Vísir - 31.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 31.07.1940, Blaðsíða 1
Kristj Ritstjórí: án Guðlaug sson Félagsp Skrtfstofur rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Áuglýsingar [ 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla j 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 31. júlí 1940. 174. tbl. v Miklir jarðskjálft- ar í Tyrklan 3©© menn bíða baira Mörg: þorp hruuira til p'nnna. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnir frá Istanbul herma, aS hinir ægilegustu landskjálftar hafi komið í Tyrklandi í gær- morgun snemma. Mest tjón af völdum þeirra varð í Yozgat um 150 kílómetra fyrir austan Ankara. Talið er, að um 300 manns hafi beðið bana, 60 meiðst mjög alvarlega og á f jórða hundrað hlotið nokkur meiðsli. í tólf þorpum á landskjálftasvæðinu hrundu flest hús til grunna. Ríkisstjórnin hefir fyrirskipað víðtækar hjálparráð- stafanir. Herlið, Rauða Kross sveitir og annað hjálpar- lið hefir verið sent á vettvang. Þetta er í annað skifti á tiltölulega skömmum tíma, sem hinir ægilegustu landskjálftar koma í Tyrklandi.. Fyrir nokkurum mánuðum varð feikna manntjón í Anatolíu og víðar í Tyrklandi af völdum landskjálfta, hús hrundu í borgum og bæjum, brýr eyðilögðust, járn- brautir og vegir, og miklar skemdir urðu á öðrum mann- virkjum, en f ólk f órst og meiddist í tugþúsundatali. Vatnavextir ollu og miklu tjóni og varð það til þess að auka á hÖrmungarnar. — Jarðf ræðingar spáðu um það leyti að vænta mætti frekari landskjálfta. Hafa iðulega borist fregnir frá Tyrklandi að undanfönm um jarð- hræringar og hefir nokkurt tjón orðið, en ekki eins stór- f elt og nú. FRA SIÐUSTU JARÐSKÁLFTUM í TYRKLANDI. «*F '¦-..¦:, Hertoginn af Windsor á leið vestuz- um haf. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. New York American Export Lines tilk. að hertoginn af Wind- sor (Játv. VIII. fyrrv. Bretakon- ungur) og frú hans hafi trygt sér far á einu skipi félagsins, og leggi þau af stað frá Lissabon á morgun. Hertogáhjónin eru væntanleg til New York þ. 9. ágúst. Georg VI. Bretakonungur skipaði hertogann landstjóra á Bahamaeyjum fyrir skömmu, og mun hann taka við landstjóra- störfunum bráðlega. Fregnir frá Camden, New Jersey, Bandaríkjunum, hermir að þar hafi geisað hinn ógurlegasti eldsvoði. Kom eldurinn upp í málning- arverksmiðju og bréiddist út með feikna hraða. Allmargir menn biðu bana, en um 200 hlutu meiðsl og brunasár. Tjónið af brunanum er á- ætlað 200 miljónir doliara. Um 53 hús brunnu til ösku áður en tókst að hindra út- breiðslu eldsins. — Um 1000 manns eru heimilislausir eft- ir brunann. Norski kaup- skipaflotinn búinn f allbyssum Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Eftir að til styrjaldar kom milli Norðmanna og ÞjóSverja var gripið til ráSstafana til þess að tryggja þaS, að norski kaup- skipaflotinn lenti ekki í hönd- um ÞjóSverja, og var norsku flutninga- og farþegaskipunum beint til hafna bandamanna. Nú hefir verið tilkynt, aS norsku skipin hafi veriS búin loftvarnabyssum og sérstökum fallbyssum til þess aS skjóta á kafbáta. — Skip þau, sem hér er um að ræða, munu vera sam- tals um 2.500.000 smálestir. Landamæxum Þýska- lands og Svisslands lokað. Einkaskeyti frá United Press. Fregnir bárust um það í gær- kveldi, frá Basel í Svisslandi, að landamærum Svisslands og Þýskalands hefði verið lokað, nema á einum stað. Þar var haf t hið strangasta eftirlit meS allri umferS og jafnvel menn, sem höfðu forréttinda-vegabréf, svo sem menn i stjórnarerindum, fengu ekki aS fara yfir landa- mærin. — Ekkert hefir frést um orsök þessa, en þegar 'landa- mærunum hefir veriS lokaS áð- ur, hefir verið talið, aS það hafi staSið i sambandi viS óvenju- lega herflutninga Þýskalands mégin landamæranna. Ha^anaiáðsteínBniii !