Vísir - 01.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 01.08.1940, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBLA0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 Hnur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hinar nýju ráðstafanir. "P NGINN efi er á því, að hinar nýju ráðstafanir, sem nú eru gerðar um löggæslu í bænum, munu yfirleitt mælast vel fyrir af öllum hugsandi mönnum. Við verðum að ger okkur l>ess fulla grein, að það ástand, sem við búum við nú um stundarsakir, er alveg óvenju legt. Það er mikið undir þvi komið, að við látum okkur skilj ast, að við lifum’ á alvarlegum tímum.'Við verðum að taka þvi sem að höndurn ber með fullri festu. Það er þrekleysi að vera með sífeldar kvartanir yfir þvi hvernig komið er. En það er hinsvegar léttúð að láta eins og ekkert hafi gerst. Það á að vera hverjum íslendingi hið æðsta metnaðarmál, hvað sem í kann að skerast, að sökin sé aldrei okkar megin. Síðustu mannsaldrana höfum við Islendingar húið í náinni sambúð í annari heimsálfu við þá þjóð, sem tekið hefir sér 1 stundar aðsetur meðal okkar. Sú sambúð liefir farið vel. Þau kynni, sem orðið Iiafa vestan hafs milli íslendinga og Breta, sýna að þessar þjóðir geta skilið hvor aðra. Álit liins íslenska þjóðstofns hefir farið sívaxandi við þau kynni. Það á að vera okkur keppikefli, að við getum vaxið, bæði í eigin áliti og ann- ara, af þeim atburðum sem hér hafa gerst. Til þess að svo megi verða verðum við fyrst og fremst að sýna sjálfsaga. Við erum við- kvæmir fyrir því, sem um okk- ur er hugsað og talað utan Iand- steinanna. Aldrei hafa jafn mörg erlend augu starað á okkur eins og nú. Við eigum að koma fram af þeim manndómi, að við getum hiklaust lagt framkomu okkar undir dóm sögunnar, sem samboðna þroskaðri menningar- þjóð í einu og öllu. Með því einu móti rækjum við skyldur okkar, bæði við þá sem nú lifa og eftir- komendurna. Eftir því sem við sýnum meiri sjálfsaga, eftir því stöndum við betur að vígi um samskonar kröfur á hendur hinum aðiljan- um. Það er vafalaust vel til fall- ið að hin íslenska og erlenda lögregla taki upp nánari sam- vinnu en verið hefir. Eftirlitið verður að vera strangt á báða bóga, strangt og réttlátt. Það verður að treysta því að hið sam- eiginlega eftirlit sé framkvæmt af gagnkvæmum skilningi, svo að á hvorugan sé hallað. Hinar nýju ráðstafanir munu yfirleitt mælast vel fyrir. En þó eru stöku atriði, sem menn eiga erfitt með að sætta sig við. Og það er þá fyrst og fremst myrkvunin, sem boðuð er eftir 15. ágúst. Hér er um þá ráðstöf- un að ræða, sem hreint neyðar- úrræði má telja, og vonandi að frá því verði horfið, ef nokkur kostur er. Ef því ætti að fram- fylgja, virðist einsætt, að auka þurfi Iögregluna miklum mun meira, en þegar er fyrirhugað, ef öryggi bæjarbúa á að hald- IIÖmiUK BJAII]%TASOi\: BYGGi REYi ENGANEFND [JAVÍKUR 1G 10 ÁRA HINN 7. nóvember ár- ið 1839 var fyrsta bygginganefnd Reykja v í k - ur skipuð, en 1. ágúst 1840 var fyrsti fundur nefndar- innar haldinn, og eru því í dag liðin rétt 100 ár síðan nefndin tók til starfa. Bygginganefndin hefir alla tið haft gagngerða þýð- ingu