liann var gagnslaus ^maSnT hvort eð var. Það munaði ekkert um laim, en engan hinna mátti missa. Ef Georg ígaf ekki orðið Alec að neinum notum liefir hon- asm. ekM komið til liugar að hlifa honum vegna H,«cy “ sagði liann það ekki hreipskilnislega ?“ JHeldurðu að það hefði verið til nokkurra Soéta? AlmenningUr í Bretlandi fær ekki með mnííkriru smófi skilið, að i hernaði sé nauðsynlegt :Æ kðma ómarmúðlega frani. Og hvernig mundi lUiscy hafa tekið því, ef hann liefði orðið að við- sirkenna, að hann hefði fórnað Georg til þess að mk sellu rnarki, af þvi að hann einan mátti ETtíssa?" „Þetta er ógurlegt alt saman,“ sagði Julia. því er allan almenning snertir — afstöðu Staris — befir alt, sem gerst liefir staðfest, að það var skynsamlegt af honum að þegja. Það varð að liætta áróðrinum gegn honum, vegna þess, að það var ekki hægt að afla neinna sannana, og þótt hann hafi beðið allmikinn álitshnekki, er sannleikurinn sá, að ekkert var hægt að sanna á hann. Ahnenningur er harður i dónium — og fljótur til að gleyma. Menn eru þegar farnir að gleyma ásökunum — kannske farnir að sannfær- ast um það, að þeir hafi dæmt of liart — jafnvel, að þeir hafi dæxnt hann rangt. Þegar tilkynt verður, að konungurinn i Belgíu liafi sýnt hon- um mikinn heiður með því að fela honum liið mikilvægasta starf, verður nafn hans á allra vörum, og enginn talar um hitt málið, það gleymist öllum.“ Þau stóðu upp frá hádegisverðarborði og drukku kaffi annarsstaðar. Þau kveiktu sér i vindlingum. En þau ræddu lítið um stund. „Lucy langar til að hitta liann áður en liann fer,“ sagði Julia skyndilega. Dick horfði á Iiana og ypti öxlum, eins og þol- inmæði hans gagnvart Lucjt væri á þrotum. „Hún ætlar sér augsýnilega að koma fram að sið kynsystra sinna, ef alt gengur ekki að ósk- um og hefja deilur. Hún er búin að fara nógu illa með Alec og engin þörf að bæta neinu þar við.“ „Vertu ekki ósanngjarn í hennar garð, I)iclc,“ sagði Julia, með tárin i augunum. „Þú veist eklci livað hún er óhamingjusöm. Eg sárkendi 1 brjósti um hana i morgun.“ „Elskan mín,“ sagði Dick, „eg skal gera alt, sem þú biður mig um.“ Hann hallaði sér að henni. „Eg veit nú ckki hvers vegna þú ferð alt í einu að kyssa mig,“ sagði liún, „vegna þess, að Lucy líður illa.“ Hún brosti, en svo varð liún alvarleg aftur og varpaði sér í fang lians eins og til þess að leita huggunar. „Heldurðu ekki, að þú getir komið því til leið- ar að þau hittist. Hún áræðir ekki að skrifa hon- 11111.“ „Eg veit ekki nema eg ætti að fela þér það, sem ógert er. Eg hað nefnilega Alec að koma hingað síðdegis í dag.“ „Hvað þú ert eigingjarn,“ sagði hún. „En nú er best, að eg fái að vera ein með honum, þvi að eg veit að eg verð alt af hágrátandi, og þá lilærðu bara að mér.“ w „Elskan mín, við skulum hafa vasaklút á hverju borði og hverri hillu.“ „Hafðu engar áhyggjur, eg hefi alt af nóga auka-vasaklúta við svona tækifæri.“ XX. KAPITULI. Alec kom síðdegis eins og hann liafði lofað Dick. Og það hafði mikil áhrif á Juliu, er hún sá hversu þreyttur hann var orðin. Það voru nú lun það bil þrir mánuðir síðan er hann fór frá London. Við fyrsta tillit virtist liann lítið þreytt- ur. Hann var kaldur og alvarlegur á svip, eins og þeir menn, sem eru því vanir, að gefa fyrir- skipanir og að þeim sé hlýtt. Hann bar það með sér, að liann bjó yfir miklu þreki, líkams og viljaþreki, að hann var maður, sem lét ekkert aftra sér frá að ná seltu marlci. Það var eitthvað við hann, sem hafði þau áhrif á menn — einnig á Juliu Crowley , að þeim fanst hann gnæfa yfir aðra. — En þrátt fyrir þetta þóttist Julia Crow- ley sjá, að nú væri svo komið, að það væri vilja- þrekið eitt, sem liéldi Alec við. Og henni féll það ákaflega sárt, liversu nærri liann liafði tekið sér það, sem fyrir liafði komið. Julia Crowley var nógu skarpskygn til þess að sjá, að þessi sterki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.