Vísir - 31.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 31.07.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Skeyti, sem hitta. jþ AÐ er ekki altaf, sem okkur, skriffinnum blað- anna, tekst að hitta naglann á höfuðið. En þetta kemur þó stundum fyrir. Fyrir fáum dög- um var rætt hér í blaðinu örlít- ið um karakúlstefnuna. En það er i fáum orðum sú stefna, að hundsa alla grundvallaða þekk- ingu, en leiða í þess stað til önd- vegis svokallað brjóstvit, meira og minna vafasamt. Nú er það vitanlega svo, að þekkingin er ekki einhlýt. En það ætti að vera auðsætt mál, að maður, sem þekkingu hefir og reynslu samfara meðfæddri greind, stendur hetur að vígi en hinn, sem skortir þekkinguna, þótt hann annars kunni að vera sæmilega vitihorinn. Einn á- hrifamikill maður í þessu þjóð- félagi hefir gert sér alveg sér- stakt far um að brjóta niður traust ahnennings á allri sér- þekkingu. Hann sér rautt, ef hann heyrir sérfræðing nefnd- an. Árum saman hefir hann lagt í einelti „Iangskólagengna“ menn og „stofulærða“, yfirleitt þá, sem fengið hafa traustari mentun en Samvinnuskólinn hefir á boðstólum. Méð því að dekra við nasasjónina en snið- ganga hina staðbetri þeklcingu, hefir verið ruddur vegur að ýmsu því káki, sem þjóðinni hefir orðið ærið dýrkeypt. En því var stefnan kend við kara- kúl, að með innfíutningi þess pestarfjár, var gengið i herhögg við kenningar þess manns, sem mesta hafði revnslu og sérþekk- ingu i þeim efnum. Þessi nafngift hefir hitt, þar sem hún átti að koma niður. Revkjarmökkurinn, sem upp gaus, er sönnun þess að tundrið hefir sprungið á stað, sem talinn er „hemaðarlega mikilvægur“. Jónas Jónsson heldur því fram, að tilætlunin sé sú að ríða Fram- sóknarflokknum að fullu við næstu kosningar með ]>ví að kenna honum um innflutníng karakúlfjárins. Minna má nú gagn gera! En hvers vegna er Jónas svona óskaplegá hræddur? Það skyldi þó aldrei vera, að hann hafi hugsað sér, um það leyti, sem karakúltrúin var sem heitust, að þanía væri alveg sjaldgæft kosningamál handa Framsókn- arflokknum. Maður getur farið nærri um það, hvernig „verkin hefðu ta!að“ ef nasasjónin hefði ratað rétt í þessu máli. Þá hefðu sérfræðingamir fengið það ó- þvegið! í þessu máli hélt sérþekking- in velli, og það svo greinilega að ýmsir inektarhændur Fram- sóknarflokksins hafa orðið ná- lega búlausir vegna þess að nasa- sjónin og „brjóstvitið“ var látið ráða aðgerðum. Ríkissjóður lief- ir þegar tapað miljónum á þess- um sigri karakúlstefnunnar. Það er engin furða þótt æðsti prestur káksins hrökkvi við þegar karakúlstefnan er rakin til uppruna síns. Hitt er meiri furða, að þessi velæruverði karakúlklerkur skuli fara að tala um „andstyggilegan vopna- burð“ og „flólla frá málefnum yfirstandandi tíma“. Um vopna- hurð Jónasar Jónssonar er nú orðið enginn ágreiningur. Allir sem um það mál ræða í einlægni eru hjartanlega sammála, hvar í flokki, sem þeir annars standa. Og í Jónasar-kokkabókinni stendur einmitt, að umræður um „málefni yfirstandandi tíma“ skuli falla niður. Það er þess vegna ekki „flóttinn“, sem hrellir Jónas, heldur einmitt liitt, að ekki skuli fjöður dreg- in yfir alla pólitiska fortíð hans, þar á meðal ódrepandi þrautseigju í baráttunni fyrir karakúlstefnunni, hæði í þrengri og víðari merkingu. Já, við hittum ekki altaf nagl- ann á höfuðið, þessir skriffinnar blaðanna. En skeytið um kara- kúlstefnuna misti eltki marks- ins. Það skaðar ekki að muna það. Bannað að veiða sild! Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í morgun. U ndanfarna daga hefir bor- ist svo mikil síld hingað, að hér bíða altaf 60—70 skip lönd- unar. Þurfa þau að jafnaði að bíða 5—6 daga, áður en landað er úr þeim. Vegna þessarar Iöngu biðar, skenunist síldin mjög í skipun- um, ef liún er ekki söltpð, lýsið rennur úr henni og þegar á að vinna hana i verksmiðjunum fæst lítið úr lienni og varan nær ekki fyrsta flokki. Til þess að sporna við þessum skemdum, liefir stjórn síldar- verksmiðja ríkisins ákveðið, að ekkert skip fengi að fiska í fjóra daga eftir að það hefir fengið löndun. Það táknar raun- vtrulega, að skipin verða að liggja um kyrt í níu daga um besta veiðitimann. Ástæðan fyrir því, hvað skíp- in yerða að bíða lengi, er sú, að engin söltun er enn bafin og óvíst hvenær það verður. Síld veiðist nú á öllu svæðinu frá Horni til Seyðisfjarðar, en þó mest á Skjálfanda. Þráinn. Síld í Breidafirði gvo hefir Vísi verið skýrt frá af manni einum, sem ný- lega hefir verið á ferð á norðan- verðu Snæfellsnesi, að þar sé nú komin síld inn á suma firði. Kváðu menn við Grundar- fjörð hafa veitt eitthvað af síld. Engin net eru að vísu til þar til sildveiða, en hún er bara háf- uð beint úr sjónum. Er mikil búbót að fá síldina, og svona f> rirhafnarlítið. Þá hafði síld einnig komið inn í Kolgrafarfjörðinn. Var þar mikið af hafsúlu, sem annars sést þar aldrei, nema þegar hún er að elta síld. Reginmyrkur í Reykjavík í vetur. Öllu skemtanalífi á að vera iokið ki. 10 á kvöldin. Tíðindamenn blaða og úfvarps voru í gær kvaddir á fund lögreglustjórans og skýrði hann frá ýmsum þeim ráðstöfunum, sem gerðar verða í vetur viðvíkjandi lög- gæslu í vetur í bænum, skemtanalífi o. þ. h. Eru þær þess eðlis, að hver bæjarbúi verður að kynna sér þær sem best og hegða sér í öllu sem fyrir er mælt. Minkur í Grímsá. Veiðimenn, sem voru laxvei'Öar í Grímsá í Borgarfirði, fyrir skemstu, telja sig hafa séð mink skjótast upp úr ánni. Fóru þeir á þann stað, þar sem hann kom upp og gátu rakið för eftir hann. nokkurn spöl, þar sem vatnið hafði runniS af honum á grjót. Síðan hvarf slóðin. Tekin Jiefir verið ákvörð- un um að frá 15. ágúst skuli framkvæmd myrkvun (black-out) á öllum ijósum, götu 1 jóskerum, farartækja- ljósum og í heimahúsum. Nánari tilhögun á þessu verður tilkynt síðar, en yfir- völdin munu verða mönn- um hjálpleg við að útvega pappír o. þ. h. til þess að setja fyrir glugga o. s. frv. Svartur pappír, sem notað- ur er í þessu skyni erlendis, er ekki fáanlégiir hér nú, en verður til á næstunni. Löggæsian verður af þessum völdum stórum mun erfíðari en að undanförnu og verður því að heita á aila, að hlýða sett- um reglum, til þess að létta lögreglunni starfið sem- mest. Framvegis (frá 1. ágúst) verða þeir, sem sjást áberandi drukknir á ai- mannafæri, teknir „úr umferð“ og látnir dvelja í Skóiavörðustíg 9 eða á lög- reglustöðinni, þar til af þeim er runnið. Þá eru menn varaðir við að safn- ast saman fyrir forvitnis- sakir, ef eitthvað kemur fyrir á götum úti. Slíkir liópar torvelda starf lögregl- unnar, enda mun hún fá fvrirmæli um að tvístra öll- um slíkum mannsöfnuði. Framkoma aimennings hefir yfirleitt verið mjög góð og kveðast foringjar setuliðsins breska ekki hafa yfir neinn að kvarta í því efni. Fullorðnir og börn sýndu nokkra forvitni fýrst eftir að herinn kom, en luin livarf fijotiega. Arekstrar hafá ekki orðið mildir, þó’tt ekki hafi verið komist hjá þeim að öllu leyti, en í vetur eykst auð- vitað hættan á þeim, vegna myrkursins. Þegar rætt er um fram- komu manna og sambúð við herliðið, verður einna lengst dvalið við þá hlið, er að kvenfólkinu snýr. Nú er þessu þannig farið, að lögreglan getur ekki skift sér af fullorðnu kvenfólki og hefir ekki gert það. Er því hin æskilegasta lausn þessa máls nokkuð erfið, en þar getur almenningsálitið komið til hjálpar. Lauslæti telpna undir 16 ára. En lauslæti telpna undir 16 ára hefir farið mjög í vöxt að undanförnu og er orðið svo alvarlegt vanda- mál, að þar þarf að takadug- lega í taumana. Eru það oftast heimilisástæður, sem valda því, að börnin fara út á þessa braut og ef ekki veröur önnur leið fæi', mun Rarnaverndarnefnd fá um- sjón með þeim stúlkum, sem Ieiða þarf á rétta braut. Mun breska og íslenska lögreglan