fyrir bæjarfélagið. Ástæðan fyrir skipun nefndarinnar var sú, að yfirvöld landsins ogReyk ja- víkurbæ jar töldu að bærinn ætti framtið fyrir sér, og mundi vaxa mikið, þótt þau hafi vafalaust ekki órað fyr- ir því, að bærinn yrði á jafn skömmum tíma svo mann- margur og víðáttumikill, sem raun ber vitni. Þá var íbúaf jöldi Reyk javíkur að- eins 896 manns. Verkefni nefndarinnar var ekki mjög mikið í upphafi. Þá var að eins um að ræða bygðina í miðbænum (Hafnárstræti, Að- alstræti og Austurstræti) — og til vesturs (Hlíðarhúsastígur). Fyrir utan það, að nefndin hafði ákvörðunarvald um byggingar, Iiafði hún fram yfir aldamótin fult vald yfir skipulagsmálum bæjarins, og má í bókum nefnd- arinnar frá því fyrir aldamót sjá margar mjög skilmerkilegar ákvarðanir varðandi þau mál. Með skipulagslögunum frá 1921, og síðari hreytingum, er greint milli þessa og bygginga- leyfa alment, þannig að nú hefir bygginganefndin aðeins á hendi ákvörðunarrétt um einstök byggingarleyfi að tilskildu sam- þykki bæjarstjórnar, en ekki skipulagsmálin í heild, sem eru i höndum Skipulagsnefndar rík- isins. Nefndin var í upphafi þannig skipuð, að í henni áttu sæti bæj- arfógetinn, landlæknirinn, slökkviliðsstjórinn, einn snikk- ari, einn járnsmiður auk kaup- manns, sem mun hafa átt að vera einskonar fulltrúi Iiinna óbreyttu borgara. Val nefndarmannanna hefir alt fram til þessa dags verið á svipaðan hátt, að í nefndinni hafa átt sæti yfirvöld bæjarfé- lagsins, iðnaðarmenn auk sér- stakra fulltrúa borgaranna. Var talið að menn þeir, sem valdir voru, hefðu besta þekkingu, sem völ var á, í málum þessum Vísir hefir snáiö sér til Harðar Bjarnasonar, skrifstofustjóra skipulagsnefndar, og farið fram á það i'/ið hann, að hann ritaði fyrir blaðið grein um byggingqnefnd Reykjavíkur, í tilefni af aldar- afmæli nefndarinnar. Hörður á sæti í bygginga- nefnd, en hefir auk þess með höndum, ásamt Georg Olafssyni bankastjóra, að safna heimildum og semja sögu bygginganefndarinnar fyrir félagið Ingólf, með tilstyrk bæjarstjórnar. Hefir Hörður góðfúslega orðið við tilmælum blaðsins og.fer hér á eftir grein hans. — Jafnframt birtir blaðið mynd- ir núverandi fulltrúa bggginganefndar, ásamt byggingafnlltrna. í fjarveru borgarstjóra er Tóm- as Jónsson formaður nefndarinnar, i umboði hans. Hitt alt, svo sem það að opin- berir dansleikar farast fvrir og’’ skemtistöðum verður lokað fyrrj að kvöldinu, er svo smávægilegt,® að enginn fullorðinn maður get- ur látið sér sæma, að kvarta yfir því. Menn munu yfirleitt taka hin- um nýju ráðstöfunum fegins- Iiendi. Almenningur mun skilja nauðsyn þeirra og styðja lög- regluna í framkvæmd starfs síns á þessum alvarlegu tímum. Sómi þjóðarinnar og velferð krefst þess, að brugðist sé rögg- samlega við því ástandi, sem hér hefir skapast. Pétur Halldórsson borgarstjóri — formaöur. sakir mentunar sinna og starfa. Fram eftir öllu var ekki völ á sérmentuðum mönnum í byggingafræði og var því helst leitað til mentamanna sem dvalið höfðu erlendis við nám auk þeirra jðnaðarmanna, sem störfuðu við húsasmíðar, en þessir menn höfðu eftirlit með byggingu bæjarins. * Fyrstu