©ki YSrlýsing frá Coidell HulL EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. • Havanaráðstefnunni er nú lokið. Áður en ráðstefnunni var slitið skrifuðu allir fulltrúarnir undir samþykt, eða yfirlýsingu, sem öll Vesturálfuríkin standa að. Sumir fulltrúarnir skrifuðu undir með fyrirvara. Samþyktin kemur til framkvæmda, þegar % þeirra ríkja, sem þátt tóku í ráðstefnunni, hafa samþykt hana til fullnustu. Cordell 'Hull, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, sem nú er á heimleið, komst svo að orði í viðíali, að hann gæti ekki lagt of mikla áherslu á það, að engin Vesturálfuþjóðanna bæri nokk- ura löngun í brjósti til þess að nota sér á nokkurn hátt hversu ástatt er í Evrópu, t. d. með því að ná yfirráðum yfir löndum, sem Evrópuþjóðir eiga í Vesturálfu. Sú hugsun var efst í allra hugum, sagði hann, að varðveitá friðinn í Vesturálfu. r i inn iyrir liktn dyrum Utanríkismálin til umræðu. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. í gær síðdegis var samþykt í neðri málstofunni með 290 at- kvæðum gegn 109, að umræSur skyldi fara fram um utanríkis- mál fyrir luktum dyrum,. — ÁS- ur en þessi atkvæSagreiSsla fór fram, lýsti Winston Churchill f orsæt isráSherra. yfir því, aS réttast væri aS deildin skæri úr því, hvort umræðurnar færi fram á venjulegum þingfundi eSa fyrir luktum dyrum. Lýsti hann yfir því, aS ráSherrarnir i « Sigrra Bretar? Álit stríðsfréttaritapa „Yorksliire Post". Stríðsfréttaritari „Yorkshire Post" birti i gær grein um möguleika Breta til aS vinna stríðið, og telur hann fram í greininni eftirfarandi atriði, sem hann telur aS hafa muni úrslitaþýSingu: 1) Þýska hernum, mistókst í júni að eyðileggja breska her- inn hjá Dunkirk, meSan þess var kostur. 2) Bretland hefir siSan bygt upp mikinn her og treyst varn- ir sínar. 3) Breski loftherinn hefir aS miklu leyti náS yfirhöndinni. 4) Hafnbannið tekur nú til landa þeárra, sem Þjóðverjar hafa lagt undir sig, en áSur var möguleiki á því, aS ná vörum gegn um þessi lönd til Þýska- lands. 5) Óvinunum hefir mistekist að hindra flutninga til Eng- lands. 6) Vörubirgðir í landinu eru nú meS mesta móti. 7) Hitler hefir orSiS aS dreifa liði sinu víSs vegar, milli Pyre- neafjalla og Norður-íshafs. 8) Hm mikla strandlengja landa þeirra, sem Þjóðverjar ráða yfir, gerir það aS verkum, aS þýski flotinn er alls ónógur til aS verja hana. '9) Itálía er Þjóðverjum til byrði. Einkum má búast viS því, aS ÞjóSverjar verSi aS senda henni hjálp, ef til þess kemur, að Bretar ráðist á hana. 10) Bretar ráSa á MiðjarSar- hafi og hafa aðskilið ítalíu og nýlendur hennar. 11) Almenningur í Bretlandi óttast ekki lengur Ioftárásir eða þýska innrás, þvi aS sýnt er, aS hægt er aS hrinda hvorutveggja. 12) Breski flugherinn gengur nú á undan i því, aS gera sprengjuárásir á land óvinanna. 13) Vér erum sameinaðir og ákveðnir i að vinna sigur. En Hitler á við margháttaða erfið- leika að etja, bæði í hinum her- teknu löndum og á Balkan- skaga. 14) Bússland situr aS staS- aldri yfir hlut ÞjóSverja og hindrar ráðagerðir þeirra. Mýjar hafnbamns" ráostaianip i Bpetlandi. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Nýjar reglur varðandi sigl- ingar hafa verið fyrirskipaðar í Bretlandi. Gerði Mr. Dalton við- skiftastríðsmálaráðherra grein fyrii: þeim í ræSu, sem hann flutti í neSri málstofunni i gær. VerSa öll skip, sem flytja vörur til Evrópu og frá, aS afla sér sérstakra skirteina frá breska flotanum, en þau skip, sem þaS gera ekki, sæta sér- stöku eftirliti og mega l)úast viS töfum. Eru þessar ráðstafanir fyrir- skipaðar til þess að koma í veg fyrir, að nokkurar vörur berist til Þýskalands eða Italiu yfir hlutlaus lönd eða þau lönd, sem þeir hafa á valdi sinu. Hinar nýju ráðstafanir ná til Frakk- lands og landa þeirra í Norð- ur-Afriku. lýjti verkamanna- bústaðirnir fuligerðir. Verkamannabúðstaðirnir í Rauðarárholti eru nú um það bil fullgerðir og kaupendur þeirra þegar fluttir í þá. Húsin eru 10 tabsins og standa þau í þyrpingu uppi í Rauðarár- holti — öll í stíl hvort við annað og hin laglegustu til að sjá. — myndi ekki taka þátt í atkvæða- greiðslunni. Nokkurar umræð- ur urðu um þetta, og stóðu þær í hálfa klukkustund, og varð niðurstaðan sú, sem að framan greinir. Winterton lávarður hafði orð fyrir þeim, sem mæltu með þvi að fundurinn j^rði hald- inn fyrir luktum dyrum. KvaS hann ekki rétt aS halda slíka fundi, nema alveg sérstakar á- stæSur væri fyrir hendi og benti hann m. a. á, aS öll Heimsstyrj- aldarárin hefSi ekki veriS haldnir slíkir fundir nema sjö sinnum, en frá því styrjöldin hófst, sem nú geisar, væri fimm sinnum búiS aS halda lokaSa fundi. Eiði. Fulltrúaráí5 Sjálfstæðisfélaganna heldur skemtun aí5 Eiði á sunnu- dag. Skemtiskrá ver'Sur fjölbreytt. I hverju húsi eru f jórar íbúS- ir, tvær þriggja herbergja og tvær tveggjá herbergja. Auk þess er í kjallara húsanna tvö geymsluherbergi fyrir hverja íbúð og ein köld geymsla. Þá er og í hverju húsi sameiginlegt þvottaherbergi meS miSstöSvar- katli. I hverri íbúS er svo baS- herbergi með steypubaði. Húsin eru húðuS með skelja- sandi. Þökin eru lögS eternit skífu, en gólfin eru svokölluS parkettgólf. IbúSirnar eru mál- aSar í þeim lit sem eigandi henn- ar æskir. Umhverfis hvert hús er 480— 500 fermetra garður. Honum er skift sundur í miðju og hafa tvær íbúðir hvern helming. í kjallara hússins er vatnskrani er liggur að garðinum. Er hann til hægðarauka til að vökva garðinn og blóm og plöntur í honum. Húsin eru teiknuS af húsa- meistara ríkisins, dr. GuSjóni Samúelssyni, en aðalbygginga- meistari var Tómas Vigfússon. Hjálmar Jóhannsson múrara- meistari sá um múrverkiS, raf- lagnir önnuSust Halldór Ólafs- son og GuSmundur Þorsteinsson eftir teikningum Jakobs GuS- johnsens, en félagar úr Málara- meistarafélagi Reykjavíkur gengu frá öllum málarastörfum. Gisli Halldórssön gerSi teikning- arnar aS miSstöð, miðstöðvar- kötlum og hreinlætistækjum. Miðstöðvarkatlarnir eru frá Keili, miðstöðvarofnarnir eru helluofnar frá Ofnaverksmiðj- unni, en að innlagningum unnu Helgi Magnússon & Co. og Sig- hvatur Einarsson. HurSir, gluggar og annaS tréverk var frá Völundi, en rafmagnsvélar frá Rafha. Ætlað er aS í RauSarárholtinu rísi, er tímar líSa, uppheilhverfi af verkamannabúðstöðum,bygð- um í sama . stíl og þessir,, en sennilega mun verSa biS á frek- ari framkvæmdum í þessa átt, á meðan ástandið breytist ekki frá því sem nú er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.