hafa samvinnu um það framvegis að senda þessar telpur heim til sín, sem eru með breskum her- mönnum. Geti foreldrar þeirra ekki liaft hemil á þeim, vei'ða aðrir aðilar að koma þar til greina. Sum þessara stúlkubarna feru kannske frá góðum heimilum, en skrökva að foreldrum sínum, þegar þær fara út á kveldin, þykjast ætla að vera hjá vinstúlkum sínum, en eru svo strax komnar á hnotskóg um- hverfis bækistöðvar her- mannanna. Fjölgun lögreglunnar. Þær ráðstafanir, sem hér hafa verið gerðar að um- talsefni, auka mjög á störf lögreglunnar. Til þess að bæta úr þessu voru varð- txmarnir fyrir skemstu lengdir úr 8 klst. í 12 á sól- arhring. Þeíta getur þó að- eins orðið stundarlausn, því að eins og aðrir menn þurfa lögreghiþjónarnir að geta notið fullrar hvíldar, ef þeir eiga að geta gengið heilir að verki. Lögreglan hefir því farið fram á fjölg- un liðsins úr 60 í 76, þ. e. að tveir Ipgregluþjónar verði á Iivert 1000 bæjarbúa. Er alt undirbúið fyrir þessa f jölg- un af hálfu lögreglunnar. Þá er í ráði, að láta vakta- skifti fara fram úti, en ekki í stöðinni, eins og venja hef- ir verið, eftir því sem við verður komið. Loks mun sú skipun verða á nætur- vörslu i vetur, að einn is- Ienskur lögregluþjónn og einn breskur munLi fylgjast að á varðsvæðunum. Má bú- ast við að slík atvik komi fyrir í vetur, sem lögreglu- þjónar beggja þurfa að leysa úr í sameiningu. Engir dansleikir. 1 sambandi við myrkvun- ina verður frelsi manna nokkuð skert, t. d. að því er viðkemur skemtanalífinu. Dansleikir verða engir leyfðir nema rétt um ára- mótin og svo verður stilt til, að allar opinberar skemtan- ir verði úti kl. 10 síðdegis. Er þetta mikil breyting frá því, sem áður var, því að undanfarna vetur hafa dansleikir verið haldnir í hvérju samkomuhúsi livert laugardagskveld og jafnvel, oftar. En ástand það, sem nú ríkir hér, gerir slíkar ráðstafanir nauðsynlegar. Slysfarir. Þrátt fyrir liina miklu aukningii ökutækja, hefir slysum fjölgað mjög lítið. Verður framvegis gengið hart eftir því að ökumenn gefi fyrirskipuð merki þegar ekið er um bæinn og’ verða þeir sektaðir, sem ekki hlýða þeim reglum. Þá mun framvegis verða undinn bráður bugur að því að kveða niður slúðursagná- framleiðslu hér í bænum og geta þeir, sem bera þær út átt von á því, að lögreglan krefjist þess að þeir geti lieimildarmanna, svo að komist verði að því hverjir sé höfundar. Yerða þeir látnir sæta ábyrgð, svo sem þörf þykir. Hefir reynst auðvelt að hafa uppi á höf- undum, þegar það hefir vei'ið reynt. Er myrkvun nauðsyn- leg öryggiráðstöíun? Ráðstafanir þær, sem að ofan getur hafa allvíðtækir lífsvenju- breytingar i för með sér fyrir Reykvíkinga, en ekki er um að sakast, þótt á almennu eftir- liti verði hert í öryggisskyni og til tryggingar almennu velsæmi. Það er nauðsvnlegt og sjálfsagt, en getur ekki farið svo að raun- in verði hér sú, sem oft vill verða ,að ein syndin bjóði ann- ari heim, og af ’ myrkvuninni leiði allskyns óþægindi, sem menn virðast ekki hafa gert sér fulla grein fyrir. Ef um algera myrkvun er að ræða lilýtur hún að trufla verulega alt viðskifta- og athafnalíf hér í höfuðstaðn- um, og er slíkt mjög tilfinnan- legt yfir vetrarmánuðina þegar sólargangur er skemstur, og dagsbirtu nýtur ekki nema stutta stund á degi hverjum. En auk þessa mun slík myrkvun auka mjög á glæpsemi í bænum og torvelda stórlega alt lögreglu- eftirlit. Þegar um myrkvunina er rætt, er auðvelt að kynna sér reynslu annara Evrópuþjóða af þessari náðstöfun. I London var alger myrkvun tekin upp i byrjun stríðsins, en hver varð reynslan þar? Umferðarslys margfölduð- ust, þjófnaðir, innbrot.og glæpir fóru stórlega í vöxt. Rlöðin tóku upp baráttu gegn myrkvuninni þegar þessi reynsla var fengin, og svo fór að horfið var að því ráði að heimila frekari lýsingu gatna, til að koma í veg fyrir hinar alvarlegustu afleiðingar