áratugina voru starfs- hættir bygginganefndar nokkuð með öðru sniði en nú er. Teikn- ingar búsa, sem sótt var um að byggja, voru sjaldnast fyrir hendi, nema þá ef til voru laus- Ieg riss. Var þvi leyfið veitt eftir lýsingu umsækjenda, og skrif- aði hann venjulega undir fund- argjörðina ásamt nefndarmönn- um. Fundir nefndarinnar voru að venju haldnir á þeim stað. sem byggja átti, og þar rætt um hús- ið fram og aftur með mikilli kostgæfni. Er glögt, að með slíkum starfsháttum varð erfiðara að gera sér fulla grein fyrir við- fangsefninu, en nú er, þegar bæði liggja fyrir nákvæmar teikningar af húsi því, sem Sigurður Pétursson byggingafulltrúi. Guðmundur Eiríksson bæjarfulltrúi — ritari. byggja á, og heildaruppdráttur af bænum. * Ef litið er á hinn öra vöxt bæjarins á þeim 100 árum, sem liðin eru frá stofnun nefndar- innar, sést best hve örðugt viðfangsefni hennar hefir verið. Þegar atvinnulíf bæjarins tók hinum miklu stakkaskiftum i byrjun þessarar aldar, er stór- útgerðin og verslun orsökuðu mikla fólksfjölgun og auknar byggingar i bænum, þá reyndist nefndin ekki að öllu leyti undir það búin, að mæta þeim kröfum, sem hinir nýju tímar gjörðu. Þegar steinsteypubyggingar hófust fyrir alvöru um og eftir 1915, hefst nýr kapituli í bygg- ingarsögu bæjarins, en þá var það enn meira áriðandi en áður, að hús væru rétt staðsett. Hin litlu timburhús, sem til þess tima voru einu húsin, sem að ráði lcoma við sögu, var hægt að færa úr stað, ef það reyndist síð- ar lieppilegt, en slíku var ekki til að dreifa um steinhúsin. Raun- in hefir einnig orðið sú, að ýms steinhús hafa verið reist þannig, að þau standa í vegi fyrir bættu skipulagi, en það er bæjarfélag- inu ofvaxið að kaupa slikar ólánsbyggingar til niðurrifs, því hér á landi verður öll skipulags- vinna að miðast að verulegu leyti við fjárhagsgetu bæjarfé- laganna, einkum að því er varð- ar endurbætur allar. Hér má óneitanlega um kenna skorti á nauðsynlegri framsýn um þróun byggingar bæjarins, en það má hér til afsökunar færa að vöxtur bæjarins kemUr mönnum að kalla óvænt, og lengi vel var ekki völ á sérfróðri leiðsögn í þessum málum, eins og áður var bent á. Með skipulagsuppdrættinum frá 1927, sem gerður var af Skipulagsnefnd ríkisins, má hik- laust segja að fenginn hafi verið Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjórnar. Hörður Bjarnason arkitekt. öruggur grundvöllur fyrir skipu- lagi hæjarins í fyrsta skifti, og þótt uppdráttur þessi hafi aldrei verið staðfestur, þá hefir hann í höfuðdráttum markað byggingu bæjarins siðan hann var gerður, alt til þessa. * Bygginganefnd liefir jafnan sætt mikilli gagnrýni borgar- anna, bæði með réttu og óréttu, enda er starf hennar þannig vax- ið, að syndir hennar verða ekki afmáðar, heldur standa greyptar í stein. En á þessum tímamótum í sögu bvgginganefndar Reykja- víkur vil eg frémur horfa fram í tímann, en aftur, og benda á ýmislegt, sem mætti verða til þess að skapa meira öryggi í starfsháttum nefndarinnar. Fyrst og fremst er nauðsyn- legt vegna framtiðarbyggingar hæjarins, og vegna væntanlegr- ar lagfæringar á þvi, sem miður hefir farið, að fult samkomulag og góður ákilningur. fáist milli bæjaryfirvaldanna og yfirstjórn- ar skipulagsmálanna um stað- festingu á framtiðarskipulagi bæjarins, og mun þess nú vænt- anlega ekki langt að bíða, að lagður verði fram skipulagsupp- dráttur Revkjavikur, innan og utan Hringbrautar. Hinn fyrri uppdráttur fékst ekki samþykt- ur vegna óeðlilegs reiptogs um yfirleitt smávægilegan skoðana- mun, og þótt ágreiningur um skipulags og bvggingamál sé engin nýlunda, þá er ófært ef ekki verður komist að ákveðinni niðurstöðu, jafnvel þótt skoð- anamUnur sé um einstök atriði. Annað, sem skjótrar lagfær- ingar þarf við, er endurskoðun lagaákvæða um skipun bygg- inganefndar. í 100 ár hafa sömu reglurnar um skipan nefndarinnar verið í gildi, en þær eru nú fyrir löngu úreltar. Burtu þarf að fella með öllu hina pólitísku skipun nefndar- innar, en snúa aftur til þess, sem var fyrir 100 árum, að velja i nefndina eingöngu með tilliti til þeirrar þekkingar á bygginga- málum, sem fyrir hendi er, í samræmi við það sem best er annarsstaðar, en án tillits til flokkadrátta og stjómmála- skoðana. Hin nauðsynlega breyting á skipun bygginganefndar, kemur Pétur Inginiundarson slökkviliösstjóri. Tómas Vigfússon húsasmíSameistari. auðvitað fyrst og fremst til kasta Alþingis, og er þess að vænta að svo verði hið bráðasta. Ný byggingasamþykt fyrir Revkjavík hefir þegar verið lögð fyrir bæjarstjórn, og væri eðli- legt að endanleg samþykt henn- ar og breytingar á álcvæðum um skipun bygginganefndar, fylgd- ust að. Það má að vísu segja, að hinir pólitísku flokkar innan bæjar- stjórnar Reykjavíkur liafi til þessa reynt að gera sér far um að velja gegna og góða menn í bygginganefnd, en það virðist sjálfsagt að nema þó burtu þá hættu, sem stafár af kosningu í nefndina eftir pólitískum flokk- um, og setja í stað þess reglur, sem tryggi það, að bæjarbúar geti svo sem unt er, verið örugg- ir um að byggingu bæjarins sé stjórnað af framsýni og skiln- ingi á kröfum beildarinnar i nútíð og framtíð. Á þessum tímamótum ber vissulega að þakka þeim mönn- um, sem á undanfömum árum hafa lagt á sig hið inesta erfiði í sambandi við byggingu bæjar- ins, en það má óhætt fullyrða, að viðfangsefni þessarra manna var hið flóknasta, og um leið án efa hið vanþakklátasta, sem unnið er í þágu bæjarfélagsins. En þrátt fyrir ýms skiljanleg mistök, sem átt hafa sér stað, þá er þó vonandi, að Reykjavík- urbær megi sigrast á þeim örð- ugleikum, sem hraðinn og glundroðinn í byggingu bæjar- ins hefir valdið, og verði með árunum æ byggilegri bær, íbú- unum til heilla og landinu til sóma. Verðlækknn á bráolíu. y erðlækkun mikil verður á hráolíu frá og með degin- um í dag, og stafar hún af hag- stæðum innkaupum á miklum olíufarmi, sem olíufélögin festu kaup á. Flutningsgjöld voru auk þess miklu lægri en undanfarið. 1 Reykjavik lækkar olían um 6% eyri pr. kg., úr 33 % eyri niður í 27 aura. Úti á landi var hrá- olíuverðið 34% eyrir og lækkar það þar einnig ura (iy2 eyri, nið- ur í 28 aura. Hagnaður Iandsmanna af þessari verðlækkun á olíunni nemur hundruðum þúsunda króna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.