myrkvunarinnar. Svipaða sögu mun vera að segja frá Kaup- mannahöfn og öðrum þeim borgum, sem við höfum haft spurnir af. Alger myrkvun er óframkvæmanleg, og það sýnist engin nauðsyn á að hún verði tekin upp að staðaldri, en ef bein hætta er vfirvofandi, má ávalt koma henni á fyrirvara- laust, án þess að um verði sak- ast. Það er engan veginn óhugs- andi að til átaka komi hér á landi, en það er miklu líklegra að til slíkra átaka komi yfir sumarmiánuðina, en vetrarmán- uðina. Úfið úthaf og íslenskur vetur eru okkur mildu meiri trygging að vetrarlagi, en ófull- nægjandi öryggisráðstafanir hér á landi, sem leiða af sér miklu meiri óþægindi en þægindi, og veita auk þess í rauninni ekkert öryggi. Hernaðaraðgerðir á hafinu hljóta að leggjast að verulegu leyti niður yfir hávet- urinn, einkum hér norður við heimskautsbaug, og er þá ekki um annað en loftleiðina að ræða. Hún verðnr tæplega fær til langflugs nema í kyrru veðri, en vel getur þá svo farið að himinhneftirnir stafi nægjan- legri birtu yfir borgir og bygðir til þess að til loftárása geti komið, og ekki verður svartur pappír settur fyrir tungl og stjörnur, þólt hylja megi glugga íbúðarhúsa með slíkum varningi. Af framanskráðu virðist full ástæða til að inenn skoði hugi sina um tvisvar, áður en til slíkra gagnslítilla ráðstafana kemur. Vel má segja, að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið, en óráð verður aldrei að ráði, þótt horfið sé að því. Lögreglustjóri lét svo um mælt í gær, að samstarf blaða, útvarps og lögreglu þyrfti að vera sem nánast, þannig að ör- yggisráðstafanir allar kæmu að fullum notum. Vísi er bæði ljúft og skylt að verða við þeim til- mælum, alt til þeirra endi- marka, þar sem almenn skyn- semi þrýtur, og þar mun blað- ið stinga við fótum og fara hvergi lengra. Öryggisráðstaf- anir eru nauðsynlegar, en þær verða að vera í fullu samræmi við almenna skynsemi, reynslu og raunhæfa þekkingu á ís- lenskum aðstæðum. Þá mun all- ur almenningur virða þær og meta. Sé hinsvegar gengið fram lijá öllu þessu, geta þær aldrei náð tilætluðum árangri, og verða frekar til hálfgers skolla- leiks en gagns, og sá skollaleik- ur getur valdið mörgum þeim pústrum og lirindingum, sem leiða til fulls ófarnaðar, ekki aðeins fyrir einstaklinginn, heldur þjóðlífið í lieild, siðferð- ið, athafna- og atvinnulífið. Nöltun liefst uæitn dag:a. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir aflað sér, hefir sam- komulag náðst um síldarsöltun nú í sumar og mun hún hef jast næstu daga. Fyrir Ameríkumarkað verða saltaðar 25.000 tunnur af mat- jessíld, og eru þær þegar seldar, en auk þess verður saltað í 40 þús. tunnur að auki. Verður síldin í þær hausskorin og slóg- dregin. Happdrætti Rauða-Krossins \ þarf að seljast upp. Starfseipi Rauða Ivross Is- lands og Bai’naverndarnefndar hefir í hvivetna gengið að ósk- um, og að öllu staðist áætlun, nema sala happdrættismiðanna. Það hefir lítið selst af þeim enn sem komið er, en það er nauð- synlegt að þeir seljist sem mest, til að liafa upp í hinn mikla kostnað, sem sveitadvöl harn- anna leiðir af sér, enda er þetta siðasta fjáröflunaraðferðin, sem reynd verður í þessu skyni. Fólk, sem vill fá sér hapji- drættismiða, getur m. a. fengið þá á eftirtöldum stöðum: Skrif- stofu Rauða Krossins, Skrif- stofu tollstjóra, Verslun Jóns Björnssonar & Co„ Bréfastofu Pósthússins, Sjóvátryggingarfé- lagi íslands, Eimskipafélagi ís- lands og víðar á skrifstofum þeim, sem ahnenningur á leið um. Ennfremur er eindregið mælst til þess, að foreldrar eða aðstandendur barnanna, sem dvelja á Iieimilunum hjálpi til með sölu happdrættismiðanna og reyni að selja nokkura miða kunningjum sínum eða öðrum. Miðarnir fást daglega á skrif- stofu Rauða Krossins kl. 2—4 e. h. og þangað "getur fólk snúið sér, sem á ejnhvern hátt vill stuðla að söluani.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.